Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 15 Iþróttir ■ Eins og sjá má á myndinni var stundum hart barist í leik Vals og Vfldngs í gaerkvðldi. Hér er baráttan í fulium gangi inni í vítateig Valsmanna. Tímamynd ARI Víkingar stefna að öðrum meistaratitli Valur og Víkingur gerdu jafntefli í 1. deild í gærkvöldi ■ 1 gærkvöldi léku á Laugardalsvelli lið Víkings og Vals í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. Það var hvasst í Laugardalnum meðan á leiknum stóð og hafði það töluverð áhrif á leik liðanna. Þó var fyrri hálfleikurinn í gærkvöld með því skásta sem sést hefur á knattspyrnuvöllunum í sumar og voru það einkum Valsmenn sem áttu heiður- inn af þeim tilþrifum. Síðari hálfleikur- inn var hins vegar frekar leiðinlegur á að horfa og lítið um afgerandi marktæki- færi. Valsmenn voru klaufar að tryggja sér ekki sigur þegar í fyrri hálfleik, bæði Ingi Björn og Njáll Eiðsson fengu til þess kjörin tækifæri. Ingi Björn stóð einn á markteig og það var nánast formsatriði að renna knettinum í netið, en Ingi lét Ögmund markvörð verja frá sér. Njáll skaut hins vegar rétt framhjá. Grímur Sæmundsen bakvörður Vals- liðsins hefur hingað til ekki verið í hópi marksæknustu leikmanna liðsins, en í gær átti hann tvö þrumuskot á Víkings- markið, þannig að Ögmundur varð að hafa sig allan við til að ná til knattarins. Hið fyrra var á 12. mínútu og þá skaut Grímur af 30 metra færi og í síðara skiptið á 35. mínútu færði hann sig 10 metrum nær, en enn var Ögmundur réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Eina afgerandi færi Víkinga í fyrri hálfleiknum átti Sverrir Herbertsson, er hann skallaði yfir upp úr homspyrnu. í síðari hálfleiknum var leikurinn öllu daufari og svo virtist sem liðin ættu í verulegum örðugleikum við að stýra knettinum rétta leið til samherja. Það var einna helst upp úr hornspyrn- um og aukaspyrnum sem einhver hætta skapaðist. Þannig fékk Ómar Torfason gott færi upp úr homspyrnu Stefáns Halldórssonar á 13. mínútu og einni mínútu síðar varð Brynjar Guðmunds- son Valsmarkvörður að hafa sig allan við til að geta varið gott skot frá Ómari upp úr homspyrnu sem Sverrir Herbertsson tók. Á 25. mínútu átti Ingi Björn fyrirgjöf fyrir Víkingsmarkið, en samherjar hans virtust ekki alveg vera með á nótunum og því rann það út í sandinn. Hilmar Sighvatsson átti skömmu síðar hálfgerða ævintýrasendingu á Brynjar markvörð, og var heppinn að Víkingarn- ir náðu ekki til knattarins. Og Ragnar Gíslason bakvörður varð einnig aðeins of seinn og mistókst að nýta góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Rétt fyrir leikslok færðist dálítið líf í leikinn og þá fékk Heimir Karlsson færi eftir að hann hafði prjónað sig gegnum Valsvörnina, en framhjá. Þá tók Jóhannes Sævarsson aukaspyrnu og sendi á Víking sem skallaði fyrir fætur Heimis, en honum tókst ekki að skora. Hann skaut rétt yfir. Síðasta færið í leiknum átti svo Guðmundur Þorbjörnsson er hann skaut framhjá rétt utan vítateigs. Það er áberandi með Víkingsliðið hversu jafnt það er. Ekki er neinn veikan hlekk að sjá og gaman er að sjá hversu snöggir þeir eru fram í skyndihlaupum og þannig hafa þeir náð til sín mörgum stigum í sumar. Eigi að nefna einhverja einstaklinga í liðinu kemur Ögmundur strax upp í hugann. Hann hefur sýnt og sannað nú í sumar hvers hann er megnugur sem markvörð- ur, en þó má ekki gleyma því að hann hefur sterka vörn fyrir framan sig. f Valsliðinu er erfitt að nefna einhverja afburðamenn. Liðið er ekki nálægt því jafngott og það var á „blómaskeiðinu" fyrir nokkrum árum. En það koma alltaf tímabil í leikjum þar sem Valsvélin virkar, en hún dettur 'niður inn á milli. Það er eins og hana vanti kraft. Einn leikmann vil ég þó nefna í liðinu, það er Magni Pétursson. Hann hefur sýnt jafna og góða leiki í sumar. Hann gerir fáar skyssur og skilar knettinum