Fréttablaðið - 13.01.2009, Page 34

Fréttablaðið - 13.01.2009, Page 34
22 13. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson heldur út til Liechtenstein á morgun þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir sex mánaða samning við FC Vaduz á fimmtudag, með mögu- leika á framlengingu um eitt ár. Félagið er frá Liechtenstein en leikur í svissnesku úrvalsdeildinni. „Þetta er bara mjög spennandi. Stefnan hjá mér var að komast í Evrópubolta í þokkalega sterkri deild og ég varð strax mjög hrifinn af því hvernig málum var háttað hjá FC Vaduz þegar ég fór þangað út til æfinga. Ég er náttúrulega líka með fjölskyldu og það þurfti að huga að því og þetta lítur líka allt saman vel út í því samhengi. Ég mun skrifa undir sex mán- aða samning til að byrja með en þar er jafnframt ákvæði um framlengingu um eitt ár til viðbótar ef báðir aðilar eru samþykkir því,“ segir Guðmundur. Guðmundur átti sem kunnugt er frábært tímabil með Keflavík í Landsbankadeildinni síðasta sumar og varð markakóngur deildarinnar með sextán mörk og var svo valinn besti leikmaður mótsins á lokahófi KSÍ. Hann fékk margar fyrirspurnir frá erlendum félögum eftir tímabilið en FC Vaduz varð fyrir valinu á endanum. „Það var búið að vera mikið um að vera hjá mér síðan tímabilinu lauk hér heima og margir möguleikar í stöðunni fyrir mig og ég var svona búinn að vera að sigta út hvað mér fannst vera mest spennandi. Ég var því búinn að halda mér í formi eftir tímabilið þar sem ég vissi að ég væri á leiðinni eitthvert út til reynslu og það væri því eins gott að vera tilbúinn þegar kallið kæmi til að geta boðið upp á eitthvað,“ segir Guðmundur. Svissneska úrvalsdeildin hefst að nýju eftir vetrarfrí í byrjun febrúar og Guðmundur getur vart beðið eftir því að komast af stað að nýju. „Það verður stórkostlegt að komast aftur í bolta. Liðið er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum, en hópurinn er ungur og þarna eru fínir spilarar innanborðs. Ég er fenginn til þess að bæta sóknarleikinn hjá félaginu og það verður bara skemmtilegt að fá að prófa sig í þessari deild þannig að tilhlökkunin er mikil.“ GUÐMUNDUR STEINARSSON: GENGUR Í RAÐIR FC VADUZ FRÁ LIECHTENSTEIN Á SEX MÁNAÐA SAMNINGI Það voru margir möguleikar í stöðunni Subway-bikar karla Grindavík-ÍR 105-78 (63-48) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 29 (7 fráköst), Brenton Birmingham 21, Páll Kristinsson 19 (8 fráköst), Guðlaugur Eyjólfsson 12, Þorleifur Ólafsson 9, Arnar Freyr Jónsson 7 (11 stoðsendingar), Nökkvi Jónsson 5, Björn Brynjólfsson 3. Stig ÍR: Steinar Arason 20, Ómar Sævarsson 16 (10 fráköst), Eiríkur Önundarson 16, Ólafur Ingvarsson 9, Hreggviður Magnússon 9 (7 frák.), Daði Grétarsson 6, Sveinbjörn Claessen 2. Subway-bikar kvenna Keflavík-Hamar 102-57 (56-36) Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 27, Birna Valgarðsdóttir 19 (13 fráköst), Lóa Másdóttir 8, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 8 (7 fráköst), Halldóra Andrésdóttir 7, Hrönn Þorgrímsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 6, Bára Bragadóttir 6 (7 fráköst), Marín Karlsdóttir 4. Stig Hamars: Fanney Guðmundsdóttir 16 (14 fráköst), Lakiste Barkus 13, Hafrún Hálfdánar- dóttir 8 (8 fráköst), Jóhanna Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 5, Rannveig Reynisdóttir 3, Dúfa Ásbjörnsdóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2. Fjölnir-Valur 26-82 (10-41) Stig Fjölnis: Birna Eiríksdóttir 17, Efemia Sigurbjörnsdóttir 7, Margrét Loftsdóttir 2. Stig Vals: Þórunn Bjarnadóttir 26 (9 fráköst), Lovísa Guðmundsdóttir 14, Kristjana Magnúsdóttir 11, Signý Hermannsdóttir 8 (9 fráköst), Kristín Óladóttir 7, Tinna Sigmundsdóttir 5, Hafdís Helgadóttir 4, Berglind Ingvarsdóttir 3, Elín Karlsdóttir 2, Guðrún Baldursdóttir 2. Skallagrímur-Hekla 88-39 (42-24) ÚRSLIT KÖRFUBOLTI „Ég er mjög ánægður. Við spiluðum vel í þessum leik, vorum áræðnir í sókninni og spil- uðum fína vörn,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir öruggan 27 stiga sigur á ÍR, 105-78, í 8-liða úrslitum Subway- bikars karla í Grindavík í gær- kvöldi. ÍR-ingar hafa tvisvar sinnum fagnað bikarmeistaratitlinum og í bæði skiptin slegið Grindavík út í Röstinni á leiðinni í Höllina en það var aldrei á dagskránni hjá heima- mönnum sem komu mjög grimmir til leiks eftir tap á móti Stjörnunni í síðasta leik. „Við mættum illa undirbúnir andlega í síðasta leik og mættum í þann leik eins og þetta kæmi allt af sjálfu sér. Við fengum rass- skellingu sem við áttum skilið. Við ákváðum að snúa bökum saman, taka þetta sem lexíu og læra af þessu,“ sagði Friðrik. Grindavík komst í 10-0 og réði ferðinni allan leikinn. ÍR-ingar réðu ekkert við Pál Axel Vilbergsson sem skoraði 25 stig og sex þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og þá slökkti Brent- on Birmingham