Tíminn - 05.09.1982, Síða 6

Tíminn - 05.09.1982, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 ■ Margskonar kynlegan útbúnað þarf að tjaldabaki, þegar óperur Wagners eru sýndar. Málmplatan sú ama er látin glymja með ægilegum gný, til þess að framkalla þrumuna miklu í „Rínargullinu." Richard Wagner Krosskirkjunnar, þegar prússneskt lið kom inn í borgina, til þess að bæla niður óróann. Wagner varð að flýja frá Dresden til Sviss, en kom þó við hjá nýjum aðdáanda og vini í leiðinni, Franz Liszt. Liszt bjó nú í Weimar og haföi. öðlast tröllatrú á Wagner. Hann lánaði honum fé til flóttans og hafði að auki nokkru áður lofað að taka „Tann- hauser“ til sýninga í Weimar, en þar var hann æðsti páfi alls tónlistarlífs. List varð og fyrstur til þess seirtna að taka Lohengrín til sýningar, en það var í ágúst 1850. Svo mikið lagð Liszt á sig fyrir málstað Wagners að hann á að hafa sagt: „Með Wagner stend ég og fell.“ Tólf ára útlcgðardvöl Wagners var nú hafin og hann átti ekki eftir að sjá „Lohengrin" á sviði sjálfur fyrr en árið 1861 í Vínarborg. Wagner settist nú að í Zurich í Sviss og tók þar all nokkurn þátt í tónlistarlífinu. Ekki þótti honum þósem hann fyndi þarna nægilegt andlcgt svigrúm og vinur hans List hvatti hann til þess að endurnýja kynnin við Parísarborg, - helst að semja nýja óperu og bjóða hana þar til flutnings. Wagner fór því til Parísar að þreifa fyrir sér en varð fyrir miklum vonbrigðum. París var honum síst betri en áður og að mánuði liðnum var hann enn kominn til Zúrich: „Enn einu sinni leið þessi biksvarta skuggamynd framhjá mér eins og draugur og ég flýtti mér þaðan aftur," sagði hann heimkominn um Parísar- heimsóknina. Hjónaband í hættu Wagner saknaði konu sinnar, Minnu, mikið, mcðan hann var í útlegðinni. Hann frétti lítið af henni, þar sem hún hafði orðið eftir í Dresden, og lagði hart að vinum sínum að halda uppi spurnum um líðan hcnnar. Enn lifði þannig f glæðum þeirrar ástar sem kviknað hafði í Magdeburg á sínum tíma og brunnið með svo skærum blossa í fyrstu. Minna dró taum þeirra gagnrýnenda sem vildu að Wagner hefði haldið sig inni á þeirri línu sem hann markaði með „Rienzi" því það hefði þýtt að hún hefði getað baðað sig í þeim ljóma sem stóð af aðalhljómsveitarstjóra óperunnar í samkvæmum. En Wagner fjarlægðist þessa drauma hennar æ meir á sinni einmana siglingu utan alfaraleiða. Tilfinningar hans voru líka orðnar blendnar, þótt aðskilnaðurinn yljaði þær upp um stund. Þegar samband komst á milli þeirra að nýju var ákveðið að þau skyldu hittast í hinni marghötuðu Parísarborg og enn lagði Wagner þangað leið sína. En ekki urðu endurfundir þeirra eins og vonast hafði verið eftir. Pegar Minna kom til Parísar var Wagner staddur í Bordeaux að manga til við ástmær sem hann hafði eignast þar, - gifta konu, Jessie Laussot. Frú Laussot hafði heillast af Wagner og hann af hcnni og þau höfðu gengið svo langt að leggja á ráðin um tlótta til Litlu-Asíu saman. Ekki varð þó af þessu, því frúin gugnaði en Minna fékk pata af hvað á gekk og ávítaði mann sinn harðlega. Hann svaraði henni fullum hálsi og brigslaði henni um skilnings- skort á háleitu hlutverki sínu með mörgum beiskum orðum. Lá nærri að hjónabandið kollsteyptist, en góðir vinir þeirra afstýrðu því. Þótt Wagner léti þannig tilfinninga - málin sitja í fyrirrúmi fyrir sköpunargleð inni þessi misserin, afrekaði hann samt þó nokkuð á sviði ritstarfa. Auk tónsmíðanna var hann nefnilega ekki ómerkur rithöfundur og þar sem honum tókst best upp taldi ekki minni maður en Friedrich Nietsche með því besta á þýska tungu um þær mundir. Var það um þetta leyti sem Wagner ritaði „Listaverk framtíðarinnar,", „Ópera og leiklist", „List og bylting“ og „Gyðingleg áhrif í tónlistinni." Síðastnefnda ritið vekur athygli á þeirri staðreynd að Wagner fyliti flokk Gyðingahatara og sá ummerki úrkynjunar og spillingar af þeirra völdum í hverju horni. Ekki var það síst í tónsmíðum sem hann taldi Gyðinga vera til meins og varð tónskáldið Mayerbeer einkum fyrir ■ Frans Liszt. Hann kom ýmsum fyrri verka Wagners á framfærí og átti eftir að verða