Tíminn - 03.10.1982, Síða 17
16
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982
■ Á ofanverðrí nítjándu öld, þegar
kenning Darwins um þróun tegund-
anna var að festast í sessi og erfðafræðii
að verða til sem vísindagrein, kviknaði
sú hugmynd að ef úrval náttúrunnar
hefði á óralöngum tíma getað gert
apaketti að mannfólki, gæti þá ekki
þekking á lögmálum þróunarinnar gert
mönnum kleift að bæta kyn sitt á
skjótvirkari hátt en náttúran var fær
um.
Upphafsmaður þessarar hugmynd-
ar er oft talinn Sir Francis Galton,
náttúrufræðingur á Englandi, sem raun-
ar var náfrændi Darwins. Hann hóf
umfangsmiklar rannsóknir á líkamlegri
og andlegri getu samborgara sinna með
hæfnisprófum af ýmsu tagi, og safnaði
heimildum um þá menn sem þóttu hafa
skarað fram úr: einkenni þeirra til sálar
og líkama, uppruna og þjóðfélagsstöðu.
Áríð 1885 taldi hann sig hafa komið
hugmyndum sinum í fræðilegan bún-
Framlag mannbótafræði
tii vísinda
Rannsóknir mannbótasinna voru
misjafnar að gæðum. Sumar lögðu
drjúgan skerf til vaxtar vísindalegrar
erfðafræði, en aðrar voru marklaus-
ar í nútímaskilningi. Hitt er engum
vafa undirorpið að mannbótahugmyndir
hlutu verulegan hljómgrunn meðal
menntamanna, einkum náttúrufræð-
inga, erfðafræðinga og lækna, svo og í
hópi ýmissa sjálfskipaðra umbótamanna
í þjóðfélagsmálum,jafnt til hægri sem
vinstri í stjórnmálum. Rit og ritgerðir
þessara hugsjónamanna einkennast af
eldmóði og sannfæringu um góðan
málstað, og oftar en ekki af velvilja í
garð mannkynsins, sem þeim virtist
að væri komið á villigötur: hnignun
þess og úrkynjun blasti við. Þeir töldu
að menntun og bætt lífskjör gæti
aðeins að takmörkuðu leyti stuðlað
mið voru nákvæmlega orðuð og skilin.
Almennt virðast menn hafa verið
sammála um að reyna að fækka
og helst útrýma kyngöllum sem taldir
voru arfgengir: fávitahætti, flogaveiki,
geðveiki, berklum, heymarleysi o.s.frv.
Sumir töldu að glæpir, hyskni, vændi,ó-
megð og flakk væru einnig erfðasjúk-
dómar og verðskulduðu meðferð í
samræmi við það. Margir mannbóta-
sinnar lögðust gegn læknishjálp til handa
þeim sem haldnir voru arfgengum
sjúkdómum. „Til hvers að leyfa þessum
smitberum að geta afkvæmi og flytja
kyngalla sína til næstu kynslóða?"
spurðu þeir. Mannbótasinnar voru
yfirleitt einnig andsnúnir blöndun fólks
af ólíkum kynþáttum. Þá var það mikið
áhyggjuefni þeirra að fátæklingum
fjölgaði langtum örar en efnameira
fólki: töldu mannbótasinnar þetta stefna
í átt til úrkynjunar.
Til að ná markmiðum sínum hug-
Síðar fylgir næsta ömurleg upptalning:
Fólki er að fækka þar sem menningin er
mest: mannkynið er í þann vegað klekja
út hvorugkynsverum sem samsvara
vinnubýflugum og vinnumaurum, þar
sem fleiri og fleiri konur eru að missa
móðurhæfileikann,: berklar breiðast út:
geðveiki fer vaxandi: fábjánum og
fáráðlingum fjölgar, svo og mál- og
heyrnarleysingjum, flogaveikum og
augnsjúkunv sjálfsmorð hafa aldrei
verið tíðari; öldungum fækkar; glæpum
fjölgar; og líffæri manna á Vesturlönd-
um eru meira að segja farin að
úrkynjast. „Brjóstvídd menntaðra
manna er t.d. stöðugt að minnka“ segir
Steingrímur.
