Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 17 íþróttir íslendingar neðstir ■ Blaklandsliðið lenti í neðsta sæti á Norðurlandamótinu í blaki sem haldið var í Uddevalla í Svíþjóð og lauk á sunnudag. Fyrir mótið hafði íslenska liðið gert sér vonir um að ná sigri gegn Norðmönnum, en í leiknum gegn þeim gekk hvorki né rak og lauk honum, eins og raunar öllum leikjunum í keppninni sem ísland lék 0-3. Úrslit í hrinunum gegn Norðmönnum urðu 4-15, 5-15 og 2—15. f leiknum gegn Svíum urðu úrslitin 7-15, 6-15 og 5-15. Einna best gekk gegn Dönum, en þá urðu úrslitin 5-15, 11-15 og 1-15. Gegn Finnum lauk hrinunum 2-15, 5-15 og 0-15. Það voru Finnar sem urðu Norður- landameistarar, en þeir sigruðu Svía í úrslitum 3-0. í þriðja sæti höfnuðu Danir, Norðmenn í fjórða sæti og íslendingar í því fimmta. sh. Urslitin í gærkvöldi ■ Úrslitakeppni Reyfkjavíkurmótsins í handknattleik hófst í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það eru fjögur lið sem keppa um meistaratitilinn og urðu úrslitin í gærkvöldi sem hér segir: Valur-Fram ................... 19:18 Víkingur-KR ...................22:20 Keppninni verður fram haldið í Laugardalshöll í kvöld. Þá hefst fyrri leikurinn klukkan 20.00. sh Stuttgart í toppbaráttu Ásgeiri Sigurvinssyni vegnar vel í Stuttgart Fær 160 þúsund ■ Getspakur tippari af Alftanesi gerði sér lítið fyrir og var einn með 12 rétta í Getraunununi á laugardag. Þar með fékk hann í sinn hlut tæpar 160. þúsundir króna. Fyrir 12 rétta fékk hann 148 þúsund, og að auki var hann með Qórar raðir með 11 réttum. sh. ■ „Okkur gekk ágætlega, unnum Karlsruhe 4-1,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson leikmaður með Stuttgart í samtali við Tímann. „Þetta var ágætis leikur og mér gekk mjög vel.“ Lið Stuttgart er nú ásamt þrem öðrum liðum í toppsæti 1. deildarinnar þýsku með 10 stig. Það eru þrjú mjög fræg lið sem skipta toppsætinu með Stuttgart, það er Bayern, Hamburg og Borussia Dort- mund. „Mér líkar mjög vel hér í Stuttgart og Of mikil keppni Hjá þeim yngstu segir Strejlau ■ „Yngstu knattspymumcnnirnir era látnir keppa of mikið,“ segir Andrzej Strejlau þjálfari liðs Fram í knattspyrnu. Það kom fram á blaðamannafundi sem forystumenn Fram héldu í tilefni af Evrópuleik liðsins gegn Shamrock Rovers sem leikinn verður á miðvikudag, að þjálfari liðsins álítur að sú mikla áhersla sem lögð sé á keppni hjá allra yngstu knattspyrnumönnunum komi niður á þjálfuninni og hindri að vissir þættir hæfninnar nái að blómstra. „Þegar litlu strákamir era að spila, hrópar þjálfarinn: „Dekka, berjast o.s.frv.“ Það verður til þess að baráttan verður aðalatriði og knatt- leikni og góður samleikur nýtur sín ekki sem skyldi.“ Þetta sjónarmið hefur heyrst áður og allir þykjast vilja leggja aðaláhersluna á að kenna knattspyrnu, en fyrr en varir er kcppnin orðin aðalatriði. Strejlau hefur stýrt knattspyrnu- skóla Fram í sumar ásamt Sigurbergi Sigsteinssyni og það telst til fyrir- myndar hversu félagið nýtir þennan hæfa þjálfara í þágu framtíðarupp- byggingar. Enda sýnir árangur Fram ■ Andrzej Strejlau. það, þeir eiga íslandsmeistara í 3. og 4. aldursflokki. Þann árangur þakka forystumenn Fram m.a. gott starf í knattspyrnuskóla félagsins á undan- förnum árum. sh. 5 km að holu ■ Golfmenn á Akureyri brugðu á leik á sunnudaginn er þeir léku lengstu golfholu sem sögur fara af hér á landi. Þeir slógu upphafs- höggið á bakka Eyjafjarðarár og léku sem leið lá að 6. flöt