Tíminn - 27.08.1982, Blaðsíða 12
20
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982
Raflagnir
Raflagnir
Fyrsta flokks
þjónusta
Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við,
bæta við eða breyta, minnir Samvirki á
fullkomna þjónustu sína.
Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið
til hjálpar.
samvirki
SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44666
Ódýrar bókahillur
Stærð: 184x80x30 Ijós eik og bæs
Tréhurðir Glerhurðir kl
kr. 395,- kr. 495,- *
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Slmi 86-900
Atvinna
i Hitaveita Suðurnesja vill ráða til starfa
1. Laghentan mann, vanan pípulögnum.
2. Vélvirkja.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist til Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36,
230 Njarðvík fyrir 10. september 1982.
Hitaveita
Suðurnesja
tíKrBÐAn
LZ_______
HVERJU
l)Sg™
GLUGGAR
OG HURÐIR
Vönduð vinna á hagstœðu verði,
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9. Hf.
S. 54595.
fþróttir
Umsjón: Sigurður Helgason
Bikarúrslit
ÍA og ÍBK leika á surmudaginn
■ Nú á sunnudaginn klukkan 14.00
hefst úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ.
1982. Þar mætast lið ÍA og ÍBK og er það
í annað sinn sem þessi lið eigast við í
úrslitum keppninnar. Þau mættust
einnig árið 1975 og sigruðu þá Kefl-
víkingar með einu marki gegn engu.
Þetta er í þriðja sinn sem Keflvíkingar
komast í úrslit í bikarkeppni. Þeir léku
gegn Fram árið 1973 og urðu þá að lúta
í lægra haldi. Fram sigraði 2-1.
Skagamenn eru nú að leika í 10. sinn
til úrslita og þeim hefur aðeins einu sinni
tekist að sigra, en það var árið 1978, en
þá sigruðu þeir Valsmenn í úrslitaíeik
með einu marki gegn engu. 1 hin níu
skiptin hafa Akurnesingar tapað og víst
er að þeir hafa nú í hyggju að lagfæra
aðeins stöðu sína.
Bikarkeppnin hefur nú farið fram, 23.
sinnum og hafa KR-ingar oftast sigrað,
eða 7 sinnum. KR hefur aðeins einu
sinni tapað úrslitaleik í bikamum, og var
það b-lið félagsins sem tapaði fyrir Vest-
mannaeyingum.
Valsmenn og Framarar hafa sigrað
fjómm sinnum í bikarkeppninni, Vest-
mannaeyingar þrisvar og ÍBK, ÍBA og
í A hafa einu sinni orðið bikarmeistarar.
Fyrsta áratuginn fór úrslitaleikurinn í
bikarnum fram síðla haust, að loknu
íslandsmóti og 1969 varð til dæmis að
leika þvívegis til úrslita og fengust þau
ekki fyrr en 5. desember. Því vom þessir
leikir oft leiknir við mjög erfiðar
aðstæður og úrslitaleikurinn 1965 var til
dæmis leikinn nánast á skautasvelli á
Melavellinum. En nú er allt önnur mynd
á þessum hlutum og verður leikið á
Laugardalsvelli og reynt að gera leikinn
eftirminnilegan.
Ákveðið er, að hljómsveitin Upp-
lyfting verði áhorfendum til upplyftingar
hálftíma áður en leikurinn hefst og í
hálfleik er fyrirhuguð vítaspymukeppni
eða stuttur knattspymuleikur milli
hljómsveitarinnar Upplyftingar og hinn-
ar landsfrægu „Sumargleði" og em þar
ýmsir fræknir kappar á ferð
Á blaðamannafundi, sem haldinn var
af forvígismönnum liðanna tveggja kom
fram að Akranessliðið yrði óbreytt frá
síðasta leik, en Karl Hermannsson
þjálfari Keflvíkinga gat ekki gefið upp
liðsskipan. Menn ættu við meiðsli að
stríða og einnig léku þeir mikilvægan
leik, í 1. deild í gærkvöldi og aldrei að
vita hvemig mönnum reiðir af í honum.
