Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 ■ Bashir Gemayel Litlar f riðarhorf ur virðast í Líbanon Kjör Bashirs þykir ekki spá góðu ■ LITLAR horfur þykja nú til þess, að friðvænlegt ástand komist á í Líbanon, þótt skæruliðar PLO verði fluttir frá Beirut. Þetta er álit margra fréttaskýrenda eftir að kunnugt varð um, að Bashir Gemayel hefði verið kjörinn næsti forseti landsins. Bashir hefur síðan í borgarastyrjöldinni 1975-1976 þótt her- skáasti leiðtogi í hópi kristinna manna og er því meira hataður af múhameðs- trúarmönnum í Líbanon en nokkur maður annar. Samkvæmt stjómarskrá Líbanon skal forseti ríkisins vera kristinnar trúar, forsætisráðherrann skal vera múhameðs- trúarmaður úr sunni-trúflokknum og forseti þingsins múhameðstrúarmaður úr trúflokki shíta. Þessi tilhögun er byggð á manntali, sem fór fram 1932, en þá voru kristnir menn taldir aðeins fjölmennari en mú- hameðstrúarmenn. Nú er þetta breytt. Múhameðstrúarmönnum hefur fjölgað meira og við hafa bæzt palestínskir flóttamenn, sem eru taldir vera a.m.k. 10% af íbúum landsins. Sumar fjöl- fræðibækur (t.d. Hammond Almanac telja að múhameðstrúarmenn séu nú 63% af íbúunum, en kristnir 37%. Annars eru tölur um þetta mjög á reiki, eins og líka íbúatalan, því að manntal hefur ekki farið fram síðan 1932. Líklegast þykir, að íbúamir séu talsvert á fjórðu milljón. Þrátt fyrir þær breytingar, sem orðið hafa á samsetningu íbúanna, hafa múhameðstrúarmenn sætt sig við þá skiptingu, að forsetinn yrði úr hópi kristinna manna. Hann er kosinn af þingi og kjör hans er bundið því skilyrði, að tveir þriðju hlutar þingmanna mæti á kjörfundi. Múhameðstrúarmönnum er þannig tryggt að hafa nokkur áhrif á kjör hans. BASHIR Gemayel var að þessu sinni einn í framboði. Af hálfu múhameðs- trúarmanna var mikið reynt til þess að fá annan kristinn mann til framboðs, en enginn fékkst. Sennilega hefur þar ekki ráðið minnstu ótti við hefndaraðgerðir af hálfu Bashirs. Miklar trúarbragðadeilur hafa verið í Libanon um langt skeið. Þær hafa ekki aðeins verið milli múhameðstrúar- manna og kristinna. Sunnar og shitar hafa deilt og oft komið til átaka milli þeirra. Hjá kristnum mönnum hafa líka verið miklar deilur. Þeir hafa skiptzt í maronista, kaþólska, grísk-kaþólska og fleiri smærri flokka. Fjölmennastir eru maronistar, en þeir hafa oft deilt innbyrðis, m.a. um val á forseta. Á síðari árum hefur sá flokkur maronista, sem kallar sig falangista, rutt sér til rúms og náð forustunni meðal maronista. Einkum hefur þetta gerzt eftir 1975, eða síðan Bashir Gemayel tók við stjóm ■ Elias Sarkis, fráfarandi forsetí Líbanons. á skæruliðasveitum þeirra. Faðir hans var leiðtogi stjómmálasamtaka fal- angista. Aðalstöðvar þeirra em í Austur-Beirut, þar sem kristnir búa nær eingöngu. Múhameðstrúarmenn búa í vesturhlutanum. Bashir Gemayel er 35 ára gamall, lögfræðingur að menntun. Hann hefur dvalið í Bandaríkjunum og þykir bæði hliðhollur Bandaríkjamönnum og ísra- elum og er sagður hafa notið stuðnings þeirra. Bashir hefur hlotið viðurkenningu sem skipuleggjari og skæmliðaforingi. Hann hefur jafnframt reynzt harður í hom að taka. Tahð er, að í skæmliða- sveitum hans séu nú um 25 þúsund manns. SkæmUðar Bashirs hafa ekki aðeins átt í höggi við skæmliða múhameðs- trúarmanna í Líbanon, heldur einnig Sýrlendinga, sem hafa haft her í landinu síðan 1976. Hann hefur jafnframt átt í deilum við ýmsa leiðtoga kristinna manna, sem réðu yfir hópum skæmliða, sem ekki vildu ganga í lið með falangistum. Lengst gekk Bashir í þessum efnum 1978, þegar hann lét skæmliða sína ráðast á bækistöð Tony Franjieh, drepa hann, konu hans og nýfædda dóttur, ásamt 30 fylgismönnum hans. Faðir Tonys var Suleiman Franjieh, sem var forseti Libanons 1970-1976. Suleiman Franjieh hefur verið foringi maronista í Norður-Libanon og reyndi sonur hans að koma þar upp skæmliða- sveitum. Bashir óttaðist hann sem seppinaut og lét því ryðj a honum úr vegi. Eins og áður er getið mun enginn annar leiðtogi kristinna manna hafa viljað keppa við Bashir af ótta við hann og nógu margir þingmenn múhameðs- trúarmanna treystu sér ekki til annars en að sækja kjörfund og greiða honum atkvæði, þótt þeir hefðu verið hvattir tii þess að gera fundinn ólögmætan sökum ónógrar þátttöku. Bashir náði því lögmætri kosningu á kjörfundi, sem haldinn var síðastliðinn mánudag. Hann á að taka við forsetaembættinu 23. september. LEIÐTOGAR