Fréttablaðið - 13.01.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 13.01.2009, Síða 8
8 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvar héldu forsvarsmenn Frjálslynda flokksins fund um helgina? 2 Hvaða fyrirtæki flutti 50 tonn af eldisþorski til Evrópu yfir hátíðarnar? 3 Bók hvaða íslenska rithöf- undar var valin glæpasaga mánaðarins í breskri bókabúð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 BAUGSMÁL Tveir af sakborningun- um í þriðja hluta Baugsmálsins hafa kært Helga Magnús Gunnars- son, saksóknara efnahagsbrota, til ríkissaksóknara fyrir meint brot í opinberu starfi. Þetta kom fram í máli Kristínar Edwald, verjanda Kristínar Jóhann- esdóttur, í héraðsdómi í gær. Þar voru reifaðar kröfur Kristínar um að rannsókn í skattahluta málsins verði úrskurðuð ólögmæt, og til vara að Helgi Magnús víki sæti. Helgi Magnús sendi fjölmiðlum afrit af ákæru í þessum hluta máls- ins 18. desember síðastliðinn, sama dag og ákæran var birt sakborning- um. Í kæru Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og Kristínar Jóhannesdóttur til ríkissaksóknara kemur fram að það gangi gegn fyrirmælum ríkis- saksóknara til saksóknara frá árinu 1998. Í fyrirmælunum kemur fram að eðlilegt sé að afhenda fjölmiðlum afrit af ákærum eftir að þær hafa verið birtar ákærðu og lesnar á opnu dómþingi. Þingfesting í þess- um hluta Baugsmálsins er ráðgerð 20. janúar næstkomandi og því ekki búið að uppfylla skilyrði ríkissak- sóknara fyrir því að afhenda ákær- urnar. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari staðfesti að kæra hefði borist. Hann segir að ekki hafi verið tekin afstaða til hennar, en það verði von- andi gert á næstu dögum. - bj Tveir sakborningar kæra saksóknara í Baugsmáli fyrir meint brot í opinberu starfi: Kvarta yfir afhendingu ákæru HELGI MAGNÚS GUNNARSSON Saksókn- ari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, afhenti fjölmiðlum ákæru áður en hún var þingfest. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is C ohn & W olfe P ublic R elations Íslandi Eingöngu bílar sem sérfræðingar Ford mæla með Farðu á netið og skoðaðu Ford á notadir.brimborg.is Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6, í dag. Komdu í kaffi og kleinur í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6. Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford 1,4 bensín beinskiptur 5 dyra Fast númer TJ195 Skrd. 06/2007. Ek. 46.000 km. Ásett verð 1.990.000 kr. Afsláttur 200.000 kr. Tilboðsverð 1.790.000 kr. 4,6 V8 bensín sjálfskiptur 4 dyra Leður, tölvust. miðstöð, lok á palli ofl. Fast númer ZV322 Skrd. 05/2007. Ek. 30.000 km. Ásett verð 4.250.000 kr. Afsláttur 360.000 kr. Tilboðsverð 3.890.000 kr. 1,6 bensín beinskiptur 5 dyra 16” álfelgur ofl. Fast númer VF471 Skrd. 07/2005. Ek. 57.000 km. Ásett verð 1.990.000 kr. Afsláttur 300.000 kr. Tilboðsverð 1.690.000 kr. 2,3 bensín sjálfskiptur 15” álfelgur, þverbogar ofl. Fast númer OX777 Skrd. 06/2005. Ek. 30.000 km. Ásett verð 2.660.000 kr. Afsláttur 310.000 kr. Tilboðsverð 2.350.000 kr. 3,5 V6 bensín sjálfskiptur Leður, 18” álf, dráttarbeisli ofl. Fast númer JG183 Skrd. 04/2007. Ek. 25.000 km. Ásett verð 5.490.000 kr. Afsláttur 300.000 kr. Tilboðsverð 5.190.000 kr. 2,0 bensín beinskiptur 7 manna Leður, dökkl. rúður aftan ofl. Fast númer AX982 Skrd. 02/2007. Ek. 26.000 km. Ásett verð 4.360.000 kr. Afsláttur 470.000 kr. Tilboðsverð 3.890.000 kr. Ford Edge SEL Plus Ford Focus Ghia Ford Escape XLS Ford Fiesta TrendFord Explorer Sport Trac Ford S-MAX Titanium Limited Ford Genuine Design. Ford leggur áherslu á fjölskyldugildin, gegnheila og einlæga hönnun. Vertu í hópi þeirra bestu. Veldu Ford. Spurðu um Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hefur óskað eftir ítarlegum upp- lýsingum frá íslenskum lánastofn- unum um skuldir íslenskra heim- ila og fyrirtækja. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar með hugbúnaði Íslenskrar erfðagreiningar. Ætlunin er að gera ítarlega úttekt á áhrifum banka- og gjald- eyriskreppunnar á raunhagkerfið og fjármálastöðugleika í landinu, segir Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans. „Þetta verður nokkur nýbreytni í greiningarvinnu okkar, því þetta mun gefa okkur kost á að tengja saman ýmsar fjárhagslegar upp- lýsingar sem geta varpað skýru ljósi á það hversu stór hópur er í slæmri stöðu,“ segir Arnór. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa sumar þeirra fjár- málastofnana sem afhenda eiga upplýsingar lýst yfir efasemdum með að Seðlabankinn hafi heimild- ir til að safna persónugreinanleg- um upplýsingum. Arnór segist reikna með því að sótt verði um leyfi hjá Persónu- vernd til að vinna með dulkóðaðar upplýsingar. Augljóslega verði að fara mjög varlega með persónu- greinanlegar upplýsingar frá bönkunum. Dulkóðunin verður framkvæmd með hugbúnaði frá Íslenskri erfða- greiningu, en líklega mun hún fara fram í hverri fjármálastofnun fyrir sig, frekar en að upplýsing- arnar verði sendar til fyrirtækis- ins til dulkóðunar, segir Arnór. Íslensk erfðagreining muni ekki koma að málinu öðruvísi en að útvega hugbúnaðinn. Aðstæður nú kalla á að aflað sé víðtækari upplýsinga um skulda- stöðu einstaklinga og fyrirtækja en áður, segir Arnór. Verkið er mjög umfangsmikið, og má búast við að niðurstöður verði komnar í byrjun árs 2010. „Þetta er mjög mikilvægur þátt- ur í því að skilja áhrif fjármála- kreppunnar á raunhagkerfið almennt, og ætti að nýtast við spá- gerð og þess háttar. Niðurstöðurn- ar munu einnig verða gagnlegar fyrir önnur stjórnvöld við stefnu- mótun,“ segir Arnór. brjann@frettabladid.is Skoða skuldir einstaklinga Seðlabankinn hefur óskað eftir gögnum frá íslenskum bönkum um skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Hug- búnaður Íslenskrar erfðagreiningar verður notaður til dulkóðunar. Aðstæður kalla á víðtækar upplýsingar. SEÐLABANKINN Rannsaka á áhrif fjármálakreppunnar á hagkerfið. STJÓRNSÝSLA Persónuvernd hafði 1.285 mál til meðferðar á árinu 2008 og afgreiddi 1.072 þeirra áður en árið var á enda. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnun- arinnar. „Hjá Persónuvernd starfa nú auk forstjóra fjórir lögfræðing- ar sem sinna afgreiðslu erinda en starfsfólki hefur fækkað hjá stofn- uninni þrátt fyrir vaxandi málafjölda,“ segir á personuvernd. is. Kemur fram að stöðug aukning hafi orðið í fjölda innkominna erinda. Ekkert lát sé á þeirri þróun. „Á sex ára tímabili frá 2002 til 2008 hefur fjöldi mála hjá Persónu- vernd aukist um 63 prósent.“ - gar Annir hjá Persónuvernd: Fleiri mál en færra starfsfólk NÁTTÚRUFRÆÐI Ísbjörninn sem felldur var á Skaga í fyrrasumar er nú til sýnis í glerbúri á bæjar- skrifstofunni á Blönduósi. Á vef bæjarins segir að Hafís- setrið á Blönduósi hafi fengið birn- una til varðveislu en þar sem þar er aðeins opið á sumrin og vegna þess að margar óskir hafi borist frá fólki sem langaði til að virða uppstoppað dýrið fyrir sig hefur verið ákveðið að hafa það til sýnis á bæjarskrif- stofunni þar til Hafíssetrið opnar. Hvítabjörninn er eign Náttúru- fræðistofnunar Íslands. - gar Orðið við fjölmörgum óskum: Hvítabjörn á bæjarskrifstofu BJÖRNINN UNNINN Landganga tveggja ísbjarna vakti mikla athygli í fyrra. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.