En liðshópur ÍBK er skipaður eftir-
töldum leikmönnum:
Þorsteinn Bjamason,
Sigurður Björgvinsson,
Einar Ásbjörn Ólafsson,
Gísli Eyjólfsson,
Magnús Garðarsson,
Ingiber Óskarsson,
Kristinn Jóhannesson,
Daníel Einarsson,
Óli Þór Magnússon,
Skúli Rósantsson,
Ragnar Margeirsson,
Ólafur Birgisson,
Kári Gunnlaugsson,
Björn Ingólfsson,
Kristinn Guðbjartsson,
Rúnar Georgsson.
Ólafur Júlíusson og Ingvar Guð-
mundsson munu ekki leika með vegna
meiðsla.
Þjálfari liðs ÍBK er Karl Hermanns-
son. Hann var kunnur knattspymu-
maður hér á ámm áður og hefur fengist
við þjálfun um árabil. Hann náði góðum
árangri með lið Reynis í Sandgerði á
síðasta sumri og í sumar hefur liði ÍBK
gengið nokkuð vel. Þeir ero að minnsta
kosti komnir í úrslit bikarkeppninnar,
enda þótt línur séu ekki alveg skýrar
með stöðu þeirra í deildakeppninni að
svo stöddu.
í liðshópi í A em eftirtaldir leikmenn:
Davíð Kristjánsson,
Bjarni Sigurðsson,
Jón Gunnlaugsson,
Guðjón Þórðarson,
Ámi Sveinsson,
Jón-Áskelsson,
Sigurður Halldórsson,
Sigþór Ómarsson,
Sigurður Lámsson,
Kristján Olgeirsson,
Guðbjöm Tryggvason,
Sveinbjöm Hákonarson,
Júlíus Ingólfsson,
Bjöm Bjömsson,
Sigurður Harðarson,
Sigurður Jónsson,
Smári Guðjónsson.
Líklegt er, að Akumesingar tefli fram
yngsta og elsta leikmanni þessa úrslita-
leiks. Yngstur er Sigurður Jónsson og
elstur er Jón Gunnlaugsson. Annar er
15 ára, en hinn 32.
Þjálfari liðs ÍA er George Kirby og
hefur hann náð frábæram árangri með
lið félagsins á undanfömum áram.
Leikurinn á sunnudag er 100. inn-
byrðis viðureign ÍA og ÍBK. Fyrst léku
liðin saman árið 1958 og unnu þá
Akurnesingar sigur 3-1. Liðin mættust
fyrst í bikarkeppni árið 1960 og unnu
Skagamenn þá öruggan sigur 6-0. í þeim
99 leikjum sem þessi lið hafa leikið hafa
Skagamenn unnið 43 sinnum, Keflvík-
ingar hafa unnið 38 sinnum og 16
sinnum hefurorðið jafntefli. Markatalan
er 192:155 Akumesingum í hag.
Menn vildu engu spá um úrslit leiksins
á blaðamannafundinum. En það var á
þeim að heyra að hvomgt liðið myndi
liggja á liði sínu og því yrði leikið til
sigurs. Menn kváðust vonast eftir
skemmtilegum leik, sem áhorfendur
gætu haft ánægju af og undir það hljóta
allir knattspymuunnendur að taka.
Dómari í leiknum á sunnudag verður
Magnús V. Pétursson og er þetta síðasti
stórleikur sem hann dæmir hér á landi,
en hann hefur dæmt í 32 ár. Línuverðir
með Magnúsi verða Sævar Sigurðsson
og Þorvarður Bjömsson.
Nýkjörinn borgarstjóri í Reykjavík
Davfð Oddsson verður sérstakur heið-
ursgestur á leiknum og mun hann
afhenda sigurlaunin að leik loknum.