yfirleitt til samherja. Leikinn í gærkvöldi dæmdi Grétar Norðfjörð. Hann var ekki besti maðurinn á vellinum. Áhorfendur voru óvenju margir í Laugardalnum í gærkvöldi, þrátt fyrir leiðindaveður. sh Jafntefli í Keflavík ■ Hvassviðri og blautur völlur settu verulega svip á leik Keflvíkinga og Framara sem leikinn var í gærkvöldi í Keflavík. Leiknum lauk með jafntefli, bæði liðin skoruðu eitt mark og því eru bæði liðin ennþá í verulegri fallhættu, enkum þó Fram sem hefur aðeins hlotið 13 stig, einu færra en Keflavík, ÍBÍ, Breiðablik og KA. Allt getur því gerst í fallbaráttunni. Framliðið skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Var þar á ferð ungur nýliði í Framliðinu Árni Arnþórsson. Keflvíkingar gerðu sig ekki lengi ánægða með að vera undir og á 9. ■ Marteinn Geirsson mínútu jöfnuðu þeir. Þar var Einar Ásbjörn Ólafsson á ferð. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, en heimamenn áttu öllu meira í leiknum, en þeim gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri. Hafði veðrið töluverð áhrif í því sambandi. Bestu menn liðanna voru Sigurður Björgvinsson, sem var bestur í jöfnu Keflavíkurliði og sú driffjöður sem svo oft áður. Hjá Fram stýrði Marteinn Geirsson vörninni eins og herforingi og einnig má geta Guðmundar Baldursson- ■ar markvarðar. Það reyndi töluvert á hann, en hann stóð vel fyrir sínu. ME/sh ■ Sigurður Björgvinsson Kvennalandslið íslands í knatt- spyrnu valið ■ Landsliðsnefnd kvenna hefur valið landslið íslands sem leikur gegn Norðmönnum í Tönsberg í Noregi 28. þessa mánaðar. Þessar stúlkur hafa verið valdar: Markverðir: Guðríður Guðjúnsdóttir UBK Sigrún Norðfjörð Val Aðrir leikmenn: Anna Stieinsen KR Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK Ásta M. Reynisdóttir UBK Brynja Guðjónsdóttir Víking Bryndís Einarsdóttir UBK Erla Rafnsdóttir UBK Jóhanna Pálsdóttir Val Kristín Aðalsteinsdóttir ÍA Laufey Sigurðardóttir ÍA Magnea Magnúsdóttir UBK Margrét Sigurðardóttir UBK Rósa Á. Valdimarsdóttir UBK Sigríður Jóhannesdóttir UBK Sigrún Blómsterberg KR Þær fjórar stúlkur sem verið hafa í landsliðshópnum, en voru ekki valdar til þessarar farar verða áfram í hópnum sem undirbýr landsleikinn gegn Svíum sem leikinn verður í Kópavogi 9. september n.k. Með liðinu til Noregs fara tveir þjálfarar, Guðmundur Þórðarson og Sigurður Hannesson og fararstjórar auk þeirra verða Gunnar Sigurðsson og Svanfríður Guðjónsdóttir. Leikurinn gegn norsku stúlkunum er fyrsti leikur íslands í Evrópu- keppni kvenna og eru þær í riðli með Norðmönnum, Svíum og Finnum. Sænska liðið er að sögn mjög sterkt, eitt hið besta í heiminum í dag. KR - Breida- blik í Laugar- dal í kvöld ■ I kvöld fer fram einn leikur í 1. deildarkeppni karla í knattspymu. Þá leika á Laugardalsveili KR og Breiðablik og hefst leikurinn klukk- an 19.00. Þar verður áreiðanlega hart barist til sigurs. Breiðabliksliðið viU tryggja að þeir komist hjá falli og KR-ingar berjast harðri baráttu um a.m.k. 2. sætið í deildinni. Valur vann Víking ■ í gærkvöldi léku kvennalið Vals og Víkings í 1. deildarkeppni kvenna. Leiknum Iauk með sigri Valsstúlknanna sem skoruðu eitt mark gegn engu. Eins og kunnugt er eru Breiöabliksstúlkurnar orðnar íslandsmeistarar í 1. deild kvenna. Fram sigraði í 3. flokki ■ Fram sigraði í úrsUtakeppni 3. aldursflokksí knattspyrnu sem fram fór á Akureyri um helgina. Þeir sigruðu lið Þórs úr Vestmannaeyjum í úrslitaleik með einu marki gegn engu. Lið Fylkis lék um 3. sætið gegn KR og sigmðu Fylkismenn með þremur mörkum gegn tveimur. Þar með hefur Fram sigrað í 3. og 4. aldursflokki, Valur í 5. flokki og Breiðablik í 2. flokki. Það ætti að vera forráðamönnum sárabót þó að illa ári hjá meistara- flokki, að vita að framtíðin innan félagsins sé björt og að unglinga- starfið sé farið að bera árangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.