Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdaet)órl: Glall Slgurfisson. Auglýslngastjórl: Stolngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelfislustjóri: Slgurður Brynjólfsson ■tltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmafiur Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Blafiamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, Frlfirlk Indrlfiason, Holftur Helgadóttir, Slgurður Helgason (Iþróttir), Jónas Guftmundsson, Kristfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gufibjörnsson. Ljósmyndlr: Gufijón Einarsson, Gufijón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sffiumúla15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verfi f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánufil: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blafiaprent hf. Aðalfundur Stéftar- sambands bænda ■ Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefur staðið yfir síðustu dagana í Borgarnesi, og hefur ítarlega verið sagt frá fundinum í fréttum Tímans. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambandsins, flutti við upphaf fundarins ítarlega skýrslu um þróun landbúnaðarins á liðnu ári og horfurnar framundan. Hann benti á, að erfitt væri að gera sér grein fyrir afkomu landbúnaðarins á árinu 1981. Pó væri ljóst, að afkoma bænda hafi það ár verið mjög misjöfn. Upplýsingar úr búreikningum bentu til laícara hlutfalls milli hækkunar rekstrarkostnaðar og fjölskyldulauna heldur en undanfarin ár. Erfitt árferði árið 1981 hefði valdið lakari afkomu strax á því ári og það hafi haft veruleg áhrif á þessu ári. Ingi vék síðan að þeim vandamálum, sem við er að etja í framleiðslumálum landbúnaðarins, og sagði þá m.a.: „Eins og kunnugt er hefur verið leitað til ríkisvaldsins um stuðning til að reyna að ná samkomulagi við sauðfjáreigendur, sem ekki eiga búsetu sína og afkomu undir tekjum af sauðfjárrækt, um fækkun fjár. Eess er að vænta að með þessum hætti mætti styrkja nokkuð aðstöðu þeirra, sem lifa einvörðungu eða nær einvörðungu á sauðfjárrækt. Nauðsynlegt er að vakni fullur skilningur á því, að víða um land þola byggðarlögin ekki neinn umtalsverðan samdrátt í tekjum af sauðfjárræktinni, og hagsmuni þessara byggðarlaga þarf að vernda ekki síður en annarra. íslensk bændastétt hefur nú möguleika á að framleiða mun meira magn sauðfjár og nautgripa- afurða heldur en innlendur markaður getur tekið við og útflutningsbætur lögum samkvæmt nægja til að tryggja fullt framleiðslukostnaðarverð fyrir á erlend- um mörkuðum. Ef byggð á að haldast í landinu með svipuðum hætti og nú er, þarf annað hvort að gerast, að nýtanlegir markaðir fyrir sauðfjár- og nautgripa- afurðir stækki eða nýjar búgreinar og eða önnur atvinnustarfsemi rísi í sveitunum. Stundum heyrist sagt, að byggðastefna sé ekkert einkamál bændastéttarinnar og auðvitað er það rétt. Þó hygg ég að viðgangur íslenskrar bændastéttar í næstu framtíð verði mjög háður þeim almennu viðhorfum til byggðastefnu, sem ríkjandi verða í landinu. Stéttarsambandi bænda ber að vernda hagsmuni bændastéttarinnar eftir því sem það getur því fremst við komið. Ef bændastéttin á að halda áfram að vera slíkt afl í þjóðfélaginu að tillit verði til hennar tekið og hlustað verði á rödd bændanna, þarf það hvort tveggja að gerast, að byggð og bændatala haldist að minnsta kosti í horf i og verðmæti framleiðslunnar aukist og leiði til betri lífskjara og meira afkomuöryggis“. Eað er rétt, sem fram kom hjá formanni Stéttarsambandsins, að bændur hafa sýnt almennt góðan skilning á þeim vandamálum, sem við er að fást í landbúnaðinum, og sýnt hugrekki og raunsæi í viðbrögðum við nauðsynlegum aðgerðum, sem þrengja svigrúm einstaklingsins en eiga að leiða til aukins öryggis fyrir heildina. Raunsæ og ábyrg viðhorf bænda mættu vera öðrum, sem tamast er orðið að stöðva atvinnutækin þegar vanda ber að höndum, til fyrirmyndar. -ESJ. skuggsjá Jan myrdal heitir umdeildur