Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1982 tekinn tali ■ „Sem kjörinn þingmaður tel ég mig bera þá ábyrgð að breyta í hvívetna eftir því, sem landi og þjóð er fyrir bestu að mati eigin samvisku. Þess vegna tel ég fráleitt að „leyfa“ minnihluta þingsins að fella nauðsyn- legar aðgerðir með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum og hella þannig yfir þjóðina feiknar- legum efnahagsvanda“. orðum um stöðu efnahagsmála í ríkjun- um í kringum okkur, sem er í raun umgjörð efnahagsmála okkar. Á fslandi hefur sjávarafli mjög dregist saman og markaðir mikilvægra afurða reynst erfiðir. Sjávarafli hefur fyrstu 8 mánuði þessa árs dregist saman um 30% . í tonnum og 16% í verðmætum miðað við sama tíma í fyrra. Þorskafli hefur minnkað úr 384 þúsund tonnum jan-ágúst 1981 úr 302 þúsund tonn á sama tírna á þessu ári. Loðnuaflinn hefur minnkað úr 188 þúsund tonnum í 13 þúsund tonn á sama tíma. Miklir erfiðleikar hafa verið með sölu á skreið og kjöti og líkur á birgðasöfnun í síld. Bandaríkjamarkaður fyrir freð- fiskinn er auðvitað í hættu þegar Kanadamenn bjóða sinn fisk á miklu lægra verði og berjast jafnframt um á hæl og hnakka að auka gæðin. Vöruútflutningur hefur dregist saman um 12-13% það .sem af er árinu 1982 miðað við 1981 og viðskiptakjör hafa versnað líklega um 2% á þessu ári. Hallinn á viðskiptum við útlönd er talin muni nema 10.4% af þjóðartekjum 1982 eða um 3.000 miljónum króna. Minnkun útflutningstekna hefur í för með sér að hlutfall greiðslubyrði hækkkar. Talið er að á þesu ári muni erlendar skuldir nema um 45% þjóðar- tekna og greiðslubyrðin verða 23% af útflutningstekjum. Öllum hlýtur aðvera ljóst, að þetta er erfið staða. Menn bera gjarnan saman við erfið- leikaárin 1967-68. Þá minnkuðu út- flutningstekjur jafnvel enn meira en nú,en aðstaðan var önnur. Markaðir voru vaxandi og hækkandi og fram- undan var útfærsla fiskveiðilögsögunnar með stórauknum sjávaraflaíslendinga. Nú er aðstaðan í umheiminum erfiðari, flestir fiskistofnar fullnýttir og erfitt að nýta orkulindimar til aukinnar fram- leiðslu, þegar orkufrekur iðnaður á í miklum erfiðleikum, sbr. álverið og kísilmálmjárnverksmiðjuna. Minnkun útflutningstekna hefur haft þær afleiðingar, að kaupmáttur í landinu hefur verið meiri en kaupmáttur landsins út á við. Við þesar aðstæður ákvað ríkistjórnin að grípa til efnahagsaðgerða. Hvað er framundan? Spár benda til að framfærsluvísitala muni hækka um 17-18% 1. nóv. n.k. Vegna bráðabirgðalaganna munu verð- bætur á laun hins vegar' aðeins hækka um 7-8%. Lánskjaravísitala hefur hækk- að mjög að undanförnu og nú líklega um 80% á ársgrundvelli. Það mun valda mörgum erfiðleikum við að standa í skilum með verðtryggð lán. Þau mál þarf að athuga sérstaklega. f efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að vísitölukerfinu verði breytt. Að verðmiðunarkerfi launa verði breytt. Þjóðhagsstofnun telur, að með aðgerðunum 1. des. og breyttu vísitölukerfi verði verðbólga ársins 1983 40% ef ekki verði frekar að gert. Líkur benda til áframhaldandi sam- dráttar þjóðartekna á næsta ári. Ekki er á að treysta að sjávarafli aukist á næsta ári. Áhrif erfiðleikanna á þessu ári munu koma skýrar fram á næsta ári og menn verða því á árinu 1983 að reikna með minnkandi kaupmætti á því ári, minnkandi einkaneyslu og sam- drætti í fjárfestingu. Meginmarkmiðið hlýtur að verða að draga úr viðskiptahalla á næsta ári. íslendingar geta ekki haldið áfram að lifa við svona mikinn halla og skulda- söfnun í kjölfar hans. En erfitt mun reynast að draga úr viðskiptahallanum án aflaaukningar. Stjórnmálastaðan. Þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin greip til, eru viðnámsaðgerðir til að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla. Aðgerð- unum fylgdi yfirlýsing um viðbótar- ráðstafanir, s.s. breytingu á vísitölu- kerfi, breytingu á orlofslögum og sérstakrar láglaunabætur til þeirra er verst standa að vígi að taka á sig kjaraskerðingu. