Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 9
■ Séð yfir fundarsalinn í Hótel Borgarnesi ■ Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, ávarpaði fundargesti á fundinum í gær. Framleiðsla á hrossakjöti tvöfaldaðist milli ára Framleiðslu hrossakjöts sagði Ingi hafa tvöfaldast frá fyrra ári og hafa verið 961 tonn. Talsvert af því sé óselt, einkum af fullorðnu. Framleiðsla á alifugla- og svínakjöti taldi Ingi hafa verið um 1.600 tonn og eggjaframleiðsla um 250 tonn. Kartöfluuppskeran er sögð um 10.500 ■ Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda flytur yfirlitsræðu sína á aðalfundi sambandsins í gær. Tímamyndir: G.E. tonn í fyrra, uppskera útiræktað grænmetis og rótarávaxta um 850 tonn og tómatar og önnur gróðurhúsafram - leiðsla nokkuð yfir 1.000 tonn. Ingi ræddi nokkuð um verðlagsmál og gat þess m.a. að eftir júní verðlagning- una hafi hækkun verðlagsgrundvallarins verði orðin 37.22% frá haustgrundvelli 1981. Á þessum tíma hafi hækkun orðið mest á áburði eða 61.11%. Kjarnfóður hafi hækkað minnst eða um 29.37% en vinnuliðurinn um 34.62%. „Að þessu sinni varð samkomulag um það í Sexmannanefnd að framreikna verðlagsgrundvöllinn í haust með óbreyttum magntölum frá fyrra ári. Vegna skorts á upplýsingum um einstök atriði er hann þó ekki frágenginn, en gert er ráð fyrir því að svo verði fyrir 15. sept.“, sagði Ingi. Af einstökum liðum í verðlagningunni nefndi Ingi að kjarnfóðurblanda hafi hækkað um 9,68% auk 8% vegna gengisbreytingarinnar sem væri áætlun- artala, eða samtals 54,87% frá haustverðlagningu í fyrra. Vélakostnað- arliðurinn hækkaði nú um 17,25% frá júlígrundvelli og heildarhækkun 53,26% á árinu. Fá kvað Ingi liggja fyrir upplýsingar um nálægt 25% hækkun á flutnings- töxtunum og því horfur á að sá liður hækki um 78% á árinu. Liðurinn til endumýjunar húsa og búvéla hækkar nú um 17,08% og þá samtals 62,4% á verðlagsárinu. Þá er hækkun kaupgjaldsliðarins frá haustverðlagn- ingu í fyrra 54,16%. Fóðurbætis- notkun minnk- að en mjólkur- framleiðslan aukist Þá gat Ingi um yfirfarið uppgjör 131 búreiknings er forstöðumaður búreikn- ingastofunnar hefur lagt fram og meðaltalstölur um uppgjör frðá 24 kúabúum sérstaklega. Bera reikningar þessir með sér að verulegar breytingar hafa orðið á magni einstakra liða. Þannig hefur fóðurbætisnotkun minnkað verulega á framleiðslueiningu, mjólkur - framleiðsla á hvern grip aukist, áburðararnotkun aukist nokkuð, en kindakjötsframleiðsla minnkað. Engin verð- skerðing á mjólkurfram- leiðslu innan búmarks Ingi sagði uppgjöri búvöruverðs samkvæmt kvótakerfinu ekki hafa verið lokið fyrr en í apríl 1982 vegna verðlagsársins 1980-81. Engin verð- skerðing hafi komið á mjólkurframleið- slu sem var innan búmarks viðkomandi aðila. Hins vegar hafi vantað 4,27 aura á verð hvers mjólkurlítra árið 1981 á 1. sölusvæði. Um síðustu áramót höfðu nær 20 millj. króna verið greiddar mjólkursam, - lögunum til verðjöfnunar þar af röskar 5,4 millj. er fengnar hafi verið að láni af kjarnfóðurgjaldi. Verð- jöfnunargjaldið er nú 0,21 kr. pr. lítra af mjólk. Ingi sagði aðstöðu mjólkursamlag- anna til að ná grundvallarverði með sölu framleiðsluvara sinna mjög misjafna, bæði vegna mismunar á því hverju einstakar vörutegundir skila, en ekki síður vegna þess að mjög mislangur tími