Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 6 stuttar fréttir 5 í 1 ■ 1 ». t KRON býdur 10% af slátt í öllum búdum sínum ■ REYKJAVÍK: Félagsmenn KRON í Reykjavík eru þessa dagana að fá heimsend afsláttarkort, þ.e. sjö kort, sem hvert um sig veitir 10% afslátt af nær öllum söluvörum KRON. Þetta afsláttarform var fyrst reynt fyrir 13 árum og hefur að sögn forráðamanna KRON gefist mjög vel. Af afsláttarkortum þessum gilda nú 4 í hinum almennu matvörubúð- um KRON og í Stórmarkaðinum en 3 þeirra gilda einungis í Domus. Veita þau sem fyrr segir 10% afslátt af öllum vörum nema tóbaksvörum og kjöti í heilum og hálfum skrokkum svo og 5% afslátt af stærri heimilistækjum. Kortin gilda á tíma- bilinu 25. til 16. desember, en það er sá tími sem útgjöld eru venjulega á heimilum, skólar að byrja, sláturtíð og jól framundan. Félagsmenn KRON eru nú sagðir um 14. þús. talsins, en þeim sem áhuga hafa á að bætast í þann hóp er það opin leið í öllum verslunum félagsins svo og á skrifstofunni að Laugavegi 91 (Domus) og fá þeir þá afhent fyrrnefnd afsláttarkort. - HEI Alls 77 sóttu um 6 stöður ■ VESTMANNA- EYJAR: “Þetta er sýn- ishorn af því, að vinnu- markaðurinn hjá okkur er svo einhæfur að hann gerir eiginlega ekki ráð fyrir fólki sem ekki er samkeppnisfært. Þetta á vafalaust við um flest önnur sjávarpláss lands- ins, og sýnir að þau hafa þörf fyrir aðra atvinnu- möguleika en bara fisk- inn,“ sagði Jón Kjart- ansson, form. Verka- lýðsfélagsins í Vest- mannaeyjum er Tíminn bar undir hann frétt frá Eyjum þess efnis að ekki færri en 77 manns hafi sótt um 6 þjónustustöð- ur í Hamarskóla þar í bæ. Þess má geta að það sama á ekki við um kennara, því þá vantaði enn nokkra að skólanum er Tíminn vissi síðast. „Fiskvinnan er ákaflega harður vinnumarkaður. Hér er heilmikið af fólki sem langar að fá sér léttari vinnu, en hún stendur bara ekki til boða. Sérstaklega er þama um að ræða fólk komið yfir miðjan aldur sem bæði vill draga sig í hlé úr bónusnum og svo komast í eitthvað sem er tryggara,“ sagði Jón. Þessa einhæfni atvinnunnar kvað hann m.a. ýta undir það að fólk neyddist til að flytja burtu þegar starfsþrekið minnkaði. Til dæmis hafi það komið í Ijós eftir gosið í Eyjum hve margt fullorðið fólk hafi ekki treyst sér til að snúa aftur og byrja upp á nýtt. Tók Jón undir það að þetta vandamál Vestmannaeyja, og fjölda annarra sjávarplássa leyst- ist ekki einvörðungu með byggingu íbúða eða heimila fyrir aldraða. Fólkið fari' áður, meðan það getur gert sér vonir um að fá einhver störf við sitt hæfi. - HEI Bæði erfitt og dýrt að fá fram- kvæmdafé ■ VESTMANNAEYJAR: „Við seldum líklega um hálft annað tonn af eldissilungi í vetur og vor, en hættum því svo meðan ferskvatns- veiðin stendur yfir. Við ölum hann bara núna og látum hann stækka þar til í haust,“ sagði Hjörtur Hermanns- son, yfirverkstjóri í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum spurður frétta af silungseldinu er þeir hjá Fiskiðjunni komu á fót í fyrrahaust. Ekki sagði Hjörtur neitt hafa verið bætt við fiskeldisstöðina ennþá. f rauninni sé þetta bara bráðabirgða- aðstaða ennþá, þannig að stækkun þýði að fara yrði út í eitthvað varanlegt, sem ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um. Bæði hafi menn ætlað að sjá hvernig þessu reiddi af yfir sumarið, en einnig væri líka ákaflega erfitt um allar fram- kvæmdir á Islandi í dag. Það sé ekki bara erfitt að fá peninga í slíkt heldur sé einnig gífurlega dýrt að fá þá að láni. Silungurinn var seldur ferskur á Höfuðborgarsvæðið, enda telur Hjörtur hann tæpast góða söluvöru nema ófrosinn. - HEI Wíwmm fréttir Notkun íslendinga á lyfjum vegna sálrænna kvilla: NÆR 40% MINNI EN í DANMÖRKU ■ Notkun íslendinga á lyfjum vegna sálrænna kvilla - róandi -, svefn- og ’geðlyfjum - jafngilti rúmum 40 dags- skömmtum á hvern íslending yfir 15 ára aldri árið 1980 og hafði þá minnkað um nær 30% frá árinu 1976. Hlutfallslega var þetta nær 40% minni notkun en í Danmörku 1980 (þar hafði