Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.09.1982, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Um kvöldið kepptu Englendingamir við Holtarana. Varð jafntefli, 3-3. MÁNUDAGURINN 22. JÚLÍ Klukkan 7 fór ég að sendast. Nesdagur. Stórar fallbyssur eru komnar á Valhúsahæð á Seltjamamesi. Klukkan 2 komum við Halldór á Sjónarhól. Um kvöldið fór ég út á sjó með hermönnunum á pabba bát. FÖSTUDAGURINN 26. JÚLÍ ... Klukkan 3 komum við Halldór á Sjónarhól. Skotæfing er í dag á Sjónarhól. Er hún byrjaði fældist Moldi. Hætti æfingin kl. 7 um kvöldið. Ég tek sumarfríið mitt á mánudaginn. Fæ ég 6 daga. Tobbi bróðir er kominn heim. Bauð hann mér á bíó og fór ég að kaupa bflætin. Um kvöldið fórum við svo í bíó. Hét myndin „Tundra". 1. flokks mynd. SUNNUDAGUR 28. júlí Mamma er byrjuð að þvo fyrir hermennina sem eru hér. Tvær hún alltaf daglega eftir hádegi. Fómm við Tobbi inn í Skerjafjörð til Magga og Siggu. Um kvöldið fór ég með matinn til pabba inn í Shell. Fygldi ég síðan Tobba á Steindórsstöðina. Hann' þurfti að fara aftur til Þingvalla í unglingavinnuna." Dagbók Eyjólfs Jónssonar heldur áfram, - fylgst er með tilfæringum breska setuliðsins, sem eins og lesið verður á milli línanna hér að framan verður smám saman hluti af hinu daglega lífi, sem landsmenn hægt og hægt taka að sætta sig við og líta á sem hversdagslega staðreynd. Hægt hefði verið að rekja þessa sögu lengra m.a. í gegn um þríbýlisárin er Bandaríkjamenn koma til skjalanna, því allt er þetta til staðar í dagbókunum. Hér verður þó staðar numið. Hér voru þáttaskil orðin í sögu þjóðarinnar og ekki aðeins Grímsstaðaholtið heldur allt þjóðlífið varð aldrei samt aftur. AM tók saman. þekktur sem Halldór reykingamaður og Eðvarð Sigurðsson gerði honum mjög skemmtileg skil, þegar Jökull Jakobsson ræddi við hann um Holtið í útvarpi eitt sinn. Mér fannst ég lifa upp gamla tímann, þegar ég hlustaði á það spjall. Þá er að nefna Eyvík, þar sem Jón Kristmundsson bjó og Arnargötu 10, en húsið, því það var rauðmálað. þar bjó Helgi Sigurðsson. í Stefnishúsi bjuggu þeir Símon og Jósep Sigurðssynir og í Skaftafelli Sig- ríður Finnbogadóttir og dætur hennar tvær. Þessi hús við Arnargötuna standa enn. Sigríður í Skaftafelli og Guðrún á garðyrkjukonur á Holtinu í þá daga ásamt Rósu í Hruna. Við þökkum Eyjólfi spjallið, en satt að segja höfum við verið fram á síðustu stund að ræða við hann, þar sem hann þarf innan tíðar að vera kominn á vaktina í lögreglunni. Eyjólfur er nú meðal elstu og reyndustu lögreglumanna í Reykjavík, vingjamlegur og vel látinn, innan síns starfs sem utan. Má segja að þar sem hann fer beri hann með sér það besta úr fari gömlu „Holtaranna." - AM MYNDLISTA OG HANDÍUAzKOU ÍSLANDS NÁMSKEIÐ frá 30. september 1982 til 20. janúar 1983 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna. 3. Bókband. Innritun fer fram daglega á skrifstofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöld greiðist við innritun. Skólastjóri. Deildarstjóri Óskum eftir að ráða deildarstjóra til að veita forstöðu einni af stærstu undirdeildum Sam- bandsins. Starfið krefst frumkvæðis og stjórnun- arhæfileika svo og góðrar málakunnáttu. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 15. þessa mánaðar, er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALO Fæst a öllum blaðsölustöðum Askriftarsíminn 21458 Fangahjálpin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.