tengdafaðir hans. árásum hans, þótt þetta tónskáld hefði ekkert á hluta Wagners gert, cn orðið honum að liði á ýmsa vegu. Síðar áttu nasistar í Þýskalandi eftir að gera sér mikinn mat úr þessum Ijóði á ráði Wagners, en hann hlaut hins vegar þungan áfellisdóm fyrir gyðingahatrið úr penna annars mannssem nasisminn vildi einnig taka upp á sinn eyk. Það var Nietsche: „Gyðingahatrið er eitt það lágkúrulegasta sem ég þekki og fyrirlít mest af öllu,“ sagði hann í ádeilugrein um Wagncr, eftir að hann yfirgaf aðdáendahóp hans vegna „Parsifals." En Wagner reis senn upp úr þeim drunga og tilfinningaróti sem hann var gagntekinn af fyrsta útlegðar árið og þegar árið 1850 segir hann frá næstu fyrirætlunum sínum í bréfi til Franz Liszt: Ég hef nú í huga að rita þrjú sviðsverk:" Til þess að koma öllu heim og saman mun ég hafa inngangssviðsverk einnig, - „Ránið á Rínargullinu." Niflungahringurinn var í uppsiglingu. Hríngur Niflunga Bréfið til Franz Liszt er ritað í nóvember 1851, en Wagner tók þó ekki til starfa af alvöru fyrr en um vorið 1852, - en þá var líka tekið til hendinni. Textinn að óperunni „Rínargull" var að mestu tilbúinn á einum mánuði, í apríl og í maí og í júní textinn að „Valkyrjunni.“ En þessi feikna starfs- löngun að athafnalitlum vetri liðnum átti sér sínar skýringar. Látum Wagner segja sjálfan frá: „Áfellist mig ekki þótt ég segi að þau snilldarstykki sem ég skapa hvert af öðru þessa stundina séu áhrif af nýrri sjálfsvitund, en hún er sprottin af návist dásamlegs kvenlegs þokka sem kveikir í mér og vekur með mér nýja lífslöngun." Sú sem hafði þessi firnalegu áhrif á tónsnillinginn sagði sjálf: „Þegar ég kom fyrst til Zúrich var ég alls óreynd. Wagner kallaði mig óskrifað blað og hann gerði það sem hann gat til þess að fylla það upp. Hann fór að segja mér af fyrirætlunum sínum. Fyrst las meistarinn upp fyrir mér þrjú „óperu- ljóð“ og loks innganginn að þeim og svo kom eitt Ijóðið á fætur öðru.” Stúlkan sem hér var um að ræða hét Maihilde Wesendonk og var 24 ára gömul, gift efnuðum kaupmanni, Otto Wesendonk. Þau hjón voru mikið áhugafólk um tónlist og komust þau í kynni við Wagnerhjónin í Zúrich. Wagner tók ungu frúna í nokkra tónlistartíma, sem þó fóru sífellt að verða lengri og lengri. Wagner lék til dæmis fyrir hana á flygilinn öll þau verk sem hann átti að stjórna í tónleikasölun- um og frú Wesendonk var áhugasamur nemandi. En sem nærri má geta var það meira en vanalegt samband sem þarna var á ferð milli nemandans og kennarans. Wagner hóf af fullum krafti að semja tónlistina við „Rínargullið" síðla sumars 1853. Forleikurinn birtist honum að sögn í draumvitrun, þegar hann var staddur á ferð sem hann tókst á hendur suður á Ítalíu. Þaðan lá leiðin til Parísar þar sem Liszt var þá staddur og bauð hann honum að hitta börn sín þrjú sem þar voru í uppfóstri. Þeirra á meðal var dóttir hans Cosima, sem heldur betur átti eftir að koma við sögu Wagners síðar. Hún var þá 16 ára. Hún giftist vini Wagners og velunnara, Hans von Búlow, en gleymdi aldrei þessari heimsókn Wagners, sem heillaði alla á heimilinu með eldmóði sínum og snilligáfu, þegar hann lék á flygilinn úr eigin verkum og ruddi upp úr sér kveðskap sínum. Búlov átti síðar eftir að reyna það eins og Otto Wesendonk að Wagner var hættulegur heimilisvinur. Wagner lauk við „Rínargullið" 1854 og hóf strax að semja músíkina við „Valkyrjuna." í mars 1856 hafði hann lokið við að setja þá óperu út fyrir hljómsveitina. Þess má geta hér að í „Niflungahljómsveitinni eru 120 spilar- ar, svo það var ekkert smáverk að hrista þetta fram úr erminni, - einkum þar sem kjör hans voru mjög bág um þetta leyti. Ástarævintýri Það kom sér vel fyrir hinn nauðstadda Wagner og Minnu konu hans, þegar vinur þeirra Otto Wesendonk keypti sér reisulegt hús í Zúrich, “ „Villa Wesendonk." Þar var lítið hús í garðinum sem hann nú bauð þeim hjónum til afnota gegn málamyndaleigu og var það þakksamlega þegið. Ekki spillti að á milli litla hússins og „Villa Wesendonk" var aðeins stuttur stígur og þegar Wagner hafði dvalið í dimmum skógum og klettasölum Niflunga í nokkrar stundir