Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 CHRISTINA ONASSIS CÆFllNNflR ■ Frægir, fallegir og ríkir gestir vekja enga sérstaka athygli á franska veitingastaðn- um Maxim‘s. Þegar allt kem- ur til alls, eru allir gestir veitingahússins einmitt frægir, fallegir og ríkir. En þó gerðist það fyrir skemmstu, að allt féll í dúnalogn þar, þegar inn í salinn gekk hrífandi ung kona í fylgd með tveim glæsilegum herramönnum, og enginn vildi missa af því, sem fram fór. Unga hrífandi konan var engin önnur en Christina Önassis, gríski milljónaerfing- inn, sem óhamingjan hefur elt þrotlaust. Hún var nú glaðleg og spjallaði við fylgdarsveina sína áhyggjulaust. Það, sem ekki síst vakti athygli við- staddra, var hvað hún hefur ■ Nú velta margir vöngum yfir, hvort Christina eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með Philippe Junot, eins og Karólína Mónakóprinsessa áður. ■ Dagar einsemdar t>g ástarsorgar eru liðnir. Christina gengur inn á veitingastaðinn Maxim’s í fylgd með lögfræðingi sínum Hubert Pellisier og það fer ekki framhjá neinum, að breyting hefur orðið á henni. Svipur hennar geislar af hamingju, og hún hefur grennst. lagt mikið af, en á tímabili var engu líkara en að henni ætlaði að takast að kafna í eigin spiki. Það þykir augljóst, að Christina hefur loks jafnað sig eftir skilnaðinn við Rússann Sergej Kausow, en eftir hann dró hún sig algerlega í hlé frá samkvæmislífi Parísarborgar. En hvað veldur þessum sinna- skiptum hjá henni? Jú, lausnin felst í nafninu Philippe Junot! Þessi fyrnim eiginmaður Karólinu Mónakó- prinsessu, sem orðinn er 42 ára, hefur verið óþreytandi að undanförnu að gera hosur sínar grænar fyrir Christinu, sem nú er 32 ára. Og Christina hefur kunnað vel að meta athyglina og aðdáunina, sem Philippe hefur sýnt henni. Hún er sögð blómstra þegar hún er í návist hans. Hinn karlmaðurinn, sem var í fylgd með þeim á Maxim’s umrætt kvöld, var lögfræð- ingurinn Hubert Pellisier, en hann varð einmitt til þess að kynna Christinu og Philippe á sínum tíma. Einu sinni áður hefur hann tekið að sér að leika hlutverk Amors. Þá kom hann þeim Kardlínu og Phil- ippe í kynni hvort við annað! ENN FREISTAR SÍUNGIHJARTASKURDLÆKNIRINN ■ Því eldri sem Christiaan Bernard verður, því yngri verða dömumar sem hann sýnir sig með á skemmtistöðunum víðs vegar um heiminn. Christiaan Barnard varð heimsfrægur fyrir hjartaaðgerðir þær sem hann gerði við Groote Schuur sjúkrahúsið í Höfðaborg í Suður-Afríku, m.a. skipti hann um hjörtu í sjúklingum. Frægðin þykir hafa stigið honum til höfuðs, hann varð mikill samkvæmismaður og stundaði hið „Ijúfa Iíf“ bæði heima og erlendis. ■ Barnard skildi við eigin- konu sína fyrir 11 árum, en þá var hún 47 ára og hann tveimur árum eldri. Litlu síðar kvæntist hann 19 ára stúlku af þýskum ættum. Hún heitir Barbara, og er nú 30 ára. Hún hefur farið fram á skilnað og fengið hann, þar sem maður hennar er á sífelldu flakki um heiminn og þá oftast í fylgd fagurra kvenna. Barbara kvartaði undan því, að maður hennar heimtaði að hún liti stöðugt út eins og táningur. Hann harðbannaði henni að láta klippa síða slétta hárið, því að hann hélt að hún yrði þá „konuleg“, ef hún fengi sér permanent eða léti klippa sig. Hún sagði - að sér þætti fjári hart, að eiga fína kjóla- búð, en klæðast svo til aldrei í almennilegan kjól, því sam- kvæmt beiðni manns síns, var hún helst klædd í gallabuxur og bómullarbol! Það var svo unglegur 'klæðnaður, sagði hann. „Annars var ósköp mikill léttir þegar hann var á ferðalagi, því þá þurfti ég ekki alltaf áð vera í megrun", sagði Barbara. Þegar fréttir og myndir birtust af Bamard með fegurð- ardrottningunni Rosana Vin- ueza frá Equador, var Barböru nóg boðið og hamraði hún þá skilnaðinn í gegn, og býr hún nú í góðu gengi í Höfðaborg með börnunum og hugsar um sína kjólabúð. Þegar Barnard var nýlega á ferð í Vestur-Þýskalandi voru blaðamenn á eftir honum eins og alltaf. Þá var læknirinn spurður hvort hann væri ósköp tilhaldssamur, og hvort satt væri að hann hefði fengið andlitslyftingu og fegrunar skurðaðgerðir hjá vinum sínum, Ivo Pitanguy, fegrunar- skurðlækni í Suður-Ameríku. Barnard sagðist vissulega reyna að halda sér til, en hann hefði þó ekki fengið sér andlitslyftingu. Hann sagði að sér þætti sem hann hefði þeirri skyldu að gegna við sjúklinga sína, að líta hressi- lega út. „Haldið þið að þeir bæra traust til mín, ef ég væri ósköp vesældarlegur og elli- legur?“ spurði hann blaða- mennina. Hálftíma eftir þetta blaða- samtal leið yfir Barnard, þar sem hann var staddur á gistihúsi sínu í Hamborg. Hann var fluttur í ofboði á sjúkrahús, en viku seinna var hann kominn til Munchen í Þýskalandi og var þá hinn hressasti að sjá. Hann er nú 59 ára, en sagður líta út fyrir að vera 39 ára, - en sjálfur segir hann sér finnist hann ekki vera degi eldri en þrítugur! Barnard fór síðan til Höfða- borgar og tók aftur til við starf sitt við Groote Schuur sjúkra- húsið. ■ í veiðitúr með „Miss Equador“. Þau hafa greinilega fengið þann stóra! í Rio de Janeiro - Barnard og samba dansstúlkan. ■ Norma Jordan, vinkona Baraards, í fullum skrúða að skemmta næturklúbbsgestum. ■ Barbara og Baraard með bömin sín meðan aUt lék í lyndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.