Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Haligrímsson. Umsjónarmaður Helgar- Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Lærdómsríkt fyrir Geir og Kjartan ■ Það er talinn mesti þingsigur Reagans forseta, að hann fékk samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjanna hæsta skattafrumvarp, sem hefur verið lagt fyrir þingið, þótt næstum meirihluti flokksbræðra hans greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið náði fram að ganga sökum þess, að meiri hluti þingmanna stjórnarandstæðinga greiddi því atkvæði. í öldungadeildinni réði stuðningur stjórnarand- stæðinga einnig úrslitum. Meðal þeirra, sem þar greiddu frumvarpinu atkvæði, var Edward Kennedy, sem er höfuðandstæðingur Reagans forseta um þessar mundir. Stjórnarandstæðingar höfðu hér tækifæri til að láta Reagan forseta bíða mesta ósigur sinn í þinginu til þessa. Þetta var enn meira freistandi sökum þess, að ekki eru nema rúmir tveir mánuðir til þingkosninga. Þeir töldu hins vegar meira skipta að láta þjóðarhagsmuni ráða en flokkshagsmuni. Gífurlegur halli er á ríkisrekstri Bandaríkjanna um þessar mundir. Hann hefði þó aukizt enn stórkost- legar, ef umrætt skattafrumvarp hefði ekki fengizt samþykkt. Miícill halli var á ríkisrekstrinum áður en Reagan tók við, en hefur þó stóraukizt síðan. Reagan lét það verða fyrsta verk sitt sem forseti að hækka útgjöld til vígbúnaðar og lækka skatta. Með þessu var hann að efna kosningaloforð sín. Þess gætti hann ekki, að þetta leiddi til stóraukins rekstrarhalla, þrátt fyrir verulega lækkun á framlögum til félagsmála. Flestir hagfræðingar Bandaríkjanna vöruðu við þessum mikla halla, en Reagan reyndi í lengstu lög að trúa á öfgamenn í efnahagsmálum, sem héldu því fram, að þetta myndi breytast, ef skattalækkanir hans fengju tíma til að bera árangur. Þá myndi eftirspurn örvast, framleiðsla vaxa og tekjur ríkisins aukast í framhaldi af því. Þegar reynslan benti orðið ótvírætt til þess, að þessar spár myndu ekki rætast, lét Reagan loksins sannfærast. Hann beitti sér því eindregið fyrir áðurgreindu skattafrumvarpi. Mikill hluti þingmanna flokks hans lét hins vegar ekki sannfærast. Flestir þessara þingmanna höfðu verið áköfustu fylgismenn hans í forsetakosningunum. Nú snérust þeir gegn honum, þótt það gæti haft í för með sér mesta ósigur hans sem forseta hingað til. Það var þá, sem stjórnarandstæðingar komu honum til hjálpar með menn eins og Thomas O’Neill og Edward Kennedy í fararbroddi. Þeir létu málefni ráða. Þeir mátu meira hagsmuni þjóðarinnar en að klekkja á forsetanum. Vissulega mætti þetta vera leiðtogum stjórnarand- stöðunnar hér, Geir Hallgrímssyni og Kjartani Jóhánnssyni, merkilegt umhugsunarefni. Þeir hafa nú í hótunum um að nota stöðvunarvald á þingi til að fella bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem þeir vita þó vel, að eru nauðsynleg til að tryggja atvinnurekst- urinn og að hamla gegn verðbólgunni. Þeim er ljóst, að verði þau felld stefnir hér í 90-100% verðbólgu. Hver vill trúa því, að þeir Geir og Kjartan stefni málum þjóðarinnar í slíkt óefni til þess eins að reyna að ná sér niðri á ríkisstjórninni? Því er ekki hægt að trúa að óreyndu. Það væru meiri öfgar en áður er dæmi um í íslenzkri þjóðmálabaráttu. - Þ.