Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.08.1982, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. Lostæti með lítilli fyrirhöfn — 336 uppskriftir með litmyndum ■ IÐUNN hefur gefiö út í annarri útgáfu matreiðslubókina Lostæti meö lítilli fyrirhöfn. Fyrsta útgáfa kom á síðasta hausti og seldist upp á rúmum mánuði. Nú hafa verið gerðar á bókinni fáeinar lagfæringar frá fyrri útgáfu. - f bókinni eru 336 uppskriftir af alls konar réttum, sem auðvelt og fljótlegt er að matbúa. Bókin er bresk að uppruna og eru höfundar þrjár konur, Mary Berry, Ann Body og Audrey Eliis, allar sérfræð- ingar, kennarar og leiðbeinend- ur í matreiðslu. Sú fyrsttalda skrifar formála að bókinni og segir þar meðal annars: „I bókinni eru mjög fjölbreyttar uppskriftir. Þær spanna yfir flest svið matargerðar. Með því að raða þeim saman á ýmsa vegu, má búa til næstum óteljandi matseðla fyrir alls konar tilefni, miðdegiskaffi fyrir fjölskyld- una allt eins og vandaðasta veislumat.“ I bókinni eru litmyndir af hverjum einstökum rétti. Er hér um að ræða fiskrétti, brauð, kjúklinga, hrísgrjónarétti, salöt og smárétti, svínakjöt og lamba- kjöt, kökur og margt fleira. - Lostæti meö lítilli fyrirhöfn er gefin út í samvinnu við Hamlyn í Lundúnum. Jón Gunn- arsson þýddi. Bókin er um 180 ■ Bókin er hin glæsilegasta í útliti, og litmyndir fylgja hverj- um rétti. Einnig eru holl ráð til hagræðis með hverri uppskrift. blaðsíður. Setningu annaðist prentsmiðjan Oddi en bókin er prentuð á Spáni. Höfundar bókarinnar Höfundar bókarinnar „Lost- æti með lítilli fyrirhöfn" eru þrjár konur, sem allar eru húsmæður og annast einnig önnur störf. Þeim er því vel ljós þörf þess að nýta tímann sem best, án þess að það komi niður á bragðgæðum og góðu. útiiti matarins. Höfundar eru: ■ Mary Berry 1) Mary Berry, en hún hóf feril sinn sem hússtjórnarsér- fráðingur í Bath. Um skeið ritstýrði hún matreiðsludálki í mánaðarriti, en nú semur hún eigin bækur um matreið- slu. Hún kemur fram í föstum þátt- um í breska sjón- varpinu. ■ Ann Body 2) Ann Body býr úti á landi í Englandi ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ráð- gjafí ýmissa samtaka á sviði matreiðslu og skrifar auk þess mik- ið í tímarit um þessa sérgrein sína. ■ Audrey Ellis 3) Audrey Ellis er þekkt fyrir hentugar matreiðslubækur sínar, en hún hefur samið á fjórða tug bóka, auk þess sem hún skrifar í út- breidd tímarit um matreiðslu. Hún hef- ur tekið að sér mat- reiðsluráðgjöf á veg- um bresku símaþjónustunnar. ■ Laxahringur (nr. 323) Nautakjötsglás (nr. 14) ■ Eplamassi með þeyttum rjóma (nr. 47) Eldhúskrókur ■ ls sem er búinn til úr jógúri er sérslaklega frísklegur á bragðið og inni- hcldur færri kaloríur en heimatilbúinn fs úr rjóma, og þess vegna ekki cins fitandi. Það er hægt að nota hvers konar jógúrt í ísinn, en uppskriftin sem við birtum hér, er miðuð við hreina jógúrt og óblandaða bragðefnum. Hún er þannig: Efni í ísinn: 250 g af nýjum eða frosnum berjum 125 g strásykur 3 1/2 dl af jógúrt (hreinni) 2 eggjahvítur 2 matsk. flórsykur Kremjið bcrin með kartöflustappara, og hrærið svo kramin berin saman við sykur ■ Jógúrt-ísinn er gltesilegur eftirréttur fullega fram borinn og skreyttur. ogjógúrt. Látiðstanda íkuldaa.m.k. ítvo tíma. Þá eru eggjahvíturnar stífþeyttar og saman við þær flórsykurinn. Hrærið síðan þeyttum eggjahvítum varlega saman við berjahræruna og blandið vel saman. Hræran er síðan sett í form og látið frjósa í frystinum. Fallegt er að frysta ísinn í hringformi. ísinn er þá setur á kringlótt fat, þcgar hann er borinn fram og hringurinn fylltur með bcrium eða ávöxtum. f þessari uppskrifl er gert ráð fyrir að notuð séu hútdber, en jarðarber eða bláber eru auðvitað jafngóð. Einnig er hægt að gcra tilraun með ávaxtajógúrt í ísinn, en þá er ráðlegt að nota ekki fullan skammt af strásykri. Veislumatur úr bókinni... Veislumatur úr bókinni Lostæti ■ í inngangi matreiðslubókarinnar