fýrir hádegi, hélt hann rakleitt yfir til frú Wesendonk að leika fyrir hana það sem hann hafði skrifað Hamingjudagar fóru í hönd og sköpunargleði hans var mikil og rík. Þessir fundir þeirra skötuhjúanna meðan Otto var á skrifstofunni en Minna hafði verið send eitthvað í burtu, áttu líka eftir að skila árangri í tónbókmenntunum. Ólíklegt er að yfirþyrmandi ástarfögnuð- ur Tristans og Isoldar í samnefndri óperu Wagners, þegar þau voru að hittast á laun, hafði ekki átt sér líkingu á mjóa stígnum við Wesendonkhúsið á þessum árum. Það er líka á þeim tíma sem Wagner býr í litla garðhúsinu sem hann gerir hlé á vinnunni að Niflungahringnum til þess að semja textann við „Tristan og Isolde." Þannig gat hann haft fleiri stórvirki í takinu í einu. Það er sagt að eitt sinn þegar Wagner gekk fram hjá járnsmiðju nokkurri í grennd við hús Wesendonk- hjóna hafi hann heyrt hamarslög, sem kveiktu hjá honum hugmyndina að „Sverðasöngvunum" ógurlegu í Siegfri- ed, þar sem hetjan ber saman sverðið Gram með kynstra hávaða, svo meir minnir á skipasmíðastöð en óperuhús. Á þessum sælutíma gaf Wagner sér enn fremur tíma til þess að semja lög við nokkur smáljóð sem frú Wesendonk var að fást við að yrkja og ekki þykja þau neitt gutl, fremur en annað frá hendi meistarans og frægustu söngkonur heims hafa spreytt sig. á að syngja „Wesendonklieder" hans. En allir dagar eiga sér kvöld og myrkrið skall hratt yfir ástarleik þeirra Wagners og Mathilde Wesendonk, árið 1858. Minna var orðin frávita af afbrýðisemi og einn daginn braut hún upp bréf bónda síns til hinnar ungu og fögru konu og sem vænta má var það engin tæpitunga sem töluð var í ástarbréfi, sem annar eins riddari rómatíkurinnar og Wagner skrifaði. En það var heldur engin tæpitunga sem Minna talaði að lestrinum loknum yfir Wesendonkfrúnni, en hún gekk rakleitt yftr litla stíginn með bréftð í hendinni. Mathilde Wesendonk var sár og móðguð og Wagner varð hinn reiðasti við vesalings Minnu og sendi hana af bænum - til Múnchen. Otto Wesendonk forðaðist að gera neitt uppistand, en fór kænlegar að og tók konu sína með sér í ferðalag. Wagner sat einn eftir og hamingjan mikla var öldungis horfin úr hjarta hans. Þau hjónin og Minna komu til baka um haustið en nú var enginn grundvöllur fyrir lengra sambýli. Wagner sendi Minnu frá sér að nýju, en hélt sjálfur til Feneyja og vann áfram að ástarharmleik „Tristans og Isoldar.“ Hann var oft sturlun nær af ást til Wesendonk og skrifaði henni hin háleitustu og innblásnustu ástarbréf. Þann 7. ágúst 1859 hafði hann lokið við partítúrinn af „Tristan og Isolde.“ Efnahagurinn var óbeysinn sem oftar þegar Wagner fór frá „Villa Wesend- onk,“ en hann hlaut stuðning úr óvæntri átt. Það var enginn annar en Otto Wesendonk sjálfur sem greiddi úr vandræðum hans með því að kaupa útgáfuréttinn af „Niflungahringnum" fyrir 24 þúsund franka. Enn þykir það gáta hvað olli þessum góðgjörningi, því vart var það ábatavonin af hálfu Wesendonk. Wagner þakkaði honum þessa hjálp með því að lýsa Otto Wesendonk svo: „Hann er nú orðinn ágætur vinur minn og konu minnar og við höfum oft farið í heimsókn til hans í Lútzern og Zúrich. Milli okkar hefur skapast gagnkvæm samúð og skilningur sem hér sést að hægt er að vekja upp í brjósti svo treggáfaðs manns.“ (!) Nei, - þakklætið og lítillætið var víst varla það sem mest einkenndi Richard Wagner. Nú var komið fram undir áramót 1860 og erfiður tími fór í hönd fyrir Wagner, - en stórbreyting var í vændum. Innan skamms átti honum eftir að hlotnast slíkur auður og velgengni að sjálfan hefði hann aldrei dreymt um annað eins. Senn mundi konungur Bayjara senda eftir honum og setja hann við hlið sér og fegurstu ástardraumar áttu eftir að rætast með dóttur Franz Liszt, - hinni gáfuðu Cosimu.. En þetta látum við bíða næsta blaðs. AM tók saman. ■ Óperur Wagners hafa verið óþrjótandi lind efnis handa skopmyndateiknurum. Hér sést Siegfried murka lífið úr pínulitlum dreka að ofan, en á neðri myndinni hefur áheyrendum sigið í brjóst undir ástarjátningum prímadonnunnar á sviðinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.