Tíminn - 05.09.1982, Page 4

Tíminn - 05.09.1982, Page 4
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 R ichard agner Nú er verið að kvikmynda æfi hans með Richard Burton í aðalhlutverki ■ Richard Wagner hefur talsvert verid til umræðu í Jjölmiðlum að undanförnu og fleiri fengið áhuga á persónu hans en áður, þar sem nú er verið að vinna að gerð þriggja Idukkustunda þáttaraðar fyrir sjónvarp um ævi hans með sjálfan Richard Burton í aðalhlutverkinu. í þessari umræðu hefur það rifjast upp fyrir mönnum hve makalaust ILstamannsstarf þessa tónskálds var. Auk þess að fá þau eftirmæli að hafa verið mesti byltingarmaður í tónsmíðum um langt skeið og höfundur hugmyndarinnar um hið alhliða listaverk „Gesamtkunstwerk", er honum ætlað að hafa átt þátt í mótun stórpólitískra kenninga 20. aldar í meira mæli en menn höfðu áður viljað láta vera, - og það þótt hann hcfði þá verið dauður um hálfrar aldar skeið. En þótt litið sé fram hjá þeim áhrifum sem tónlistarmaðurinn Wagner hafði og þefan kynjaheimi sem hann seiddi upp á yfirborðið neðan úr undirdjúpum heiðinna sagna norrænna þjóða, stendur nóg eftir samt. Æviferill hans er einn hinn furðulegasti sem nokknr listamaður hefur átt og sumir kaflar hans líkari reyfara en nokkru öðru. Hann tók þátt í upprcisn með Bakúnín, flýði landa á milli undan skuldunautum, - einu sinni í ofviðri með á smyglaraskútu. Hann svalt og snuðraði eftir ætirótum í skemmtigörðunum í París um eitt skeið, en varð síðar ókrýndur kóngur Bæjaralands, þar sem hann notaði ríkisfjárhirsluna sem einkasjóð í skjóli hins hálfruglaða unglings, Lúðvíks konungs II. A stormasömum ferli afrekaði hann þó að semja ekki færri en þrettán óperur, en tíu þeirra eru stöðugt ofarlega á skrá mestu ópcruhúsa heimsins enn þann dag í dag. Hann samdi bæði tónlistina og textann „tiberettóin", og heimtaði stærri hljómsveit og sviðsumbúnað meiri en fyrr hafði þekkst. Kröfurnar sem hann gerði til söngvara sinna voru slíkar að margir fremstu listamenn á hans tíma töldu rulluna ósyngjandi, sbr. Tristan og Isolde. Blásnauður heimtaði hann sem sé uppfærslur sem voru svo kostnaðarfrekar að engan hafði fyrr dreymt um annað eins. Þessi ósvífni og kröfuharka fyrir sjálfs sín hönd kom víðar fram en í fjármálum, - Richard Wagner var einnig þurftafrekur í ástum og virti rétt ciginmanna lítils, ef svo bar undir. Sumir hafa sagt að snillingnum eigi að leyfast allt og hvort sem það er nú rétt eða rangt, þá lifði Wagner samkvæmt þeirri reglu og uppskar mikil laun. Engum tónlistarmanni hefur hlotnast slík upphefð og viðurkenning í lifanda lífi sem honum. I þessu blaði Helgar-Tímans og hinu næsta munum við rifja upp æviferil Richard Wagners og engum ætti að leiðast lesturinn. Þá mun einnig verða skyggnst inn í þann Niflheim sem er að tjaldabaki í Wagneróperunni, - þann heim þar sem standa sérsmíðaðar hörpur Rínargullsins og Niflungahorn eru þeytt, steðjar eru klofnir með einu sverðsbragði og þrumur dynja þegar Þór sveipar skýjaflókanum frá dyrum Valhallar með hamri sínum. Fyrri hluti ■ Wagner sást aldrei fyrir í ástamálum og það þótt giftar konur ættu í hlut. Þekktust ástmeyja hans er Mathilde Wesendonk, en þessi teikning af henni er frá 1856. Óviss uppruni Þegar frægir menn eiga í hlut vaknar gjarna sú spurning hver var uppruni þeirra og það því heldur þegar snilligáfan er með í spilinu. Hvaðan öðluðust þeir hana? Þessari spurningu hefur ekki þótt auðsvarað allt til þessa dags, hvað Wagner áhrærir. Var faðir hans lögreglufulltrúinn Friedrich Wagn- er eða lcikarinn Ludwig Geyer? Wagner var fæddur í Leipzig þann 22 maí árið 1813 og var níunda barnið í fjölskyldunni. Um fæðingu hans er til vísa eftir Wagner sjálfan, sem er svona á þýsku: „Im wunderschönen Monat Mai Kroch Richard Wagner