Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 16
wm &œ. ■ Gunnar Einarsson er hér í kröppum dansi í leik gegn Fram. í vetur þjálfar hann Stjörnuna og leikur með liðinu í 1. deild. Stjarnan á Leika sinn fyrsta heimaleik ■ „Við munum spila fyrsta heimaleik okkar gegn FH á miövikudaginn í íþróttahúsinu á Selfossi,“ sagði Guð- mundur Jónsson formaður handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar í samtali við Tímann. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Mér líst vel á keppnina enda þótt við höfum cngan hcimavöll. Við crum búnir að reyna að leysa þessi mál í allt sumar, en án árangurs." Aðspurður um hvað ylli því að Hafnfirðingar neituðu þeim um að leika þcssa hcimalciki í Hafnarfirði sagði Guðmundur: „Það er eitthvað annað en að þeir treysti sér ekki til að scnda atskuna hingað inn í Garðabæ á æfingar. Þetta er félagapólitík og ekkert annað. Svo virðist sem félögin í Hafnarfirði þoli ekki að fá eitt nýtt félag við hliðina á sér og ein aðalröksemdin hefur verið sú, að Haukar muni missa áhorfendur frá sér á heimaleikjunum í 2. deild í vetur. En ef þeir standa sig, þá missa þeir ekki áhorfendur, en gangi eins illa hjá þeim og í fyrra liggur í augum uppi að þeir missa áhorfendur.“ Nú hafa Stjörnumenn fengið til liðs við sig marga leikmenn úr öðrum félögum og því spurði blaðamaður Guðmund hvernig honum litist á að liðið smylli saman: „Það er auðvitað þjálfar- inn scm verður að meta þetta. En þetta eru allt strákar sem hafa verið saman á íþróttakennaraskólanum og þekkjast vel. Það er helst að Heimir ætti erfitt með að aðlagast, cn þó hcld ég að það verði ckki stórt vandamál." Það er Gunnar Einarsson scm þjálfar Stjörnuna í vetur og honum til aðstoðar verður Björgvin Björgvinsson, en liðs- stjóri verður Guðjón Friðriksson eins og í fyrravctur. sh Mikil meiðsli hjá Frömurum hálft lidið á sjúkralista ■ Mikil meiðsl hrjá nú leikmenn liðs Fram sem á fyrir höndum tvo Evrópuleiki á næstu vikum. Margir leikmenn félagsins eru „tæpir“, þ.e. ólíklegt er að þeir geti leikið gegn Shamrock Rovers á miðvikudag. Þetta eru lykilmenn í liðinu eins og Guðmundur Baldursson, Trausti Haraldsson, Steinn Guðjónsson, Glsli Hjálmtýsson og Halldór Arason. Þar á ofan bætist að Hafþór Sveinjónsson má ekki leika með í Evrópuleikjum félagsins, en honum var vísað af leikvelli í leik gegn Dundalk á Irlandi á síðasta ári og var því dæmdur í þriggja leikja keppnis- bann. En leikmenn Fram láta cngan bilbug á sér finna og munu berjast af miklum krafti til sigurs gegn írska liðinu Shamrock Rovers á miðviku- dag. Síðari leikur liðanna verður háður í Dublin fímmtudaginn 30. september n.k. sh. 26 leikir á lið Nýtt fyrirkomulag á keppninni í handboltanum ■ íslandsmótið í handknattleik sem nú er hafið er leikið með nýju fyrirkomulagi. í 1. deild leika 8 lið, fyrst tvöfalda umferð. í 1. deild leika að þessu sinni Víkingur, Valur, Fram, Þróttur, ÍR, KR, FH, og Stjarnan. Þessi lið leika ■öll innbyrðis heima og heiman og er stefnt að því að þeirri keppni ljúki í lok janúar. Það lið sem sigrar í þeirri keppni tryggir sér rétt til þátttöku í Evrópu- keppni félagsliða. Eftir það er 1. deildinni skipt í tvennt. Fjögur efstu liðin leika fjórfalda umferð og fjögur þau neðstu leika einnig fjórfalda umferð. Liðin sem eru í efri flokknum taka ekki með sér þau stig er þau vinna sér inn í fyrri hlutanum, en þau fjögur neðri taka hins vegar með sér stigin úr undankeppninni. Það lið sem sigrar í síðari hluta keppni efstu liðanna fjögurra verður svo íslandsmeistari í handknattleik. Fyrirkomulagið í 2. deild er mjög svipað. Fyrsti leikurinn í 1. deild verður leikinn á Selfossi annað kvöld og leika þá Stjarnan og FH. Á laugardag leika í Hafnarfirði FH og Víkingur og í Laugardaslhöll Fram og Þróttur. Á sunnudag leika KR og Stjarnan í Laugardalshöll. Þetta