Þ. á vettvángi dagsins Oddný Guömundsdóttir: SKEMMD- ARVERK Um daginn og veginn. Flutt 12. janúar 1982 ■ Dagurinn er liðinn, og sumum þykir það ekki eftirsjón, því að alltaf kemur nýr dagur. Hvað sem bregzt, þá bregzt það ekki, að nýr dagur rís. Eins er það með dagblöðin. Hver getur hugsað sér, að einn dagur í viku líði, án þess að dagblað æpi á athygli okkar, áður en hann er allur? Þetta er orðið eins og náttúrulögmál, að dagblað fylgir hverjum degi. Það reyndist furðu auðvelt að koma mönnum til að trúa því, að lífsnauðsyn sé hverjum manni, Ifkt og daglegt brauð, að sjá dagblað. Forvitnin er ein af eðlishvötunum. Dagblöðin svöluðu henni. Forvitnin er undirstaða námfýsi og rannsóknar. En þegar minnst varir, getur þessi hneigð vaxið eins og flagð í þjóðsögu og orðið að skrípi. Forvitnin verður að viðundri. Óhætt er að segja, að fyrstu blöðin og tímaritin miðuðu fróðleik sinn og fréttir við sjálfsagða þörf lesenda. Þau völdu í sína fáu og smáu fréttadálka efni, sem hugsandi manni var nauðsyn að kynnast og gat orðið umtalsefni, samboðið viti bornu fólki. Nú er dagblaðið til sjálf sín vegna, að því er virðist. Hersing misjafnlega ritfærra manna stundar þar atvinnu, og flökta þeir gjarnan frá einu blaði til annars. Þessi sívaxandi stétt hefur komizt upp á það lag að æsa forvitni manna, svo að með ólíkindum er. ; Þeim tekst að koma fólki til að trúa því, að það eigi heimtingu á að frétta samstundis, ef einhver trúður í annarri heimsálfu verður uppvís að fjölkvæni, eða ef ölóður maður sést á nærbuxum á almannafæri. Ég tala nú ekki um, ef ríkiserfingi býður stúlku á bíó. —Já, og takið þið nú bara eftir, bændurogbúafið almenningur til sjós og sveita: Prinsinn, hann bauð reyndar búðarstúlku í bíó, og þau sáust saman í strætisvagni. Slíkar og þvílíkar fregnir eru kallaðar ómissandi þjónusta við almenning og fjölbreytni. En fjölbreytni er máttugt tízkuorð. Annars hefur þessi sýsla til skamms tíma kallast að vera sögusmetta, kjaftakind, þefari í hvers manns koppi og þaðan af leiðinlegri nöfnum. Nú heitir þetta þjónusta við almenning og fjölbreytni. — Því fer fjarri, að ég lasti íþróttir. En langt er gengið, þegar kappleika- lýsingar og þesskonar fylla nær fjórðung blaðsins. Furðulega rúmfrekur er líka hljóm- plötuiðnaðurinn og allar athafnir hljóm- sveita. Stærsta letur prentsmiðjunnar æpir að okkur, ef einhver poppsöngvar- inn hittir annan poppsöngvara í utan- landsferð. Engu líkara en þetta séu mikilvæg milliríkjaviðskipti. Ég taldi sex blaðsíður í einu helgarblaði, eingöngu um væntanlegar skemmtanir þá dagana. Það hlýtur að vera múgur og margmenni, sem vinnur að því á vegum blaðanna að fylgjast með hverri hreyf- ingu skemmtimanna um allt land - og út um allan heim. Hver borgar þessa skemmtimanna- kynningu? Auðvitað kaupendur blað- anna. Blöðin vaxa að svokallaðri fjölbreytni, minna að vizku, kalla á meira starfslið - hækka í verði. Gamall verkamaður f sjóþorpi sagði mér, að hann hefði endursent blaðið sitt, sem hann hafði keypt lengi, með þeim orðum, að auðsjáanlega væri ekki ætlast til þess lengur, að verkamenn gætu keypt það. Nú hefur blaðamannastéttinni tekizt að koma sjálfu Alþingi til að trúa því, að afþreyingarefni blaðanna sé svo ómissandi sjálfstæðri þjóð, að ríkinu beri skylda til að veita þeim ölmusu. Ég segi: afþreyingarefni, því að það er ekki stjórnmálaskrif og skynsamlegar ritgerð- ir, sem gera blöðin svona hnausþykk og rándýr. En mest eru blöðin þó veröldinni til óþurftar með þeirri óskaplegu sóun á trjáviði, sem fer í pappírinn. Ég man engar tölur yfir það gífurlega skógarnögg, sem árlega fer fram í heiminum vegna pappírsiðjunnar. íslenzkt vikublað státaði af því fyrir mörgum árum, að árgangurinn jafnaðist í teningsmetrum á við dómkirkjuna. Og jafnan síðan, þegar ég sé dómkirkjuna, verður mér hugsað um þær fögru skógarlendur, sem fórnað hefur verið fyrir vikublað þetta. Vísindamenn hafa ritað alvarlega um hugsanleg örlög skóganna á Norður- löndum, ef skriffinnska og prentiðja eflast enn meir á komandi tímum. Slæm skipti, hugsa ég stundum, þegar ég sé óhrjálegar stríplingamyndir og subbulegt lesmál á forsíðum sjoppu- blaða. Þama fórnuðum við, ef til vill, undurfagurri björk á bökkum Dalelfar eða í Þúsund vatna landinu. Slæm skipti. Skáldið sá dásemdir lífsins skráðar á „sérhvert