Steingrímur taldi að ef ekki yrði
gripið til skjótra aðgerða „drýgjum
vér sjálfsmorð á kynflokki' vorum
með undanrenningarvorkunnsemi
við lítilmagnann." Hann telur sig hafa
nauðsyn mannbóta, en athyglisvert er að
nær enginn þeirra vildi þó taka undir
með honum að úrkynjunarmerkja væri
þegar tekið að gæta hjá þjóðinni.
Guðmundur Hannesson læknir hóf t.d.
umfangsmiklar mælingar á hóp íslend-
inga, hæð þeirra, limaburði, beinvexti
o.fl. og leiddi að því rök í ritgerð í
tímaritinu Andvara 1926 að íslendingar
væru enn norrænt úrvalskyn, og erfið
lífskjör hefðu ekki valdið neinni veru-
legri kynspillingu. Tveimur árum áður
hafði hann skrifað grein í sama tímarit
og haldið fram yfirburðum norræna
kynstofnsins í samjöfnuði við aðra
kynstofna. í þeirri grein kemur fram sú
skoðun hans „að menning og gifta
þjóðanna sé að mestu leyti bundin við
norrænt kyn og afturförin sé vís ef það
hverfur og blóð þess blandast svo það
njóti sín ekki.“ Hann telur „enga
smáræðishættu stafa af innflutningi
ruslaralýðs" til íslands, og fjallar af
Ættgengisstofnun á
Islandi
Sá íslenskra menntamanna sem næst
á eftir Steingrími Matthíassyni lýsti fylgi
við mannbótastefnu var Guðmundur
Finnbogason, fyrrverandi landsbóka-
vörður. í greininni „Mannkynbætur" í
Andvara 1922 rakti hann upphaf
hugmynda mannbótasinna til Gáltons
og sagði frá alþjóðastarfi hreyfingarinn-
ar. En viðfangsefni greinarinnar kvað
hann að skýra fyrir Íslendingum hvað
fyrir frömuðum mannbótafræða vaki
og hvað íslendingar megi af þeim
læra.
Sjónarmið Guðmundar eru svipuð
og annarra mannbótasinna. Hann hefur
áhyggjur af fjölgun fátæklinga sem hann
telur illa gefna. „Þetta stefnir í öfuga
átt“ skrifar hann. „Kynstofninn spillist."
íslendinga telur Guðmundur standa
betur að vígi en margar aðrar þjóðir
duglegri og betur gefnu“ geti sér sem
flest afkvæmi og fleiri en hinir, „því
að þá er að mestu girt fyrir úrkynjun
kynslóðanna."
Aðra leið telur hann þó einnig
mikilvæga. „Fækkun eða útrýming
hinna vangefnu er ekki aðalatriðið"
skrifar hann. „En þó er það næsta
þýðingarmikið að girt sé eftir mætti
fyrir það að geggjað fólk og fáráð-
lingar, léttúðugt fólk og viljalaust,
afbrotamenn og vændiskonur og
annað misyndisfólk, sem í fullkomnu
ábyrgðar- og hugsunarleysi er gjarnt
á að hlaða niður börnum, geti sér
afkvæmi. Vönun á slíku fólki er
gagngerðasta ráðstöfunin og nú víða
lögleidd..
Afkynjanir og vananir
Ágúst H. Bjarnason var ekki að
fara með staðlausa stafi. Lög um
um, að fólk auki kyn sitt, ef ætla má, að
það búi yfir sérstaklega hættulegum
kynfylgjum, enda séu lítil líkindi til, að
það takmarki við sig bamagetnað á
annan hátt.“
Nasistar koma til sögu
Enda þótt hugmyndir um mann-
bætur hafi í upphafi ekki verið
tengdar neinum sérstökum stjórnmála-
hreyfingum voru þær augljóslega betur
við hæfi sumra sjónarmiða en annarra.
Þegar nasistar voru að brjótast til valda
í Þýskalandi gerðu þeir mannbótastefnu
og kynþáttahyggju að baráttumálum
sínum, og hrintu síðar í framkvæmd er
þeir tóku völdin, sem frægt er orðið.