líður milli þess sem varan er framleidd og seld. Leita þurfi leiða til að bæta rekstraraðstæður vinnslubúanna ann - að hvort með breyttri verðlagningu einstakra vara eða með skilvirkara verðjöfnunarkerfi. Lambakjötið frá 1981 enn óuppgert Uppgjör sauðfjárafurða frá árinu 1981 sagði Ingi enn ekki hafa farið fram og ýmsa þætti um framkvæmd þess óljósa. Útflutningur hafi verið lítill á síðasta ári, en birgðir nú verulegar í byrjun nýs verðlagsárs. Varðandi framleiðslustjórnun sagði Ingi kjarnfóðurgjaldið óbreytt hlutfall af verði innflutts fóðurs eða 33,3% af cif-verði. Á síðasta vetri voru verðbætur á mjólk endurgreiddar úr kjarnfóðursjóði og nú sagði Ingi hafa verið ákveðið að endurgreiða á sama hátt 20 aura á hvern lítra í september og október, sem síðan yrði tekið til endurskoðunar. All miklu fé úr sjóðnum hafi og verið ráðstafað til alifugla- og svínaframleiðslu. Innheimtu gjaldsins kvað Ingi yfirleitt hafa gengið vel. Rúmlega 10 milljóna króna verðskerðing beint frá bændum Ingi kvað nokkurrar gagnrýni hafa gætt gagnvart þeim reglum sem Framleiðsluráð samþykkti um uppgjör sauðfjárafurða 1980, er einkum hafi beinst í þá átt að of lítill munur væri á verðskerðingu til þeirra sem framleitt hafa yfir búmark og hinna, sem drógu framleiðsluna saman. Verðskerðingu þá sem jafnað var niður á sauðfjárframleiðendur kvað Ingi hafa numið rúmum 10 millj. kr. eða milli 1/4 og 1/5 af verðvöntuninni, sem að öðru leyti hafi verið greidd úr ríkissjóði og af kjamfóðurgjaldi. Um helming af búmarkshöfum kvað hann þó hafa sloppið við verðskerðingu. Jarðakaupalán tvöföldud Af árangri sem náðst hefði í einstökum málum síðan á aðalfundi 1981 gat Ingi þess ma að rekstrarlán til sauðfjárbænda hafi hækkað verulega. jarðakaupalán hafi verið tvöfölduð að krónutölu, sérstakar kannanir hafi verið gerðar á áhrifum skattalaga og niðurstöður þeirra kynntar alþingis- mönnum. En endurskoðun lífeyris- sjóðslaganna sé fyrst að hefjast núna. Ályktun um fjárhagsaðstoð vegna uppskerubrests kvað Ingi hafa verið senda forsætisráðherra. 460 bændum hafi verið gefinn kostur á lánum úr Bjargráðasjóði og hafi lánin skiptst milli bænda er verst urðu úti vegna kals og uppskerubrests á garðávöxtum. Lán vegna ein- staklingsíbúða óhæfa til sveita „Stjórn Stéttarsambandsins hefur unnið að því við Húsnæðisstofnun ríkisins að önnur stærðarmörk verði á húsnæði gagnvart lánafyrirgreiðslu í sveitum heldur en í þéttbýli, þar sem íbúðarhús hlýtur að fylgja jörð og ekki er hægt að skipta um íbúð þótt fjölskyldustærð breytist. Hefur stjórn- in farið fram á að lán til íbúða í sveitum yrðu miðuð við 7 manna fjölskyldur“. Svar Húsnæðisstofnun- ar sagði Ingi hafa falið í sér nokkra viðurkenningu á sérstöðu íbúða í strjálbýli, en því sé þó haldið fram að lög heimili ekki mismunun eftir byggingarstað. Fóðurfram- leiðsla og dreif- ing getur ráðið úrslitum þá kvað Ingi umtalsverða vinnu hafa verið lagða í fyrirgreiðslu vegna sumardvalar úr þéttbýli í sveitum. Leiðbeiningar fyrir sveitaheimili hafa verið samdar í samráði við opinbera aðila svo og tilforeldra um útbúnað barnanna, sem fara í sumardvöl. Taldi hann ástæðu til að ætla að starfsemi þessi geti orðið mikilvæg bæði atvinnulega og félagslega. „Nýjar búgreinar og aukin fjölbreytni í búvöruframleiðslu hafa mikið verði til