á golfvellinum á Akureyri. Fyrsta höggið var slegið yfir Eyjafjarðará og síðan var spilað upp hjá Kjarnaskógi upp hlíðina og inná golfvöll. Leikið var yfir golfvöllinn á 7. holu og hún var spiluð öfugt. Vegalengdin frá upphafshöggstaðn- um að holunni er ca. 5-5 1/2 km. og telja golfmenn á Akureyri víst að þetta sé Islandsmet. Þetta var keppni tveggja liða og hafði hvort lið einn bolta og voru þrír í hvora liði. I öðra liðinu vora Einar Pálmi Áraason, Gunnar Gunnars- son og Einar Gunnarsson og slógu þcir 72 högg, en hitt liðið skipað Þorbergi Ólafssyni, Jógvan Garðars- syni og Gylfa Kristjánssyni sló 80 högg. GK/Akureyri. það er mikill munur og á að vera í Múnchen, að hér fær maður þó að spila. Og það er aðalatriðið í þessu.” Aðspurður um horfurnar á stöðu Stuttgart í lok keppnistímabilsins sagði Ásgeir: „Við gerum okkur ekki neinar gyllivonir. Við reynum náttúrlega að halda okkur í fimm efstu sætunum og stefnun að UEFA-sæti á næsta keppnis- tímabili. Það er okkar takmark í vetur. Það getur allt skeð, við gætum orðið meistarar og við gætum orðið fyrir neðan miðja deild." „Atli lék allan leikinn með Fortruna í Berlín og ég held að Pétur Ormslev hafi komið inná,“ sagði Ásgeir er hann var spurður um árangur hinna íslending- anna í leikjunum í Þýskalandi á laugardag. „Þeir gerðu jafntefli 1-1, en hvorugum þeirra tókst að skora mark.“ Önnur úrslit i þýsku 1. deíldinni urðu: Bayern-Eintract Frankfurt 4-0 Köln-Werder Bremen 2-1 Dortmund-Schalke 2-0 Hamborg-Armina Bielfield 3-L Kaiserslautern-Núrnberg 2-1 Mönchengladbach-Bayern Lev. 3-1 Bochum-Eintracht Brunsw. 0-2 Fyrrnefnd fjögur lið, Bayern, Ham- borg, Borussia Dortmund og Stuttgart eru í efsta sæti í Þýskalandi eftir 6 umferðir með 10 stig hvert félag. Bayern er hið eina af þessum fjórum liðum sem hefur tapað leik. Næst koma Köln og Werder Bremen með sjö stig. sh Afturelding sigraði ■ íslandsmótið í handknattleik hófst á föstudagskvöld með keppni í 2. deild karla. Þá léku á Varmá Afturelding og HK og í íþróttahöllinni í Vestmanna- eyjum léku Þór og Haukar úr Hafnar- firði. Afturelding sigraði HK með 17 mörkum gegn 16. Markahæstir hjá UMFA: Sigurjón Eiríksson 7, Ingvar Hreinsson 2, Lárus Sigvaldason, 2, Steinar Tómasson 2. HK: Hörður Sigurðsson 7 mörk, Jón Einarsson og Magnús Guðfinnsson þrjú hvor. Þór Vestmannaeyjum sigraði Hauka með 18 mörkum gegn 16. Fyrir Þór skoruðu þeir Lars Göran Anderson og Gylfi Birgisson fimm mörk hvor, en fyrir Hauka skoraði Hörður Sigmarsson fimm mörk, en Jón Hauksson og Ingimar Haraldsson fjögur mörk hvor. sh. KR vann ■ Riðlakeppninni á Reykjavíkur- Á sunnudag léku fyrst Valur og Fylkir mótinu í handknattleik lauk á sunnudag. og unnu Valsmenn yfirburðasigur með Tvö lið úr hvorum riðli komust í úrslitakeppnina og urðu Valsmenn og Framarar öruggir sigurvegarar í B-riðli, en keppnin var jafnari í A-riðlinum. Úrslit leikja á laugardag urðu þessi: Valur-ÍR ................... 19-11 Fram - Fylkir .............. 