Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 6
6_____________ stuttar fréttBr ■ Verkmenntadeildirnar eru vel búnar tækjum. VERKMENNTUM SÓMI SÝNDUR Á AKRANESI AKRANES: Ný hús fyrir verklega kennslu við Fjölbrautaskólann á Akranesi voru tekin í notkun hinn 17. september s.l. við sérstaka athöfn. Fyrsti verksamningurinn við byggingu húsanna var undirritaður síðari hluta ágústmánaðar 1981 og hófust þá framkvæmdir við grunn og gerð veggeininga. Bygging og frá- gangur húsanna hefur því gengið ákaflega vel. Verknámshúsin eru tvö, 380 fer- metrar hvort og tengd saman með milli byggingu sem er um 40 fermetrar að grunnfleti. í öðru húsinu er verknámsdeild málmiðna og var það hús fullfrágengið þegar hinn 20. maí í vor og þá notað til skólaslita. í hinu húsinu er verk- námsdeild rafiðna og vélstjóradeild svo og kennslustofur til kennslu í faggreinum ásamt sameiginlegri snyrtingu fyrir alla nemendur í þessum greinum. Kostnaður við bygginguna er nú röskar 5 milljónir króna, en eftir er að setja niðurvélar í véladeild.smíða lyftibúnað í verknámssal málmiðna og fólkslyftu fyrir hreyfihamlaða upp á aðra hæð hússins. Munu nemendur vinna að hluta þeirra verkefna. Meðal starfandi iðnaðarmanna á Vesturlandi hefur verið áhugi á eftirmenntunarnámskeiðum í málm- og rafiðnum. Er nú í ráði að halda slík námskeið í nokkrum greinum í vetur. -HEI ■ Hin nýju iðnmenntunarhús Fjöl- brautaskólans á Akranesi eru sam- tals um 800 fermetrar að grunnfleti. 70 fyrirtæki tóku þátt í firmakeppni á Akranesi ■ Nýlega kjörin stjórn Bridge- klúbbs Akraness: Þorgeir Jósefsson, Eiríkur Jónsson, formaður og Alfreð Þór Alfreðsson. AKRANES: Alls tóku 70 fyrirtæki þátt í firmakeppni Bridgeklúbbs Akraness sem haldin var nýlega og vill'klúbburinn koma á framfæri til þeirra þakklæti fyrir veittan stuðn- ing. Röð efstu fyrirtækja var þessi: 1. Hótel Akranes 85 stig, spilari Þórir Leifsson, 2.-3.Skagaver 81 stig, spilari Hermann Guðmundsson, 2. -3. Hjólbarðaviðgerðin hf. 81 stig, spilari Vigfús Sigurðsson, 4. Nóta- stöðin hf. 80 stig, spilari Jón Alfreðsson, 5.-6. Heimaskagi hf. 79 stig, spilari Pálmi Sveinsson og einnig í 5.-6. sæti með sama stigafjöida Bjarnarlaug, spilari Hail- dór Sigurbjörnsson. Fyrsta keppni klúbbsins í vetur var raunar tveggja kvölda einmennings- keppni og var röð efstu manna þannig: 1. Þórir Leifsson 151 stig, í 2. og 3. sæti Guðjón Guðmundsson og Hulda Jónsdóttir/Helgi Júlíusson með 150 stig og jafnir í 4.-5. sæti Hermann Guðmundsson og Bent Jónsson með 149 stig hvor. Á aðalfundi B.K.A. sem haldinn var um miðjan september s.l. var Eiríkur Jónssön kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru: Þorgeir Jósefsson, og Alfreð Þór Alfreðsson. -HEI Heimili fyrir fjölfatlaða á Akranesi VESTURLAND: Bygging heimilis fyrir fjölfatlaða er hafin á Akranesi á vegum Svæðisstjórnar um málefni þroskaheftra og öryrkja á Vestur- landi. Heimilinu - sem verður um 340 fermetrar að flatarmáli - hefur verið valinn staður að Vesturgötu 102, í nágrenni skóla, sjúkrahúss og íþróttahúss. Heimilið er áætlað fyrir 7 fjölfatlaða einstaklinga, 5 til langtímabúsetu og 2 til skammtíma- dvalar. Auk þess verður