Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 1
4 Sósíaldemókratar sigruðu í Svíþjóð — bls. 10-11 Síðasta mynd Fassbinders: > Mls- heppnud - bls. 23 Dollara- át — bls. 22 Slysa- alda — bls. 3-4 Enska knatt- spyrnan — bls. 15 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAD Þriðjudagur 21. september 214. tbl. - 66 árg. Utvegsmannafélag Norðurlands fundar vegna stöðvunar flotans: 1AUSN í SJÓNMÁU" —segir formaður Útvegsmannafélagsins — Húsavíkurtogarar halda til veiða ef lausn finnst ekki fyrir fimmtudag ¦ - Við greindum frá þvi hér á útvegsmanna- fundinum að ef deila Landssambands íslenskra úlvegsmanna og stjórnvalda yrði ekki leysl fyrir næstkomandi fimmtudag, þá myndu togarar okkar lála úr höfn, sajði Kristján Asgeirsson, framkvæmdastjórí út- gerðarfyrírtækisins Höfða hf. á Húsavik í samtali við Tímann í gærkvöld, en Krístján var þá staddur á fundi Útvegsmannafélags Norðurlands á Akureyrí. Fundur Útvegsmannafélags Norðurlands í gærkvöld var framhald fundar þess sem félagið boðaði til sl. sunnudag, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjölfar stöðvunar fiskveiðiflotans og deilu LÍÚ og stjórnvalda Þeim fundi var frestað eftir rúmlega fjögurra tíma fundarhöld og í gærkvöld var fundinum enn frestað, að þessu sinni til miðvikudags- kvölds. - Við ræddum stöðuna fram og aftur og við teljum okkur hafa ástæðu til að ætla að hreyfing sé á þessu máli og lausn liggi fyrir fljótlega, sagði Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri og formaður Útvegsmannafélagsins, er fundinum lauk í gærkvöld. Á fundinum á miðvikudag verður væntan- lega gengið til atkvæða um nokkurs konar málamiðlunartillögu sem Útgerðarfélag Skag- firðinga hefur lagt fram, en Tíminn hefur ástæðu til að ætla að sú tillaga sé í samræmi við ályktun þá sem samþykkt var á stjórnarfundi í Útgerðarfélaginu sl. laugar- dag. Sú ályktun felur í sér áskorun til stjórnvalda og LÍÚ um að koma sér sainan um tillögur sem leiðrétt geti rekstrargrundvöll útgcrðarinnar fram til áramóta, enda verði stöðvun flotans frestað þangað til. Jafnframt verði skipuð samstarfsnefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi til að ræða leiðir til að finna grundvöll að heilbrigðum rekstri útgcrðarinnar í framtíðinni. Sem fyrr segir skýrðu forráðamenn Höfða hf. á Húsavík frá því á fundinum að togarar þeirra myndu láta úr höfn ef lausn yrði ckki fundin fyrir nk. fimmtudag. Var þcssi ákvörðun tekin á fundi stjórnar Höfða hf. fyrir fund Útvegsmannafélags Norðurlands. Tog- arar þcir scm hér um ræðir cru Júlíus Havsteen ÞH 1, sem landaði rúmlega 60 lestum af karfa á | lúsavik í gærdag og Kolbeinsey ÞH 10 scm væntanleg er til hafnar i dag eða á morgun. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra, sagði að hann biði nú eftir viðbrögðum frá LlÚ. Hann hefði lýst sig fúsan til viðræðna um ýmislegt af því scm þeir lögðu fram á viöræðufundinum á laugardag, en hann hefði jafnframt skýrl frá því að hann teldi sér ekki fært að hefja þessar framhaldsviðræður undir þeirri þvingun sem LlÚ hygðist beita í þessu máli. Viðræður yrðu því ckki hafnar fyrr en veiðibanni yrði aflétt, sagði Steingrímur Hcrmannsson. -ESE Tekið fyrir dagskólagöngu vistmanna á Litla-Hrauni: FANGAR FÁ NÚ AÐ FARA í KVÖLDSKÓLA Á SELFOSSI ¦ „)>að nýjasta í þessu máli er að dómsmálaráðherra treystir sér ekki til þess að leyfa föngunum skólagöngu hér í dagskólanum. Við höfum því boðið þeim þátttöku í öldungadeild og það hafa þeir þegið í sumum greinum", sagði Heimir Pálsson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sel- fossi, í samtali við Tímann, en nokkur styrr hefur staðið um það hvernig skólagöngu fanga af Litla-Hrauni hefur verið háttað. Sumir foreldrar hafa mótmælt því að börn þeirra gangi í skóla með afbrotamönnum. Heimir sagði forsendur þess að fangarnir fengju að sækja kvöldskólann en ekki dagskólann af hálfu ráðuneytisins væru þær að samnemendur þeirra í kvöld- skólanum væru eldri en þeir í dagskólanum. Sjá nánar bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.