nýja fyrirkomulag er til þess hugsað að auka áhugann á handboltan- um og fjölga leikjunum fyrir félögin. Þess er að vænta að hörkukeppni verði í 1. deildinni í vetur og liðin mæta vel undirbúin til leiks. Þau hafa leikið í Reykjavíkurag Reykjanesmótum og allt bendir til þess að liðin sýni skemmti- legan handbolta í vetur. En það kemur allt saman í Ijós í leikjunum og víst er, að handknattleiks- unnendur eiga von á fjörugu keppnis- tímabili í vetur. sh Sigra Framarar Shamrock Rov? ■ Annað kvöld leika á Laugardalsvelli Fram og Shamrock Rovers í Evrópu- keppni bikarhafa í knattspyrnu. Þetta er í áttunda sinn sem Fram tekur þátt í Evrópumótunum í knattspyrnu og í fimmta sinn sem þeir eru með í Evrópukeppni bikarhafa. Shamrock Rovers er írskt lið eins og Dundalk, en Fram lék einmitt gegn því í keppninni á síðasta ári og unnu fýrri leikinn í Reykjavík, en töpuðu þeim síðari á írlandi. Leikirnir sem Fram leikur gegn Shamrock Rovers eru því fimmtándi og sextándi Evrópuleikur félagsins. Þess má geta að Fram sigraði fyrst íslenskra liða andstæðinga sína í Evrópuleik og var það Hibernians frá Möltu sem þeir sigruðu 2-0 1971. Lið Shamrock Rovers er eitt af sterkustu félagsliðum írlands. Fram- kvæmdastjóri þess er hinn þekkti Johnny Giles, sem gerði garðinn frægan, bæði sem leikmaður og framkvæmda- stjóri í ensku 1. deildinni. Hann notar sumarleyfi sín til að starfa í Banda- ríkjunum og hefur nýlega lokið keppnis- tímabilinu þar með ágætum árangri. ■ Sverrir Einarsson hefur leikið mjög vel með Fram í sumar. Nú mun hann og félagar hans leika Evrópu- leik á morgun. Stjarnan í liði Shamrock er leikmaður númer 9, Liam Buckley, sem er mjög snjall miðframherji. Liðið er skipað frekar ungum leikmönnum, en þeir hafa flestir reynslu af að leika í unglinga- landsliðum fyrir írland. Lið Fram er skipað óvenju ungum leikmönnum og hætt er við að leikur þeirra gegn írunum verði erfiður. En þessir strákar hafa sýnt að þeir geta leikið skemmtilega knattspyrnu, en líkamlega vantar á að styrkur þeirra sé nægur og því hefur það orðið hlutskipti Fram að falla í 2. deild. Margir leikmenn Fram eiga við meiðsli að stríða eins og fram kemur annars staðar hér á opnuninni, en vonandi vegnar þeim vel í Evrópukeppni bikarhafa að þessu sinni. Dómari í leiknum annað kvöld er frá Belgíu, Roger Verhacghe að nafni og línuverðir eru landar hans Andre van Volcem og Francois Deflem. Eftirlits- maður UEFA á leiknum er John Alexander Mowat frá Glasgow. í leikhléi verða veittarviðurkenningar fyrir knattþrautir KSÍ. Margir ungir piltar úr Fram hafa í sumar lokið brons- og silfurþrautum og tveir hljóta viður- kenningu fyrir að hafa lokið gullinu. sh ísland í 26. sæti á HM í golf i ■ Svcinn Sigurbcrgsson gcrði sér lítið fyrir á næstsíðasta keppnisdegi Heims- meistarakeppni áhugamanna í golfi og sló holu í höggi. Keppninni sem fram fór í Lausanne í Sviss lauk á laugardag. íslendingar höfnuðu í 26. sæti, en þátttökuþjóðirnar voru 30. Síðasta keppnisdaginn léku þeir Sigurður Pétursson og Sveinn Sigurbergsson á 80 höggum, en Ragnar Ólafsson á 82. Árangur liðsins fyrsta daginn var mjög slæmur og greinilegt að liðið hafði ekki vanist kcppnisvellinum. En eftir því sem á leið fór árangurinn batnandi og hámarki náði hann er Sveinn sló holuna í höggi. Hann var reyndar ekki eini keppandinn á mótinu scm lék þenn leik, því tveir aðrir keppendur slógu holu í höggi. Það voru Bandaríkjamenn sem urðu heimsmcistarar. Þeir léku á 859 högg- um, en Japanir notuðu 8 höggum meira. Svíar urðu í 3. sæti og léku á jafnmörgum höggum og Japanir. Best- um árangrí keppendanna á mótinu náði Argentínumaðurinn Luis Carbonetti, en hann lék áa 284 höggum. sh. ■ Svemn Sigurbergsson slo holu ■ höggi á Heimsmeistaramótinu í golfi í Lausanne.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.