aðstaða fyrir starfsfólk. í ráði er að taka húsið í notkun á næsta ári, því erfitt hefur reynst að fá úrlausn í vistíhtarmálum fjölfatlaðra. HEI ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 fréttir Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar 30 ára: ÞÚSUND VERKEFNI UNNIN A HVERJUM MANUÐIHJA SKÝRR — Átta milljónir bókstafa rúmast í tölvum SKÝRR ■ Guðmundur Sigurðsson og Jon Ketilsson við innskriftarborð tölvu- búnaðarins ■ Hluti af starfsfólki SKÝRR á fúndi - (f.v) Helgi Eggertsson, María Sig- mundsdóttir, Svanhildur Hilmarsdóttir, Halldór Gunnarsson og Stefán Kjærneste'* ■ Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar eru 30 ára um þessar mundir. En það var í ágústmánuði 1952 að ríkið og Reykjavíkurborg undirrit- uðu samning sem leiddi til stonfunar SKÝRR eins og fyrírtækið hefur verið nefnt síðan. Markmið stofnunar SKÝRR var sú að standa sameiginlega að rekstrí á vélabúnaði og ná þannig fram hagkvæmni í rekstri sem yrði báðum aðilum til hagsbóta. Hér á eftir fer yfirlit um starfsemi SKÝRR, auk þess sem birtar eru myndir úr daglegu starfi innan fyrirtækisins. - ESE Fyrstu vélar SKÝRR voru ekki tölvur í nútímamerkingu heldur „mekanískar“ vélar til að vinna úr upplýsingum, sem gataðar höfðu verið á þar til gerð spjöld. Fyrsta eiginlega tölvan kom ekki fyrr en árið 1964 eða 12 árum seinna. SKÝRR hafa leitast við að fylgjast vel með framþróun tækninnar og hafa endur- nýjað vélakost sinn í samræmi við það. 1978 var brotið blað í sögu SKÝRR þegar stofnunin fékk 2 tölvur til umráða. Því fylgdi mikið rekstraröryggi og síðan hafa SKÝRR því jafnan haft yfir 2 tölvum að ráða og nú síðast 2 tölvum af gerðinnii IBM 4300. Minmð í fyrstu tölvu SKÝRR rúmaði aðeins 4000 stafi í einu, en minnið í hvorri tölvunni, sem SKÝRR hafa nú til umráða, rúmar 4 milljónir stafa i einu, eða þúsund sinnum fleiri. Árið 1968 fengu SKÝRR fyrstu tölvuna með seguldiskum og segul- böndum til geymslu á upplýsingum. Til samans rúmuðu fyrstu diskamir 15 milljónir stafa. Geymslurými á diskum í dag er 6000 milljónir stafa eða 400 sinnum meira en fyrir 14 árum. Og í segulbandageymslu SKÝRR eru í dag um 8000 segulbönd. 2 milljónir lína prentaðar á sólarhring Þegar SKÝRR voru stofnaðar var kostnaður við gerð hugbúnaðar hverf- andi lítill en vélar voru dýrar. Á undanförnum árum hefur verð á vélbúnaði lækkað mikið hlutfallslega og að sama skapi vinnslutaxtar SKYRR. En á sama tíma hefur kostnaður við gerð hugbúnaðar farið hækkandi. Mest af þeim hugbúnaði, sem SKÝRR nota í dag, hefur verið framleitt hjá SKÝRR, þó að nokkur kerfi hafi verið fengin tilbúin frá öðrum. Við fram- leiðsluna hafa SKÝRR leitast við að nota nýjustu framleiðsluaðferðir með það fyrir augum að lækka framleiðslu- kostnað. Þetta er gert með því að nota í æ ríkara mæli tölvurnar sjálfar ásamt sérstökum hugbúnaði við framleiðsluna. Þá hefur verið farið út á þá braut að fá notendunum sjálfum hjálpartæki í hend- ur til þess að þeir geti annast einfalda skýrslugerð úr eigin upplýsingum. Hjá SKYRR eru unnin um 1000 verkefni í hverjum mánuði og samfara því prentaðar 1,5-2 milljónir lína á sólarhring. Helstu verkefni unnin