Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 17
Páll Pálmason varði vílaspymu Þegar ÍBV og KA gerðu jafntefli í Eyjum ■ Eyjamenn og KA frá Akureyri gerðu jafntefli í Vestmannaeyjum á laugardaginn í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. Ekki var útlit fyrir annað en sigur heimamanna þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Staðan var þá 2-0 fyrir Eyjamenn , en Akureyr- ingamir voru ekkert á því að gefa eftir. Fyrsta mark leiksins skoraði Sigurlás Þorleifsson þegar rúmur stundarfjórð- ungur var liðinn af fyrri hálfleik. Það var eins og svo oft áður Sveinn Sveinsson ásamt Ómari Jóhannessyni sem átti heiðurinn af sendingunni á Lása sem hann skoraði úr. Staðan 1-0. 6 mínútum síðar fengu KA-menn vítaspymu eftir að Örn Óskarsson hafði stjakað við Ásbirni inni í teignum, en markvörður Eyjamanna Páll Pálmason varði glæsi- lega gott skot Eyjólfs Ágústssonar. Á næstu mínútum áttu KA-menn góð tækifæri við mark ÍBV, en þeir Örn Óskarsson og Páll markvörður komu til bjargar á síðustu stundu. í síðari hálfleiknum skoruðu Vest- mannaeyingar þegar 20 mín. voru liðnar af hálfleiknum. Þar var Kári Þorleifsson á ferð eftir sendingu Ómars. Á tveggja mínútna kafla skoruðu svo Akureyringar tvö mörk og jöfnuðu. Fyrst skoraði Eyjólfur Ágústsson beint úr hornspyrnu og var þar vel að verki staðið. Jöfnunarmarkið skoraði svo Friðfinnur Hermannsson einni mínútu síðar með góðu skoti. í síðari hálfleiknum sóttu KA-menn öllu meira og uppskáru tvö mörk. Svo virðist sem einhver deyfð sé ríkjandi í liði ÍBV og víst er að leikmenn liðsins hafa flestallir sýnt og sannað að þeir geta betur. Bestu menn liðanna voru Gunnar Gíslason og Erlingur hjá KA og hjá ÍBV var Páll bestur og bjargaði oft vel á elleftu stundu. ■ PáU Pálmason, elsti leikmað- urinn í 1. deild stendur enn fyrir sínu og vel það. Skagamenn unnu IBI auðveldlega í 1. deild ■ Á ísafirði léku á laugardaginn heimamenn gegn Skagamönnum í 1. deildarkeppninni í knattspymu. Skaga- menn snem aftur heimleiðis með bæði stigin í farangri sínum, þeir sigruðu með fjórum mörkum gegn einu marki heimamanna. í fyrri hálfleiknum skiptust liðin á um að sækja og áttu þau bæði allgóð marktækifæri. Fyrsta markið kom á 20. mínútu og var það Árni Sveinsson sem skallaði knöttinn í netið eftir sendingu Júlíusar Ingólfssonar. Staðan 1-0 og liðin héldu áfram að sækja, en ísfirð- ingarnir náðu ekki að skora, en hins vegar skoruðu Akumesingar sitt annað mark á 43. mínútu og enn var Árni Sveinsson á ferð. í hálfleik var staðan því 2-0, en eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósann- gjarnt að heimamenn hefðu verið búnir að skora a.m.k. eitt mark. Skagamenn fylgdu þessu vel eftir og eftir rúmlega stundar fjórðungs leik í síðari hálfleik skoraði Kristján Olgeirs- son þriðja mark ÍA í leiknum. Sex mínútum síðar fengu svo ísfirð- ingar dæmda vítaspymu á Skagamenn og Jón Oddsson framkvæmdi hana og skoraði. Enn var Kristján á ferð fáeinum mínútum síðar og bætti við fjórða marki Skagamanna og öðru marki sínu í leiknum. Með þessum sigri sínum eru Akurnes- ingar komnir af fullum krafti í keppnina um 2. sætið í íslandsmótinu. Sigur- möguleikar þeirra eru takmarkaðir, en