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gefið út yfirlkýsingar um að hún æmuni fella bráðabirgðalögin. Þingflokksformenn beggja stjórnarandstöðuflokkanna hafa látið það koma skýrt fram. Menn velta því nokkuð fyrir sér hvernig stjórnarliðar skuli bregðast við í þessari stöðu. 1 því efni skiptast menn í flokka. Sumir telja réttast að leggja bráðabirgðalögin strax fram í neðri deild og láta það koma fram strax hvort stjórnarandstaðan ætlar að fella þau. Falli lögin verður að efna til kosninga í vetur. Þeir sem þannig vilja fara að telja flestir að stjórnarandstaðan muni guggna á því að fella lögin. Felli hún hins vegar lögin verði hún ber að því að vilja fyrst og fremst ríkisstjórnina feiga og þá líklega undir kjörorðinu: „Skítt með þjóðarhag." Sumir telja hins vegar rétt að leggja lögin strax fram í efri deild, láta lögin fá þingræðislega meðferð í báðum deildum og nefndum og beita nokkru málþófi þannig að lögin komi ekki til atkvæða í neðri deild fyrr en eftir 1. des., en þá hafa þau tekið gildi. 1 því tilviki mundi stjórnarandstaðan tæpast fella skerðingu verðbótanna, en hins vegar fella alla tekjuöflun ríkis- stjórnarinnar og þar með ríkisstjórnina. Þá er líklegast að kosningar verði í mars - apríl 1983. Loks eru þeir, sem vilja þæfa málið og láta bráðabirgðalögin ekki koma til atkvæða fyrr en undir þinglok, þing þá rofið og kosið í lok júní '83. Þessi leið er að kmínu viti engan veginn fær og fráleit. Fyrst í stað var ég þeirrar skoðunar, að réttast væri að leggja lögin strax fram í neðri deild og láta reyna á hvort þau hefðu kþingmeirihluta. Mér virtist stjórnarandstaðan standa kviknakin frammi fyrir þjóðinni ef hún felldi lögin, ber að því að taka pólitíska skyndihags- muni fram yfir þjóðarhag. En eftir því sem ég hef velt málinu meira fyrir mér, hefur mér orðið betur Ijóst að það er illa verjandi að gefa stjórnarandstöðunni þannig færi á að fella lögin. í því sambandi vil ég benda á eftirfarandi atriði: 1) Bráðabirgðalögin eru aðeins hluti af heildaraðgerðum í efnahagsmálum. Hinn hlutinn eru lagafrumvarp um láglaunabætur, breytingar á vísitölu- kerfinu og breytingar á orlofslögum. Auðvitað á að ræða þessar aðgerðir í heild, en ekki láta stjórnar- andstöðuna velja út úr á þann hátt sem hún vill ræða og fella. Þess vegna þurfa öll þessi lagafrumvörp að koma fram strax þannig að fjalla megi um þau með bráðabirgðalögunum. 2) Það getur ekki verið rétt í þeirri efnahagsstöðu sem við erum í að leggja spilin beint í hendurnar á óábyrgri stjórnarandstöðu. Það getur ekki verið rétt að láta óábyrga stjórnarandstöðu í minni hluta ráða ferðinni og nota úrelta deildaskipan þingsins til þess að fella bráðnauðsyn- legar viðnámsaðgerðir. 3) Það getur ekki-verið rétt að láta óábyrgan stjórnarandstöðuminni- hluta fella efnahagsaðgerðir og steypa þannig yfir þjóðina 80-90% verðbólgu og stórauknum við- skiptahalla og þar með aukna erlenda lántöku. 