orðið um fjórðungs frá 1976), þar sem sambærileg tala var 63,5 dagsskammtar. í Svíþjóð og Noregi var heldur minni notkun þessara lyfja en hér á landi og í Finnlandi miklu minni, þar sem dagsskammtar voru aðeins 25,6 að meðaltali á sama aldurshóp. Þessi mikli samdráttur í notkun fyrrnefndra lyfja hér á landi er að miklu leyti talinn stafa af því að fyrir nokkrum árum voru settar reglur um að taka sterkustu tegundirnar af þessum lyfjum af markaðinum. í kringum 40% af fyrrnefndum lyfjum eru valíum og skyld lyf, en áætlað er að um 4-5% af þjóðinni noti slík lyf að staðaldri. Þegar litið er á meðalnotkun hjarta- lyfja hjá þessum þjóðum kemur hins vegar í Ijós að íslendingar eru þar lang neðstir á blaði (þrátt fyrir allt mjólkur- þambið, feita ketið og smjörátið), og hefur notkun þeirra nánast staðið í stað fyrrnefnt 4 ára tímabil. Miðað við sama aldurshóp (15 ára og eldri) koma 4,5 dagsskammtar í hlut hvers íslendings, 5,5 í hlut hvers Dana, 10,6 í hlut hvers Norðmanns 15,2 handa hverjum Svía og 19,2 dagsskammtar í hlut hvers Finna, eða meira en fjórfaldur skammtur íslendinga. Engin skýring mun enn tiltæk á þessari miklu tfðni hjartasjúk- dóma t.d. í Finnlandi. Varðandi fúkkalyfin eigum við íslend- ingar aftur á móti metið með 5,2 dagsskammta á árinu 1980 á hvern einasta landsmann, sem var hlutfallslega tvöföld notkun miðað við Danmörku. Samsvarandi tölur á hinum Norður- löndunum voru: 4,7 í Finnlandi 4,4 í Svíþjóð, 3 í Noregi og 2,7 í Danmörku, sem fyrr segir. Þess má þó geta að notkun fúkkalyfja á hinum Norður- löndunum hafði farið stórvaxandi á árunum 1976-80 en staðið nánast f stað hér á landi. -HEI ■ Keppendur allt frá Patreksfirði til Súðavíkur voru mættir til leiks á móti hestamannafélagsins Storms í Dýrafirði 7. ágúst s.l. Mótið hófst með ákaflega frjálslegri hópreið, sem fylgt var eftir með setningarræðu formanns og síðan helgi- stund. Þá voru gæðingar kynntir af Grími Gíslasyni frá Blönduósi, sem stjórnaði gæðingadómunum. Sigurveg- ari í A-flokki varð Vinur frá Hnífsdal, eig. og kn. Jóhann. E. Guðmundsson, með 7,74 í meðaleinkunn. Sóti úr Bolungarvík stóð efstur í B-flokki með 8,24eig. og kn. SigmundurÞorkelsson. Blossi frá Þingeyri sigraði í 150 m. skeiði og Hreggur frá Bolungarvík í 250 m. skeiði. Mest spenna var í 300 m. stökkinu en þar sigraði Hetja frá Haukabergi á Barðaströnd nokkuð óvænt. Eigandi Hetju er Katrín Pétursdóttir og sat hún hryssuna sjálf og hlaut bikar fyrir prúðmannlegustu framkomu og bestu ásetu á mótinu. Funi frá Þingeyri sigraði bæði í folahlaupinu og 300 m brokki og komu sigrar hans einna mest á óvart alls Prúðmannlegar Hetjur á hestamóti Storms á mótinu, að því er heimildamaður glæsilegasti hesturinn á móti Storms Að mótinu loknu var farið í sameigin- Tímans telur. 1982 og hlaut að launum skjöld sem Árni legar útreiðar um dali Dýrafjarðar. Gustur frá Bolungarvík var valinn Höskuldsson gullsmiður gaf. EU/SV ■ Sóti sigraði í B-flokki gæðinga. Eigandinn, Sigmundur Þorkelsson situr hestinn. Ljósmynd: Elín Unnarsdóttir VANGEFNUM GEFNAR 50 ÞUSUND KRÓNUR ■ Hjónin Margrét Guðfinnsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson fyrrum skipstjóri, Völusteinsstræti 8, Bolungarvík, hafa nýverið afhent gjafir til Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum kr. 25 þúsund og Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík sömu upphæð, eða samtals 50 þúsund. Gjafir þessar eru gefnar í tilefni áttræðisafmælis Sigurgeirs, hinn 22. júlí s.l. Þau Margrét og Sigurgeir gengu í hjónaband árið 1926 og fluttu til Bolungarvíkur árið 1934, þar sem þau hafa búið síðan. HEIMSFORSETI JC HEIMSÆKIR ÍSLAND ■ Barry Kennedy, heimsforseti Junior Chamber Intemational, verður í heim- sókn á íslandi dagana áttunda til tíunda september næst komandi. Mun hann halda námskeið að Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 8, septem- ber klukkan 20.30, í ráðstefnusal. Öllum er heimill aðgangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.