aus dem Ei. Doch Wúnschen viele die ihn lieben Er wáre besser dort geblieben." Þessu mætti snara lauslega: „Þá maísól skein á engi breið úr eggi Richard Wagner skreið. En vinir hentast hafa talið að hefði kyrr þar piltur dvalið." Nei, jífið var ekki alltaf neinn leikur fyrir Richard Wagner! Nákvæmlega sex mánuðum eftir fæðingu Wagner dó lögreglufulltrúinn Wagner og gifti móðir hans sig stuttu síðar áðurnefndum Geyer, leikaranum. Hann hafði mikil áhrif á Wagner og systkini hans, enda glaðvær og listelskur maður og mun hafa verið börnunum ljúfur stjúpfaðir, sem þeim þótti mjög vænt um. Hann er líka gjarna talinn hafa verið faðir yngsta barnsins, Richards, og sjálfur leit hann jafnan á Geyer sem föður sinn. Það var til Geyers sem rekja má áhuga Wagners á leiklist og víst er að þegar hann 9-12 ára gamall var í Krcyz-skólanum í Dresden, sótti hann skólann laklega og var stöðugt á ferli í og í kring um sönglcikhúsið, þar sem Carl Maria von Weber hélt um tónsprotann og stjórnaði m.a. eigin uppfærslum. Sérstaklega hreifst Wagner hinn ungi af „Frískyttunni." Hann fluttist að nýju til Leipsig árið 1827, en hann var nú fyrir löngu orðinn föðurlaus, þar sem Geyer hafði dáið árið 1821. Nú lá leiðin í Nicolaimennta- skólann þar og sat námið sem fyrr á hakanum vegna áhuga hans á Weber og söngleikahúsunum. Hann var nú þegar tekinn að glamra á píanó og glímdi við forleikinn að „Frískyttunni," áður en Helgar-Tíminn rifjar upp æfi Wagners í þessu blaði og því næsta hann hafði komist í gegn um fyrstu píanóæfingarnar. En nýr meistari beið athygli hans. Einn daginn bauðst honum að hlýða á forleikinn að „Egmont" eftir Beethoven og 7. synfóníu hans. Áhrifin urðu slík að hann lagðist veikur. Wagner segir sjálfur: „Ég veit ekki hvað gerðist, en man bara að kvöld eitt heyrði ég synfóníu eftir Beethoven og varð veikur. Þegar ég náði heilsu að nýju var ég orðinn tónlistarmaður. Þótt ég síðar ætti eftir að heyra aðra mikla tónlist mat ég Beethoven alltaf meir en alla aðra." Wagner var nú orðinn 16 ára gamall og hann var tekinn að kompónera af krafti, þótt hann skorti alla tónlistar- mcnntun. Það kom honum í koll er hann árið 1830 fékk fluttan forleik eftir sig á jólakvöldi í Leipsig. í forleiknum kváðu við feiknaleg trumbuslög í hverjum fjórða takti og vakti þetta hneykslun áheyrenda og sumir hlógu. Hinn ungi tónlistarmaður var djúpt særður. Hann fékk inngöngu í tónlistardeild Leipsig- háskóla og sótti með hangandi hendi fyrirlestra í heimspeki og fagurfræði sér til mestu leiðinda. Betur líkaði honum lífið í hinu gunnreifa stúdentafélagi „Saxoníu", þar sem þeir félagarnir komu saman við söng og bjórdrykkju og iðkuðu skylmingar. Þá munaði minnstu að hann ánetjaðist spilafíkn. Upp af þessu öllu saman spratt ein ógurleg sálarkreppa, þar sem ungi maðurinn varð að horfast í augu við margar beiskar staðreyndir tilverunnar og hann ákvað að taka sér tak. Varð úr að hann hóf skipulegt tónlistarnám hjá Theodor Weinlig, kantor við Tómasarkirkjuna, sem tók að sér að leiðbeina þessum stórgáfaða en einþykka unglingi um ■ Richard Wagner á æskuárum. stigu tónfræðinnar, kontrapunkts og tónsmíða. Þá kynnti hann honum ýmsa hina miklu meistara, einkum þá Bach og Mozart. Á sex mánuðum hafði Weinlig kennt Wagner allt sem sem hann sjálfur kunni og kvaddi hann með þessum orðum: „Það sem þú átt að hafa lært af þessum þurru fræðum er sjálfstæði." Þetta varð eina skipulega tónlistarnámið sem Wagner stundaði um dagana. Ungur hljómsveitarstjóri Wagner var nú orðinn 19 ára og það var nokkur uppörvun fyrir hann þegar hið virta tónlistarfyrirtæki „Breitkopf og Hártel" gaf út tvö stutt píanóverk eftir hann, sónötu og pólónesu. Þetta örvaði hann til dáða og hann samdi fyrstu og einu synfóníuna sem eftir hann liggur, en