umræðu á fundum stjómarinnar. Þá hafa ýmis önnur atvinnumál verið rædd sv o sem ferðamannaþjónusta, heimilis- iðnaður og annar smáiðnaður í sveitum, nýting hlunninda og fleira,, sagði Ingi. Sá samdráttur sem átt hafi sér stað í mjólkurframleiðslu og þrengsli á mörkuðum fyrir sauðfjárafurðir hvetji til umhugsunar um aðgerðir í öðrum atvinnumálum með það að markmiði að tryggja afkomu og búsetu sveitanna. Á síðustu misserum hafi augu manna meira beinst að loðdýrarækt sem fjölskyldubúskap en áður. Loðdýrarækt hafi á undanförnum árum verið arðbær atvinnugrein, en eflaust megi búast við verðsveiflum á skinnum ekki síður en öðru. Á síðasta hausti samþykkti stjórn Stéttarsambandsins ályktun um skipu. - lagningu á fóðurgerð fyrir loðdýrabú. Sagði Ingi nú hafinn undirbúning að stofnun nokkurra fóðurstöðva á vegum samvinnuhreyfingarinnar og einkaaðila. En skynsamleg skipulagning á framleiðslu og dreifingu fóðurs kvað Ingi stórmál sem ráðið geti algjörum úrslitum um viðgang þessarar búgreinar. Hráefni í loðdýrafóður ætti að vera ódýrara hér en hjá nágrannaþjóðunum, en sjálffóðurframleiðslan verði hins vegar dýr meðan stofninn er lítill og dreifður. Lífeyrissjóðs- iðgjaldið 6.324 kr. íár Varðandi Lífeyrissjóð bænda kom m.a. fram hjá Inga að um síðustu ára mót nutu 1.800 sjóðfélagar greiðslna beint frá sjóðnum og námu heildar lífeyrisgreiðslur 22,9 millj. kr. á síðasta ári. Hámarksiðgjaldagreiðsla kvænts sjóðsfélaga verður 6.324 krónur á þessu ári. Á síðasta ári voru veitt 361 lán úr sjóðnum fyrir milligöngu Stofn- lánadeildar eins og jafnan fyrr. Hugrekki og víðsýni lýsir sér í viðbrögðum bænda 1 lokaorðum sínum sagði Ingi Tryggvason m.a.: „Ég vil leyfa mér að þakka viðtökur þær sem ég hef fengið á þeim 35 bændafundum sem ég hef komið á fyrsta starfsár mitt sem formaður Stéttarsambandsins. Ég vil þakka þann skilning sem mér finnst almennt koma fram hjá bændum á þeim vandamálum, sem við er að fást. Ég vil þakka það hugrekki og þá raunsæi sem lýsir sér í viðbrögðum manna við þeim margvíslegu aðgerðum, sem vissulega þrengja svigrúm einstaklings- ins, en eiga að leiða til aukins öryggis fyrir heildina. Ég vil þakka öllum þeim, sem hlut hafa að því átt að koma framleiðsluvörum okkar í söluhæfan búning og hafa hver á sínum vettvangi unnið mikilvæg störf fyrir bændastéttina. Ég vil þakka samskipti við stjórnvöld og þá sérstaklega við Búnaðarfélag íslands, landbúnaðarráðuneytið og landbúnað- arráðherra, sem jafnan sinnir málefnum landbúnaðarins af óbilandi áhuga og þekkingu. Ég þakka öllum, sem starfað hafa að hagsmuna og áhugamálum bændastéttarinnar, hvar sem starfs- vettvangur þeirra hefur verið. Síðast en ekki síst þakka ég framkvæmdastjórum og öðrum starfs- mönnum Stéttarsambandsins og Fram- leiðsluráðs svo og stjórn sambandsins og Framleiðsluráði fyrir mikil störf og gott samstarf. Þeir sem hér eru saman komnir í dag hafa lagt mikinn tíma í félagsmálastörf - margan daginn hafa þeir horfið frá brýnum daglegum verkefnum á búum sínum að lítt eða ekki launuðum félagsmálastörfum í þágu stéttar sinnar. Þá hafa þeir sem heima sitja orðið að bæta á sig ábyrgð og verkefnum. Þeim skal nú þakkað, án þeirra væri óhugsandi sú félagsmálastarfsemi sem Stéttarsambandið byggir á“. SV..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.