þeir eiga vissa möguleika á silfurverð- launum og þátttökurétti í UEFA - keppninni. Bestur ísfirðinga í leiknum á laugar- dag var Gústaf Baldvinsson og einnig stóð Hreiðar markvörður vel fyrir sínu og verður vart sakaður um mörkin. Hjá ÍA lék Árni Sveinsson mjög vel og Kristján átti einnig prýðilegan leik. Leikinn dæmdi Þorvarður Björnsson. ■ Þeir félagar Kristján Olgeirsson og Árni Sveinsson voru bestu menn ÍA á Iaugardag og skoruðu tvö mörk hvor. Breiðabliksstrákarnir urðu meistarar í 2. flokki ■ Nú um helgina fór fram úrslita- keppni íslandsmóts 2. flokks í knatt- spyrnu. Fjögur félög höfðu áunnið sér rétt til þátttöku í keppninni, lið Breiðabliks, Víkings, Grindavíkur og KR. Leikið var á föstudag, laugardag og sunnudag. Á föstudagskvöld léku fyrst lið Breiðabliks og Víkings og skildu liðin jöfn, bæði skoruðu eitt mark. Strax á eftir léku Grindavík og KR. Þeim leik lauk með öruggum sigri KR 6-1. Staðan í hálfleik var 1-0 KR-ingum í hag. Staðan Lokastaðan í úrslitakeppni 2. flokks var sem hér segir: Breiðablik........... 3 2 1 0 5-1 5 Víkingur............. 3 1 2 0 5-2 4 KR ..................3 1117-43 Grindavík ........... 3 0 0 0 1-11 0 Á laugardag skildu svo lið KR og Víkings jöfn, bæði skoruðu eitt mark og lið Breiðabliks sigraði Grindavík 2-0. Áður en leikir sunnudagsins hófust áttu því aðeins KR og Breiðablik möguleika á sigri, en Víkingar áttu enga möguleika á að sigra. KR-ingum hefði nægt jafntefi í leiknum gegn Breiðablik til að hljóta íslandsmeistaratitilinn, en Breiðablik varð að sigra. Og það gerðu þeir. Þeir sigruðu KR með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Sævar Guðleifsson bæði mörkin fyrir Blikana. ■ Sævar Gunnleifsson skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum. Óhætt er að segja að Breiðabliks- strákarnir séu vel að þessum sigri komnir. Þeir höfðu yfirburði í A-riðli 2. flokks og komu taplausir í úrslita- keppnina. Þó verður að segja, að öll liðin hafi leikið ágætlega og oft á tíðum ■ Á laugardaginn hófst úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu. í Garðinum mættust heimamenn Víðir og Tindastóll frá Sauðárkróki. Leiknum lauk með sigri Víðis sem skoraði eina mark leiksins. Þar var á ferð Guðjón Guðmundsson. Tindastólsmenn voru óheppnir að jafna ekki metin er þeir fengu vítaspyrnu en Gústaf Björnsson skaut í þverslá og þar með tókst þeim ekki að nýta sitt besta tækifæri í leiknum. Á Siglufirði léku heimamenn gegn Selfyssingum og unnu stórsigur. Þeir skoruðu sjö mörk, en andstæðingum þeirra tókst ekki að koma knettinum í brá fyrir glæsilegum tilþrifum og víst er að margir þeirra leikmanna sem léku í 2. flokks úrslitunum um helgina væru mjög frambærilegir í 1. deildarlið. Þeir leika vel saman og leikskipulag þeirra er mjög heilsteypt og greinilegt er að miklar framfarir eiga sér stað meðal yngri knattspyrnumannanna. mark. Mörk þeirra norðanmanna skor- uðu Þorgeir Reynisson (2), Jakob Kárason, Gunnar Jónasson, Halldór Kolbeinsson (2) og Baldur Benónýsson. Eins og úrslitin benda til fór leikurinn að mestú leyti fram á vallarhelmingi Selfyss- inga, sem áttu ekkert svar við sóknarleik þeirra Siglfirðinga. Þar með hafa Siglfirðingar skorað 16 mörk í