Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ Heimspressan er víðs fjarri þegar verið er að murka lífið úr afgönskum sveitamönnum með stórvirkum morð- tækjum. Þannig er værukærum og friðelskandi sjónvarpsáhorfendum hlíft við að fá sundurtætt lík og hörmulega útleikið fólk á öllum aldri sent inn í stofu til sín frá þeim heimshluta. í lok júnímánaðar s.l. hófst eyðingarherferð gegn íbúum Logarhéraðs sem er suður af höfuðborginni Kabúl. Þorp og bæir hafa verið jafnaðir við jörðu og íbúarnir murkaðir niður. Uppskera er eyðilögð og matur eitraður. í apríl hófst sprengjukastið á sveita- þorpin í héraðinu. Þotur og þyrlur fljúga yfir og kasta niður sprengjum á hvert byggt ból. Það var jafnan hættulegt að vera á ferli á meðan birtu naut. í júnílok var hert á árásunum um allan helming og í kjölfar loftárásanna komu skriðdrekar og fótgöngulið til að jafna um þá sem eftir lifðu. Fréttir af atburðum berast með flóttamönnum sem koma til Pakistan. Baraki Rajan er einn þeirra bæja sem jafnað var um í þriggja daga herhlaupi í júnílok. Þotur og þyrlur dreifðu þá sprengjuregni yfir bæina. Einnig var sprengjum varpað á fólk við vinnu á ökrum og í haga. Eftir þriggja daga stanslausar árásir úr lofti réðust sovésk- ar hersveitir á bæi og þorp. í liðinu voru einnig einstakir herflokkar afganska stjórnarhersins. Var sóknarþunginn meiri en fólkið á þessum slóðum hafði ■ Ungur skæruliði stendur á rústum heimabæjar síns, Sidiq. Fyrir ári bjuggu þar 60 manns, 30 hafa verið myrtir, þar á meðal tíu drengir á aldrinum 10-12 ára, en þeir voru teknir af lífi 12. mars s.l. Útrymingarherferd í Afganistan ■ Sovéskar hersveitir hafa sagt ó- breyttum borgurum Logar-héraðs stríð á hendur. áður orðið að þola. Sums staðar var veitt mótspyrna, en í mörgum þorpum voru allir vopnfærir menn flúnir eða fallnir þegar fótgönguliðið kom að. í Baraki Rajan snérust heimamenn til varnar. Vitni að atburðunum, sem komst undan, gefur þessa lýsingu: í fyrstu tókst okkur að halda árásarliðinu utan bæjarmarkanna, en þegar þeir hófu skothríð á okkur úr skriðdrekum urðum við að hörfa. Og þegar skotfæri okkar voru á þrotum urðum við að flýja hver sem betur gat. Þá var mannfallið orðið mikið. Þegar fyrstu árásarmennirnir komu skutu þeir á alla þá sem á ferli voru, hvort sem þeir voru vopnaðir eða ekki. Þegar mótspyrnunni var lokið hefndu Rússarnir sín á íbúunum sem eftir voru í bænum. Vitnið ber að hann hafi séð er 17 manns voru teknir af lífi. Níu þeirra voru skotnir á rústum skólahúss, en átta voru fluttir út fyrir bæinn og skotnir þar. Líkin voru rænd, en látin liggja þar sem ódæðin voru framin. Annað vitni, maður á fimmtugsaldri, sem fylgdist með af þaki húss síns, þar sem hann var í felum, segist hafa horft á er 8 konur, börn og gamalmenni voru dregin út úr húsum og skotin á götunum. Það var auðsjáanlegt að þetta fólk gat ekki verið skæruliðar. Eftir hertöku bæjarins héldu árásar- mennimir að ökrum í nágrenninu þar sem skæruliðar földust. Sprengjum var kastað inn á akrana og þegar mennirnir sem þar voru í felum hlupu voru þeir skotnir. Einn þeirra skæruliða, sem komst undan frá Baraki, segir svo frá að árásarliðið hafi tekið gísla, bundið hendur þeirra á bak aftur og haldið þeim fyrir framan sig er þeir nálguðust víghreiður skæruliðanna. Þá var ekki um annað að gera en að flýja, því ógjarnan vildu skæruliðar skjóta ætt- ingja sína og vini til að granda óvininum. Eftir því sem næst verður komið voru 298 íbúar Baraki Rajan drepnir á þrem dögum. 203 voru tilheyrandi einhverjum af mörgum skæruliðasveitum. 