nánast á Hregg- viði Magnússyni með frábærri vörn. „Páll Axel var svakalega heitur í fyrri hálfleik. Brenton getur spil- að rosalega vörn sem að hann gerði í þessum leik. Þetta er örugg- lega besta vörnin sem Hreggviður hefur fengið á sig í vetur,“ sagði Friðrik en Hreggviður skoraði aðeins 9 stig á 26 mínútum, klikk- aði á 12 af 15 skotum sínum og tap- aði fjórum boltum að auki. Páll Axel skoraði 29 stig og Brenton var með 21 stig og léku þeir báðir mjög vel í gærkvöldi eins og Páll Kristinsson sem skor- aði 19 stig á 23 mínútum. Það var einnig frábært að fylgj- ast með leikstjórn þeirra Arnars Freys Jónssonar og Helga Jónas Guðfinnssonar sem voru með 19 stoðsendingar saman. Hjá ÍR voru Steinar Arason og Ómar Sævarsson bestir auk þess að Eiríkur Önundarson lék mjög vel þar til hann þurfti að fá sér sæti á bekknum vegna villuvand- ræða. ooj@frettabladid.is Grindvíkingar komnir aftur í gang Grindvíkingar voru í stuði í öruggum 27 stiga bikarsigri á ÍR-ingum. Skyttur liðsins röðuðu niður þristum og Brenton Birmingham slökkti á einum besta sóknarmanni landsins og hélt honum í 9 stigum í gærkvöld. ÁNÆGÐUR Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki verið annað en mjög ánægður með frábæra alhliða spilamennsku Grindvíkinga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Starfsmenntaráð hvetur umsækjendur til að sækja um verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur: Gæðaverkefni sem nýtast þeim hópum sem misst hafa atvinnu eða eru í sérstakri áhættu með að missa vinnuna. Verkefni þar sem áhersla er á nýsköpun og þróun í starfsmenntun og tengjast erfiðri stöðu fyrirtækja til að sinna þessum þáttum á samdráttartímum í atvinnulífi. Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi á heimsíðu Starfsmenntaráðs Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Starfsmenntaráðs www.starfsmenntarad.is N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A Styrkir FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson hefur ekki farið leynt með óánægju sína að fá ekki að spila reglulega hjá Portsmouth og vill því leita á önnur mið. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Hermanns, segir Port- smouth og Coca-Cola Champions- hip-félagið Reading vera að ræða saman um hugsanleg félagaskipti. „Þetta mál er bara í vinnslu og í fullri vinsemd á milli Portsmouth og Reading. Vonandi skýrast hlutirnir í næstu viku, á hvorn veginn sem verður. Ef Hermann fer þá vill Portsmouth alla vega síður missa hann í félag sem er á svipuðum slóðum og Portsmouth í úrvalsdeildinni,“ segir Ólafur. - óþ Mál Hermanns Hreiðarssonar: Skýrast líklega í næstu viku HERMANN Óhress með að fá ekki að spila hjá Portsmouth. NORDIC PHOTOS/GETTY > Spilaði með þjálfurunum í Hollandi Nýi bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, Lucious Wagner, spilaði með þjálfurunum Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, þegar þeir léku með Woon!Aris í hollensku deildinni 2005-2006 og var þá með 15,6 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Wagner sem er 193 cm bakvörður lék síðast í Líban- on og Tékklandi. Í fyrra skoraði hann 15,3 stig að meðaltali í tékknesku deildinni og veturinn 2006-2007 var hann með 13,6 stig að meðaltali í finnsku deildinni. KÖRFUBOLTI Keflavík vann Hamar 102-57 í átta liða úrslitum Sub- way-bikars kvenna í Keflavík í gærkvöld. „Þetta var bara einn af þeim leikjum þar sem allt gekk upp hjá okkur. Ég var gríðarlega sáttur hvað lið mitt mætti brjálað til leiks. Þetta sýnir það bara að við erum á réttri leið,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Það er ekkert laun- ungarmál að ég hef ekki orðið bikarmeistari og mig langar það mjög mikið og það er mikill hugur í lið- inu og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fara alla leið en það verður ekki auðvelt,“ segir Jón Halldór. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og leiddi 29-17 eftir fyrsta leikhluta og hélt svo uppteknum hætti í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 56-36. Hamarsstúlkur máttu sín lítils gegn öflugri vörn Keflavíkur í þriðja leikhluta þar sem gestirn- ir skoruðu aðeins sjö stig gegn tuttugu stigum Keflavíkur. Tuttugu og þriggja stiga forskot Keflavíkur var vitan- lega of stór biti fyrir Hamar í lokaleikhlutan- um og Íslandsmeistar- arnir sigldu sigrinum örugglega í höfn en lokatölur urðu 102-57. Ásamt Keflavík náðu Valur og Skallagrímur að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit í gær en KR var þegar komið þangað. Valur vann stórsigur, 26-82, gegn Fjölni og Skallagrím- ur vann Heklu 88-39. - óþ Átta liða úrslit Subway-bikars kvenna í gærkvöld: Auðvelt hjá Keflavík FRÁBÆR Pálína Gunnlaugsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík í gær og skoraði 29 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.