maður í SVÍÞJÓÐ. Hann er sonur þeirra frægu hjóna Gunnar og Alva Myrdal. Sjálfur er hann þekktur sem rithöfundur og fyrir afskipti sín af stjómmáium. Ekki getur hann þó þakkað /oreldram sínum fyrir það. Þvert á móti hefur þessi sonur Myrdal-hjónanna verið í andstöðu við þau áratugum saman. Síðustu fimmtán árin hefur hann ekki einu sinni talað við þau eitt einasta orð. Og fjandskapurinn er gagnkvæmur. í Svíþjóð hafa málefni Myrdal-fjölskyldunnar lengi vakið athygli, og ekki mun draga úr því á næstu dögum. Jan Myrdal hefur nefnilega skrifað sögu um æskuár sín. Bamdom nefnist hún á sænsku, þ.e.a.s. Bamæska. Hann hóf að lesa hana í útvarp í Stokkhólmi á föstudaginn var. Þar mun hún heyrast í fjórtán þáttum fram í miðjan október. Síðan kemur hún út á prenti. Þar gefur hann ófagra mvnd af foreldram sínum. Ýmis atriði úr bókinni hafa þegar spurst út, auk þess sem Jan Myrdal hefur rakið önnur í blaðaviðtölum síðustu dagana. Við þann lestur mætti ætla að hann hefði nokkra ástæðu til að vera argur út í hina frægu foreldra sína. J AN SEGIR FRÁ DÆMIGERÐRI BERNSKUMINN- INGU FRÁ VORDEGI ÁRIÐ 1935. Hann var þá sjö ára gutti og stóð með skólatöskuna sína á bakinu í sporvagni, sem gekk frá Odenplan til St. Eriksplan í Stokkhólmi. Tvær virðulegar frúr stóðu rétt fyrir aftan hann og töluðu af mikilli fordæmingu um hinn ægilega dreng, Jan, sem hin ungu og gáfuðu Myrdalshjón hefður verið svo óheppin að eignast. ■ Jan Myrdal er nú 55 ára að aldri. Bók hans Bamæska, sem hann hóf að lesa í sænska útvarpið á föstudaginn og sem kemur út í bók í haust, lýsir æskuárum hans á heimili hinna þekktu Myrdalshjóna. „Hún hlýtur að hafa tekið eftir því að hún átti barn...” — endurminningarbók Jan Myrdals sýnir Gunnar og Alva Myrdal í dökku ljósi Þessar prúðu frúr vissu að sjálfsögðu ekki að pilturinn stóð fyrir framan þær og létu því gamminn geysa. Þarna fékk Jan í fyrsta skipti að heyra það, sem altalað var í mennta- og stjómmálakreðsum í Stokkhólmi, að Jan litli Myrdal væri siíkur gallagripur, að hann væri að gera foreldrana alveg sturlaða. Á þessum tíma hafði Gunnar Myrdal nýlega verið kjörinn þingmaður, og móðirin, Alva, var á fullri ferð upp á við í sínu starfi. Þau urðu síðar bæði ráðherrar í stjórn jafnaðarmanna; fyrst Gunnar, sem var viðskiptaráðherra um árabil, og síðar Alva, sem þar að auki varð sendiherra á Indlandi. Og þau urðu bæði fræg á alþjóðavettvangi fyrir störf sín og eru enn í dag, nú 84 og 80 ára gömul. Jan litli flýtti sér út úr sporvagninum á næstu stoppustöð. Hann gerði sér fulla grein fyrir því, að þessi slæmu ummæli um hann hlutu að vera frá foreldrunum sjálfum komin, en á þeim tíma var það talið svo fínt og nútímalegt að ræða opinskátt við vini og kunningja um fjölskyldumálin. Jan átti oft eftir að heyra niðrandi ummæli um sig á æskuárunum, en þessi atburður festist öðram fremur fast í minni hans og er þar Ijóslifandi enn í dag 47 árum síðar. Og orðrómurinn um að hann væri vandræðabam fylgdi honum til fullorðinsáranna. í endurminningabók Jan Myrdals kemur greinilega í Ijós hversu erfitt getur verið að sameina takmarkalitla metnaðargirnd í starfi og ástúðlegt samband við böm sín. Enda fór það svo, að Gunnar og Alva völdu starfið fremur en barnið. „Þegar ég var mjög ungur var mér komið fyrir hjá afa mínum og ömmu af því að Gunnar og Alva vora með allan hugann við nám og starf og dvöldu þar að auki mikið erlendis", segir Jan Myrdal í blaðaviðtali. „Afi var töfrandi maður, fátækur bóndasonur sem reif sig upp og varð jarðeigandi um aldamótin einmitt þar sem ég og kona mín, Gun, búum núna, um 60 kílómetra vestur af Stokkhólmi. Hann varð auðvitað eins konar faðir í mínum augum, og amma, sem lést árið 1956 kom mér í móðurstað. Þegar afi lést árið 1934 og Alva og Gunnar komu heim, var ég fluttur til líkamlegra foreldra minna í Stokkhólmi, en ég þekkti þau ekki og við áttum ekki saman. 