25 börn létust í árásunum. Mörg vitni bera, að þau hafi orðið vitni að því að fólk var tekið af lífi á meðan á bardögunum stóð. í þorpinu Shah Mazarvoru 24 manns leiddir út og skotnir, og í Padkhaweabe Roghani urðu vitni að lífláti 18 manns. Á báðum stöðunum tilkynntu Rússarnir þeim sem eftir lifðu, að þeir mundu hljóta sömu örlög ef þeir héldu áfram stuðningi við skæruliða. Engin leið er að komast að því hve margir hafa fallið í bardögum eða verið teknir af lífi í þessum hreinsunum í Logar. Hinir látnu hafa verið grafnir án þess að tilkynnt hafi verið um það til nokkurra yfirvalda. íbúar Logardalsins segja að þetta sé engan veginn fyrsta herferðin gegn þeim og áreiðanlega ekki sú síðasta. Einn þeirra bæja sem jafnaður var við jörðu er Sidiq. 17 ára piltur, sem lifði af árás, er gerð var 12. mars segir, að fyrst hafi bærinn orðið fyrir loftárásum þota og þyrla. Síðan var gerð skriðdrekaárás og á eftir komu hersveitir Rússa og stjórnarherinn. Hann segist hafa séð er 10 drengir á aldrinum 10-12 ára voru teknir af lífi. Fleiri vitni hafa sagt að það séu fleiri en sovéskir hermenn og lið stjórnarinnar í Kabúl sem ráðist á þorpin. Meðal þeirra séu einnig hermenn frá Austur- Þýskalandi, Vietnam og Kúbu. í öllum Logardal vitna rústir fjölda bæja um árásirnar og grafirnar eru þögull vitnisburður um fjöldaaf- tökurnar. Margir bæir, sem í bjuggu allt að 1000 manns eru yfirgefnir. Akrarnir eru í niðurníðslu og illgresið kæfir nytjajurt- irnar. Heima við eru aðeins konur og börn. Vígfærir karlmenn eru á brott, margir flúnir til Pakistan. Þaðan koma þeir til að yrkja jörðina og hverfa síðan aftur á braut. Þeir sem eftir híma þora vala að sofa í húsum sínum, og það er lífshættulegt að bogra á ökrum eða sitja yfir fé á daginn. Þyrlur birtast þá hvenær sem er og skotið er á allt kvikt. Síðan í vor hafa hersveitir Sovét- manna og stjórnarhersins farið í fjöl- mennum flokkum um Logarhérað, umkringt byggð svæði og smalað saman öllum karlmönnum, sem í næst, á aldrinum 18-45 ára og eru þeir neyddir til að ganga í stjórnarherinn. I leiðinni er reynt að hafa uppi á skæruliðum. Þar sem vopnfærir menn finnast ekki eru húsin rænd, og ef einhverjir íbúanna eru heima við eru þeir skotnir, segja fjölmörg vitni, sem sloppið hafa úr útrýmingaherferðinni. Harðar deilur í Israel vegna f jöldamorðarma í Beirut: Vissu ísraels- menn um mord- in fyrirfram? — margt bendir til þess að þeir hafi vitað af þeim þegar á fimmtudag í síðustu viku ■ Deilurnar í Israel vegna fjölda morðanna á Palestínuaröbum í tveimur flóttamannabúðum í Beirut hafa magnast mjög eftir að fram kom í Jerúsalcm að yfírvöld í ísrael hafa sennilega vitað um morðin fyrirfram. Auknar líkur og sannanir, m.a. frá öruggum heimildum innan stjómar- innar, benda til þess að ísraelsmenn hafí vitað af morðunum á fímmtu- dagskvöldið, skömmu áður cn þau hófust og ekki lyft fingri til að stöðva þau í þann einn og hálfa sólarhring sem þau stóðu yfir. Ekki er vitað enn með vissu hverjir frömdu fjöldamorðin, en látnir skipta mörgum hundruðum. Sterkar líkur benda til þess að verki hafi verið liðsmenn Haddads, sem ráða yfir landræmu í suðurhluta landsins. Haddad hefur neitað þessu og kristnir falangistar hafa einnig neitað því að hafa átt hlut að máli. Ljóst er hins vegar að á ferðinni var um þúsund manna herlið vel búið vopnum þ.a.m. skriðdrekum. ísraelsstjórn hefur áður haldið því fram að hún vissi ekki um morðin fyrr en snemma á laugardag og hafi þá stöðvað þau en þetta fær ekki staðist. Talsmaður ísraelska hersins, Evan hershöfðingi, hefur nú sagt að morðin hafi verið framin aðfaranótt föstudagsins og að ísraelsher hafi tekist að stöðva blóðbaðið á föstu- dagsmorgninum. Aðrar fregnir herma hins vegar að morðin hafi haldið áfram allan föstudaginn og fram á laugardag og samkvæmt þeim hefur einnig komið fram að ísraels- menn hafi verið til staðar á eftirlitsstöðvum í kringum búðirnar á föstudagsmorguninn meðan skot- hríðin var enn í gangi og hafi þá ekkert gert til að stöðva hana. Fréttamaður