Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 24
Opíð virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD” Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPT.1982 ■ ÞaðleynirsérekkiaðveirerumþásemsólasigíHeita-læknumviðNauthólsvíkina Á innfelldu myndinni er Halldór Þorsteinsson, sem stundað hefur böð í Læknum í mörg ár. Tímamynd GE. RÆfillM LANDSINS GAGN OG NAUDSVNJAR I TÆRIIVATNI Rabbað við einn af fastagestum Laekjarins, Halldór Þorsteinsson ■ „Lífíð var hálfdapurlegt í sumar meðan ekki var hægt að fara í Lækinn. Við sem hingað komum daglega vissum varla hvað við áttum af okkur að gera. En það er komið í Ijós núna, að þörfín fyrir að gera á honum endurbætur var fyrir hendi . Lækurinn er allt annar og betri eftir að hann opnaði á nýjan leik. Um það eru allir sem til þekkja sammála.“ Það er einn af fastagestunum í Læknum í Nauthólsvík, Halldór Þorsteinsson, sem þessi orð segir meðan hann liggur makindalega og lætur heitt vatnið líða um líkama sinn. Vellíðanin leynir sér ekki. „Það eru mörg ár síðan ég fór að venja komur mínar hingað. Ætli ég hafí ekki verið með þeim fyrstu sem fór að stunda Lækinn reglulega,“ segir Halldór. Gigtarverkirnir hurfu - Telurðu þig hafa gott af að koma hingað? „Á því leikur ekki minnsti vafi að hér er hollt að baða sig. Gigtarverkir, sem höfðu hrjáð mig um árabil, hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég hreinlega yngdist upp um nokkur ár.“ - Er ekki vatnið fullheitt á stundum? „Þaö er það kannski fyrir suma. En vegna þess hvað Lækurinn er langur er talsvert val hvað snertir hitastig. Núna til dæmis, gæti ég trúað að vatnið væri um 44 gráður efst, en ekki nema rúmlega 41 gráða neðst. Vcnjulega er hann kaldari, nokkrum gráðum." - Eru daglegir gestir margir? „Ætli við séum ckki um tuttugu sem komum hingað daglega. 1 gegn um árin hefur myndast með okkur mikil sam- staða. Það má kannski segja að við höfum myndað með okkur óformlegan klúbb, líkt og í heitu pottunum í sundlaugum borgarinnar. Nema að hérna höfum við hreint og tært vatn til að ræða landsins gang og nauðsyngjar í. Þau í heitu pottunum verða að sætta sig við að hafa fitubráð fljótandi allt í kring um sig." - Er ekki svolítið hráslagalegt að baða sig hérna á veturna? „Langt í frá. Það er lang best að stunda Lækinn á veturna í frosti og snjó. Þá bregður maður sér upp úr annað slagið og veltir sér upp úr snjónum" sagði Halldór að lokum. -Sjó dropar „Okkar á milli“ Hjörleifur ■ Það Tór ekki fram hjá ncinum sem las Þjóðviljann á nieðan á heimilissýningunni stóð á dögunum í Laugardals- höll að blaðið var með bás á syningunni. Ekki átti það heldur að fara fram hjá neinum að allir helstu forystu- menn Alþýðubandalagsins reyndu þar að leggja hönd á plóg til að stuðla að aukinni útbrciðslu málgagnsins. Einn af þessum máttarstólp- um var Hjörleifur Guttorms- son, sem frægur er orðinn fyrir að liafa gegnt embætti orku- og iðnaðarráðherra nær sam- fellt undanfarin fjögur ár, cða það hefðu Dropar haldið. Síðan er það einn sýningar- daginn að Hjörleifur stendur í sínum Þjóðviljabás og býður sýningargestum ókeypis kynn- ingaráskrift. Nærstaddir taka þá eftir stúlkum standandi álengdar, líklega á fermingar- aldri, sem mæna á hann i sífellu og hafa greinilega intresu fyrir„verunni.“ Að lokum manna stúlkurnar sig í að heilsa upp á ráðherr-- Ekki rcyndist það vera sérstak- ur áhugi á Þjóðviljanum sem réð þar ferðinni og því síður embættisstörf ráðherrans und- anfarin ár. Fyrsta og eina spurningin sem þeim lá á hjarta var hvort hann væri örugglega ekki maðurinn sem lék ráðherrann í myndinni „Okkar á milli." Villimenn á Norðurlandi? ■ Stjórnmálamenn hér á landi virðast gera sér upp ýmsar hugmyndir um kjós- endur í öðrum kjördæmum eða umdæmum en þeirra eigin. Þannig virðist Sigurjón Pétursson, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, ganga með þá grillu að Akureyringar gangi með fjaðrabrúsk í andlitinu sem stungið er upp í nasir þeirra, ef marka má ummæli hans á síðasta fundi borgar- stjórnar. Þar var hann að ræða nýja Landsvirkjunarsamninginn og naruur areKSiur ■ Mjög harður árekstur varð í Safamýri laust fyrir kvöldmatarleytið í gær. Rákust þar saman tveir fólksbílar og var árekstur- inn það harður að bílarnir eru taldir ónýtir. Varð kranabíll að flytja þá báða á brott. Ökumenn bílanna voru báðir bluttir á slysa- deild, en ekki var vitað hversu alvarleg meiðsl þeirra voru. Blaöburöarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin '|j (^S'iiJíW hverfi: Jórusel Fífusel Austurbrún Hjallavegur Ásgarður Laugarásvegur frá nr. 36 flWHW Sími: 86300 greindi frá því að hann hefði verið formaður nefndar sem samið hefði við fulltrúa Laxár- virkjunar um eignarhlutdeild þeirra síðarnefndu i Lands- virkjun eftir að þdr gengu í hana. Sagði hann að hlutdeild Reykvíkinga hefði hækkað á kostnað norðanmanna miðað við fyrri Landsvirkjunar- samninginn, og bætti því við: „Ég er ekkert hrcykinn af því | að hafa dregið þessa fjöður úr nefi Akureyringa." Já, hvað eiga menn að halda? Krummi ... ... sá að starfsmannakynning hófst á síðum DV í gær undir fyrirsögninni „SOS FRÁ FÆREYJUM"! fréttir Ekkert samkomulag ■ Samkomulag í vinnu- deilunni milli vinnuveit- enda og starfsmanna á Tungnaársvæðinu hafði ekki tekist seint í gær- kvöld. Fjallað var um nýtt tilboð frá vinnuveitendum sem lagt var fram í gær, en þegar Tíminn hafði sam- band við ríkissáttasemjara hafði lítið þokað í sam- komulagsátt. Var áformað að halda fundi áfram eitt- hvað fram eftir nóttu. -ESE Harður árekstur ■ Mjög harður árekstur varð í Safamýri laust fyrir kvöldmatarleytið í gær. Rákust þar saman tveir fólksbílar og var árekstur- inn það harður að bílarnir eru taldir ónýtir. Varð kranabíll að flytja þá báða á brott. Ökumenn bílanna voru báðir bluttir á slysa- deild, en ekki var vitað hversu alvarleg meiðsl þeirra voru. Blaöburöarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Jórusel Fífusel Austurbrún Hjallavegur Ásgarður Laugarásvegur frá nr. 36 sími: 86300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.