Islenskir nasistar voru engir eftir-
bátar félaga sinna í Þýskalandi í þessu
efni. I 8. og 9. gr. stefnuskrár
ernis“ einnig á stefnuskrá sinni, og
vildi gera róttækar ráðstafanir gegn
kynblöndun og úrkynjun. „Jafnframt
verði tekin til rækilegrar athugunar“,
sagði þar, „dvöl útlendinga á íslandi
og innflutningur þeirra þegar stöðvað-
Af kunnum forystumönnum íslenskra
þjóðernissinna voru það einkum Jón
Aðils, Helgi S. Jónsson og Bjarni
Jónsson læknir sem skrifuðu blaðagrein-
ar um nauðsyn mannbóta. í almennum
áróðursgreinum var og veist að Gyðing-
um, og Kommúnistaflokkurinn talinn
gróðrarastía kynsjúkdóma og að kyn-
sjúkdómatilfellum og óskilgetnum börn-
um hefði fjölgað í réttu hlutfalli við
aukið fylgi marxista hér á landi!
Morð í nafni mannbóta
Þýsk lög um afkynjanir og vananir
fangabúðir og útrýmt; myrt með
köldu blóði í nafni mannbóta.
Hnignun mannbótafræði
Óhæfuverk nasista ber auðvitað ekki
að skrifa á reikning þeirra manna
sem hófu mannbótafræði til vegs, en
engu að síður urðu þau til þess að
mannbótahreyfingin leystist upp og
hefur ekki verið til síðan í sinni fyrri
mynd. Saga hennar virðist feimnis-
atriði, og það er t.d. athyglisvert að
þeir íslenskir sagnfræðingar, sem fást
við nútímasögu, hafa leitt hana hjá
sér.
Annað veigamikið atriði er réð
endalokum mannbótafræði voru
framfarir í erfðafræði. Mönnum skildist
smám saman að lögmál erfðanna eru
langtum flóknari en haldið var og jafnvel
í alræðisríki, svo sem ríki nasista, gæti
það tekið hundruð ára að uppræta
erfðasjúkdóma. Og kynblöndun, sem
Brot úr sögu hugmynda og hreyfingar sem margir vilja gleyma
MANNBÓTAFRÆÐI
Löngu fyrir daga nasisma voru uppi
hugmyndir um víðtækar kynbætur þjóða
og útrýmingu ,,óædri” mannfólks.
Margir íslenskir menntamenn voru
hlynntir sumum þessara hugmynda.
-m
Xoíít U UIUUUILSOK.
VANDAMÁL
MANNLEGS LÍFS
Ágúst FÍ. Bjarnason skrífaði bókina
Vandamál mannlegs lífs, þar sem tekið
var undir sjónarmið mannbótasinna.
Sir Francis Galton náttúrufræðingur
er oftast talinn upphafsmaður mann-
bótafræði. Til hans eru greindarpróf
nútíma sálarfræði einnig rakin, en þau
eru skilgetið afkvæmi mannbótafræð-
Guðmundur Finnbogason vildi stofna
ættgengisstofnun á íslandi til að fylgjast
með því hvort „kynsfofninn breytist til
,hins betra eða hins verra.“
i Vandamál mannlegs lífs eftir Ágúst
!H. Bjarnason
Guðmundur Hannesson læknir taldi
Islendingum „engin smáræðishætta
stafa af innflutningi ruslaralýðs.“
Steingrímur Matthíasson læknir var
líklega fyrstur manna til að halda fram
sjónarmiðum mannbótafræði á íslandi.
Hann óttaðist að íslendingar væru að
úrkynjast eins og aðrar menningarþjóð-
ing og nefndi hin nýju vísindi „eugen-
ics“, sem komið er af gríska orðinu
„eugenia" og merkir „vel skapað.“ Á
íslensku er eðlilegast að tala um
mannbætur og mannbótafræði eða
mannbótastefnu í þessu viðfangi.
Viðfangsefni mannbótafræði var sam-
kvæmt skilgreiningu Galtons að rann-
saka þá orsakaþætti er réðu þeim
andlegu og líkamlegu eiginleikum
manna er gengju að erfðum frá
kynslóð til kynslóðar, og þá einkum í
því skyni að bæta mannkynið, eða að
minnsta kosti til að hamla kynspell-
um.