tveimur leikjum og víst er að staða þeirra í baráttunni fyrir 2. deildarsæti batnaði verulega við þessi úrslit. Um næstu helgi leika Tindastóll og Selfoss á Sauðárkróki og Víðir og KS mætast í Garðinum. sh - sh. Siglfirdingar burstuðu Selfoss Vídir hefur forystu í úrslitum í 3. deild Leiðindaatvik á Akureyri ■ Gunnar Þórðarson GA sigraði í Ingimundannótinu í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. Þetta var opið 36 holu mót sem haldið er til minningar um Ingimund Ámason sem var lengi félagi í Goldúbbi Akureyrar. Leiðindaatvik setti svip sinn á þetta mót í lokin. Þeir bræður, Jón Þór Gunnarsson fyrrum Akureyrar- meistari og bróðir hans Héðinn sem er núverandi Akureyrarmeistari rirfu báðir skorkort sfn í lok mótsins og dæmdu sjálfa sig þar með úr keppninni. Hafði Héðinn unnið 3. verðlaun í mótinu án forgjafar er þetta gerðist. Mun atvik sem átti sér stað áður en keppni hófst síðari keppnisdaginn hafa orðið kveikjan að þessu atviki. Þeir bræður sem eru starfsmenn á vellinum að Jaðri merktu „bönkera" á 1. holu úr leik og settu upp tilkynningu þess efnis í nafni Vallar- nefndar. Þeir eru þó hvorugur í þeirri nefnd, en formaður hennar er Gunnar Þórðarson. Gunnar var í „holli“ með þeim bræðrum síðari daginn. F.ftir að hann hafði sagt þeim bræðrum álit sitt á því sem þeir gerðu um morguninn var fátt um kærleika í því „holli“. Gunnar lék á 159 höggum, Gunnar Sólnes GA á 160 og Þórhallur Pálsson GA hlaut 3. verðlaun á 163 höggum. í forgjafar- keppninni sigraði Ólafur Gylfason GA á 139 höggum nettó, Sverrir Þorvaldsson GA og Jón G. Aðal- steinsson GA komu næstir á 148 höggum nettó. KEA gaf glæsileg verðlaun til keppninnar, en aukaverðlaun voru gefin af Tak h.f. á Akureyri og Vangi í Reykjavík. gk-Akureyri UÍA og UMSE keppa i 1. deild á næsta ári ■ ÚÍA og UMSE unnu sér um hclgina rétt til að keppa í 1. deild Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands íslands að ári er félögin hrepptu tvö efstu sætin í 2. deildarkeppninni sem fram fór á Akureyri. ÚÍA hlaut alls 137,5 stig, UMSE 135, UMSK var í þriðja sæti með 118,5 stig, HSH með 93,5 stig. í tveimur neðstu sætunum voru UMSS með 78,5 stig og KA með 42 stig og fcllu þau í 3. deild. Það gerði útslagið í keppninni fyrir ÚÍA hvað karlalið þeirra var sterkt. Það hlaut 85 stig en UMSE 77. í kvennakeppninni sigraði UMSE hinsvegar, hlaut 58 stig og þar urðu UÍ A og UMSK jöfn með 52,5 stig. Af einstökum úrslitum keppninn- ar má nefna að Egill Eiðsson ÚÍA sigraði í 200 metra hlaupi á 22,7 sek. og t 100 metra hlaupi á 11,2 sek. Valdís Hallgrímsdóttir KA sigraði hún í 100 metra grindahlaupi á 15,5 sek. Pétur Pétursson ÚÍA sigraði í kúluvarpi, kastaði 14,43 metra, Mart'a Guðnadóttir HSH í spjótkasti kvcnna, kastaði 36,82 metra. Guð- mundur Skúlason ÚÍA sigraði í 800 metra hlaupi á 2,08,0 mín. og í 1500 metra hlaupi á 4,12,0 mín. Guð- mundur Sigurðsson UMSE sigraði í langstökki með 6,74 metia og í þrístökki með 13;97 metra. Sigurður Matthíasson UMSE kastaði spjóti 59,24 metra og t' kringlukasti sigraði hann einnig með 39,24 metra. Þá sigraði Stefán Friðleifsson ÚÍA í hástökki, stökk 1,98 metra. Gk-Akurcyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.