Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 10 r. vetraráætlun Arnarflugs | 1982 1983 00ffí li Innanlandsflug Frá Reykjavík Til Reykjavíkur Brottf.: Koma: Brottf.: Koma: Bíldudalur þri/fi/lau 14:00 14:50 15:10 16:00 Blönduós þri 08:30 09:20 09:40 10:30 fi 11:00 11:45 12:00 12:45 fö/su 18:00 18:50 19:10 20:00 Flateyri má/mi/fö/su 13:30 14:30 14:45 16:15 Gjögur má 13:30 14:50 15:10 16:30 fi 13:30 14:50 15:10 16:10 Hólmavík má 13:30 14:20 14:30 16:30 fi 13:30 14:20 14:30 16:10 Reykhólar má 13:30 15:40 15:50 16:30 Rif má/þri/mi/fi/fö 09:00 09:30 09:45 10:15 lau/su 17:30 18:30 18:50 19:30 Siglufjörður þri 11:00 12:10 12:30 13:40 fi/fö/lau/su 10:00 11:10 11:30 12:40 Stykkishólmur má/þri/mi/fi/fö 18:30 19:00 19:15 19:45 lau/su 17:30 18:00 18:15 19:30 Suðureyri má/mi/fö/su 13:30 15:00 15:15 16:15 Vetraráætlunin innanlands er í gildi til 15. maí 1983 i utanlandsflug Til Amsterdam alla þriðjudaga og föstudaga frá og með 24. sept. Brottför kl. 14.00 frá Keflavík báða dagana. Flugfélag með ferskan blæ WfARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Tafl- og Bridgeklúbburinn Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Sögu (blái salur) mánudaginn 4. okt. 1982 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Bújörð Óska eftir bújörð til leigu eða kaups. Tilboð óskast sent á augl. blaðsins merkt „Bújörð“. ■ Sigurreifur Olof Palme en hann verður næstí forsætísráðherra Svía og tekur við embætti þann 8. október. Úrslit kosninganna í Sviþjód: SKRUÐU — Olof Palme verdur forsætis- rádherra 8. október Frá Gylfa Kristinssyni, fréttaritara Tímans í Svíþjóð: ■ Úrslit þingkosninganna í Svíþjóð s.l. sunnudag urðu þau að sósíaldemókratar unnu sinn stærsta kosningasigur síðan 1964. I*á hlutu þeir 47,3% atkvæða en nú 46,3%. Fylgisaukning sósíaldemó- krata nú miðað við kosningarnar 1979 er 2,7%. Fiokkurinn vann einnig góða sigra í héraðr og sveitarstjómar- kosningunum. Til dæmis fékk flokk- urinn meirihluta ■ borgarstjórnum Stokkhólms og Gautaborgar. Óvæntustu úrslit kosninganna voru að vinstriflokkurinn Kommúnistarnir (VPK), sem löngum hefur verið stuð- ningsflokkur sósíaldemókrata á þingi, hélt sínu fyrra fylgi og hlaut nú 5,6% atkvæða. Annars cru úrslit þingkosn- inganna sem hér segir: Hægfara sameiningarflokkurinn (Moderata Samlingspartiet) 23,4% og 85 þingsæti. Flokkurinn bætti við sig 3,1% atkvæða og 12 þingsætum. Þetta er mun minni aukning en skoðanakann- anir höfðu bent til. Miðflokkurinn (Centerpartiet), flokkur Torbjörn Falldin, forsætis- ráðherra hlaut 15,5% og 56 þingsæti. Flokkurinn tapaði tæplega 2,7% at- kvæða og 8 þingsætum. Fyrir Þjóðarflokkinn (Folkepartiet) voru kosningaúrslitin hrein martröð. Flokkurinn tapaði næstum öðru hverju atkvæði miðað við úrslitin 1979, en þá hlaut hann 10,6% atkvæða. Nú fékk flokkurinn 5,9% atkvæða, tapaði 17 þingsætum og hefur nú 21 þingsæti. Úrslitin þýða að flokkurinn fær ekki fulltrúa í ýmsum mikilvægum þing - nefndum. Önnur óvænt úrslit voru að umhverfis- flokkurinn fékk einungis 1,6% atkvæða í stað 6-7% eins og