hún var flutt 1833 og hlaut góða dóma. Merkara verður að teljast að um þetta leyti hefur hann og samið tvær fyrstu óperur sínar, „Die Hochzeit" (sem nú er glötuð) og „Die Feen", sem ekki var þó sett upp, þrátt fyrir viðleitni Wagners í Leipzig í þá átt, en þar hafði hann fengið stöðu sem kórstjóri við óperuna. Sumarið 1834 gerðist hann hljómsveitarstjóri við leikhúsið í Magde- burg og þar með verða veruleg þáttaskil í ævi hans. { Magdeburg biðu mikil verkefni þessa unga hljómsveitarstjóra veturinn 1834-1835, en hann reyndist þeim fullkomlega vaxinn. Wagner er nefni- lega talinn með hæfileikaríkustu hljóm- sveitarstjórum sem uppi hafa verið. Þarna var saman komið mikið af ungu og áhugasömu tónlistarfólki, en það nægði samt ekki til þess að. rekstur hússins gengi vel og vorið 1835 virtist það gjaldþrota. Efnahagur Wagner var líka lélegur og því ver átti hann við fjárhagsvanda að etja mest alla ævina. En víst lýsti það upp tilveruna að í Magdeburg hitti hann unga leikkonu, Minnu Planer, sem þegar hreif hug hans og hjarta. Þau heitbundust og hann fór Ekkert tón- skáld hefur veriö jafn umdeilt og hlotid samt svo mikla viðurkenningu þegar í lifenda lífi með henni í ferðalag til Sviss um sumarið og á eftir hélt hann einn í ferð um Þýskaland til þess að ráða tón- listarfólk að Magdeburgarleikhúsinu, sem upp á von og óvon ætlaði að spreyta sig einn vetur í viðbót. Var það á þeirri ferð sem hann kom í fyrsta sinn til Bayreuth, þar sem hann síðar reisti hið fræga óperuhús yfir eigin verk. Rekstur Magdeburgarhússins veturinn eftir gekk afleitlega og þegar Wagner lét setja þar upp sýningu á eigin óperu „Das Liebesvorbot" endaði það með mestu hrakförum, því sena á milli afbrýði- samra elskenda endaði með slagsmálum á annarri sýnginu, sem mögnuðust stig af stigi uns allt húsið var logandi í óeirðum. Þetta urðu endalokin á hljómsveitarstjórastarfinu í Magdeburg. Glæfraför um Eystrasalt Minna fékk nú starf í Königsberg, en Wagner var atvinnulaus og varð að lifa á tekjum konu sinnar um hríð. Þau drifu sig í að gifta sig og skömmu eftir brúðkaupið kom í ljós að brúðurin unga undi hag sínum ekki vel í allsleysinu og stakk mann sinn af um hríð. Hann var viti sínu fjær af ást og fékk talið hana á að koma aftur, en hann hafði nú fengið starf austur í Riga í Lettlandi, sem hljómsveitarstjóri. í þessu nýja starfi kom í Ijós að Wagner var firna kröfuharður og óvæginn og þótti aldrei sem neitt væri nógu gott og svaraði þeim listrænu kröfum sem hann gerði til hlutanna. Spratt því upp mikill urgur meðal samstarfsmanna og svo fór að eftir tvo vetur lét Wagner af hljómsveitar- stjóminni. Hann hafði ákveðið að fara til Parísar, þar sem hann taidi að listin ætti best uppdráttar. En brottförin var enginn leikur. Hann hafði enn sem áður safnað miklum skuldum og vegabréf hans hafði verið tekið af honum til tryggingar því að hann hlypist ekki á brott. En Wagner lét sér ekki segjast. Hann flýði yfir landamærin til Prúss- lands að næturþeli og var það mesta glæfraspil, þar sem landamæranna var gætt af vopnuðum kósökkum. En þetta tókst og í Prússlandi komst hann um borð í smyglaraskútu sem skyldi sigla til London. Þetta varð ævintýraleg ferð. Skútan hreppti ofviðri á Eystrasalti og komst við illan leik í var undan ströndum Noregs. Þessi ferð, ósjóirnir og sögur sjómannanna, áttu eftir að mynda uppistöðuna í fyrsta stórverki Wagners, Hollendingnum fljúgandi. „Hollendingurinn" er elst þeirra ópera sem sýndar eru á sviði óperuhúsa nú til dags. París og Riensi Þann 16. september 1839 sigldu þau hjónin svo yfir Ermasund til Frakklands, og komu þangað „með léttan mal, en gnótt bjartra vona," eins og Wagner segir í ævisögu sinni, doðrantinum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.