Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 íþróttir Umsjón: Sigurður Helgasorf' Þeir deila hart ■ Liðsandinn í landsliði Vestur- Þýskaiands í knattspyrnu hefur ekki þótt alltof góður á undanförnum mánuðum. Þeir Karl-Heinz Rumm- enigge og Uli Stielike eiga til dæmis í blaðadeOum um ástæðuna fyrir tapinu í úrslitaleiknum. Rummenigge heldur því fram, að sú tilhneiging Stielike að fara fram á völlinn í tima og ótíma hafi valdið því að vörnin hafi verið galopin og svo hafi virst, sem hann væri að reyna að gleðja áhangendur félagsins sem hann leikur fyrir á Spáni, Real Madrid, í stað þess að stefna að því að hlutur þjóðar hans í keppninni yrði sem mestur. Stielike heldur því á hinn bóginn fram, að valið á Rummenigge í liðið hafi verið dauðadómur. Hann hafi ekki verið ínógu góðu líkamlegu ástandi tU að leika, en hann hafi hins vegar sannfært Jupp Derwall um að svo væri og því hafi farið sem fór. ■ HérerHreiðar Jónsson að dæma leik á Laugardalsvelli. Hreiðar á Wembley — Dæmir leik Englands og Luxemburg ■ „Það var að berast skeyti um að ég eigi að dæma þennan leik. Þetta er mjög óvænt, en mérlístmjögvel áverkefnið,“ sagði Hreiðar Jónsson knattspyrnu- dómari, sem tilnefndur hefur verið sem dómari í leik Englands og Luxemburgar á Wembley 15. desember n.k. „Þetta er fyrsti leikurinn sem ég er dómari í erlendis, ég hef farið nokkrum sinnum sem línuvörður og þess vegna kemur þetta mikið á óvart. Það hefur ekki verið ákveðið hverjir verði Iiiru verðir, það verður gert á fundi a morgun. Það verða áreiðanlega ein- hverjir reyndir." Hvemig muntu búa þig undir leikinn? . „Ég verð að hlaupa úti til að ná upp pústi, en það er ekkert sérstakt framundan hér nema skólamót KSÍ. Það er leikið við erfiðar aðstæður og lítt spennandi. Það má því eiginlega segja að þetta komi á slæmum tíma, en við því er ekkert að gera, annað en að fara og standa sig.“ Hvernig telur þú að íslenskir knatt- spyrnudómarar standi samanbori ð við erlenda? „Þeir standa mjög vel. Ég hef séð dómara dæma erlendis og okkar dóm- arar standa jafn vel að vígi sem dómarar og þeir. Það er t.d. hægt að miða við hvaða einkunnir íslenskir dómarar hafa fengið þegar þeir hafa dæmt leiki erlendis." *•> Þór sigraði UMFG tvisvar ■ Grimlvíkingar lögðu land undir fót- og heimsóttu Akureyri um helgina. Þie.a.s. körfuknattleiks- lið UMFG, en það lék í 1. deild gegn Þórsurum í tvígang. Þórsarar unnu báða leikina nokkuð örugglega og því má segja, að Suðumesjamenn hafi ekki sótt gull í greipar þeirra Norðanmanna. Fyrri leikurinn sem fram fór á laugardag var fyrsti leikur Þórs í 1. deUdinni í ár, en Grindvíkingar töpuðu gegn Haukum um síðustu helgi. Leiknum lauk með 10 stiga sigri Þórsara, þeir gerðu 79 stig, en andstæðingarnir 69. j hálfleik var staðan 41-26. í síðari leiknum sigruðu Þórsarar mun stærra, eða 81-48 og þá var staðan í hálfleik 37-26. Stigahæstir í báðum liðum í báðum leikjum voru Bandaríkjamennimir Robert McField hjá Þór skoraði 34 stig í þeim fyrri og 37 í síðari leiknum, en Mike Sales hjá Grindavík skoraði einnig 34 stig í fyrri leiknum, en 32 í þeim síðari. GK. Akureyri/sh KR-ingar lögðu slakt Framlið — Sigruðu 93-83 ■ Framarar eru ekki í miklu „stuði“ í körfuboltanum þessa dagana. Þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeildinni og á laugardaginn voru það KR-ingar sem lögðu þá að velli. Leiknum lauk með 10 stiga mun, 93-83, en í leikhléi var staðan 47-43. Framarar sakna nokkurra góðra leikmanna sem léku með þeim í fyrra. Símon Ólafsson er meiddur, Viðar Þorkelsson er í þann mund að enda knattspyrnutímabilið og Guðsteinn Ingi- marsson er ekki byrjaður að æfa cnnþá. Það munar um minna og er bakvarða- skortur þeirra stórvandamál. Góður árangurí fyrsta hlaupi ■ Á föstudag efndu frjálsíþrótta- mcnn í KR til innanfélagsmóts á Valbjarnarvöllum í Laugardal. Keppt var í 400 metra grindahlaupi og náðist mjög góður árangur. Stefán Hallgrímsson var í fyrsta sæti og hljóp á 53,3 sek., en hann hafði áður náð best á þessu ári 53,7 sek. í öðru sæti varð Guðmundur Skúla- son, en hann hljóp á 55,4 sek. