Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEÞÞA(
Skemmuvegi 20 • Kopavogi
Simar (91)7 75-51 & 7-80-30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um allt land
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
labnel
HÖGGDEYFAR
{JJvarahlutir
Armiila 24
Sími 36510
FERMMAL HAFA ALLTAF
VERIÐ MÉR HUGLEIKIN
■ „Flug og ferðamál hafa alltaf verið
mér hugleikin og ég er ákaflega ánægður
með að geta tekið þátt í uppbyggingar-
starfi á því sviði,“ segir Sveinn
Sæmundsson í samtali við Tímann en
hann hefur verið forstöðumaður kynn-
ingardeildar Flugleiða frá 1974, jafn-
framt því að vera blaðafulltrúi þess
félags þar til fyrir skömmu.
„Þessi titill sem ég hef hefur verið til
staðar hjá félaginu allt frá því að
sameiningin átti sér stað. Það var þannig
að er ég varð blaðafulltrúi Flugfélags
íslands 1957 þá átti ég fyrst og fremst
samskipti við íslensku pressuna en síðan
þróaðist þetta fljótlega einnig upp í
samskipti við erlend blöð og fjölmiðla,
og landkynningarstörf yfirleitt. Þetta
varð síðan nokkuð viðamikið starf,
sérstaklega eftir sameiningu félaganna
tveggja og segja má að maður hafi varla
átt neina fríhelgi á sumrum þar sem
maður var að sýna erlendu fólki landið
út og suður.
Nú hefur sú breyting orðið á að hluti
af starfinu hefur færst yfir á hendur
gamals og góðs vinar míns Sæmundar
Guðvinssonar sem sjá mun um sam-
skipti félagsins við innlendu pressuna og
verður það ekki lengur í mínum
verkahring og mun ég einbeita mér að
samskiptum við erlent fjölmiðlafólk.“
Landkynning
„Mikið af starfinu nú fer í landkynn-
ingarmál en auk þess starfa ég í
Ferðamálaráði sem fulltrúi Flugleiða.
Ég bind miklar vonir við það sem
Ferðamálaráð er að gera fyrir ferða-
mannaiðnaðinn, því það er greinilegt að
við þurfum á þessum tekjum að halda
sem við fáum hjá ferðamönnum og með
sameiginlegu átaki ætti að takast vel til.“
Sveinn Sæmundsson segir að meðal
þess sem á döfinni sé hjá kynningardeild-
inni sé útgáfa starfsmannablaðs en slíkt
hefur verið í höndum aðila utan
félagsins s.l. tvö ár og nú sé unnið að
fullu við undirbúning vegna ferðar
Vigdísar Finnbogadóttur til Bandaríkj-
anna í haust.
„Flugleiðir eru ásamt Ferðamálaráði,
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, Búvöru-
deild Sambandsins og fleiri aðilum að
undirbúa kynningarferð til Bandaríkj-
anna í tengslum við ferð forseta íslands
þangað.
Við verðum með kynningar í fimm
borgum Bandaríkjanna þeirra á meðal
Washington og New York“ segir Sveinn.
segir Sveinn Sæmundsson forstödu-
maður kynningardeildar Flugleida
„Flug og ferðamál hafa alltaf verið mér hugleikin“ segir Sveinn Sæmundsson forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða.
Tímamynd GE
Vildi klífa spúandi gíginn
Sveinn hefur eignast marga góða vini
og kunningja, bæði innlenda og erlenda,
á þessum 25 árum sem hann hefur
starfað sem blaðafulltrúi. Við báðum
hann um eina skemmtilega sögu úr
ferlinum.
„Það var í janúar 1973 að mér var falið
það vanþakkláta hlutverk að hafa eftirlit
með öllum blaðamönnum sem fóru til
og frá Vestmannaeyjum er gosið var þar
en þetta var að tilstuðlan formanns
Almannavarna sem skipaði mig í starfið.
Hingað komu um 600 fjölmiðlamenn
vegna gossins og sá ég um að útvega
.þeim fararleyfi og slíkt til Vestmanna-
eyja. Eitt sinn kom kona ein og vildi fá
slíkt leyfi en mér fannst hún ekki alveg
eins og fulltrúar fjölmiðla eru yfirleitt
svo ég bað hana að skrifa útgáfufyrirtæki
sínu um að það sendi mér skeyti. Síðan
kom hún daglega til mín en ekkert
bólaði á skeytinu. Er það svo loksins
kom var ég orðinn svoldið leiður á henni
og sendi hana út í Eyjar.
Um miðnættið sama dag hringir einn
af jarðfræðingunum í mig og segir mér
að þessi kona hafi reynt að klífa gíginn
skömmu eftir komu sína til Eyja en hann
var þá í fullum gangi. Þurftu tveir
lögreglumenn að fara á eftir henni og
hætta lífi sínu til að ná í hana“ segir
Sveinn og brosir.