Árið 1907 stofnaði Galton Mannbóta-
félagið á Englandi og fjórum árum síðar
Rannsóknarstofnun í mannbótafrœði.
Um svipað leyti var efnt til slíkra félaga
og rannsóknarstofnunum komið á fót
víða í Evrópu og Bandaríkjunum, og
einnig í Kina og Japan. I Þýskalandi var
hinn kunni náttúrufræðingur Emst
Haeckel í Jena frumkvöðull stefnu sem
nefnd var „Rasenbygiene“ og miðaði að
sama marki og mannbótafræði Galtons.
að auknum þroska mannkyns, vís-
indalegar mannbætur yrðu að koma
til ef árangur ætti að nást.
En verk mannbótasinna bera einn-
ig vott um hroka og hleypidóma:
hroka menntamanna sem voru full-
vissir um eigin yfirburði og réttmæti
skoðana sinna; hleypidóma um verð-
leika og vamm stétta, þjóða og
kynþátta. Galton var t.a.m. andvígur
því að Englendingar blönduðust „ó-
æðri“ kynþáttum og hafði þá einkum
svertingja í huga. Haeckel taldi norræna
menn hafa yfirburði í samjöfnuði við
aðra kynstofna og vildi t.d. útiloka alla
blöndun við Gyðinga.
Markmið mannbóta-
sinna
Mannbótasinnar settu sér tvö
höfuðmarkmið: Annars vegar að stuðla
að því að þeir sém best væru
ættaðir gætu sem flest börn. Hins
vegar að þeir sem verst væru ættaðir
gætu sem fæst börn. Það var misjafnt
eftir mönnum hverning þessi mark-
kvæmdist mannbótasinnum tvær leiðir.
Annars vegar að upplýsa svokallað
„betra fólk“ um öfugþróunina og hvetja
það til að snúa henni við með því að
geta fleiri börn, en láta ekki öreigum og
misyndisfólki einu eftir að fjölga
mannkyninu. Hins vegar að hindra
fjölgun fólks með kyngalla með því að
loka það inni á stofnunum, s.s.
geðveikra- og fávitahælum, og vana eða
afkynja einhvern hóp þessa fólks.
Mannbótafræði berst til
/
Islands
I janúar 1913 flutti Steingrímur
Matthíasson læknir fyrirlestur á
Akureyri sem hann nefndi „Heimur
versnandi fer“ og fjallaði þar um
„hnignun og úrkynjun hvítra manna.“
Steingrímur var mjög svartsýnn í
þessu erindi, og glögglega sést að
hann er vel lesinn í evrópskum og
bandarískum mannbótaritum. Hann
heldur fram kenningum um að líkam-
legu og andlegu atgervi manna á
Vesturlöndum fari stöðugt hrömandi.
orðið varan við hnignunareinkenni
með íslendingum á sama hátt og með
erlendum þjóðum, og aðeins kyn-
bótaráð og skynsamlegt vit, geti hindrað
frekari spillingu holdsins.
Að mannbótafræði veik Steingrímur
einnig í hinni víðlesnu Heilsufræði sinni,
sem kom út árið eftir. Þar segir hann
m.a.: „Margir nafnkunnir vísindamenn
hafa unnið að því að sameina í eina heild
þá þekkingu sem unnist hefur við
margrá ára reynslu í kynbótum dýra og
jurta. Það þykir fullsannað að erfðir og
ættgengi fylgi föstum lögbundnum regl-
um. Við rannsókn á ættartölum og
ættasögum má rekja sömu lögin hjá
mannkyninu. Þegar þessi vísindagrein
(sem nefnist eugenics á útlendum
málum, eða kyngöfgun) hefur náð meiri
þroská er sennilegt að benda megi á
óyggjandi ráð til að koma í veg fyrir
margt erfðabölið."
íslendingar enn óspilltir?
Fleiri íslenskir menntamenn voru sama
sinnis og Steingrímur Matthíasson um
sýnilegri velþóknun um takmarkanir a
innflutningi sumra þjóðabrota til Banda-
ríkjanna.
Ætti að leyfa útburð?
