Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1982 Kvikmyndir 19 kvikmyndahornið Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir spennumyndina When a Stranger Calls (Dularfullar símhrinainaar) Pessi mynd er ein spenna frá upphafi til enda. Ung skólastúlka er lengin til að passa börn á kvöldin, og lifsreynslan sem hún lendir í er ekkert grin. Blaðaummæli: Án efa mest spennandi mynd sem ég hef séð (After dark Hagazine) Spennumynd ársins. (Oaily Tribute) Aðalhlutverk: Charles Duming, Carol Kane, Colleen Dewhurst Bönnuð bömum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Salur 2 Hvellurinn (Blow out) John Travolta varð heimsfrægur fyrir myndimar Saturday Night Fever og Grease. Núna aftur kemur Travolta fram á sjónar- sviðið i hinni heimsfrægu mynd DePalma BLOW OUT. Sýndkl. 5,7, 9.05 og 11.10. Salur 3 Óskarsverðlaunamyndina Amerískur varúlfur í London (An American Verwolf in London) Það má með sanni segja að þelta er mynd í algjörum sérflokki, enda gerði John Landis þessa mynd, en hann gerði grínmyndirnar Kentucky Fried, Delta klikan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrit að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun í mars s.l. Sýnd kl. 5,7 og 9 Píkuskrækir Pussy Talk er mjóg djörf og jafn- framt lyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló öll aðsóknarmet í Frakklandi og Svíþjóð. Aðalhlutverk: Penelope Lamo- ur, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Sýndkl. 11 Salur 4 Flugstjórinn (The Pilot) Cliff Robc ThcPll^I The Pilot er byggð á sónnum atburðum og framleidd í cinema- scope ettir metsölubók Roberl P. Davis. Mike Hagan er frábær flugstjóri en áfengið gerir honum lifið leitt. Aðalhlutv.: Cliff Robertson, Diane Baker, Dana Andrews. Sýnd kl. 5, 7 og 11.20 Fram í sviðsljósið (Being There) (4. mánuður) Grinmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn Óskarsverðlaun og var útnefnd lyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas og Jack Warden. Leikstjóri: Hal Ashby. íslenskur texti. Sýnd kl. 9. STEINSTEYPAN ER EKKI NÓG OKKAR Á MILLI í HITA OG ÞUNGA DAGSINS. SÝNINGASTAÐIR: Háskólabíó, Laugarásbíó, á Akureyri og í Húsavíkurbíói. Leikstjóri og höfundur handrits: Hrafn Gunnlaugsson. Aöalhlutverk: Benedikt Árnason, Valgaröur Guðjónsson, Andrea Oddsteinsdóttir, María Ellingsen, Margrét Gunnlaugsdótt- ir og Júlíus Hjörleifsson. Myndataka: Karl Óskarsson. Tónlist eftir Magnús Eiríksson og fleiri. Framleidd 1982. ■ Það er óneitanlega dálítið erfitt að fella afdráttarlausan dóm um þessa nýju kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson- ar. Góð eða slæm? Afhjúpun á innihaldslausu og tilfinningasnauðu steinsteypulífi eftir stríðskynslóðar- innar, eða klisjukenndir órar um kynlífskomplexa miðaldra manns - efni sem fjallað hefur verið um í skáldskap áratugum saman? Svörin við þessum spurningum eru einna helst bæði og. í myndinni eru mörg góð eigin dóttur. Mikil áhersla er lögð á þessar fantasíur verkfræðingsins og það svo að skemmir fyrir öðrum atriðum og myndinni í heild; hér er ekki gætt þess aga, sem nauðsynlegur er, og þessir kynlífskomplexar látnir yfirgnæfa önnur atriði, sem eru mun athyglisverðari hlutar myndarinnar enda nær íslenskum veruleika. Þar er átt við spurninguna um lífsstíl og markmið lífsins í nútíma þjóðfélagi íslendinga. Hvernig á að lifa þessu máltíðin þar sem öll fjölskyldan er samankomin áður cn sonurinn, sem er með allan hugann við