Sveinn er fullur bjartsýni fyrir hönd
félags síns, segir að þrátt fyrir erfiðleika
á undanfömum árum þá sé það í sókn
núna og mikið kapp lagt á að byggja það
upp á öllum sviðum starfsins. _ frj
FOSTUDAGUR 27. AGÚST 1982
fréttir
Úttekt á fjárhags-
stöðu borgarinnar:
Skilað í
september
■ „Úttektinni á fjárhags-
stöðu borgarinnar miðar
sæmilega og ég geri ráð fyrir
að skila niðurstöðum til
borgarstjórnar fyrri hluta
septembermánaðar," sagði
Ólafur Nilsson endurskoð-
andi í viðtali við Tímann.
Flestir muna sjálfsagt að
fyrrverandi og núverandi
meirihluti í borgarstjórn
Reykjavíkur vora langt frá
að hafa sömu skoðun á
hvemig fjárhagur borgar-
innar stóð við meirihluta-
skiptin. Reyndar taldi fyrr-
verandi meirihluti sig skila
blómlegu búi, en þeir sem
við tóku sögðu allt vera á
hvínandi hausnum. Ólafur
Nilsson var því fenginn til
að pera útttekt á stöðunni.
Útttektin nú er gerð á
sama hátt og sami endur-
skoðandi gerði fyrir sama
skjólstæðing, þegar vinstri
meirihlutinn tók við fyrir
fjóram áram. Þá túlkuðu
menn niðurstöðumar á afar
mismunandi hátt og sjálf-
sagt verður svo enn, þótt
hlutverkunum sé nú skipt.
-SV.
Blaðburöarbörn
óskast
Tímann
vantar
fólk tll
blaðburðar
I eftirtalin
hverfi:
Reykjavík:
Tunguvegur
Selvogsgrunn
Jórusel
Mávahlíð
IFfmitm sími: 86300
■■■■■■■■
dropar
nH
Jón í Sin-
fóníuna
■ Reykjavfkurborg skipar
fulltrúa í stjóm Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, enda einn af
rekstraraðilum hennar sam-
kvæmt nýlegum lögum um
hljómsveitina. Ema Ragnars-
dóttir, arkitekt, hefur undan-
farið setið í stjóminni fyrir
hönd borgarinnar, en nú hygg-
ur hún á langdvalir erlendis,
a.m.k. eitt ár, og á meðan það
ástand varir hefur verið ákveð-
ið að Jón Þórarinsson, tón-
skáld, taki sæti hennar í
stjórninni.
Bitid í skott-
ið á sjálfum
sér
■ Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi með meim, er
sérstakur karakter. Góður í
sér, en oft fljótfær. Meinar eitt
en segir annað, þannig að
niðurstaðan verður oft tóm
rökleysa. Gott dæmi um þetta
er síðasti fundur borgarráðs sl.
þriðjudag.
Það varð mikill hvellur eftir
að upplýstist að Davíð Odds-
son, borgarstjóri, hafði undir-
ritað lóðasamning við fyrirtæk-
ið Kolsýruhleðsluna sunnudag-
inn áður, vitandi að sérstak-
lega átti að taka fyrir málefni.
fyrirtækisins á þessum sama
fundi. Gagnrýndu fulltrúar
minnihlutans í borgarráði
þessa málsmeðferð.
í framhaldi af þessu gerði
Albert sérstaka bókun, en
hann hafði verið einn af þeim
sem óskað hafði eftir umræðu
um Kolsýruhleðsluna í borgar-
ráði, áður en lóðasamningur
yrði undirritaður. Þetta er
merkileg bókun, sem sýnir
svart á hvítu hvað Albert á gott
með það að bíta í skottið á
sjálfum sér. Og sjá nú:
„Þrátt fyrir ítrekaðar óskir
mínar um, að samningurinn
við Kolsýruhleðsluna h.f. yrði
ræddur á ný í borgarráði, áður
en til undirskriftar kæmi, þá
mótmæli ég öllum fuUyrðing-
um, sem fram koma í bókun
minnihluta borgarráðs og
gagnrýna embættisgjörðir
borgarstjóra. Borgarstjóri er
hér að reka endahnút á
samninga, sem borgarráð hef-
ur þegar samþykkt... Skoðun
mín er sú, að umrætt borgar-
hverfi eigi að skipuleggja sem
íbúðahverfi og hverfa hið
fyrsta frá skipulagi um iðnaðar-
hverfi á umræddum stað.“
Albert Guðmundsson er
snillingur á sinn hátt, því
verður ekki á móti mælt.
Krummi ...
...skUur ekkert í lögreglunni
að vera að elta uppi stroku-
fanga tU þess eins að geta
sleppt þeim aftur.