Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 1
ísland í sænskum blöðum — Bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBRÉYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 12. okt. 1982 232. tbl. -66. árgangur. Erlent yfirlit: > Kosningar vestra — bls. 7 Setning Alþingis — bls. 12-13 Mjólkur- hamstur — bls. 5 Fíkniefni á lo — bls. 23 a áskrift 86300 - Kvöids Steingrímur Hermannsson vill ganga til samstarfs vid stjórnarandstöduna: „VILL SEMJA UM HVE- NÆR KOSID VERDUR' ¦ - Ég tel skynsamlegast,eins og málin horfa núna, og sýni mesta ábyrgð bæði stjómar og stjórnarand- stöðu,'að menn gengju að verki og semdu um hvenær kosningar yrðu, og þá í vor, og ynnu síðan saman að því að koma málum á rekspöl og ná árangri. Þetta sagði Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra, er Tíminn bar undir hann ástand og horfur í þingbyrjun. - Mér er alveg ljóst að ríkisstjórn með meirihluta sem ekki er starfhæfur í neðri deild situr ekki lengi og tel ég nauðsynlegt að kosningar verði fyrr en seinna. Ég er reiðubúinn að leita samstarfs við stjórnarandstöðuna um nauðsyn- legan framgang mála, m.a. í efnahags- málum og ákveða þá í sameiningu hvenær kosningar verða. Steingrímur sagðist ekki telja óeðli- legt að kosið yrði í mars-apríl. Um það gæti náðst samkomulag og yrði síðan unnið í þinginu af fullri ábyrgð við að fleyta nauðsynlegustu málum áleiðis og vinna að hjóðnun verðbólgu. Sjánánar á bls. 3. RÁÐHERRA í FJÁR- VEITINGANEFND? — Forsætisráðherra mun ekki óska eftir endurkjöri Eggerts Haukdal ínefndina ¦ Kosningar í fastanefndir þingsins eiga að öllu forfallalausu að fara fram í dag. Þó getur orðið nokkur dráttur á þar sem nokkrar sviftingar eiga sér stað í þingliði Sjálfstæðisflokksins, en það er óvenjulegt að skipt sé um menn í þingnefndum á miðju kjörtímabili. Tíminn hefur góðar heimildir fyrir að Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra hugsi Eggert Haukdal þegjandi þörfina fyrir að hafa hlaupist undan merkjum og óski eftir því að Eggert verði ekki endurkjörinn í fjárveit- inganefnd. f hans stað mun stungið upp á Friðjóni Þórðarsyni dóms- málaráðherra í nefndina. Eggert er ekkert hrifinn af því að hætta störfum í þessari eftirsóknarverðu nefnd, en hún er kosin í sameinuðu þingi og ef stjórnarliðar leggjast á eitt er hægur vandinn að kjósa Friðjón í nefndina. En þá er spurningin hvort einhver af sjálfstæðismönnum í stjórnarand- stöðu vill gefa eftir sæti sitt til að Eggert geti haldið áfram setu í fjárveitinganefnd, en þannig er hægt að koma hlutunum fyrir, því Eggert er ekkert billegur þegar hann vill fá eitthvað fyrir snúð sinn. OÓ Þri'nnt Mir flntt íi slxsa- deild t'ltir htirKuárcK^tur sem varð u gatnarnótuni Litluhlíð- ar pg Reykjanesbrautar a átjánda timanum i pir. ,\ð sö^n lögreglunnar i Kokja- \ík. >ar Austin Mini ckiO al Lítlllhlíð inn a Rt\kjanes- brautina, án þess að okuinaiV ur virti biðsk>ldu sem þar ur, í veg f yrir bíl sem ekiðvareftir Reykjánesbrautinni i ijorður, Þaú sem slosiiðust \oru «>11 farþegar i Mini bílnum< en ökumaður hans slapp onieidd- -Sjii IinianiMid Su'rrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.