Verð aðgöngumiða á bikarúrslita-
leikinn verður: Stúka 90 krónur, stæði:
60 krónur og barnagjald: 30 krónur.
Tvö landslið valin
'■ í gær tilkynnti landsliðsnefnd KSÍ
landsliðshóp íslands sem á að leika gegn
Hollendingum landsleik undir 21 árs og
einnig A-landsIiðið sem leikur gegn
Hollendingum á miðvikudag. Leikurinn
fyrir yngra liðið er á þriðjudag í Keflavík
klukkan 18.30 og Á-landsleikurinn
verður á Laugardalsvelli á miðvikudags-
kvöld á sama tfma. A-Iandsliðshópurinn
er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Guðmundur Baldursson, Fram
Þorsteinn Bjamason, ÍBK
Amór Guðjóhnsen, Lokeren
Atli Eðvaldsson, Fortuna Dflsseldorf
Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln
Karl Þórðarson, Laval
Pétur Ormslev Fortuna Dússeldorf
Marteinn Geirsson, Fram
Sævar Jónsson, CS Brúgge
Trausti Haraldsson, Fram
Viðar Halldórsson, FR
Sigurður Lámsson, ÍA
Láms Guðmundsson, Waterschei
Ómar Torfason, Víkingi
Gunnar Gíslason KA
Öm Óskarsson, ÍBV
Það er alveg óhætt að segja að engar
byltingakenndar breytingar eigi sér stað
við val liðsins. Þetta er sami kjaminn og
leikið hefur að undanfömu, nema hvað
Gunnar Gíslason úr KA bætist inn.
f yngra liðinu er eftirtaldir leikmenn:
Ögmundur Kristinsson, Víkingi
Hafþór Sveinjónsson, Fram-
Ómar Rafnsson, UBK
Þorsteinn Þorsteinsson, Fram,
Ólafur Bjömsson, UBK
Erlingur Kristjánsson, KA
Jón Gunnar Bergs, Val
Sigurjón Kristjánsson, UBK
Ragnar Margeirsson, ÍBK
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Víkingj
Trausti Ómarsson, UBK
Sigurður Grétarsson, UBK
Óli Þór Magnússon, IBK
Helgi Bentsson, UBK
Valur Valsson, Val
Friðrik Friðriksson
Það verður að segjast eins og er, að
valið á A-landsIiðinu kemur ekki á
óvart, en það era ýmis atriði í sambandi
við yngra liðið sem vekja athygli
undirritaðs. Þar má nefna að það vekur
furðu að t.d. Jósteinn Einarsson, KR,
sem sýnt hefur í sumar jafna og góða
leiki með sínu félagi og verið f hópi bestu
miðvarða landsins, skuli ekki komast í
hópinn, en hins vegar em valdir menn,
sem ekki eiga vísa stöðu í sínum
félagsliðum. En þannig væri endalaust
hægt að gera athugasemdir og því
vonum við bara að bæði þessi lið nái
góðum árangri gegn Hollendingum, nú
og Spánverjum á Spáni í október.
- sh.
Auglýsing
um bann vió
' afgreíðslu og innlausn eldri gíróseðla
Ákveðið hefur verið að banna innlánsstofnunum og póstafgreiðslum
að afgreiða og innleysa gfróseðla af gömlu gerðinni frá og með 1.
október 1982.
Frá sama tíma eru þvl aðeins gildir í viðskiptum gfróseðlar með OCR
leslínu, sem auðkenndir eru með bókstöfunum A, B, C eða D.
Þeir viðskiptamenn, sem enn kunna að hafa undir höndum ónotaða
gfróseðla af gömlu gerðinni geta fengið þeim skipt fyrir nýja í
viðskiptastofnun sinni, sér að kostnaðarlausu, til nk. áramóta.
24. ágúst 1982
SAMSTARFSNEFND UM GÍRÓÞJÓNUSTU