Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 <; < ♦ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Mill'i’í 13 Eftirsóttu #,Cabína,, rúmsam- stæðurnar komnar aftur. Verð kr. 5.970,00 með dýnu. ^ Húsgögn og Slv . . Suöurlandsbraut 18 mmnrettingar sími 86-900 Lyftari - vörubíll - Til sölu 2,5 tonna nýr dísel-lyftari með vökvastýri og sjálfskiptingu. Verð 240 þús. Til greina kemur að taka vörubíl (allar gerðir og stærðir) eða gamlan lyftara sem hluta af greiðslu, annars góð greiðslukjör. Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-8 Til sölu Subaru Pickup árgerð 1982. Verður til sýnis og sölu hjá Ingvari Helgasyni - sýningarsal. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82042. Útirafbúnaður fyrir aðveitustöðvar. Opnunardagur: Miðvikudagur 20. október 1982 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með þriðjudegi 21. september 1982 og kosta kr. 50, - hvert eintak. Reykjavík 20. september 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS »Mig setti hljóðan við fregn- ina” — sagði biskupinn yfir íslandi, þegar hann minntist dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum forseta íslands ■ Mig setti hljóðan við sorgarfregnina um andlát dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrv. forseta. Sárt og sviplega kom fregnin, að hann væri dáinn. íslenska þjóðin á nú á bak að sjá einum sinna bestu sona. Þó að vitað væri, að dr, Kristján hefði gengið undir stóran uppskurð, kom andláts- fregnin eigi að síður óvænt. Uppskurðurinn hafði lánast vel eftir því sem best var vitað og batahorfur því góðar. Við sáum dr. Kristján Eldjárn ekki öðruvísi en hraust- legan, glaðan og hressan. Síst bar hann einkenni þess, að hann kenndi sér bana- meins, scm valdið hefir því, að nú er hann allur. Ævin líður. Stephan G. Stephansson yrkir kvæði, er hann nefnir: Gömul trú. Þar segir: Seint eöur sncmma á »ama tíma. sofna muntu hinsta blundinn. Hvar eða hvernig það ber að, enginn vcit. En þetta er stundin. Dr. Kristján Eldjárn gerði sér fulla grein fyrir þessari „gömlu trú“ og lífsreynslu. Hann vissi, að eigi má sköpum renna. Þegar svo skammt er liðið frá því að hann gaf ekki lengur kost á sér í embætti forseta, hvarflar að manni sú hugsun, að hann hafi fundið til sjúkdómsins fyrr en nokkurn varði. Dr. Kristján fór dult með það, sem hann sjáifan snerti, bar eigi tilfinningar sínar á torg. „Kappinn nefnir sjaldan sár, sem hann fær í stríði“, kvað Matthías. Þegar kemur að hinum stóru þáttaskilum finnum við best, hve lífið er fljótt, og ævin öll á enda fyrr en varir. „Hratt flýgur stund“, mælti dr. Kristján Eldjárn, þegar hann ávarpaði þing og þjóð í síðasta sinn sem forseti þjóðarinnar. Við sáum í einni sjónhendingu sannleik þeirra orða, er svipmyndum var brugðið upp í sjónvarpinu frá 12 ára embættisferli hans. Dr. Kristján Eldjárn var mikið glæsimenni í sjón og raun. Hann var traustvekjandi, hógvær, heill og sannur. Mikil birta var í orðum hans og gjörðum. Dr. Kristján Eldjárn varsómiþjóðar sinnar við hvað sem hann vann, hvar sem hann fór og hvenær sem hann talaði. Minning hans lifir í „geisla skini“. Þjóðkirkjan þakkar honum fagra þjónustu og vizkurík störf. Eiginkonu hans, frú Halldóru Eldjárn, börnum þeirra og fjöl- skyldu votta ég innilegustu samúð og bið Guð að gefa þeim huggun sína. Á saknaðarstundu bið ég allri íslensku þjóðinni líknar og blessunar Guðs í iífsstríði alda. ■ Lögreglumenn stóðu heiðursvörð þegar jarðneskar leifar Kristjáns Eldjárns, fymim forseta íslands, voru bomar í bfl, sem flutti þær frá Keflavfluirflugvelli til Reykjavíkur. Dr. Kristján Eldjárn verður jarðsunginn á fimmtudaginn: ÚTFÖRINNI ÚTVARPAÐ OG SJÓNVARPAÐ BEINT Tímamynd GE. ■ Jarðneskar leifar dr. Krist- jáns Eldjárns, fyrrum forseta íslands, voru fluttar til íslands frá Bandaríkjunum aðfaranótt laugardagsins. Flugleiðaþota lenti með þær á Keflavíkurflug- velli laust eftir klukkan 6 á laugardagsmorgun. Þegar kista forsetans fyrrverandi var borin úr þotunni í bíl stóðu lögreglu- þjónar heiðursvörð. Frú Hall- dóra Eldjárn, ekkja Kristjáns Eldjárns, var viðstödd ásamt börnum þeirra hjóna. Einnig voru viðstaddir á Kefla- víkurflugvelli þeir Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, Ólaf- ur Jóhannesson, utanríkisráð- herra, Guðmundur Benedikts- son, ráðuneytisstjóri, Hans G. Andersen, sendiherra og Hann- es Hafstein, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Útför dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum forseta íslands, fer fram á vegum ríkisins. Ákveðið hefur verið, að útförin verði gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. september næstkomandi, klukkan 14.00. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirs- son, jarðsyngur og séra Þórir Stephensen, Dómkirkjuprestur, flytur ritningaorð. Áthöfninni verður sjónvarpað og hljóð- varpað beint. Vandamenn hins látna hafa óskað þess, að þeir sem vildu minnast hans láti menningar- og líknarstofnanir njóta þess. Vegna útfararinnar verður Stjórnarráðið lokað frá hádegi á fimmtudaginn. Jafnframt er mælst til þess, að aðrar opinberar stofnanir verði einnig lokaðar, þar sem því verður við komið. - Sjó. Opinberum stofnunum lokað eftir hádegiþar sem því verður við komið ■ Frá minningarathöfn sem haldin var vegna láts Kristjáns Eldjárns í kapellu við Kennedy flugvöll í New York. Á myndinni eru Ólöf Eldjám, dóttir Kristjáns, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og sendiherrahjónin, Hans G. Andersen og frú. Tímamynri GTK. Nýir bílar — Notaðir bílar LeUið þý KEMUR -I upplýsinga m OG SEMUR BÍLASALAN BUK s/f SfÐUMÚLA 3-5-105 REVKJAVÍK SfMI: 86477 Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir.gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(566 Laxveiðimenn Veiðiréttindi í Búðardalsá Skarðshreppi er til leigu. Tilboð sendist Þorsteini Karlssyni Búðardal fyrir 1. nóv. 1982 er veitir allar nánari upplýsingar. Utboð Bæjarsjóöur Selfoss óskar eftir tilboöi í fullnaöarfrágang átta íbúöa leiguhús viö Grænumörk 3 Selfossl. (búðirnar eru nú tilbúnar undir málningu utan og fokheldar inna. utboðsgögn verða afhent frá og meö miðvikudeginum 22. september 1982 á tæknideild Selfoss Eyrarvegi 8, og teiknistofu Gylfa Guöjónssonar Skólavörðustíg 3. Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboöunum skal skilað á Eyrarveg 8. Selfossi fyrir kl. 14. mánudaginn 4. október 1982 en þá veröa þau opnuð aö viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJA / # N C^UCIU H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 Auglýsið í Tímanum síminn er 86300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.