múhameðstrúar- manna í Libanon láta mjög illa af kjöri Bashir sem forseta. Þeir telja hann undirlægju ísraela og Bandaríkja- manna. Undir forustu hans verði Libanon gert að leppríki ísraels. Þá óttast þeir, að Bashir muni með tilstyrk ísraela hefja herferð gegn samtökum múhameðstrúarmanna og þó einkum gegn flóttamönnum frá Pale- stínu. Það þykir líklegt, að eitt af fyrstu verkum Bashirs sem forseta verði að krefjast þess, að Sýrlendingar fari með her sinn frá Líbanon. Sýrlendingar fóru með her inn í Líbanon í borgarastyrjöld, sem var háð 1975-1976 milli múhameðs- trúarmanna og kristinna manna. Þeir síðarnefndu voru að bíða lægri hlut og óttuðust Arabaríkin, að það gæti orðið til þess að fsraelar skærust í leikinn. Ákveðið var því af þeim, að Sýrlend- ingar yrðu fyrri til og hindruðu ósigur kristinna manna. Fyrir tiltilli Sýrlendinga komst á friður og var jafnframt samkomulag um að þeir hefðu áfram nokkurt gæzlulið í landinu. í fyrstu var sæmileg sambúð milli þeirra og kristinna manna, en hefur mjög versnað síðustu árin. Bashir mótmælir því, að hann verði undirlægja fsraela og segir það eiga að verða fyrsta verk sitt að sætta kristna menn og múhameðstrúarmenn í Liban- on og koma á friði í landinu. Þetta mun hann þó þurfa að sýna í verki áður en menn treysta á þessi fyrirheit hans. Fengin reynsla bendir til annars og áfram geti því haldist ófriðarástand í Libanon. Þórarinn Þórarinsson/ ritstjóri, skrifar Glemp krefst frelsis handa Walesa ■ Glemp erkibiskup í Póllandi hefur hvatt Pólverja til þess að efna ekki til óeirða á götum úti í næstu viku, en þá er tveggja ára afmæli „Samstöðu“. Sagði biskupinn að göturnar væru ekki sá staður þar sem leita skyldi sannleikans og hefðu Pólverjar þegar reynt það. Nú væri rétt að einbeita sér að samningaborð- Erkibiskupinn krafðist þess að Lech Walesa yrði leystur úr haldi en hann hefur setið inni frá því er herlögin tóku gildi. Þá krafðist hann þess að frjáls verkalýðsfélög fengju að nýju að starfa í landinu og að pólitískum föngum yrði sleppt. Kvaðst hann vænta stuðnings Jó- hannesar Páls páfa við þessar kröfur. ■ Pólska ferjan Jan-Hewliusz fór næstum á hliðina við bryggjuna í Ystad í Svíþjóð í síðustu viku. Hallinn kom á skipið þegar járnbrautarvagnar um borð köstuðut til í lestinni við afskipun. Allt erlent gæslulið nú komið til Beirut ■ í gær kom síðari hópur ítalsks herliðs til Beirút til þess að fylgjast með brottflutningi skæruliða PLO þaðan og eru liðssveitirnar sem fylgjast eiga með flutningunum þar með fullskipaðar. Um það bil 4000 PLO menn eru nú famir frá Beirút og eru í hópi þeirra særðir menn sem skipað hefur verið um borð í spítalaskip og skulu fluttir til Kýpur. í gær fóm nokkur hundmð menn sjóleiðis í átt til Sýrlands. Hafði upphaflegri áætlun um að flytja þá landleiðina verið breytt vegna bar- daga á þjóðveginum þangað. Tók ítalska liðið sér stöðu á „Græna beltinu“ svonefnda, en það er á milli hverfa Vestur-Beirút þar sem múhameðstrúarmenn búa eink- um og Austur-Beirút, en þar búa aðallega kristnir hægri menn og ísraelsmenn. Bandaríkja- stjórn hótar fyrirtækjum ■ Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að innan tíðar verði boðaðar refsiað- gerðir gegn þeim fyrirtækjum sem ekki virða þá ákvörðun hennar að fyrirbjóða sölu á tækjabúnaði til gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til V-Evrópu. Ekki hefur þó verið ’greint frá hvenær tilkynnt verður um aðgerðimar nákvæmlega. Reagan forseti hefur lýst sig reiðubúinn að grípa til skyndilegra og harðra aðgerða í þessum tilgangi. Busch, varaforseti hefur sagt að sem forysturíki hins frjálsa heims hefðu Bandaríkin sett bannið á til þess að verja þau gildi sem hann berst fyrir og óskuðu Sovétríkin eðlilegra sam- skipta við Bandaríkin ættu þau að lláta af kúguninni' í Póllandi. Bretar, Frakkar, ítalir og V-Þjóð- verjar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki fara að dæmi Bandaríkja- stjómar og skeyta engu um bannið. MITTERRAND TIL CAIRO ■ Frakklandsforseti, Francois Mitterrand, mun heimsækja Egypta- land í vetur og ræða þar við egypska ráðamenn, en Frakkar og Egyptar hafa að undanfömu reynt að móta 'með sér sameiginlega afstöðu til mála í Líbanon. Það var aðstoðar- utanríkisráðherra Egypta, Boutros Ghali, sem skýrði frá þessu að loknum viðræðum við Cheyssin, utanríkisráðherra Frakka í París í fyrradag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.