segir Mary Berry að handhægt sé að raða saman auveldum réttum, sem hæfi hinu besta veisluborði. Þegar við hér á Heimilistíman- um flettum þessari fallegu bók urðu fyrir okkur eftirfarandi réttir, sem okkur leist vel á í kvöldverðarboð, - en þó eru þeir ekki mjög erfiðir viðureignar, jafnvel fyrir óvana kokka. Myndir og útskýringar hafa mikið að segja til aðstoðar við eldamennsk- una. Réttirnir sem við völdum okkur eru: Laxahringur (nr. 323) Nautakjötsglás (nr. 14) Eplamassi með þeyttum rjóma (nr. 47) Laxahringur I Laxahringinn þarf eftirfarandi efni: Hlaupeihi úr einum Toro hlaup-pakka (ljóst), 1/2 agúrka, sneidd, 200 g niðursoðinn lax (gæti líka verið túnfiskur út dós), 1 1/2 desilítri olíusósa (mayonnaise), 1 1/2 desilítri rjómi, 2 eggjahvítur, salt og pipar, til skrauts: brunnkarsi og tómatar (eða hreðk- ur). Búðu fyrst til soðhlaupið, eins og sagt er dl um á umbúðunum. Helltu dálitlu af því í botninn á mótinu, setn á að vera ca 22 senúmetra hringform og láttu j)að stífria. Þegar hlaupið er orðið stíft, er agúrkusneiðum raðað ofan á það. Helltu yfir dálitlu hlaupi til viðbótar og síðan á það að stífha. Losaðu laxbitana í sundur og láttu þá út í olíusósuna. Hræiðu köldu soðhlaupi saman við. Þeyttu rjómann, þó ekki til fulls, og hrærðu honum saman við blönduna, jtegar hún er orðin þykk, en hefur ekki stífitað. Stífþeyttu eggjahvítumar og blandaðu þeim saman við. Kryddaðu efdr smekk og komdu blöndunni fyrir í hringforminu. Þetta er síðan látið stífna. Dýfðu mótinu sem snöggvast í skál af heitu vatni og hvolfdu hringnum á bakka. Skreyttu hann með karsa og niðursneiddum tómötum. Húsrað: Þegar hlaupi er hvolft úr formi er hentugt að væta farið, sem hvolfi er á. Þá er auðvelt að flytja til það sem í forminu var, ef það lendir ekki á bakkanum miðjum. Nautakjötsglás Naulakjölsglás - í hana þarf þetta efhi: 700 g nautakjöt ( eða meira ef fleiri en 4-5 borða), 30 g smjör, 2 matskeiðar salatolía, 2 meðalstórir laukar, brytjaðir, sléttfull matskeið af hveiti, 3 desilítrar bjór, 1 1/2 desilítri vatn, ögn af þurrkuðu timian (blóðbergi), lárviðarlauf (1 eða fleiri), sléttfull teskeið af sykri, salt og pipar. Skerðu kjötið í ræmur, 2 sentimetía á þykkt. Bneddu smjör með olíunni á pönnu, vel heitri og brúnaðu kjötið í snatri á allar hliðar. Taktu svo kjötið af pönnunni, steiktu laukana í feitinni þangað til þeir fá gullbrúnan lit. Bættu hveitinu út í og hitaðu áfram í eina mínútu. Bjómum og vatninu er nú bætt í, suða látin koma upp og allt látið smásjóða, þar til það þykknar. Bættu nú kjöti, timian, lárviðarlaufi, sykri og kryddi út í. Láttu lok á pönnuna og rétturinn á að smásjóða yfir mjög vægum hita í allt að 2 klukkustundir, eða þangað tif kjötið er vel meyrt. Eplamassi með þeyttum rjóma Eplamassi meö þeyttum rjóma: Efni í eplamassann: 85 g smjör, 225 g ljós brauðmylsna, 60 g púðursykur, 700 g matarepli, 1 sftróna, 2 matskeiðarvatn, 60 gstrásykur, 1 1/2 desilítri rjómi, súkkulaði- spænir til skrauts. Bræddu smjörið á pönnu. Láttu brauð- mylsnuna á pönnuna, steiktu hana við vægan hita, þar til hún verður stökk og gullin á lit og hrærðu í á meðan. Þegar brauðmylsnan er tilbúin, er pannan tekin af hitanum og púðursykri blandað saman við. Eplin eru flysjuð, og kjamar teknir úr þeim. Eplin skorin í sneiðar. Láttu eplin í pott ásamt sítrónusafanum, vatninu og strásykrinum.' Settu lok yfir og láttu sjóða þar til eplin eru orðin meyr, merðu þau síðan í mjúkan eplamassa. Láttu eplin kólna. Settu helminginn af eplamaukinu í eins lítra glerskál. Láttu síðan helminginn af brauðmylsnunni yfir. Síðan þar ofan á það sem eftir er af eplamaukinu og loks afganginn af brauðmylsnunni. Þetta er látið kólna vel áður en það er borið fram. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er þeyttur rjómi settur ofan á með skeið eða sprautu, og loks er súkkulaðispónum dreift yfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.