Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 4
' -MHOVIKUtKAGUR 13. OKTÓBER 1982 ■ Bragi Þórðarson, forstj. Hörpuútgáfunnar, Elín Þorvaldsdóttir, verslunarstjóri Bókaskemmunnar og Kristbjörg Þórðardóttir, afgreiðslu- maður i hinni nýju Bókaskemmu Hörpuútgáfunnar á Akranesi. Þriðja bóka- búðin opnuð á Akranesi Akrancs: Bókaskemma Hörpuútgáf- unnar opnaði á Akranesi þann 1. október s.l. Eru bókaverslanir bæjar- ins þar með orðnar þrjár, en fram að þessu hafa tvær bókaverslanir Andrésar Níelssonar þjónað Akur- nesingum dyggilega, segir í frétt frá Hörpuútgáfunni. Hörpuútgáfan hef- ur starfað í 22 ár og gefið út á annað hundrað bækur. Að sögn Braga Þórðarsonar, forstjóra Hörpuútgáfunnar voru það einkum tveir þættir sem réðu því að útgáfan fór út í stofnun nýrrar bókavcrslunar á Akranesi. Fyrir síðustu jól var rýmkað mjög um veitingu bóksöluleyfa í byggðarlög- um sem hafa fleiri en 3.000 íbúa. Sú breyting auk mikillar fólksfjölgunar á Akranesi undanfarin ár séu helstu ástæður þess að ákveðið var að opna þriðju bókaverslun staðarins. f Bókaskemmu Höipuútgáfunnar verður boðið upp á allar íslenskar og erlendar bækur, auk bóka útgáfunn- ar. Einnig verður lögð áhersla á að hafa til sölu ný erlend blöð og tímarit auk annarrar alhliða þjónustu bóka- verslana. Jafnframt verð seldar þar nótur og hljómplötur og er aðstaða í versluninni til að hlýða á þær, svo að enginn þurfi nú að kaupa köttinn í sekknum. - HEI Bók um hundrað ár í Hólaskóla að koma út ■ Bókin „Bændaskólinn á Hólum 1882 til 1982 - afmælisrit" kemur út um næstu mánaðamót okt./nóv. Bókin er 286 blaðsíður að stærð og prýdd fast að hundraði mynda af ýmsu tagi. Það var sem kunnugt er hátíðanefnd Bændaskólans á Hólum sem ákvað fyrir um ári síðan að gcfa út þetta afmælisrit og réð Sölva Sveinsson til að sjá um það verk. Meginefni bókarinnar skiptist í fjóra kafla. Fyrsta kaflann - Þættir úr sögu Hólaskóla - skrifa Páll Sigurðsson frá Lundi um bruna skólahússins. á Hólum haustið 1926 og Sölvi Sveinsson um Hólaskóla í 100 ár og afmælishátíðina s.l. sumar. í öðrum kafla - Skólalíf- er greint frá félagsstarfsemi og ýmsu er hcnni tengist. Millifyrirsagnir eru: Fjár- hættuspil og fyllirí - „Blóminn fagur kvenna klár“ - Fáar. stúlkur á staðnum - Hólar-Löngumýri - í- þróttir - Ferð á sæluviku 1922 - Þorrablót - Yrkingar - og fleiri. í þriðja kafla bókarinnar - Úr skólablöðum - eru birt sýnishorn úr blöðum nemenda, ritgerðir, smásög- ur, 'ljóð, skrýtlur, hugleiðingar og fleira. í fjórða þætti - í Hólaskóla - minnast 12 menn námsdvalar sinnar á Hólum, þeir: Brynjólfur Eiríksson frá Skatastöðum (1895), Eiður Guð- mundsson á Þúfnavöllum (1906), Björn Jónsson í Bæ (1922), Jónas Pétursson á Lagarfelli (1932), Magnús H. Gíslason á Frostastöðum (1934), Helgi Jónasson á Grænavatni (1942), Sigríður Ágústsdóttir Stóra- Kroppi (1951), dr. Stefán Aðal- steinsson frá Vaðbrekku (1951), Bjarni Böðvarsson Þinghóli (1958), Pétur Ó. Helgason á Hranastöðum (1967), Gunnþórunn Ingólfsdóttir Króki í Norðurárdal (1976) og Bjarni Stefán Konráðsson á Frosta- stöðum sem útskrifaðist á s.l. vori. Þeim sem hug hafa á að eignast bókina - en ekki hafa enn gerst áskrifendur - er bent á að skrifa til Bændaskólans á Hólum eða hafa símasamband. Verð bókarinnar er 350 kr. til áskrifenda að viðbættum scndingarkostnaði. „Þú bærinn minn ungi...” Suðurland: „Þú bærinn minn ungi..", hljómplata mcð söng Sam- kórs Selfoss er nýlega komin á markaðinn. En fyrsta lag plötunnar er „Selfoss", eftir stjórnanda kórsins Björgvin Þ. Valdimarsson við Ijóð Frímanns Einarssonar. Einnig eru á plötunni lög eftir: Pálmar Þ. Eyjólfs- son, Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Ágústsson, og Þórarin Guðmunds- son. Á plötunni eru einnig erlend lög: Ungverskt þjóðlag, norskt þjóðlag, lag frá Katalóniu og þjóðlag í útsetningu Trivosaari. Píanóleikari með Samkór Selfoss er Geirþrúður F. Bogadóttir, en einnig leika: Gísli Helgason á flautu, Helgi