21-17 Víkingur - Árm.............. 21-15 Valur ■ Fram sigraði KR í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í körfuknattleik sem háður var um helgina. Fram skoraði 110 stig gegn 94 stigum KR. Stuart Johnson skoraði 51 stig fyrir KR í Ieiknum. Þá léku Valsmenn og Stúdentar og sigruðu Valsmenn með 78 stigum gegn 63. Stúdentar töpuðu aftur á sunnudag, þá gegn KR. KR-ingarnir skoruðu 97 30 mörkum gegn 15. Þá léku Fram og ÍR og sigraði Fram örugglega með 27 mörkum gegn 19 og loks gerðu KR og Þróttur jafntefli 19-19. Það voru því KR-ingar og Víkingar sem komust í úrslit úr A-riðlinum. Úrslitakeppninni lýkur á fimmtudags- kvöld. vann stig gegn 77 stigum ÍS. Loks léku ÍR og Valur og sigruðu Valsmenn með 26 stiga mun, 84 stig gegn 58. Öll liðin hafa á sínum snærum bandarískan leikmann ef ÍR-ingar eru undanskildir. Þeir hafa á hinn bóginn kosið að ráða bandarískan þjáfara og það verður spennandi að sjá hvcrnig þeim vegnar í baráttunni í Úrvals- deildinni í vetur. sh. Golfmót á Akureyri ■ Golfklúbbur Akureyrar gekkst fyrir þremur innanfélagsmótum um helgina. Fyrst skal nefna að fram fór öldungakeppni og vora leiknar 18 holur með forgjöf. Sigurvegari varð Ragnar Steinbergsson á 68 höggum, annar varð Guðjón E. Jónsson á 73 höggum og í þriðja sæti varð Hörður Steinbergsson á 74 höggum. 130 fyrirtæki tóku þátt í firma- keppni og varð Borgarsalan, kepp- andi Jón Þ. Guðjónsson í fyrsta sæti á 68 höggum, ett hann sigraði kcppunda herradeildar JMJ á bráða- bana. Fyrir JMJ keppti Pat Jóttsson og slógu þau bæði 68 högg. í þriðja sæti varð Ýmir h/f, kpppandi Haraldur Ringstedy en hamt sló 70 högg. Að lokum gekkst GA fyrir unglingamóti og þar sigraði Björa Axelsson á 70 höggum, annar varð Ólafur Þorbergsson á 74 höggum og jafnir í 3. - 4. sæti urðu bræðurnir Ólafur og Kristján Gylfasynir á 75 höggum, en sá eldri Ólafur sigraði í bráðabana. GK/Akureyri. Lena Köppen heimsbikarhafi ■ Lena Köppen badmintonleikar- inn snjalli frá Danmörku bætti enn einni skrautfjöður í hatt sinn er hún . sigraði í heimsbikarkeppninni i badminton um helgina. Keppnin fór fram i Kuala Lumbur í Malasíu. í úrslitum lék Köppen gegn Verawaty Fajirin fra Indónesíu og sigraði í tveimur hrinum. - í karlaflokki sigraði King Misbun Sidek frá Malasíu og kom hann mjög á óvart í kcppninni. Hann sigraði meðal annars Padukone frá Indó- nesíu sem talinn er meðal fremstu badmintonleikara ■ heimi. Lárus skoraði ■ Lárus Guðmundsson skoraði gott mark fyrir lið sitt Waterschei gegn Winterslag er þeir sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. Lokeren lið Araórs Guðjohnsen tapaði hins vegar, nú fyrir FC Brugge. En FC Bragge er einmitt á toppnum í belgísku fyrstu deildinni um þessar mun'dir. Pétur Pétursson og félagar hjá Antwcrpen fengu Sævar Jónsson og samherja hans hjá CS Brugge í heimsókn. Helmaliðið sigraði með tveimur mörkum gegn engu og var annað markið skorað úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Sævar Jónsson er hann braut á Pétri. Þannig má segja að þetta hafi verið hálfgerður „íslendingaslagur“. Tongcren heitir félagið sem Magnús Bcrgs leikur með í Belgíu. Þeir unnu Beerschot um helgina með fjórum mörkum gegn engu. Magnús hefur skorað nokkur mörk fyrir liðið að undanförnu, en hann virðist hafa skilið skotskóna eftir beima að þessu sinni. Robson velur landslid ■ Bobby Robson valdi á sunnudag þá ellcfu leikmenn, sem eiga að helja leikinn gegn Dönum í Evrópukeppni landsliða á miðvikudag. Eftirtaldir leikmenn munu byrja: Peter Shilton, Phil Neal, Russel Osman, Terry Butcher, Kenny Sansom, Ray Wilkins, Bryan Robson, Graham Rix, Paul Mariner, Trevor Francis og Tony Morley. Varamenn eru Ray Clemencc, Alvin Martin, Tony Woodcock, Ricky Hill og David Armstrong. Fyrirliði enska liðsins í leiknum i Kaupmannahöfn verður Ray Wilkins Man,. Utd. og er þetta í fyrsta sinn sem hann er fyrirliði enska landsliðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.