Tíminn - 16.09.1982, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1S82
■ Aðalsteinn Aðalsteinsson er í baráttu gegn einum leikmanna spxnska félagsins ; Real Sociedad á myndinni sem Róbert tók á leik Víkings og Real Sociedad í gær.
REflL SIGRAÐI VÍKINGA
Vfkingar stóðu sig með prýði — Töpuðu 0:1
■ Mark spxnska landsliðsmannsins
Satrustegui í liði Real Sociedad á 15.
mínútu leiks Víkings og spánska liðsins
reyndist vera sigurmark Spánverja í
leiknum. Það verður að segjast, að
jafntefli eða jafnvel Víkingssigur hefði
gefið réttari mynd af gangi leiksins og
Vðdngar áttu síst lakari leik en spænska
liðið.
Það var -ekki fyrr en á 15. mínútu
leiksins í gær sem ástæða var til að rita
hjá sér minnispunkta. Þá fékk Satrus-
tegui knöttinn inn fyrir Víkingsvömina
og náði að senda hann f netið framhjá
Ögmundi Kristinssyni markverði.
Þremur mínútum síðar sendi Ufarte
sendingu fyrir Víkingsmarkið og vömin
náði ekki til boltans, sem endaði hjá
Satmstegui sem skaut, en Ögmundur
varði vel.
Þá fóm Víkingar að koma meira inn
í leikinn og á 20. mínútu átti Jóhann
Þorvarðarson gott skot að marki
Spánverjanna, en Arconada landsliðs-
markvörður Spánverja varði. Og ekki
vom liðnar nema 20 sekúndur þegar
Ómar Torfason átti hörkuskot að marki
Spánverjanna og mátti Arconada hafa
sig allan við til að stýra knettinum f hom.
Og áfram sóttu Víkingar. Gunnar
Gunnarsson átti gott skot að marki, en
framhjá og skömmu síðar sendi hann
knöttinn á Ómar, sem sendi hann svo
aftur framhjá markinu.
Næst var Jóhann Þorvarðarson á ferð
með skot frá vítateig, en hann var
einhvem veginn úr jafnvægi og skotið
fór framhjá spænska markinu.
Á 37. mínútu átti svo Ufarte gott skot
að marki Víkings, en yfir.
Fyrir lok fyrri hálfleiksins áttu
Víkingar mjög gott marktækifæri, en þá
fékk Gunnar Gunnarsson góða send-
ingu frá Heimi Karlssyni en mistókst að
skora.
Kraftur í Yíkingum
í seinni hálfleiknum áleit megin hluti
áhorfenda, að Spánverjarnir myndu
taka leikinn í sínar hendur, þar sem þeir
höfðu þá allsnarpan vind í bakið. En
Víkingar vom ekki á þeim buxunum að
gefa neitt eftir og höfðu í fullu tré við
andstæðinga sína gegn vindinum. Ef
eitthvað var, þá sóttu Víkingar meira.
Á 3. mínútu síðari hálfleiksins átti
Lopez Ufarte gott skot að marki
Víkings, en Ögmundur varði, missti
knöttinn frá sér og þar kom Satmstegui,
en tókst ekki að ná valdi á knettinum og
missti hann útaf. Og aftur vom
Spánverjamir með gott skot tveimur
mínútum síðar er marki var forðað.
Nú tók við frekar aðgerðalítill kafli í
leiknum. Liðin skiptust á um að sækja,
en sköpuðu sér engin færi sem ástæða
er til að minnast sérstaklega á. En á 26.
mínútu síðari hálfleiks sundurspilaði
Satrustegui vörn Víkings og átti Ög-
mund markvörð einan eftir, en það var
einum of mikið, því ögmundur varði
skot hans mjög vel. Og knötturinn
hrökk frá Ögmundi aftur út og þar var
Spánverji á ferð og skaut að markinu,
en aftur varði Ögmundur.
Á 34. mínútu átti Stefán Halldórsson
góðan skalla að marki Real Sociedad
eftir góða sendingu Aðalsteins, sem sýnt
hafði mikið harðfylgi á hægri kantinum.
