Fréttablaðið - 13.01.2009, Side 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Sigfríð Valdimarsdóttir hefur
stundað sjóstangveiði frá árinu
1991 og hefur á þeim tíma ellefu
sinnum orðið Íslandsmeistari
kvenna í greininni. „Ég byrjaði
fyrir algera heppni,“ segir hún og
útskýrir að sjóstangveiði hafi
verið lengi stunduð hér á landi en
Sjóstangveiðifélag Akureyrar
haldi alltaf sitt árlega sjóstang-
veiðimót út frá Dalvík. Mörg skip-
anna sem sigldu út með veiðimenn-
ina komu hins vegar frá Hauganesi
þar sem Sigfríð er fædd og uppal-
in. „Í þá tíð var mikil bátaútgerð
frá Hauganesi og við Haugnesing-
ar lögðum til mikið af bátum í
keppnina en hins vegar voru engir
keppendur frá þessum litla stað,“
segir Sigfríð og heldur áfram:
„Strákunum sem tóku þátt í mót-
inu sem skipstjórar fannst ófært
að engir keppendur væru frá
Hauganesi og hvöttu mig og þrjár
aðrar konur til að stofna sveit.“
Skipstjórarnir fóru með konurn-
ar fjórar í tvær æfingaferðir út á
sjó og síðan var látið vaða í næsta
mót. Ekki fara miklar sögur af
afrekum þeirra á mótinu en hins
vegar heillaðist Sigfríð af sport-
inu.
Þó að Sigfríð hafi ekki verið
reynslumikil á sínu fyrsta móti
var hún þó alls ekki óvön. „Frá
unga aldri lékum við krakkarnir
okkur á bryggjunni og veiddum.
Svo fengum við lánaða árabáta hjá
körlunum til að fara fram fyrir
bryggjusporðinn og veiða,“ rifjar
Sigfríð upp. Hún er komin af sjó-
mönnum fram í ættir. „Þetta er því
í blóðinu,“ segir Sigfríð.
En hvað þarf til að vera góður í
sjóstangveiði? „Maður þarf að
hafa tilfinningu fyrir veiðinni, vita
hvenær á að renna færinu í botn-
inn, hvað þarf að renna færinu
langt upp til að finna fiskinn og
vita hvar fiskurinn liggur í sjónum
á hverju svæði og vera útsjónar-
samur með það,“ útskýrir Sigfríð
en segir heppni vissulega skipta
líka miklu máli. Á mótum eru
keppendur til að mynda dregnir á
báta en Sigfríð telur sig hafa verið
mjög heppna í gegnum tíðina og
alltaf hafa lent hjá skipstjórum
sem þekktu vel sín heimamið.
Sigfríð segir vaxandi hóp fólks
stunda sjóstangveiði þó að konur
mættu vera fleiri að hennar mati.
Yfirleitt eru um 40 til 60 keppend-
ur á hverju móti og fjórir til fimm
keppendur í hverjum báti sem
keppast við að draga upp ýsu,
þorsk og annan fisk. Að móti loknu
fær mótshaldarinn allan aflann
upp í kostnað við mótið.
Haldin eru mót á átta stöðum á
öllu landinu en þrjú bestu mótin
telja til stiga í Íslandsmeistara-
mótinu. Sigfríð er því mikið á far-
aldsfæti og segir slíkar keppnis-
ferðir ákaflega skemmtilegar.
„Það hefur myndast mikil vinátta í
þeim kjarna sem fer á flest mótin
og er að keppa af alvöru,“ segir
Sigfríð en undanfarin tíu ár segir
hún mikla þróun hafa orðið í sjó-
stangveiðinni sem í dag sé orðin
mun meiri keppni en hún var
áður.
solveig@frettabladid.is
Maður verður að hafa
tilfinningu fyrir veiðinni
Sigfríð Valdimarsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í sjóstangveiði í ellefta sinn á síðasta ári. Hún segir
vaxandi hóp fólks stunda sjóstangveiði og mikinn vinskap hjá þeim sem sportið stunda.
Sigfríð ásamt skipsfélögum sínum á móti sem fram fór í Neskaupstað.
INFLÚENSUFARALDUR sem nú er í uppsigl-
ingu á landinu er aðalefni nýjasta tölublaðs Farsótta-
frétta Landlæknisembættisins. Farsóttafréttir má finna á
heimasíðu embættisins, www.landlaeknir.is.
Árskort í tækjasal
aðeins 3.333 kr. á mánuði*
Næstu fyrirlestrar og námskeið
13. jan. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur
Matti Ósvald heilsuráðgjafi
27. jan. Ég fitna sama hvað ég geri. Hvernig næ
ég jafnvægi?
Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi
03. feb. Hvað er heilun?
Kristján Viðar Haraldsson
07. feb. Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari
10. feb. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi
Haraldur Magnússon osteópati www.madurlifandi.is
TA I CH I
námskeið hefst 17. janúar
Æfingastöð SLF Háaleitisbraut
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
80%afslætti
valdar vörur á allt að