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hljóp 400 metra grindahlaup og er tími hans frábær sé tillit tekið til þess. Hjörtur Gíslason var einnig að hlaupa vegalengdina i fyrsta sinn og hljóp hann á 55,9 sek., sem er einnig góður árangur. sh Grikkir sigruðu ■ Á laugardaginn var háður einn leikur í F.vrópukeppni landsliða í knattspyrau. Luxemborgarmenn fengu Grikki í heimsókn og sigruðu gestirnir sem skorðuðu tvö mörk gegn engu. Það var Anastopoulus sem skoraði bæði mörk Grikkja, sem eru i efsta sæti í riðlinum, en með þeim leika Danir, Englendingar og Ungverjar auk Luxemborgarmanna. Þetta var annar leikurinn í riðlin- um, þeim fyrsta lauk með jafntefli Englendinga og Dana 2-2. f úrvalsdeildinni Stewart Johnson var að vanda aðalmaðurinn í KR-liðinu og gegn Fram skoraði hann 41 stig. Páll Kolbeinsson sýndi einnig góðan leik og skoraði 15 stig, en Jón Sigurðsson lék einnig vel. Kristján Rafnsson, sem lék með KR í fyrra og hafði í hyggju að ganga í ÍR hefur greinilega skipt um skoðun, því hann lék með KR á laugardaginn og víst er það góður liðsauki hjá KR, sem eru með mikið af ungum og reyndum leikmönnum í liði sínu. Þorvaldur Geirsson var drýgstur við að skora fyrir Fram, eðá 27 stig og kaninn Douglas Kintzingcr gerði 25. sh ■ Stewart Johnson er í góðu formi um þessar mundir. Higgins var í miklu ,,studi” — er Keflavík vann ÍR 70-64 ■ Keflvíkingar með Bandaríkja- manninn Tim Higgins í fararbroddi unnu sinn annan sigur í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik er þeir unnu ÍR í Hagaskóla á sunnudag. Higgins skoraði 35 stig í leiknum og gerði sér lítið fyrir og hirti 25 fráköst í leiknum sem er mjög góður árangur. ÍR-ingar byrjuðu betur, en Kefl- víkingar náðu að jafna og í hálfleik * var staðan 35-31. 1 síðari hálfleik var sama upp á teningnum. En þegar leiknum lauk höfðu Keflvíkingar skorað 70 stig, en ÍR-ingar 64. Gylfi Þorkelsson var stigahæstur ÍR-inga í leiknum með 14 stig, en hann lék mjög vel og hið sama má segja um Kolbein Kristinsson, Krist- in, Jör. og Hjört Oddsson. Eins og fyrr segir var Higgins stigahæstur hjá Keflavík, en næstur honum kom Jón Kr. Gíslason, en hann skoraði 13 stig. í lið ÍBK vantaði Þorstein Bjarnason, sem nú leikur með íslenska iandsliðinu í knattspyrau í Irlandi. Hann hefði án efa styrkt Keflavíkurliðið, en því tókst þó að sigra án hans. sh Þegar Torf i fór í gang — tryggðu Valsmenn sér sigur á UMFN ■ Það sem setti einna helst svip sinn á fyrri hlutá leiks UMFN og Vals í úrvalsdeildinni í kröfuknattleik, sem leikinn var í Njarðvík á laugardag var sterkur varnarleikur beggja liða og mikið af mistökum í sóknarleiknum. Það var greinilega mikil pressa á leikmönnum liðanna, enda var barist um toppsætið. Leikurinn var geysilega jafn nær allan tímann. Liðin höfðu til skiptis forystu -og í hálfleik var staðan hnífjöfn 43-43. Það var ekki fyrr en á síðustu 6 mínútum leiksins sem Valsmenn náðu að tryggja sér forystu sem leiddi til sigurs. Valur Ingimundarson, sem verið hafði besti maður Njarðvíkinga og var búinn að skora 28 stig varð að fara af leikvelli með fimm villur og bá var eftirleikurinn auðveldari fyrir Valsmenn. Þegar þetta gerðist var staðan jöfn 71-71, en þá tók Torfi Magnússon sig saman í andlitinu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri og tryggði Valsliðnu kærkominn sigur. Og þegár upp var staðið var Torfi búinn að skora 25 stig fyrir Val og varð þeirra stigahæstur. Tim Dwyer skoraði 20 stig, Kristján Ágústsson 16 og Ríkharður Hrafnkelsson 13. Alex Gordon var næst stigahæstur Njarðvíkinga á eftir Val og skoraði hann 26 stig. En hans styrkur er fyrst og fremst fólginn í varnarleiknum. Þar er hann mjög sterkur. Valsmenn og Keflvíkingar hafa nú forystu í úrvalsdeildinni og hafa bæði liðin fjögur stig. sh ■ Torfi Magnússon lék mjög vel undir lok leiksins í Njarðvík. Stúdentar unnu Skallagrím ■ Stúdentar, sem féUu úr úrvals- deildinni siðastliðið vor, léku sinn fyrsta leik að sinni í 1. deild í Borgaraesi á laugardag. Það voru heimamenn, Skallagrímur sem voru andstæðingar þeirra og urðu heima- menn að lúta í lægra haldi gegn liði ÍS. Leiknum lauk 99-69, eða 30 stiga sigur ÍS. Það var Bandaríkjamað- urínn Pat Bock, sem var drýgstur í liði Stúdenta, en þeir hafa á að skipa góðu Uði og verða áreiðanlega í toppbaráttu í vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.