Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 3 fréttir Tuttugu og fimm ára gamall Iri: Gæslu JATAR Á SIG SEX INN- 52.. BROT í GULLVERSLANIR Þýfið fannst í höfudstöðvum Ananda Marga ■ Tuttugu og fimm ára gamall íri hefur játað við yfirheyrslur hjá rannsóknarlög- reglu rikisins, að hafa brotist inn í sex skartgripaverslanir í Reykjavík í vor og sumar. Auk þess játar hann að hafa reynt að komast í tvær til viðbótar. Hefur hann vísað á stærstan hluta þýfisins og er það nú komið í vörslu rannsóknarlögreglunnar. Samkvæmt heimildum Tímans fannst þýfið í höfuðstöðvum Ananda Marga- hreyfingarinnar á íslandi í Aðalstræti í Reykjavik. Rannsóknarlögreglan hefur lagt mik- ið kapp á að upplýsa skartgripaþjófnað- ina, sem verið hafa mjög tíðir að undanfömu. Um helgina var viðhöfð vakt nálægt skartgripaverslunum borg- arinnar. Um tvö leytið aðfaranótt sunnudags komu rannsóknarlögreglu- menn auga á ungan mann sem var í nánd við skartgripaverslun Magnúsar Bald- vinssonar við Laugaveg 8. Var náið fylgst með manninum þar sem hann virtist vera að kanna aðstæður við verslunina. Þótt ekki væri maðurinn með nein verkfæri í fórum sínum þótti rannsókn- arlögreglumönnum ástæða til að hand- taka hann og flytja til yfirheyrslu. Fljótlega viðurkenndi hann að hafa verið að verki þegar brotist var inn hjá Komelíusi, Jóhanni Leifssyni, Þorgrími Jónssyni, Magnúsi Ásmundssyni, Hall- dóri Sigurðssyni og Modelskartgripum. Gróflega reiknað er þýfið, sem maðurinn hafði á brott með sér úr verslununum, metið á um þrjár milljónir króna. Rannsóknarlögregla ríkisins sagðist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að fleiri ■ aðilar hafi komið við sögu í þessum innbrotum. Nú er búið að uplýsa öll skartgripa- innbrot sem framin hafa verið á þessu ári, utan eitt, þ.e. fyrsta innbrotið hjá Kornelíusi. írinn, sem nú hefur gengist við innbrotunum sex, kom fyrst hingað til lands í febrúar mánuði s.l. Fór hann síðan af landi brott um skeið, en kom aftur í apríl og hefur verið hér óslitið síðan. Um tíma starfaði hann hjá húsgagnaverslun í Reykjavík, en undan- farnar vikur hefur hann ekki stundað heiðarlega vinnu svo vitað sé. Hann býr með íslenskri stúlku. - Sjó./Kás. Fjallamaraþonkeppni 15 björgunarsveita ■ Göngumenn voru þreyttir og ánægðir eftir að hafa gengið um 50 kflómetra um fjöll og fimindi á tveimur dögum. Hér era þeir við markið við Skíðaskálann í Hveradölum. FJALLAMARAÞON MARK ■ Svokallaðri Fjallamaraþonkeppni fimmtán björgunarsveita víðs vegar af landinu lauk við Skíðaskálann í Hvera- dölum á sunnudaginn. Keppni stóð í tvo daga. Þann fyrri var byrjað í Krísuvík, gengið yfir á Bláfjöllin. Á leiðinni voru leystar þrautir í ratvísi í óbyggð- um. Menn höfðu með sér kort og áttu að finna út staði sem merktir voru inn á það, með 100 metra nákvæmni. Um nóttina var gist í Bláfjöllum. í morgunsárið á sunnudag var gengið frá Bláfjöllum, á Vífilfell, Lambafell, Stóra- Meitil, Skálafell á Hellisheiði og í Skíðaskálann í Hveradölum, samtals rúmlega tuttugu og fimm kílómetra. Þess ber að geta að keppendur voru allir með farangur, tjald og annan viðlegu- búnað. Sigurvegarar í karlaflokki voru Andr- és Þór Bridde og Magnús Dan Bárðar- son frá Reykjavík. í kvennaflokki sigruðu Linda Björnsdóttir og Rannveig Andrésdóttir úr Reykjavík. - Sjó. ■ Hér er komunni í mark fagnað. Tímamyndir G.E. Átján ára íslensk stúlka á ferðalagi á Rimini á Ítalíu: VERIÐ TYND f TÍU DAGA — Hefur verið leitað árangurslaust ■ „Þegar ég frétti síðast hafði enn ekkert spurst til