Tíminn - 03.10.1982, Síða 20

Tíminn - 03.10.1982, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 leigupennar í útlöndum ■ Svíar eru nýbúnir að kjosa og ég sé ekki að gengið verði framhjá slíkum stórtíðindum í Stokkhólrasbréfum, eigi þau að rísa undir nafni. Ekki einasta býst ég við að lesendur mínir í Helgartímanum vilji fá að heyra af fleiri herbergjum hér eystra en því rauða, heldur ber einnig að minna á að þetta voru allt í senn kosningar til bæja- stjórna, „landsþings" og til ríkisþings. Af samþjöppun auðs. Menn hljóta að hafa heyrt minnst á launþegasjóðina sem voru mál málanna í kosningaslagnum hér. Þaö mál snýst um að launþegar leggi fyrir dálitlar summur til að kaupa fyrir hlutabréf í fyrirtækjum. Gegn þessari uppástungu hafa samtök fyrirtækjaeigenda risið öndverðir. Samtökin hafa kostað til fjórðungi milljarðs, reiknað í íslensk- um krónum (100 railljónir sænskar), í herferð gegn launþegasjóðunum. Er það áætlað tvöfalt meira fé en áróður flokkanna fyrir kosningarnar kostaði, svo eitthvað er mönnunum mál að breiða úr sér. Ein af helstu röksemdum sósíaldemó- krata fyrir launþegasjóðunum er að þeir muni draga úr hinni geypilegu sam- þjöppun valds sem einkennir sænskt efnahagslíf. Staðreyndin er nefnilega sú að fáeinar fjölskyldur ráða öllu í stórfyrirtækjunum. Mig minnir að Svíar eigi níu af tíu stærstu fyrirtækjum Norðurlanda, og hér í landi cru það aðaílega þrjár fyrirtækjasamsteypur, sem stýra efnahagslífinu, Wallenberg- hringurinn, Verslunarbankahringurinn og Volvohringurinn. Verslunarbanka- menn hafa haldið í tauminn í fyrirtækj- um.á borð við PLM (sem framleiðir m.a. flöskur og dósir), SCA (pappír) og AGA (gas, logsuðutæki), en Volvo, sem eins og menn kannast við framleiðir bíla og aðrar vélar, hefur nýlega eflst mjög að fjármagni við að ganga til samstarfs við braskhring Anders Wall: Volvo er langstærsta fyrirtæki á Norðurlöndum. Wallenbergættin hefur hins vegar lengi borið höfuð og herðar yfir aðra í sænsku efnahagslífi. Ættin á mikið magn hlutabréfa, en áhrifin eru margfalt meiri en hlutafjáreignin segir til um. Stærsti banki Norðurlanda, Skandinaviska En- skilda Banken, er eitt þeirra fyrirtækja sem Wallenbergar ráða yfir. Þekktustu framleiðslufyrirtækin sem Wallcnberg- hringurinn hefur vald á eru eftirfarandi: að semja við þær um að fella niður tolla og taka í staðinn upp sölugjald. Krúger náði valdi á L.M. Ericsson og miklum námurekstri í heimalandi sínu. Kaup- hallarverð allra Krúger-verðbréfa nam í ársbyrjun 1930 3.500.000.000 sænskra króna; gangverð hlutabréfanna var nálægt tíföldu nafnverði og gróðinn geysilegur (1929 var hann t.d. 72% af nafnverði bréfanna). Svo kom kreppan 1930 og allt hrundi. ívar var í París og skaut sig. En bíðum við. Nú skýtur upp kolli Markús Wallenberg og er svo heppinn að verða skiftaráðandi í þrotabúi Krúgers. Kaupir hann þá sjálfur og ættmenn hans nokkur fyrirtæki úr búinu, sem menn héldu að væru ekki annað en ónýtur pappír. En það voru þau ekki, ónei. Wállenbergar höfðu annars byrjað að braska þegar á síðustu öld og gengið vel. Uppúr aldamótum þjöppuðust fyrirtæki í Svíþjóð nokkuð saman og stóðu Wallenbergar sig vel í þeim slag. Fall Krúgers varð svo aftur vatn á myllu þeirra. í fyrra stríðinu hafði Krúger vajcið og dafnað vegna hlutleysis • Svía. Sama verður upp á teningnum í seinna stríðinu, eins og kunnugt er, en þá eru það einmitt Wallenbergbræðurn- ir, Jakob og Markús, sem sópa saman gróða, minnugir aðferða ívars heitins. Annar bræðranna, mig minnir Jakob, hafði sig í frammi í stálviðskiptum við þýska, en hinn fór hljótt. Um þær mundir var stál mikill bisniss í Evrópu. Eftir stríðið sneru þessir hagsýnu menn aftur dæminu við til að auðvelda samstarfið við sigurvegarana vestanhafs og Markús-tók við fánanum. Því fjölyrði ég um þessa menn að nú er hægt að ganga úr skugga um að