knattspyrnu- lýsingu í útvarpinu, fer til útlanda. En sum önnur atriöi eru ekki eins vel heppnuð, og það sem skiptir auðvitað höfuðniáli er sú heildarmynd, sem áhorfendur fá. Hún er því miður ekki jafn góð og bcstu atriðin. Skýringin cr vafalítið sú, að ekki var farið eftir ítarlega unnu handriti við gerð myndarinnar. Það þarf þrautþjálfaða snillinga til að gera heilsteypta kvik- mynd eftir lauslegum hugmyndum einum. Aðrir þurfa einfaldlcga þann trausta grunn, sem vandað handrit, er, ef þeim á að takast að tengja alla þræði frásagnarinnar saman í skýra, sam- fellda heild. Og mörgum tekst það ■ Valgarður Guðjónsson og Benedikt skil, og er reyndar sá af leikurunum í áhugaverða." atriði, sem sýna ýmsa þætti þjóðfélags- legs veruleika okkar í dag, en hins vegar virðist skorta þann aga og það bindiefni, sem fellt gæti þetta efni saman í heilsteypta kvikmynd. Myndin snýst í raun og veru aðeins um eina höfuðpersónu; aðrar persón- ur myndarinnar gegna fyrst og fremst hlutverki sem eins konar fylgitungl þessarar söguhetju, verkfræðingsins Benjamíns Eiríkssonar, sem er einn helsti hönnuður virkjana hjá Lands- virkjun. Myndin gerist öll í kringum hann, og oft frá hans sjónarhóli. Benjamín er kvæntur maður og á uppkomin börn; sonur hans er að fara utan til verkfræðináms; dóttirin er í menntaskóla. Hann er mjög upptek- inn af starfi sínu, býr í fínu húsi og nýtur þess lífsstíls velmegunar, sem talinn hefur verið eftirsóknarverður. Miðaldra maður í vanda Það sem kemur raski á hefðbundið líf Benjamíns er, að náinn samstarfs- maður hans, og að því er manni skilst eini sanni vinur, fær hjartaslag er þeir eru saman í gufubaði. Benjamín verður mikið um fráfall vinar síns. Hann tekur sér frí frá vinnu, fer að trimma eins og brjálæðingur og velta fyrir sér lífi sínu og starfi, sem honum finnst brátt að sé harla fánýtt. Jafnframt er veitt innsýn í brenglað tilfinningalff hans; Benjamín á sýni- lega erfitt með að ná sambandi við börn sín og í hjónasænginni dreymir hann um að serða ungar stúlkur, þ.e. dóttur hins látna vinar síns og svo sína Áraason í hlutverkum sínum í myndinni. myndinni, annar en Benedikt, sem tekst stutta lífi? Hvað er mikilvægast að skilja eftir næstu kynslóð til handa? Bara steinsteypu eins og Benjamín scgir á einum stað? Eða skiptir kannski meira máli en að steypa og steypa og vinna og vinna að ná tilfinningalegu sambandi við annað fólk, og þá ekki síst sína nákomnustu? Eða er það kannski of scint fyrir miðaldra vcrkfræðing? Þetta eru þær vangaveltur, sem raska hugarró Benja- míns. Niðurstaða hans í lokin er öðru fremur sú, að honum beri að lifa lífinu en ekki láta það líða áfram á meðan hann grefur sig ofan í teikningar af skurðum og stíflum. Og hann full- komnar þessa ákvörðun með því að fara að sjá Geysi gjósa; sá gamli skröggur sýnir að það er enn kraftur í honum, og það á við um Benjamín líka. Heildarmyndin Þetta er sá kjarni, cða efnisþráður, sem lesa má út úr myndinni. Það er svo hins vegar upp og ofan hvernig tekst að koma honum til skila á hvíta tjaldinu. Sumt er mjög vel útfært. Þátturinn við Geysi í lok myndarinnar er til að mynda mjög góður. Sömu- leiðis för verkfræðingsins í fínu jakkafötunum inn á hljómleika ný- bylgjurokkara; þar mætast svo sannar- lega tveir ólíkir heimar, sem lifa þó hlið við hlið í höfuðborginni; hinn virðulegi borgari og stríðsmáluð ræfla- rokksæskan. Ýmis atriði úr daglegu lífi Benjamíns og fjölskyldu hans eru einnig