stúlkunnar, þrátt fyrir leit lögreglunnar á Rimini,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu, þegar Tíminn spurði hann hvort átján ára stúlka, sem hefur verið týnd á Rimini á Ítalíu í tíu daga hefði komið í leitirnar. Stúlkan var í sólarlandaferð á vegum Samvinnuferða ásamt foreldr- um sínum. Laugardaginn 14. ágúst fór hún ásamt kunningjum sínum á diskótek. Um eitt leytið aðfaranótt sunnudags yfirgaf hún diskótekið og kvaðst ætla með strætisvagni heim á hótel. Síðan hefur ekkert af henni frést. Fararstjórar Samvinnuferða létu lögregluyfirvöld á Rimini þegar vita um hvarf stúlkunnar. Hefur hennar verið leitað ítarlega síðan, en án árangurs. - Sjó. ■ Gæsluvarðhaldsfangi, sem strauk úr Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg síðdegis á fostudag, var enn ófundinn þegar blaðið talaði við rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Fanginn var úrskurðaður í ga.*slu- varðhald til 25. ágúst vegna síbrota. Hefur hann m.a. játað að hafa brotist ánn í skartgripaversluni á Laugavegi 11, en nejtað að vísa á þýtíð. Notaði hann tækifærið til að strjúka, þegar honum var hleypt út í fangelsis- garðinn til að anda að sér fersku lofti á föstudaginn. Tók hann snöggt viðbragð og snaraði sér yfir múr, 2,5 metra, sem umlykur fangelsisgarðinn. Fangaverðir hlupu þegar út til að stöðva hann, en gripu í tómt. Fanginn var á bak og burt. - Sjó. Bændur hugi að ehdurskins- merkjum ■ Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri hvetur bændur í Skaftafcllssýslu ein- dregið til að fara nú að huga að endurskinsmcrkjum á vagna og kerrur. Merkin skulu vera rauð aftanverðu og gul á framhorn, ef vagninn er breiðari en ökutækið sem hann dregur. Raftækja- framleidendur kynna sig ■ „Oft er leitað langt yfir skammt að tækja - og hugbúnaði og fengið erlendis frá það sem framleitt er hér heima og kostar minni fyrirhöfn og gjaldcyri, auk þess sem þjónusta og viðhald er þá nær,“ segir m.a. í frétt frá Samtökum raftækjaframleiðenda. Þar segir einnig að vanþekking á innlendri framleiðslu sé ein aðalástæðan til þessa. Til þess að bæta úr, hefur SRF gefið út uppsláttarrit með nöfnum fyrirtækja á sviðinu og upplýsingum um framleiðslu þeirra og sérstakan tækja- búnað. Sagt er að mörgum muni koma á óvart, yfir hve miklu af bæði tækjaframleiðslu og hönnun hugbúnað- ar íslendingar ráða sjálfir og ætti ritið að geta verið verkkaupa mikil aðstoð, þegar hann ákveður kaup á vörum og þjónustu. Aðild að Samtökum raftækjafram- leiðenda eiga nú 25 fyrirtæki, sem framleiða raftæki og rafeindatæki. Sam- tökin voru stofnuð á síðasta ári. Þau vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um með því m.a. að meta möguleika innlendra fyrirtækja á að taka að sér opinber verkefni, aðstoða þau við að fá opinbera fyrirgreiðslu, stuðla að stofnun nauðsynlegra stuðnings - og þjónustu- fyrirtækja við rafiðnaðinn, stuðla að hagkvæmri verkaskiptingu í greininni, beita sér fyrir samstarfi um útflutning og þátttöku í sýningum og ráðstefnum erlendis, vera tengiliður við hliðstæð samtök erlend og beita sér fyrir, að rafbúnaður og raftæki uppfylli skilyrði um gæði og öryggi og um þjónustuskyldu ■ vegna seldra tækja. Stjórn Samtaka raftækjaframleiðenda skipa Ingvi I. Ingason H.F. Raftækja- verksmiðjunni, formaður, Björn Krist- insson Rafagnatækni sf. ritari, Heimir Sigurðsson, Örtölvutækni hf. gjaldkeri, Grétar Strange, Jötni hf., og Ásgeir Eyjólfsson, Samvirki hf. Formaður stjórnar verkefnis í rafiðnaði er Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.