hjá SKÝRR eru: Þjóðskrá og félagaskrá, fasteignaskrá, bifreiðaskrá, launakerfi ríkis og Reykjavíkurborgar, bókhald ríkis og' Reykjavíkurborgar, reikninga- kerfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Raf- magnsveitna ríkisins og nokkurra smærri rafveitna utan Reykjavíkur, tekjubók- hald ríkisins, álagning og innheimta, Gjaldheimtan í Reykjavík og póstgíró- bókhald. Úr einu herbergi í eigið húsnæði Á þeim 30 árum, sem liðin eru frá því að SKÝRR tóku til starfa, hefur húsnæði stofnunarinnar tekið miklum stakkaskiptum. Starfsemin hófst árið 1952 í einu skrifstofuherbergi í Tjarnargötu 12. Árið 1964 flutti stofnunin í eigið húsnæði að Háaleitisbraut 9 og hefur starfað þar síðan. Húsnæðið var síðan stækkað árið 1973 og síðustu 3 árin hafa verið uppi áform um að byggja enn við húsið. Úr framkvæmdum hefur þó ekki orðið enn. Því hafa SKÝRR orðið að taka á leigu húsnæði til að bæta úr brýnni þörf. Alt fram til ársins 1977 var öll vinnsia hjá SKÝRR í formi runuvinnslu. Allar upplýsingar, sem vinna átti úr, voru gataðar í spjöld eða voru skráðar á disklinga og niðurstöðunum var skilað prentuðum á pappír. Árið 1977 hófst einnig svoköliuð sívinnsla þar sem notandinn er við skjá á sínum vinnustað, skjá sem tengdur er við tölvu SKÝRR um símalínur. Þekktustu dæmin um slíka vinnslu er að finna hjá Gjaldheimt- unni í Reykjavík. Þessi sívinnsla hefur vaxið mjög og eru nú á annað hundrað skjáir ogönnur jaðartæki tengd SKÝRR um símalínur. Og þessum tækjum fjölgar stöðugt. Er áformað að 1983 verði komin tenging hringinn í kring um landið. Þá geta embætti úti á landi sent upplýsingar til SKÝRR í gegnum þetta símalínunet. í dag er umferðin um þann hluta netsins, sem tilbúinn er, um hálf milljón sendinga á mánuði. Vöxtur sívinnsl- unnar hefur þó ekki verið á kostnað runuvinnslunnar, sem hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta sanna þær 30-40 milljónir lína, sem prerilaðar eru hjá SKÝRR í hverjum mánuði eins og áður sagði. Skrifstofa framtíðarinnar En með sívinnslunni hafa líka opnast nýir möguleikar fyrir notendur að gera meira á eigin spýtur og verða óháðir tæknimönnum umm einfalda skýrslu- gerð. Og með þessu teljaSKÝRR að stigið sé fyrsta skrefið í áttina að skrifstofu framtíðarinnar. Til að auðvelda notendum þetta skref hafa SKÝRR farið út í að bjóða námskeið fyrir notendur. Hér er um að ræða námskeið um tölvur og tölvu- vinnslu almennt og einnig um þau hjálpartæki, sem notendur þurfa á að halda. Þá stendur notendum einnig frekari aðstoð til boða, ef þeir þurfa á að halda. Stjórn SKÝRR skipa 4 menn, tveir frá hvorum eignaraðila, Sigurður Þórð- arson, deildarstjóri, formaður, Har- aldur Sigurðsson, yfirverkfræðingur, Haukur Pálmason, yfirverkfræðingur og Stefán Ingólfsson, deildarverkfræðingur. Starfsmenn SKÝRR eru alls um 90 talsins. Stofnuninni er skipt í 5 deildir en þær eru: vinnsludeild með 15 starfsmenn, þjónustudeild með 22 starfsmenn, kerfisfræðideild með 29 starfsmenn, ráðgjafadeild með 3 starfs- menn og skrifstofa með 11 starfsmenn. Við önnur störf eru 12. Forstjóri SKÝRR er dr. Jón Þór Þórhallsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.