4) Reyndar telja sumir, að stjórnar- andstaðan muni ekki treysta sér til að fella bráðabirgðalögin þegar til kemur. En það getur ekki verið rétt að taka áhættuna af því að gefa stjórnarandstöðunni þetta tækifæri. Til þess er allt .of mikið í húfi. 5) Sem kjörinn þingmaður tel ég mig bera þá ábyrgð að breyta í hvívetna eftir því, sem landi og þjóð er fyrir bestu að mati eigin samvisku. Þess vegna tel ég fráleitt að „leyfa“ minnihluta þingsins að fella nauðsyn- legar aðgerðir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og hella þannig yfir þjóðina feiknarlegum efnahags- vanda. 6) Stjórnarandstaðan beitir iðulega málþófi á þingi til þess að tefja framgang mála. Minnihlutinn kemur þannig í veg- fyrir að meirihluti þingsins geti afgreitt mál, sem þingstyrkur er fyrir. Ég tel því ekkert athugavert við það þó meiri hluti þingsins flýti ekki afgreiðslu bráða- birgðalaganna fyrir 1. des. 7) Vegna deildaskiptingar þingsins hefur minnhlutinn ærin tækifæri til þess að fella ríkisstjórnina. Það er unnt að gera það með því að fella alla tekjuöflun stjórnarinnar. Þá er henni ekki lengur stætt. Þingræðislega séð sé ég ekki allan mun á því hvort stjórnarandstaðan fellir ríkisstjórnina um miðjan nóvember eða í byrjun desember. Það hefur hins vegar feiknarleg áhrif á efnahag landsins, hvort þetta skeður þannig þrem vikum fyrr eða seinna. Ábyrgir stjórnarþingmenn geta ekki leikið sér að því að láta minnihluta, óábyrga stjórnarand- stöðu, ráða svona hlutum. 8) Falli bráðabirgðalögin fyrir 1. des. svo rjúfa verði þing og efna til kosninga er í óefni komið. Það tekur um 2 mánuði að undirbúa kosningar og getur tekið 2-3 mánuði að mynda nýja ríkis- stjórn. Sú ríkisstjórn þarf síðan einhvern tíma til að koma sér saman um efnahagsaðgerðir. Af þessu gæti leitt að enginn hefði vald til að grípa til viðnámsaðgerða í um það bil hálft ár. Á meðan mundi verðbólgan æða áfram stjórnlaust og viðskiptahallinn við útlönd aukast og þar með erlendar lántökur. Auðvitað hljóta ábyrgir stjórnmálamenn að reyna að koma í veg fyrir slíkt ástand. 9) Falli efnahagsaðgerðirnar fyrirl.des. með þeint afgleiðingum, sem ég hefi hér lýst, mun þessi ríkisstjórn fá slæma dóma. Menn munu lengi / minnast efnahagsástandsins þegar hún fór frá, en líklega fljótlega gleyma óábyrgri minnihluta stjórnar- andstöðu sem felldi nauðsynlegar viðnámsaðgerðir. 10) Efnahagsmálin heyra undir forsætis- ráðherra og hann situr í efri deild þingsins. Af þeirri ástæðu, þó ekki væru fleiri, hlýtur að teljast eðlilegt að hann leggi frumvarp sitt fram í sinni deild. Ég ætla að láta þeim eftir, sem vilja láta reyna strax á atkvæðagreiðslu í neðri deild, að rökstyðja sitt mál. Sjálfsagt má finna nokkur rök fyrir þeirri skoðun, þó mér finnist andrökin yfirgnæfandi. Nú ríður á að menn hugleiði stöðuna vel. Framundan er vafalaust tími talsverðra átaka. Tvö námskeið á vegum Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins: jfEru opin öllum fram sóknar- mönnum ff — segir Einar Hardarson, skólastjóri félagsmálaskólans ■ Nú hefur ekki mikið borið mikið á Félagsmálaskóla Framsóknar- flokksins. Hvernig er starfsemi hans háttað? Þó ekki hafi borið mikið á starfsemi skólans hefur hún verið talsverð og vandað til þess sem gert hefur verið. Skólinn hefur haldið félagsmálanámskeið, fræðslufundi um ýmis dægurmál, gefið út bækling um fjölskyldumál og komið því til l.eiðar ásamt FUF í Reykjavík að keypt hafa verið dýr kennslutæki og m. fl. Ein ástæðan fyrir því að ekki hefur borið mikið á skólartum er sú að mörg þeirra námskeiða sem haldin hafa verið hafa ekki verið auglýst. Þú segir að keypt hafi verið tæki til kennslu. Hver eru þessi tæki? Þetta eru fullkomið