blað á blómi jarðar smáu“. Þama hafa þau blöð orðið að víkja fyrir blöðum sjoppunnar, sem, að vísu hafa sinn boðskap að flytja. Hinar ýmsu greinar íþrótta laða að sér menn, sem búa yfir hæfileikum í þeirra þágu. Skákfélögin hafa ekkert að gera með menn, sem alltaf verða mát í fyrstu leikjunum. Knattspymufélögin sækjast ekki eftir manni, sem hnýtur í hverju spori. En ein er sú íþrótt, sem er í fyllsta máta lítilþæg. Það er ritlistin. Það er vel hægt að fá að fræða þjóðina um menningarmál hennar, Iistir, íþróttir, skemmtanir og daglegt líf yfirleitt, án þess að vera sæmilega sendibréfsfær. Nú er farið að segja okkur, að alþýða manna skilji ekki málið sem hingað til hefur verið talað. Prófessor nokkur kvartar um, að fólk sé illa að sér í sögu, vegna þess, að það hafi lesið kennslubók Jónasar Jónssonar, og málfar hennar sé svo torskilið. Ég hef aldrei hitt svona skilningsdauft fólk. En ef það er til einhvers staðar, þar sem skólagangan er lengst, mæli ég með því að það fái nefnda bók í hendurnar, ásamt tækifæri til að blanda geði við þá, sem læsir eru á bókina. Nýtt mál ryður sér til rúms. Ný-íslenzkan, þessi blendingur úr afvegaleiddri ensku, slangurmáli blaða- manna og tæpitungu unglinga, mun bera stofnanamálið ofurliði, þannig, að Kennaraháskólamálið, sem ekki skilst, nema með þar til gerðri orðabók, verður einangrað fræðiritamál. Þetta og þvílíkt er fólk að segja sín á milli og velta fyrir sér framtíð íslenzk- unnar. Það er nefnilega til fólk í byggðum landsins, sem ekki verður uppveðrað af kæti, þó að blað heimilis- ins komi einn góðan veðurdag rauðrönd- ótt eða bládröfnótt, með glænýjar hórdómsfréttir frá París, Tyrklandi eða Hollywood og lofi að gera lesendum sínum glaðan dag - fyrir svolítið hærra verð. mmning Olafur Björnsson fyrrum bóndi að Núpsdalstungu í Miðfirði í dag 27/8 1982 kl. 13.30 er jarðsunginn frá Bústaðakirkju Ólafur Björnsson fyrrum bóndi að Núpsdals- tungu í Miðfirði. Ólafur Björnsson var fæddur að Núpsdalstungu í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu þann 20. janúar 1893, d. 19. ágúst 1982 á hjúkrunardeild heilsuvemdarstöðvarinnar í Reykjavík. Foreldrar hans voru: Björn Jónsson, óðalsbóndi í Núpsdalstungu (f. 21. nóv. 1866, d. 12. maí 1938) og kona hans Ásgerður Bjarnadóttir (f. 22. ágúst 1865, d. 26. sept 1942). Voru þau bæði af merkum bændaættum í Húnaþingi. Ólafur ólst upp í stórum systkinahópi og var hann þriðji í röðinni af átta börnum þessara merku Núpsdalstungu- hjóna og verða þau talin hér í aldursröð. 1. Elstur var Bjami, bóndi á Uppsölum í Miðfirði, f. 21. feb. 1890, d. 230. jan. 1970. 2. Jón, klæðskeri í Reykjavík, f. 18. maí 1891, d. 29. nóv. 1921. 3. Ólafur (f. 20. jan. 1893) sem nú er nýlátinn. , 4. Guðfinna, fyrmm húsfreyja í Torfustöðum í Miðfirði, f. 18. júlí 1895, d. 1. maí 1977. 5. Guðmundur, kennari á Akranesi, f. 24. mars 1902. 6. Björn Leví, doktor í hagfræði, búsettur í Reykjavík, f. 22. nóv. 1903, d. 3. jan. 1956. 7. Elínborg Jóhanna, f. 28. nóv. 1906, d. 7. ágúst 1981, húsfreyja á Bjargi á Seltjamarnesi. 8. Yngst var fyrri konan mín, Guðný Margrét, f. 2. júní 1908, d. 5. júní 1953. Fóstursystir þeirra er Herborg Ólafs- dóttir f. 10. jan. 1919, en hún kom tveggja ára að Tungu. Af framanskráðu sést, að Guðmund- ur er nú einn á lífi þessara systkina. Ekki kynntist ég Ólafi persónulega fyrr en um það leyti, sem ég tengdist þessu fólki. Þá hafði Ólafur búið sjálfstæðu búi frá 1921,ásamt sinni ágætu eiginkonu, Ragnhildi Jónsdóttur frá Fosskoti í sömu sveit, mestu fyrirmyndar konu. Ragnhildur og Ólafur gengu í hjóna- band 27. ágúst 1921. Böm þeirra em: Kjartan f. 17. sept. 1923, deildarstjóri hjá Sambandi ísl. samvinnufél., kvæntur Jóhönnu Bjamadóttur. Jón f. 20. sept.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.