örlög Wallenbergbræðranna eru ekki hin sömu og Krúgers. Kúla grandaði ívari, en<jiáttúruleg hrörnun varð fyrri til við bræðurna. Jakob lést fyrir ekki margt löngu, en Markús hrökk uppaf í fyrri viku. Mér skilst að ívar Krúger hafi verið fjármálajöfur af þeirri sort sem ekki svífst neins og sem metur efnahag og sjálfstæði lands síns síst meira en annarra landa. Aftur á móti hefur verið sagt um Markús heitinn að þö að hann hafi verið svínharður braskari þá hafi hann þó alltaf verið dálítið þjóðlegur. Til dæmis mun honum hafa þótt nóg um fyrirferð Bandaríkjamanna í viðskipta- heiminum. Markús Wallenberg hefur því væntanlega hugsað skv. lögmálinu. „Ég vil arðræna mitt fólk sjálfur"; slíkt Kosmngar 1 sjonvarpinu Elektrolux (heimilistæki), SKF (kúlu- legur), L.M. Ericsson (símar), SAAB- Scania (bílar, flugvélar, tölvur), ASEA (vélar, t.d. járnbrutir, kjarnorkuver), Atlas-Copco (vélar), Kema-Nord (efna- gerð), Swedish Match (eldspýtur) og Stora Kopparberg (pappír, málmar, orka). Þessi fyrirtæki eiga verksmiðjur víða um lönd. Árið 1970 veltu SKF, ASEA, SAAB-Scania, LME og Eld- spýtnafélagið (SM) 3.344.000.000 doll- ara, höfðu 230.000 manns í vinnu og á að giska 70 verksmiðjur erlendis. En sumum finnst ekkert mikil eignasam- þjöppun í Svíþjóð. ívar Krúger hét maður. Hann sölsaði undir sig gjörvöllum eldspýtnaiðnaðin- um sænska í fyrri heimsstyrjöld og var það mikill iðnaður, hlutafé plús vara- sjóðir í stríðslok yfir hundrað milljónir króna (en kaupið á eyrinni ein króna). Allt margfaldaðist þetta svo margfald- lcga í höndunum ábraskséníi þessu, sem náði ítökum í ótal fyrirtækjum ótal landa; aftur á móti þróaðist eldspýtna- gerðin heima í Svíþjóð ekkert hjá honum. ívari varð m.a. að féþúfu að þýskir auðjöfrar fluttu fjármagn í sænska banka þegar þeir sáu fram á ósigurinn í stríðinu. Á seinni helmingi 3. áratugarins snýr hringurinn sér svo að því að nota hið gífurlega lánstraust sitt til að lána þjóðríkjum með bágán fjárhag, m.a. Frakklandi og Þýskalandi. Námu ríkislán Krúgers tæpum 2 mill- jörðum sænskra króna; en gegn þessu útvegaði hann sér einkasöluleyfi á eldspýtum. Hann sigraðist á því vanda- máli sem verndartollar voru með því að kaupa innlendar verksmiðjur, með því að útvega ríkisstjórnum lán og með því getur flokkast undir sjálfstæðisbaráttu, ef viljinn er góður. Hins vegar var hann manna duglegastur að fjárfesta í útlöndum, eins og kom fram ofar, og ráðamcnn hvort það er skilið sem heimsvaldastefna, þróunarhjálp, fjár- magnsflótti og gróðasmygl eða sem trygging fyrir sænskan fjárhag. En nú bíða menn spenntir eftir að sjá hvað verður um Wallenberg-heimsveldið að Markúsi liðnum. Efst á baugi verður sú spurning hvort valdið í efnhagslífinu muni nú enn þjappast saman eða hvort það gagnstæða gerist. Launþegasjóðvarpsþáttur Jæja, mér gengur illa að halda mér að efninu, eins og venjulega. Það var þetta með launþegasjóði og kosningarnar. Hægrimenn telja að launþegasjóðirnir séu alveg óskaplega hættulegir og eigi eftir að breyta Svíum í eins konar Rússa og þá Palme í Brésnéf. Hægrimenn segja líka að stjórnmálamenn og fulltrúar verkalýðsfélaganna hafi ekki hundsvit á peningum svo að það sé óðs manns aéði að láta þá stjóma fyrirtækjum. Þessu er svo til svarað að verkalýðsfélögunum muni í lófa lagið, rétt eins -og auðmönnum (sem eins og' aðrir geta verið fávísir og skortir jafnvel suma fjármálavit), að ráða í vinnu lærða og snjalla rekstrarfræðinga og fjármála- menn, menn sem geta þá gætt hlutar launþega í fyrirtækjunum. Annað atriði í þessu sambandi er að launþegasjóðirn- ir verða að hluta fjármagnaðir með launaskatti, sem. mun þá minnka svigrúm til launahækkana. Þetta þýðir.