spáð hafði verið. Flokkurinn vann þó einn sigur í sveitarstjórnarkosningunum. í kosn- ingunum til bæjarstjórnar Lundar fékk flokkurinn fjóra fulltrúa og er þar í oddaaðstöðu. Fylgi KDS (Kristen demókratisk Samling) varð einnig minna en búist var við. Flokkurinn hlaut 1,9% atkvæða bætti við sig 0,5%. í Jönköbings léni, sem er sterkasta vígi flokksins, bætti flokkurinn við sig 2,6% og hlaut 6,8%. Skoðanakannanir höfðu bent til að KDS ætti möguleika þar á að fá 12% atkvæða þar sem er skilyrði fyrir því að flokkurinn geti tekið þátt í úthlutun þingsæta í einstökum kjördæmum. KDS var sem sagt langt frá því takmarki. Þegar úrslitin lágu fyrir á mánudags- morguninn gekk Torbjörn Fálldin á fund forseta sænska þingsins Ingemund Bengtsson og afhenti honum lausnar- beiðni sína. í dag, mánudag, ræðir þingforsetinn við formenn þingflokk- anna. Að þeim viðræðum loknum mun hann fela Olof Palme að mynda meirihlutastjórn. Þegar Olof Palme hefur tilkynnt forseta þingsins að það hafi tekist leggur sá síðarnefndi fram tillögu á sænska þingi um að Palme verði forsætisráðherra. Það gerist væntanlega 8. október. Formlega er forsætisráðherra einn um að velja samráðherra sína. Meðal þeirra nafna sem talin eru verða á ráðherralista Palme eru Kjell-Olof Feldt fjármálaráð- herra, Sten Anderson varnarmálaráð- herra, John-Olle Petersson (giftur Unni Guðjónsdóttur balletdansara), Anna- Greta Leyjon atvinnumálaráðherra, Svante Lundquist landbúnaðaráðherra og Anders Thunborg utanríkisráðherra. - FRI UMTALSVERDUR KOSNINGASIGUR HÆGFARAFLOKKS — flokkurinn bætti við sig 3,1% atkvæða ■ Hinn „framtakssinnaði“ arftaki Hægriflokksins, Hægfarasameiningar- flokkurinn, vann umtalsvcrðan sigur í kosningum í Svíþjóð s.l. sunnudag. í kosningunum 1979 fékk flokkurinn 20,5% atkvæða og varð þar með stærstur í borgarulegu fylkingunni. Nú bætti flokkurinn við sig 3,1% atkvæða og hefur 23,6% atkvæða á bak við sig, og er þannig orðinn stærri en Miðflokk- urinn og Þjóðarflokkurinn til samans. Það er því Ijóst að nýkjörinn formaður flokksins Ulf Adersohn hefur staðist sína fyrstu eldraun með mikill prýði. í kosningabaráttunni lagði flokkurinn mikla áhcrslu á andstöðu við tillögur sósíaldemókrata um launþegasjóði. Auk þess hefur hann krafist mikils niðurskurðar ríkisútgjalda og lækkunar skatta. Hægfaraflokkurinn hefur haldið því fram að afleiðingar tillagna flokksins verði til þess að seðlaveski alls. almennings gildni. Þessum málflutningi hafa talnaspekingar að nokkru leyti hafnað. Þeir hafa bent á að með tillögunum verði seðlaveski þeirra, sem eiga þykk seðlaveski, ennþá þykkari. Hins vegar gætu þeir sem nú eiga mjóslegin veski hent þeim. Eigendur slíkra veskja hafa ekki not: fyrir þau verði tillögum flokksins hrint í framkvæmd. Þrátt fyrir þessi ummæli benda úrslit kosninganna til að veskispólitík Hægfaraflokksins hafi náð eyrum kjósenda, þó ekki eins vel og búist var við. í skoðanakönnunum virtist flokkurinn njóta stuðnings allt að 27% kjósenda. GK. Svíþjóð/- FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.