BBC í Jerúsalem hefur eftir áreiðanlegum heimildum að ísraelsher í Beirut hafi skotið á loft blysum á fimmtudagsnóttina til þess að lýsa upp flóttamannabúð- irnar fyrir hægrisinnuðu hermennina sem réðust inn í þær. Hann bætti því við að ekkert hefði komið fram sem hrakið hefði það að ísraelsmenn trúðu því að innrásarmennirnir ættu í höggi við vopnaða Palestínuher- menn. ísraelsstjórn hefur neitað að bera ábyrgð á fjöldamorðunum. Því bctur sem uppgreftri líkanna úr rústum flóttamannabúðanna mið- ar hefur orðið ljóst að fórnarlömbin voru ekki aðeins Palestínumenn heldur einnig líbanskir múhameðs- trúarmenn. Þannig er vitað um eina 24 manna líbanska fjölskyldu sem slátrað var í íbúð sinni og grafin í sameiginlegri gröf í gær. Gæsluliðið komi aftur Líbanska stjórnin hefur beðið um að alþjóðlega gæsluliðið, sem um- sjón hafði með brottflutningi PLO, verði tafarlaust sent til Beirut á ný. Stjórnin vill að gæsluliðið verði til staðar í a.m.k. þrjár vikur. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur fjölgað eftirlitsmönnum sínum í Beirút úr 10 í 50 manns. Mikil mótmæli hafa verið á herteknu svæðunum í ísrael síðan upp komst um fjöldamorðin, verst urðu þau á Vesturbakkanum þar sem skólum og stofnunum var lokað og mótmælendur grýttu ísraelshermenn á götum úti. Bresnev forseti Sovétríkjanna hef- ur sent Reagan Bandaríkjaforseta persónuleg skilaboð þar sem segir m.a. að Sovétmenn og Bandaríkja- menn eigi að beita sér sameiginlega fyrir því í Öryggisráðinu að hafa heimil á aðgerðum ísraelsmanna í Miðausturlöndum. Egypski sendiherrann heim Egyptaland, eina arabaríkið með diplómatísk tengsl við ísracl, hefur kallað heim sendiherra sinn í ísrael. Á sama tíma sendi Egyptaland aðalritara SÞ orðsendingu þar sem fordæmdar eru „hinar dýrslegu aðgerðir ísraelsmanna í Líbanon" Forsætisráðherra Egyptalands sagði að ísraelsmenn einir bæru ábyrgð á þróun mála í Beirut. ísraelsmenn frá Vestur- hlutanum ísraelska stjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að halda áfram brott- flutningi hers síns frá vesturhluta Beirutborgar og var líbanska hern- um afhent hverfin þar eitt í einu. ísraelsmenn ákváðu einnig að halda áfram brottflutningi herja sinna frá höfuðborginni sjálfri. Fjölmargar þjóðir hafa lýst yfir fordæmingu sinni á atburðunum í Vestur-Beirut og hafa Palestínu- menn, Samtök múhameðstrúar- manna og Sovétríkin krafist brott- rekstrar ísraelsmanna úr Sameinuðu þjóðunum. Stjórnarmyndun í Þýskalandi ■ Nú standa yfir viðræður miili formanna hægri- og miðflokkanna í Vestur-Þýskalandi um myndum nýrrar ríkisstjómar eftir að stjórn Helmut Schmit kanslara hrundi í síðustu viku. Búist er við að þessir flokkar standi fyrir vantrausti á ríkisstjórn Schmidt seinna í vikunni og að Helmut Kohl leiðtogi krísti- legra demókrata taki þá við stjórnar- taumunum. Á pappírnum virðist Kohl hafa meir en nóg fylgi á þinginu til að vera næsti kanslari en nokkur Ijón eru í veginum. Kohl hefur stuðning frjáls- lyndra demókrata og tók það sem gefið mál að hljóta stuðning Frans Jósefs Strauss og flokks hans enda oft verið mikil samvinna þar á milli. Strauss hefur hinsvegar sett skilyrði fyrir þessu, skilyrði sem frjálslyndir demókratar geta ekki sætt sig við. Strauss krefst þess ncfnilega að kosningar verði haldnar fyrir áramót en það mega frjálslyndir ekki heyra minnst á eins og staða þeirra er í skoðanakönnunum nú. Ef kosningar væru haldnar fljótlega er nefnilega hætta á, ef marka má skoðana- kannanir, að frjálslyndir 1 muni þurrkast út. Frjálslyndir vilja sem sagt ekki kosningar fyrr en á næsta ári. Strauss segir að ef ekki verði gengið að þessu skilyrði sé flokkur hans reiðubúinn að láta Schmidt lafa áfram við minnihlutastjórn fram á næsta ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.