í reynd að launþegar borga af kaupi sínu þennan hluta sjóðsframlagsins: Ættu auðmenn að geta unað því vel. Þetta þýðir þá að launamcnn leggja skipulega fyrir af tekjum sínum til að eignast hlutabréf. En annar hluti framlagsins til sjóðanna verður sérstakur gróðaskattur á fyrirtækin. Þegar hægrimenn svara þessum tillög- um ræða þeir fjálglega um að hver og einn eigi að geta keypt sér sín hlutabréf að vild og eiga hið opinbera og verkalýðsfélögin ekkert að skipta sér af því. Hægrimenn hafa líka gert nokkuð til að auka kaup almennings á slíkum bréfum með því.að veita skattafslátt. En því miður gildir þar eins og svo oft að sumir hafa alls ekki efni á hinum hagkvæma sparnaði. Launalágir menn kaupa engin hlutabréf hvort sem það er hagstætt eða ekki því þá vantar fé til þess. Hér gildir fornkveðið: Það er dýrt að vera fátækur. Eitt í viðbót skal nefnt um þetta mál og það er að kratarnir vilja endilega fá einhvern af borgaraflokkun- um (annan miðflokkinn eða Hægriflokk- inn) til að semja við sig um launþega- sjóðsmálið. En þeir borgaraflokksmenn hafa bara svarað fussumsvei, nei, svei og súddirarírei til þessa: Við göngum ekki til samninga við neinn um að gera Svíþjóð að sósíalistaríki! Föstudagskvöld fyrir kosningar deildu leiðtogar stóru stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal um stefnumálin. Undan- farnar vikur hefur afar mikið verið fjallað um kosningamar í sjónvarpinu. Sérstakar úttektir voru gerðar á hinum ýmsu málaflokkum í löngum þáttum, stöðugar umræður, vikuna fyrir kosning- ar voru leiðtogarnir hver um sig teknir rækilega í gegn, og loks leiddu þeir saman hesta sína á föstudagskvöldið. Og hálf þjóðin fylgdist með. Ulf Adelsson, hinn ungi og hressilegi foringi Hægri- manna ógnaði Svíum með Rússagrýl- unni, og virðist hann blanda saman kafbátamálinu og launþegasjóðunum. En hann átti dálítið bágt með að gera grein fyrir því hvers vegna skuldin við útlönd var núll þegar kratar fóru frá 1976 en er núna þetta 60-80 milljarðar sænskra króna (mig minnir að þeir hafi tekið 125.000.000 skr. að láni á viku undanfarið); en Hægriflokkurinn er frjálshyggjusinnaður, sem vænta mátti, og vill að ríkið skeri sem mest niður starfsemi sína. Ola Ullsten, foringi Þjóð- arflokksins, var ekki í mjög góðu formi, enda sögðu kosningaspár fyrr um daginn að flokkur hans mundi næstum helming- ast í kosningunum. Og rættist sú spá. Ullsten þrábað vinstrisósíalistann Lars Werner að benda á eitthvert land í heiminum þar sem kommúnismi og lýðræði færu saman, en í hvert sinn sem hann hafði spurt, sagði stjórnandi þáttarins að Werner mætti því miður ekki svara spurningunni, því hann hefði engan tíma til þess í bili samkvæmt reglunum. Þegar Werner komst svo loks að löngu síðar svaraði hann dylgjum Ullstens um atburðina í Póllandi með því að spyrja hann hvers vegna Þjóðarflokkurinn héfði ekki fordæmt hryðjuverk fsraelsmanna í Beirút, en flokkurinn hefur alltaf verið mjög vinsamlegur fsrael. Þetta var nú ekki mjög fróðlegt tal og gekk skv. formúl- unni „En hvað með Víetnam, hvað með íran, Kólumbíu, Guatemala, hvað með Ungverjaland ’56, Tékkóslóvlakíu ’68, Kóreu, Afganistan? o.s.frv.”, þar sem keppst er um að telja upp glæpi stórvelda, en tala þeirra er sem kunnugt er legíó. Werner er ævinlega spurður um utanríkisstefnuna, þar sem hann kemur fram; en innanríkisstefna hans virðist mörgum vera næsta lík stefnu krata. Fálldin forsætisráðherra þótti gera það gott í einvígi við Olof Palme um daginn í sjónvarpinu, en höfuðboðskapur hans nú var að kratar vissu ekki hvar þeir ætluðu að taka alla peningana sem þeir væru búnir að lofa að eyða. Palme svaraði þessu á þann veg að þeir ætluðu að hækka söluskattinn og vinnuveit- endaskattinn. Fálldin: Jájá, enn einu sinni söluskatt- urinn; hvað ætliði eiginlega að eyða honum oft? Palme: Ooo, - ætli við eyðum honum nema einu sinni. Við verðum þá kannski að bæta við fleiri sköttum, eins og þið Árni Sigurjónsson skrifar Stokkhólmsbréf

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.