Kristjánsson á gítar og Björg- vin Valdimarsson á trompet. Samkór Selfoss gefur plötuna út, en hljóðritun fór fram í Stúdíó Nema s.f. Alfa sá um pressun en Prisma um filmuvinnu. Kórinn var stofnaður árið 1973 og hélt sína fyrstu tónleika í Eyrar- bakkakirkju á jólum það ár. Jólatón- leikar með öðru tónlistarfólki á Selfossi er árviss viðburður í starfi kórsins. - HEI Víða tekinn upp sá háttur að hafa mötuneyti með í göngur: GANGNAMENN NU FEST MATARASTA guðmundi — sem séd hefur umeldamennsku tvö síðustu haust í Öldumóðuskála á Grímstungu- heiði ■ „Það er óákaplegur munur frá því sem áður var, að geta nú sest að heitri máltíð þegar komið er í skála að kvöldi í stað þess að þurfa að draga upp kaldan skrínukostinn“, sagði Magnús Ólafsson bóndi á Sveinsstöðum er við röbbuðum við hann nýlega um þann hluta fjallgangnanna sem sjaldan er getið, en það er viðurværi og aðbúnaður man'na til fjalla í göngum á haustin. En af fjölmörgum myndum sem árlega birtast af gangnamönnum í réttum mætti einna helst ætla að þeirra eina fæða í fjallferðum væri „brjóstbirtan^ Frá upphafi vega hafa menn orðið að nesta sig að heiman í fjallgöngur með skrínukost, sem þeir háfa stíft úr hnefa með sjálfskeiðungi, stundum jafnvel allt að því frosinn ef illa hefur viðrað til fjalla. Að sögn Magnúsar er nú sá háttur víða upp tekinn að hafa mötuneyti í göngum. f Öldumóðuskála á Gríms- tunguheiði hefur Guðmundur Berg- mann bóndi í Öxl - gamalreyndur gangnamaður - nú séð um eldamennsk- una síðustu tvö haust og hafa gangna- menn þar að vonum fest matarást á Guðmundi. En menn taka að sjálfsögðu hraustlega til matar þegar komið er í skála að kvöldi að loknu löngu og oft ströngudagsverki. - HEI ■ Eldhúsinnréttingin, sem hann Guðmundur í Öxl hefur við að búa í Öldumóðuskála á Grímstunguheiði á fjallgöngum á haustin, þætti nú líkast til ekki upp á marga fiska á betrí bæjum. Guðmundur er hinsvegar ekkert að fetta fingur út í slíka smámuni, heldur er hans höfuðmarkmið að seðja félaga sína á kjamgóðum mat þegar þeir koma til skála að kveldi. ■ I Öldumóðuskála á Grímstunguheiði er ekki um nein tveggja manna herbergi að ræða heldur tveggja manna kojur. En ekki fer spurnum af því að slíkir smámunir haldi lengi vöku fyrir mönnum eftir að þeir halla sér. Myndir M.O. M „Meira kaffi strákar". Guðmundur í Öxl sinnir nú eldamennskunni af ekki minni kostgæfni heldur en eltingarleiknum við þrjóskar skjáturnar upp til heiða á umliðnum áratugum. Guðmundur er nú kominn eitthvað á áttræðisaldurinn. Við vegginn að baki gangnamanna sér í kojurnar í Öldumóðuskála. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum: Flugstöd frestað ■ Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi ályktar, að með tilliti til þeirra miklu efnahagslegu áfalla sem þjóð- arbúið hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum ásamt alvarlegri erlendri skulda- stöðu þjóðarinnar sé augljóst að jafn stór fjárfesting og bygging nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, sem að meginhluta mundi fjármagnast með gt'furlegum erlcnd- um lántökum, verði frestað um óákveðiun tíma. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vest- fjarðakjördæmi gerir sér Ijósa þá nauðsyn sem bygging nýrrar millilandaflugstöðvar er' fyrir samgöngur íslands við umheiminn. En tninmr a, aö þótt mikið hafi áunnist í samgöngumálum landsmanna á undanförn- um árum er þar þó margt enn ógert. Ennþá er heill landshluti - Vestfirðir - vegasam- bandslaus við vegakerli landsins um 7 mánuði á ári hverju. Meðan svo varir í samgöngumálum heils landshluta, ásamt þeim miklu efnahagsörðugleikum sem þjóð- in á við að stríða í dag, yrði frestun á jafn fjárfrekri opinberri framkvæmd og bygg- ingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli einungis í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í fjárfestingarmálum, og fjár- liagsgetu þjóðarinnar við núverandi aðstæð- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.