Fréttablaðið - 13.01.2009, Side 28
16 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
ORLANDO BLOOM
ER 32 ÁRA Í DAG
„Ég er ferlega rómantísk-
ur og nýt þess að dekra við
kærusturnar mínum.“
Breska leikaranum Orlando
Bloom skaut fyrst upp á
stjörnuhimininn þegar hann
lék Legolas í Hringadróttins-
sögu. Síðan hefur hann leik-
ið í fjölda kvikmynda og meðal
annars farið með hlutverk
Wills Turner í Pirates of the
Caribbean.
MERKISATBURÐIR
1610 Galíleó Galílei uppgötvar
Kallistó, fjórða tungl Júpít-
ers.
1949 Milli fjalls og fjöru, fyrsta
íslenska talmyndin í lit og
fullri lengd, eftir Loft Guð-
mundsson, er frumsýnd.
1957 Wham-O-fyrirtækið fram-
leiðir fyrsta frisbídiskinn.
1975 Guðmundur Sigurjónsson
tryggir sér stórmeistara-
titil í skák, 27 ára að aldri,
en hann var annar Íslend-
ingurinn til að ná þessum
áfanga.
1976 Jarðskjálfti, 6,5 stig á
Richter, verður í grennd
við Kópasker. Hann veldur
miklu tjóni.
2002 George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, fellur
í yfirlið þegar saltkringla
stendur í honum.
Þennan dag árið 1930 kom
út fyrsta myndasagan um
teiknimynda- og myndasögu-
persónuna Mikka Mús, en
Mikki kom fyrst fram í teikni-
mynd Walts Disney, Plane
Crazy árið 1928. Haldið er
upp á afmæli Mikka hinn 18.
nóvember ár hvert og varð
hann því áttatíu ára í fyrra.
Hann er ein þekktasta teikni-
myndapersóna allra tíma.
Upphaflega var Mikki
ávallt í rauðum stuttbux-
um með alsvört augu. Útlit
hans var svo endurskoðað
eftir að Andrés Önd tók fram
úr honum í vinsældum árið
1938. Þá fékk hann hvítu í
augun og betri föt en stór
svört eyru einkenna hann
einna helst.
Í teiknimyndum kemur
Mikki gjarnan fram með
Andrési, Guffa, besta
vini sínum, og hundin-
um Plútó en í mynda-
sögunum er hann oft-
ast aðeins með Guffa,
Plútó, Mínu Mús kærust-
unni sinni, Svarta-Pétri og
kúnni Klörubellu. Skýring-
in er sú að Disney hefur
í áratugi lagt áherslu á
að halda Andabæ, sögu-
heimi Andrésar andar, að-
skildum frá söguheimi
Mikka og Guffa.
ÞETTA GERÐIST: 13. JANÚAR 1930
Myndasaga um Mikka Mús
Múlalundur, stærsta og elsta öryrkja-
vinnustofa landsins, fagnar fimmtíu
ára afmæli í ár en fyrirtækið, sem er
í eigu SÍBS, hóf starfsemi sína árið
1959. Í Múlalundi hefur fólk með
skerta starfsorku átt þess kost að
vinna létt störf við hagnýtan iðnað,
auk þess sem því gefst kostur á að
vinna sveigjanlegan vinnutíma.
„Óhætt er að segja að starfsem-
in hafi fallið í góðan jarðveg, en áður
en fyrirtækið var stofnað hafði fjöldi
fólks með skerta starfsorku reynt
mánuðum og jafnvel árum saman að
komast í vinnu við hæfi en án árang-
urs,“ segir Helgi Kristófersson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Strax
árið 1960 þurfti að byggja við fyrstu
húsakynnin í Ármúla og fjölgaði
starfsmönnum þá úr tuttugu í fimm-
tíu. Stjórn SÍBS var svo árið 1978 falið
að reisa nýja verksmiðju og semja við
Öryrkjabandalagið um lóðina. 1.200
fermetra húsnæði að Hátúni 10c var
síðan tekið í notkun árið 1982 sem
síðar hefur þurft að stækka.