En spænska vörnin var vel á verði og
hættan leið hjá.
Skömmu fyrir leikslok áttu svo
Víkingar mjög laglega sóknarlotu eftir
að Stefán Halldórsson hafði náð knett-
inum af sóknarmanni og snúið vöm í
sókn. En ekki tókst V íkingum að j afna.
Sterkir Spánverjar
Síðasta góða tækifærið í leiknum átti
svo hinn snjalli Satrutegui, er hann skaut
framhjá af markteig. En Satrutegui var
besti leikmaður spánska liðsins. Hann er
mjög fljóturfleikinn og berst eins og ljón.
Einnig vakti Ufarte athygli og hann er
greinilega í hlutverki „matarans“.
Annars var þetta spænska lið frekar
jafnt. Leikmennimir vom greinilega
ekkert hrifnir af aðstæðum sem voru
mjög erfiðar, en þetta er án efa mjög
gott lið. Varnarmennimir em t.d.
geysilega harðir og ákveðnir og fengu
sóknarmenn Víkings á stundum að finna
fyrir þeim.
Víkingar léku vel
Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir
þennan leik. Þeir vom ekki þrúgaðir af
minnimáttarkennd, eins og svo oft
virðist vera raunin með íslensk lið í
baráttu gegn erlendum stórliðum. Þeir
börðust allan tímann og vom fljótir að
breyta vörn í sókn. ögmundur Kristins-
son átti mjög góðan ieik í markinu og
þá er einnig sérstök ástæða til að nefna
Stefán Halldórsson og Jóhannes Bárðar-
son í vöminni og Heimi og Sverri í
sókninni. Annars stóðu allir í Víkings-
liðinu vel fyrir sínu. Það þyrfti ekki að
koma neinum á óvart þó þeir næðu
góðum úrslitum í seinni leik liðanna á
Spáni síðar í þessum mánuði.
Áhorfendur vom líklega vel á annað
þúsund, sem er helst til lítið. En þess
ber að geta að veður var leiðinlegt,
hvasst og rigning og aðstæður því mjög
erfiðar til knattspyrnuiðkana. sh
Molar
Bók
eftir Sedov
■ Komin er út hjá bókaforlaginu
Bókhlöðunni bók eftir Youri Sedov
hinn snjalla þjálfara Víkings undan-
farin tvö ár. Bókin heitir Nútíð og
framtíð (slenskrar knattspymu. í
bókinni er greint frá ýmsum taðferð1-
um við þjálfun knattspymumanna
og er þar að finna skýringarmyndir
sem ættu að auðvelda notkun
bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin
sem út hefur komið á (slensku sem
fjallar um þjálfun knattspymu-
manna og er ekki vanþörf'Á ^líkum'
ritum. Þýðingu bókarinnar önnuðust
Ólafur P. Erlendsson og Gunnar
Jóhannsson.
Laudrup
r atvirmu-
mennsku
■ Michael Laudrup leikmaður
með danska liðinu Bröndby sem lék
hér á landi í sumar með danska
landsliðinu undir 21 árs vakti þá
athygli fyrir góðan leik. Hann hefúr
leikið mjög vel með félagi sinu og
fréttir af shkum leikmönum eru
fljótar að berast til þeirra félaga sem
eruáhöttum eftir nýjum leikmönn-
um. AZ ’67 frá Hollandi hefur að
undanfömu sýnt Landrap mikinn
áhuga og það er aldrei að vita nema
þessi ungi og efnilegi leikmaður
gangi til liðs við þá. Þó má geta þess
að Laudrup hefur neitað mjög góðu
tilboði sem Barcelona gerði i hann,
þannig að það er ekki alveg vist að
hann gerist leikmaður með hollenska
félaginu.
Af Connors
og Birni Borg
■ Jiramy Connors sigraði á banda-
riska meistaramótinu í tennis um
helgina. Hann sigraði Tékkann Ivan
Lendl í úrslitum af öryggi og er þessi
þrítugi Bandaríkjamaður nú aftur
kominn á toppinn í tennis.