Guðmundur Hannesson kvaddi sér
enn hljóðs um mannbótafræði í Skírni
1937. Þar fjallaði hann. um doktors-
ritgerð sem Eiður S. Kvaran hafði
samið við háskóla í Þýskalandi um
íslensk ættbönd á þjóðveldisöld. Eiður,
sem var sannfærður fylgismaður nasista,
hélt því fram í ritgerðinni að íslend-
ingum hefði tekist að halda kynstofni
sínum hreinum með því m.a. að banna
hjónabönd og samræði „betri manna“
og „óæðri.", s.s. frjálsra manna og
þræla; með útburði vanskapaðra barna
og geldingu flakkara og óþjóðalýðs.
„Nú vita menn það með fullri
vissu,“ skrifaði Guðmundur, „að forni
hugsunarhátturinn er í öllum aðalat-
riðum réttur og gæfuvegur fyrir hverja
þjóð - hin hættulega villigata.“ Lauk
hann lofsorði á ritgerð Eiðs.
vegna þess að hinn upphaflegi kynstofn
hafi verið óvenju góður. Varna beri að
hingað flytjist útlendur „trantaralýður"
og blandi blóði við þjóðina.
Þá er sú hugmynd hans að stofnuð
verði ættgengisstofnun með fjölda vís-
indamanna er fylgjast með því hvort
„kynstofninn breytist til hins betra eða
verra“ athyglisverð. Sams konar hug-
mynd hafði Galton áður reifáð og e.t.v.
er hún frá honum komin.
Vandamál mannlegs lífs
Á fjórða áratugnum lýst Ágúst H.
Bjarnason, þáverandi háskólarektor,
einnig fylgi við hugmyndir um mannbæt-
ur og skrifaði heila bók um betri ræktun
íslendinga: Vandamál mannlegs lífs sem
var birt sem fylgirit við Árbók háskólans
1937-1938. Er rit hans m.a. byggt á
bókum erlendra mannbótasinna og eigin
athugunum um úrkynjun þjóða, öfug-
streymi í siðum og háttum o.s.frv. Ráð
hans til úrbóta voru í samræmi við
alþjóðleg viðhorf mannbótasinna. Aðal-
atriðið telur hann að „hinir heilbrigðari,
afkynjanir og vananir fáráðlinga, geð-
sjúkra og hættulegra afbrotamanna
höfðu verið sett í ýmsum ríkjum
Bandaríkjanna þegar fyrir Fyrri heims-
styrjöldina. Þessi lög voru mjög um-
deild, og ekki síst fyrir þá sök að þau
tæki sem notuð voru til að kveða upp
dóma um andlega hæfileika manna -
greindarpróf - þóttu ekki sérlega
traustvekjandi.
Á fjórða áratugnum voru lög um
afkynjanir og vananir, einkum á fáráðl-
ingum, sett víða í Evrópu: Á Norður-
löndum, þ.á.m. á íslandi (1938), Sviss,
Mexíkó og síðast en ekki síst í
Þýskalandi nasista.
Lög þessi voru með ýmsu móti og
gengu misjafnlega langt. I greinar-
gerð með íslensku lögunum er t.d.
varað við draumórum um víðtækar
kynbætur þjóðarinnar og „síst á grund-
velli hinna óvísindalegu kenninga um
mat á fólki eftir því, hver kynflokka-
einkenni það kann að bera.“ Markmið
laganna var, eins og það var orðað „að
koma í veg fyrir það, með viðeigandi
ráðstöfunum eða beinum læknisaðgerð-
Þjóðernishreyfingar íslendinga frá 1933
segir: „8. gr. Vjer krefjumst, að
í heilbrigðismálum sje þess framar
öllu gætt, að kynstofninn spillist ekki
af völdum arfgengra sjúkdóma. Heil-
brigði þjóðarinnar sé vernduð og efld
á grundvelli mannkynbótafræðinnar
(Rassenhygiene, Eugenik). 9. gr. Vjer
krefjumst, að strangt eftirlit sje haft með
næmum sjúkdómum, sem einkum eru
hættulegir heilbrigði þjóðarinnar, svo
sem berklaveiki og kynsjúkdómar."
Leiða má líkur að því að höfundur
þessara greina í stefnuskránni hafi
verið Eiður S. Kvaran sem stundaði
nám í mannfræði og sögu í Þýskalandi
og lauk þar doktorsprófi 1937. Hann
lést fyrir aldur fram í Þýskalandi 1939.