myndupp- tökuband, myndatökuvél, ljós, hljóðupptökutæki og annað sem með þarf. Þessi tæki munu auðvelda kennslu í ræðumennsku og hvers konar framkomu og gera hana mun markvissari þar sem fólki verður ekki aðeins sagt hvernig það kemur fyrir heldur fær það að dæma um hvernig frammistaða þess hefur verið. Nú hafið þið auglýst tvö námskeið í október, er skólinn að breyta um stefnu og fara að starfa meira opinberlega? Ég held að það sé langsótt að tala um stefnubreytingu, skólinn hefur á hverju ári haldið nokkur opin námskeið. Hins vegar stendur til að fjölga þeim námskeiðum sem auglýst verða. Áætlað er að eitt til tvö námskeið verði haldin í nóvember og í febrúar, mars og apríl verða einnig haldin námskeið sem auglýst verða síðar. Engu að síður er skólinn opinn þeim sem óska eftir sérstökum námskeiðum fyrir afmarkaða hópa. Ég tel Iíka eðlilegt ef félagssamtök eða hópar innan Framsóknarflokks- ins hyggja á námskeiðahald að þeir hafi samráð og samstarf við Félags- málaskólann. Skólinn mun eftir bestu getu verða við óskum þeirra. Vil ég undirstrika það við lands- byggðarmenn að þeir hafi samband við skólann og fái notið þeirra tækja sem hann hefur. Hvernig fer námskeiðið í sjón- varpsframkomu fram? Námskeiðið hefst á ítarlegum fyrirlestri um hvernig menn eigi að haga sér fyrir framan sjónvarps- myndavélar og hvernig ekki. Inn í fyrirlesturinn fléttast starf frétta- manna, samskipti við þá og margt fleira sem mjög þarflegt er að vita fyrir þá sem eiga eftir að koma fram í sjónvarpi. Síðan hefjast verklegar æfingar þar sem reynt er að líkja sem mest eftir þeirri aðstöðu sem er fyrir framan sjónvarpsmyndavélamar. Til námskeiðs þessa sem fer í hönd um næstu helgi höfum við fengið mjög hæfan stjórnanda. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að öllum trúnaðarmönnum flokksins og þeim sem gegna ábyrgðarstörfum fyrir hann er nauðsynlegt að sækja a.m.k, eitt slíkt námskeið. Nám- ■ Einar Harðarson. skeiðið er opið öllum framsóknar- mönnum og verði meiri aðsókn heldur en hægt' er að taka á móti á þetta námskeið mun annað verða haldið fljótlega. Hvernig fer stjórnmála og félags- málanámskeiðið fram? Þetta er hefðbundið félagsmála- námskeið með kennslu í fundar- störfum og félagsmálum en auk þess verða flutt þrjú erindi af forystu- mönnum flokksins um stjómmála- viðhorfin, stjómmálaviðhorfin og Framsóknarflokkinn og um efna- hagsmál. Þetta er auðvitað gert til að auka skilning þátttakenda á stjórn- málum og gera þá hæfari til að svara fyrir um stefnu flokksins úti í þjóðfélaginu. Fluttur verður fyrir- lestur um nútíma stjórnun og fjallar hann um hvernig stjórnanda beri að haga sér við stjórnun, eðli stjórnunar og m.fl. Auk þessara atriða munu sjónvarpsupptökutækin koma mikið við sögu. Þetta námskeið er ætlað fólki á öll- um aldri sem vill auka við þekkingu sína á stjómmálum, bæta framkom- una í ræðustól og verða betri ræðumenn. Ég vil því hvetja alla unga menn og konur sem vilja taka þátt í skipulagsbundnu starfi Fram- sóknarflokksins og berjast fyrir auknu fylgi flokksins að láta ekki svona námskeið fara fram hjá sér. Hver er framtíðarstefna skóians? Hún er ‘ áframhaldandi starf af þessu tagi, að auka þekkfngu á stjórn og félagsmálum innan Framsóknar- flokksins, að gera framsóknarmenn hæfari til að starfa með öðram í þjóðfélaginu, að þjálfa upp unga menn og konur til að taka við stjómartaumum þjóðfélagsins og síðast en ekki síst að vinna að útbreiðslu þekkingar á störfum og stefnu Framsóknarflokksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.