Andstæðingi hans Ivan Lendl
hefur gengið mjög vel á mótum á
þessu árí og stcfndi áveðið að sigri á
bandaríska mótinu. En það var
Connors sem hafði betur og er nú
aftur kominn i sviðsljósið fram fyrir
þá John McEnroe og Björa Borg.
Borg hefur ekki keppt að undan-
fömu og hafa sögusagnir verið á
kreiki þess efnis, að hann sé hættur
keppni. Ekki hafa kunnugir samt
mikla trú á þvi og þeirri skoðun hefur
vaxið fylgi, eftir að hann lýsti þvi yfir
að hann hefði i hyggju að fara í
sýningarferð á næstunni.
110 skiptid
■ 3. deUdarlið KS á Siglufirði befur
oftar en nokkuð annað lið lelkið til
úrslita um sætið i 2. deild. Þau eru
orðin a.m.k. 10 skiptin sem þeir bafa
leikið í úrslitakeppni, en það var ekki
fyrr en núna sem þeim tókst að ná
hinum cftirsótta áfanga.
Fjárhagsvandi KSf
KSÍ skuldar 1 milljón segir Ellert B. Schram
■ Aðsóknin að landsleikjunum tveim-
ur að undanfömu hefur verið mikið
reiðarslag fyrir Knattspymusamband
íslands,“ sagði Ellert B. Schram for-
maður KSÍ í samtali við Tímann.
„Fjárhagur sambandsins er mjög erfiður
og núna vantar 1 milljón króna upp á að
hægt sé að greiða skuldir. Á döfinni em
tvær ferðir landsliðsins til írlands og
Spánar og við vitum ekki hvemig hægt
verður að fjármagná þær.“
„Þetta veldur samdrætti í öllu starfi
KSÍ, menn verða að sníða sér stakk eftir
vexti. Landsleikimir em einu föstu
tekjustofnar KSÍ sem einhverju máli
skipta og við höfum ekkert annað upp
á að hlaupa.“
Þegar blaðamaður spurði Ellert um
hvað ylli þessari aðsóknarminnkun
svaraði hann því til, að ekki væri nein
ein skýring á því. .„Það má nefna
Heimsmeistarakeppnina, sem dregið
hefur úr aðsókn t.d. á Norðurlöndum
þar sem deildarkeppnin fer fram á sama
tíma og HM. Þá hafa íþróttafréttaritarar
verið mjög neikvæðir í skrifum sínum
og viljað halda því fram að knattspyrnan
sé mjög léleg hér á landi. Það gengur
illa að fá íþróttafréttamenn til að kynna
leikina vel fyrir fram og það var til dæmis
ólíkt betur fjallað um gamnileik Manch-
ester United og Vals heldur en landsleik
íslands og Hollands fyrirfram. Þá má
nefna, að fólk gengur að landsleikjunum
yfirleitt vísum í sjónvarpinu og þá kýs
það frekar að horfa á þá þar, ekki síst
ef veður er slæmt. Þá koma minnkandi
fjárráð fólks niður á aðsókn á völlinn."
„En menn verða að gera sér grein fyrir
að hér er áhugamennska í knattspym-
unni og oft er leikið við erfiðar
aðstæður. En samt tekst landsliði
skipuðu leikmönnum sem leika hér
heima að standa sig með prýði gegn
stórliði Austur-Þjóðverja. Það sýnir
m.a. að knattspyman er betri en
íþróttafréttamenn vilja halda fram.“ sh
Vonbrigdi
danskra
■ Það eru fleiri en íslendingar sem
eldki hafa náð sinum besta árangri á
EM í frjálsum íþróttnm i Aþenu.
Danir til að mynda bundu töluverðar
vonir við þá Allan Zachariassen og
Svend Erik Christicnsen i maraþon-
hlaupinu. En ekki gekk þcim betur
en svo, að annar hætti eftir 14
kilómetra, en hinn eftir 25 kfló-
metra. Þegar annar þeirra var
spurður af hverju hann hafi eltki
getað hlaupið alla leið, sagðist hann
líklegast hafa keyrt sig út á æfingum
og ekki hafa þrek í hlaupið. Þá er nú
betra að æfa aðeins miuna...