Eiður skrifaði nokkrar greinar í
blað nasista íslensk endurreisn 1933
sem hann nefndi „Kynspilling og varnir
gegn hcnni" og tók þar upp í öfgafyllri
mynd sjónarmið mannbótasinna.
Klofningshópur úr Þjóðernis-
hreyfingunni, Flokkur þjóðernis-
sinna, hafði „verndun íslensks þjóð-
komust í framkvæmd árið 1935 og
fram að lokum Síðari heimsstyrjaldar
var; þeim fylgt eftir af offorsi. Talið er
að á ári hverju hafi um eitt hundrað
þúsund manns verið vanaðir eða
afkynjaðir - flestir gegn vilja sínum.
Þessi örlög biðu ekki aðeins fólks sem
lýst hafi verið fávitar á grundvelli
ónákvæmra greindarprófa, heldur einn-
ig geðsjúklinga af ýmsu tagi, blindra,
heyrnarlausra, flogaveikra, drykkju-
manna, vanskapaðs fólks og raunar allra
þeirra sem taldir voru bera í erfðaefnum
sínum kyngalla.
Árið 1939 var mannbótastefna nasista
keyrð til enn frekari öfga þegar sett voru
lög er leyfðu „líknardráp“ þess fólks sem
talið var haldið ólæknandi sjúkdómum.
I þann flokk féllu m.a. geðveiki,
flogaveiki, glæpahneigð og fávitaháttur.
Á grundvelli sömu laga var fólki sem
dvalist hafði á sjúkrastofnunum leng-
ur en fimm ár, en í þeim hóp voru
gamalmenni fjölmennust, búin sömu
örlög. Þessu fólki var síðan með
reglulegu millibili safnað í sérstakar
við fyrstu sýn virðist til fyrirmyndar,
getur hæglega leitt til skelfilegs van-
skapnaðar. Eins vitum við ekki að
hvaða leyti sálargáfur manna eru
áskapaðar eða áunnar.
Hitt er þó veigamest að jafnvel þótt
unnt væri með einhverjum ráðum að
búa til fyrirmyndar fólk og útrýma
hinum sem síðri þættu, vaknar sú
spurning hvers konar fólk við viljum
að búi að jörðinni, og raunar ekki
síður hverjir þessir „við“ eru sem þær
ákvarðanir ættu að taka.
I þjóðfélagi sem skipar lýðræði í
öndvegi, virðir til hins ýtrasta einstak-
lingana, sérkenni þeirra og persónuleik,
og metur það í lengstu lög til auðlegðar
og upphefðar hverju menningarþjóðfél-
agi, að borgararnir séu innan heilbrigðra
takmarka, sem allra breytilegastir að
eðli og eiginleikum, er ekki unnt að taka
mannbótafræði alvarlega. Hún er, í
fæstum orðum sagt, í mótsögn við
ríkjandi réttlætistilfinningu og sið-
ferðissjónarmið.
- GM
Þeir sem
best eru
ættaðir geti sem
flest börn. Þeir
sem verst eru
ættaðir geti sem
fæst börn.”
Mannkynið
er í þann
veginn að klekja
nt hvorugkyns
verum.
,,Brjóstvídd
menntaðra manna
er stöðugt að
minnka”, var eitt
að áhyggjuefnum
Steingríms
Matthíassonar
læknis.
Forn
hugsunarháttur
um útburð barna
og geldingu
flakkara í ,,öllum
aðalatriðum
réttur og
gæfuvegur
w
Ættgengis
stofnun fylgist
með því hvort
kynstofn Islendinga
breytist til hins
verra eða hins
betra.
Islenskir
nasistar vildu
vernda heilbrigði
þjóðarinnar
á grundvelli
mannbótafræði.
r
Mannbóta
fræði hrundi
vegna óhæfuverka
nasista í hennar
nafni og aukinnar
þekkingar á flókn-
um lögmálum
erfðanna.
wm Æbsbæí
Þjóðfélag
sem virðir
lýðræði og sérkenni
einstaklinga getur
ekki tekið
mannbótafræði
alvarlega.
17