vel gerð, svo sem síðasta „Valgarður gerir þessu hlutverki góð að gera persónu sína sannfxrandi og rcyndar ekki einu sinni þótt þcir hafi gott handrit, en það er önnur saga. Hrafn blandar saman ólíkum stílum í myndinni; sumar senur eru nánast cins og á lciksviði, cn í öðrum er myndavélin á flcygiferö. Hið síðar- nefnda á cinkum viö þegar áhorfand- inn á að hafa, með aðstoð myndavélar- innar, sama sjónarhorn og höfuðpcr- sónan, Bcnjamtn. Þetta tekst mis- jafnlega; stundum er myndavélin hreyfð svo hratt aö það verður hreinlega óþægilcgt að fylgjast mcð á hvíta tjaldinu. Þcgar vel tekst til gcfur þessi aðferð hins vegar áhorfandanum tækifæri til að setja sig enn betur í spor Benjamíns en ella. Þá hefur sýnilega verið lagt mikið upp úr því að mynda frá óvenjulegum sjónarhornum, og kemur það stundum skemmtilega á óvart. Bencdikt afbragðs góður Benedikt Árnason fer með aðal- hlutverkið í myndinni. Margir minnast hans vafalaust úr „Vandarhöggi", sem Hrafn gerði fyrir sjónvarpið eftir handriti Jökuls Jakobssonar. Þar sýndi Bencdikt ótvíræða hæfileika til að leika í þessum tiltölulega nýja miðli okkar íslendinga. Og í þessari mynd stendur hann sig í einu orði sagt afliurðavcl. Honum tekst að gera Benjamín trúvcrðugan allan tímann, jafnvel við hinar fáránlcgustu uppá- komur. Það kont nokkuö á óvart hvað aðrar persónur eru léttvægar í myndinni. Þær cru aukaatriði, eins konar svipir, sem eru að mestu óskilgreindir. Ósköp lítið kemur frani hvernig fólk þetta eiginlega er nema í einu tilviki. Það er ungur aðstoðarmaður Benjamíns hjá Landsvirkjun. Sá cr leikinn af Val- garði Guðjónssyni, og býr eiginlega í tveimur heimum; hefur sameinað starf sitt hjá Landsvirkjun og söng í nýbylgjuhljómsveit. Valgarður gerir þessu hlutverki mjög góð sktl, og cr reyndar sá af leikurunum í myndinni, annar en Benedikt, sem tekst að gera persónu sína sannfærandi og áhuga- verða. Það virðast álög á íslenskum kvik- myndum að koma ekki öllu tali persónanna til skila. Sennilega er sökin þó ekki síður þeirra óleiklærðu áhugamanna, sem fara með hlutverk í myndunum án þcss að hafa lært að tala nógu skýrt fyrir hljóðnemana, en hljóðupptökumanna. Þessa vanda- máls gætir enn hér, en þó minna en í sumum öðrum íslcnsku myndanna sem gerðar hafa verið síöustu árin. Tónlistin er mjög fjölbreytileg; allt frá nýbylgjurokki upp í nýja útsetningu á þjóðsöngnum. Hún fellur yfirleitt vel að efninu, cn hcfur þó stundum tilhneigingu til að yfirgnæfa í stað þess að undirstrika. Hrafn Gunnlaugsson sýnir mcð þessari mynd aö hann er ófeiminn að takast á við vandamál í samtímanum í myndunt sínum. Hann byggir á cigin hugmyndum; sýnir ýmsa þætti í lífi landsmanna cins og þeir koma honum fyrir sjónir. Það cr ánægjulegt að íslenska kvikmyndagerðin skuli vera að þróast yfir í nútímann cinnig að þessu leyti. Vonandi verður aðsókn aö myndinni slík að hún geri Hrafni, og öðrum kvikmyndaleikstjórum, klcift aö halda áfram að bcina auga myndavélarinnar að íslensku þjóðiífi samtímans. -ESJ Elías Snxland Jónsson skrífar ★★ Okkar á milli í hita og þunga dagsins ★ Just youandme,kid ★★★ Flóttinn frá New York ★★ Baristfyrirborgun ★★★ Síðsumar ★★★★ Kagemusha ★ Atvinnumaður í ástum ★★ Sólinein varvitni ★★ Amerískur varúlfur í London ★★ CatBallou ★★★ Framísviðsljósið ★★ Hvellurinn Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • * * * mjög góö • * * g6ð • * sæmlleg • O löleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.