Fyrirtækið hefur framleitt fatnað,
leikföng, sundhringi, innkaupatösk-
ur og bréfabindi en framleiðir nú nær
eingöngu plast- og pappavörur fyrir
skrifstofur. Þar eru EGLA bréfabind-
in hvað þekktust en auk þeirra eru
framleiddar lausblaðabækur, dagatöl,
glærar kápur, hulstur, ráðstefnu- og
fundarmöppur, sérprentaðar möppur
og barmmerki svo dæmi séu tekin. Þá
selur fyrirtækið allt sem þarf til skrif-
stofuhalds en úrvalið má sjá á heima-
síðunni www. mulalundur.is.
Hjá Múlalundi starfa bæði þeir sem
glíma við andlega og líkamlega ör-
orku. „Aðstaðan gerir okkur kleift
að taka á móti öllum nema blindum,“
segir Helgi.
Hann segir vinnustaðinn hafa sann-
að sig og að mörg ánægjuleg dæmi
séu um einstaklinga sem hafi lent í
áföllum, komið til vinnu í Múlalundi
og í framhaldinu farið í nám eða út á
hinn almenna vinnumarkað.
„Þessi vinnustaður hefur þá sér-
stöðu að hér þykir gott að mannaskipt-
in séu ör,“ segir Helgi en vel hefur
gengið að koma starfsfólki Múlalund-
ar út á hinn almenna vinnumarkað.
„Hér fær fólk stuðning til að vinna
upp líkamlegan jafnt sem andlegan
styrk og er markmiðið að koma sem
flestum út á hinn almenna markað en
þó á þeim hraða sem hentar hverjum
og einum. Þörfin fyrir starfsemina er
mikil og hefur hún skilað þjóðfélaginu
gríðarlegum fjármunum en auk þess
er það vinnuafl sem fer hér í gegn
ómetanlegt,“ segir Helgi. Nú starfa 58
manns hjá fyrirtækinu en alla tíð hafa
færri komist að en vilja.
Helgi vonast til að landsmenn velji
íslenskt nú á afmælisári fyrirtækis-
ins sem og endranær. „Mér finnst að
Íslendingar ættu að leggja sig fram
um að velja íslenskt og þá sérstaklega
ef vörurnar eru á samkeppnishæfu
verði.“ vera@frettabladid.is
MÚLALUNDUR: FIMMTÍU ÁRA FARSÆL STARFSEMI SEM HEFUR SANNAÐ GILDI SITT
Ör mannaskipti af hinu góða
Auglýsing frá Múlalundi sem birtist í Vikunni
árið 1965.
MIKIL ÞÖRF FYRIR STARFSEMINA Helgi segir að vel hafi gengið að koma starfsfólki Múlalundar út á hinn almenna vinnumarkað en að það sé
þó gert á þeim hraða sem henti hverjum og einum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Starfsemin flutti frá Ármúla 34 í
Hátún 10c árið 1982.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hjördís Karlsdóttir,
Melalind 8, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
10. janúar. Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður Gísli Bjarnason
Guðrún Hjálmarsdóttir Símon Friðriksson
Steinunn Þorsteinsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir Ásgrímur Þór Pálsson
Steinar Sigurðsson Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir Smári Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Oddný Guðrún
Guðmundsdóttir
Skógarbæ
áður Lautasmára 12,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. janúar.
Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudag-
inn 19. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Neistann, félag hjartveikra barna.
Vilborg Pétursdóttir Sigurður Haraldsson
Guðmundur Pétursson Elsa Jónsdóttir
Sigríður Pétursdóttir Heiðar Vilhjálmsson
Hendrik Pétursson Marianne Hansen
Halldóra Pétursdóttir Jóhann Helgason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og systir,
Þórunn Scheving
Thorsteinsson
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 9.
janúar sl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 15. janúar og hefst kl. 11.00.
Hólmfríður Jónsdóttir Þorlákur Gestur Jensen
Jón Múli Franklínsson
Stefán Scheving Thorsteinsson
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Ólöf Erla Kristinsdóttir,
lést föstudaginn 9. janúar sl. Útför auglýst síðar.
Laufey Erla Jóhannesdóttir Hannes Sigurðsson
Arndís Birna Jóhannesdóttir Guðmundur Þórir
Guðmundsson
Kristinn Örn Jóhannesson Svanbjörg H. Einarsdóttir
Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir Pétur Davíðsson
og barnabörnin.