1 ævisögu sinni segir Alva ekki frá því með einu orði að ég hafi fæðst árið 1927. Hún skrifar, að á þeim tíma hafi hún verið að skrifa ritgerð um draumakenningar Freuds, en hún hlýtur að hafa tekið eftir því, að hún átti barn, þótt það hafi augsýnilega ekki haft mikil áhrif á hana. Þau vora bæði niðursokkin í starf sitt. Ég ásaka þau ekki, en við urðum að sjálfsögðu að mjög ólíkum manneskjum. Ég elskaði dýr. Það skildu þau ekki, og bernskudrauma mína skildu þau ekki heldur. Þegar á fjórða áratugnum var talað um mig í hópi róttækra í Svíþjóð og Danmörku sem vandræðabarn Myrdalhjónanna, og þar var opinskátt talað um, hvað það væri leiðinlegt að Myrdalshjónin skyldu vera svo óheppin að eignast mig. Og það þótt aðrir í fjölskyldunni litu ekki á mig sem neitt vandamál. Það má kannski líta á þessa bók sem tilraun til að veita illa umtöluðu barni uppreisn." Samskipti jan við foreldrana urðu ekki VINSAMLEGRI MEÐ ALDRINUM. Þvert á móti urðu þau óvægnari þegar Jan komst til vits og ára, að ekki sé talað um eftir að hann fór að stunda ritstörf og skipta sér af stjórnmálum. Hann varð fljótt mjög vinstrisinnaður, og á tímum Víetnammótmælanna fyrir um fimmtán árum eða svo varð hann fremstur í flokki þeirra sem andmæltu stríðinu - einmitt á sama tíma og Aiva, móðir hans, sat í sænsku kratastjórninni. „Þessi bók er ekkert uppgjör við foreldra mína, því það uppgjör hefur þegar farið fram,“ segir Jan. „Meðan á Víetnamstríðinu stóð lýsti Gunnar því yfir, að ég ætti að fara og deyja fyrir málstaðinn á hrísgrjónaekram Víetnams í stað þess að taka þátt í mótmælum gegn sænsku jafnaðarmanna- stjórninni, og þau ummæli bentu nú ekki beinlínis til mikillar föðurástar. Herbert Tingsten var sá eini, sem svaraði þessu og sagði að það væri siðlaust að rökræða á slíkan hátt. Á tímum Víetnam-stríðsins slitnuðu síðustu tengslin á milli okkar. Alva sat í ríkisstjórninni og sendi iögregluna til þess að lemja á mótmælendum, og mig átti að draga fyrir rétt fyrir að hafa æst fólk til óspekta. Þetta gerðist fyrir löngu síðan, en síðan höfum við ekki haft neitt persónulegt samband. Það samband hafði að vísu ekki verið mikið fyrir, en eftir þetta höfum við ekki hist.“ Fjölskyldudrama Myrdalanna í Svíþjóð á sér þannig djúpar rætur og hefur staðið áratugum saman, oft á tíðum opinberlega. Sumir hafa líkt þessum átökum við tilfinninga- ríkt ieikrit eftir annan Svía, Strindberg. Munurinn er bara sá, að í þessu drama eru leikararnir sjálfir aðalpersónurnar. Nýja bómn eftirjan myrdal endar árið 1937 ÞEGAR JAN VAR ORÐINN TÍU ÁRA GAMALL. Hann lýsir því þarna fyrst og fremst biturri reynslu sinni á fyrstu þroskaárunum áður en pólitísk deilumál gerðu sambúðina milli Jans og foreldranna enn erfiðari. Og það eru ekki bara Gunnar og Alva sem fá neikvæða dóma; systir hans, Sissela, fær líka sinn skammt. „Hún er jafn fölsk og trékróna og hefur alltaf verið það,“ segir Jan í bókinni. „Hana vantar persónulegan tón. Vafalaust finnst henni það ekki. Mér finnst að Sissela, mögur og með amerískt, Ijóst hár, stífa andlitsdrætti og með sína hvellu rödd og stuttar, kuldalegar og tilefnislausar hlátursgusur í miðjum setningum, sé alveg ótrúlega einkennandi háskólarektorsfrú frá Harvard. Ég læt öðram eftir að töfrast. Samskonar fólki og þeim, sem létu töfrast af Alva á sínum tíma. Og það er sennilega kjarni málsins. Sissela og Alva líkjast mjög hvor annarri, og þær era mér báðar jafn framandi." Þegar nánustu fjölskyldu er lýst með slíkum hætti má búast við andsvörum. Jan Myrdal var að því spurður, hver hann teldi að yrðu viðbrögð Gunnars og Alva við bókinni: „Ja, Gunnar er vanur að segja að ég sé brjálaður, og það mun hann vafalaust endurtaka núna“, svaraði hinn reiði sonur. Hann segir jafnframt að eftir nokkur ár muni framhald þessarar sögu birtast, þar sem fjallað verði um unglingsárin. Saga Myrdalsfjölskyldunnar heldur því áfram fyrir opnum tjöldum. Kannski Svíar geti þar fundið efni í sitt Dallas? - ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.