Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 6
 Reykjavík býdur upp á stórkostlega möguleika” .AUGLÝSINGAHERFERDIN HAFT FRABÆR AHRIF" — segir Knut Berg, stöðvarstjóri Flugleiða f Stokkhólmi ■ Hvað er stærsta diskótek Evrópu? - f London? f Róm? í París? -Nei, af öllum stöðum á jörðinni þá er það í Reykjavík á íslandi. Svana Baldursdóttir, Snorra Brynjólfsdóttir og Freyja Höskuldsdóttir velta því tyrir sér livenær þú komir til Islands. Setningar þessar sem vitnað er í hér að ofan eru teknar úr auglýsingum sem Flugleiðir hafa verið með í sænskum blöðum að undanförnu. Hafa auglýs- ingarnar mælst misjafnlega vel fyrir og telja ýmsir að innihald þeirra sé hið mesta skrum, auk þesssem verið sé að selja einmana mönnum ferðir í „kynlífsparadfsina" á íslandi. Hefur ýmislegt í auglýsingunum og í auglýs- ingabæklingi Flugleiöa þótt vcra á mörkum velsæmisins, hvað varðar heiður íslcnskra kvenna og hafa þessar raddir orðið háværari eftir að sænska stórblaöið Expressen gerði út blaða- mann til aö kanna hvað hæft væri í þessum auglýsingum. f greinum sínum um „hclgarfcrðirnar" segir blaða- maðurinn Giesela Fridén að auglýs- ingarnar séu stórlega ýktar og finnur fslandi og Flugleiðum auk þess ýmislegt til foráttu. T.a.m. scgist hún ekki hafa sloppið í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og fleira í þeim dúr inn á stærsta diskótckiö í Evrópu, og hún ber til baka allan orðróm um að íslenskar stúlkur séu eitthvað lauslát- ari en gengur og gerist... Sá maöur sem haft hel’ur einna mestan veg og vanda af auglýsinga- herferð Flugleiða í Svíþjóð, er stöðvarstjórinn Knut Berg. Bcrg þessi sem er norskur að ætt og uppruna, hefur starfað fyrir Loftleiðir og síðar Flugleiðir um tæplega 14 ára skeið og m.a. var hann staðscttur í New York fyrir nokkrum árum og cr því prýðilega heimsvanur. Knut Berg er staddur hérlendis um þessar mundir í sambandi við ráðstefnu stöðvarstjóra Fluglciða og hann var meira en fús að ræða við Tímann um auglýsingarher- ferð Flugleiða... -ESE ■ - Hugmynd okkar með þessari auglýsingaherferð. er að vekja athygli á Islandi sem ferðamannalandi á öðrum árstímum er bara á sumrin, scgir Knut Berg, stöðvarstjóri Flugleiða í Stokk- hójtni í viðtali við Tímann. - Viö vitum að fólk í Svíþjóð og Noregi og víðar vill bregða sér í stuttar helgarferðir aö vetrarlagi og okkar takmark er að sýna fram á að þaö er til fleira en bara London og París. Þetta fólk vill bara bregða sér út í smátíma og fá tilbreytingu segir Berg og bætir því við að hann sé þeirrar skoðunar að þá sé ísland og Rcykjavík allt eins frambærileg og fyrrnefndar borgir. Það er hægt að skemmta sér í Reykjavík - En það verður að auglýsa landið til að fá fólk hingað. Við gcrðum okkur strax grein fyrir að það þýðir ekki að ætla að vinna nýjan markað á gömlum slagorðum. Fólk á Norðurlöndunum veit allt um Geysi og heitu hverina, en það veit ekki - eða þar til nú - að það er hægt að skemmta sér í Reykjavík og ekki bara híma inni á hótelherbergi. Þegar við vorum að undirbúa auglýs- ingaherferðina og við vorum reyndar búnir að ákveða að auglýsa Reykjavík sem borg þar sem hægt er að skémmta sér í, þá kom grein í sænska blaðinu Aftonbladet, þar sem sömu hlutum og við ætluðum að fara að auglýsa var slegið upp. Blaðamaður Aftonbladet hafði verið í Reykjavík og farið í veitinga- húsið Broadway og hann lýsti því sem stærsta diskóteki Evrópu. Annað í þessari grein var eins og klippt út úr því sem við vorum að sctja upp í auglýsingunum og auk þess birtist skömmu síðar í TV:s Magasinet (Sjón- varpsblaðinu) í Expressen grein eftir fræga blaðakonu þar sem því var haldið fram að ef menn vildu skemmta sér ætlega þá ættu þeir ekki að hika við að skella sér til íslands. Þessi atriði tókum við svo upp í okkar auglýsingahcrferð, auk annarra atriða og árangurinn er vægast sagt mjög góður. Erum ekki að selja „Bankok- ævinfýri“ Að sögn Knut Berg þá hafa auglýs- Hestur í óskilum Rauðstjörnóttur hestur 6-8 vetra er í óskilum að Böðmóðsstöðum Laugardalshreppi. Mark: Fjöður aftan og biti framan hægra og blaðstíft framan og biti aftan vinstra. Verður seldur 2. nóv. 1982 hafi ekki réttur eigandi gefið sig fram. Hreppstjóri. Nýir bílar — Notaðir bílar Leitid upplýsinga SB ÞÚ KEMUR - OG SEMUR BÍLASALAN BLIK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVlK SÍM1: 86477 ■ Stúlkur frá söluskrifstofu Flugleiða í Stokkhólmi dreifa auglýsingabækl- ingnum á götu í Stokkhólmi. Nu b(')i;jar detrolig’a i Reykjavik ■ Forsíða hins umdeild auglýsinga- bæklings Flugleiða - Mynd af þrem „íslenskum“ stúlkum undir fyrirsögn- inni „Ný byrjar fjörið í Reykjavík“ miÁCÁN Europas största disco Lpndoa: 8onn? Pans? ■ Úrklippa af greininni í Aftonbladet sem eiginlega varð kveikjan að auglýs- ingaherferð Flugleiða í Svíþjóð. ingar Flugleiða birst í stórblöðunum Aftonbladet og Dagens Nyheter, auk Goteborg Posten og Syd Sve'nska Dagbladet og sagði Berg að skrifstofur Flugleiða hefðu samstundis orðið varar við mikinn áhuga almennings á þessum ferðum. Hefði auglýsingaherferðin bor- ið þann árangur að söluskrifstofur Flugleiða í Svíþjóð væru nú búnar að selja nærri jafnmarga farseðla og allan veturinn í fyrra og langt fram á vor. Við spurðum Berg álits á gagnrýninni í Expressen og því hvort verið væri að selja kynhungruðum sænskum karl- mönnum „sæluferðir" til Islands í líkingu við „kynlífsferðirnar" til Bankok. við „kynlífsferðirnar" til Bankok. - Þetta er algjört kjaftæði og hrein ósannindi að við, séum að auglýsa Reykjavík eins og einhverja „kynlífs- paradís", eins og einhverjir hafa viljað lesa á milli línanna í auglýsingunum, scgir Berg. - Svíar hafa a.m.k. ekki tckið auglýsingarnar á þann veg og það sýnir samsetning farþeganna sem hingað koma greinilega. Þetta er nánast undantekningarlaust, hjón eða pör sem pantað hafa far með Flugleiðum í kjölfar auglýsingarherferðarinnar og þó að með slæðist einn og einn einhleypur karlmað- ur þá held ég að þeir séu ekki í leit að neinu „Bankokævintýri". Auglýsing sem fangar augað Um gagnrýnina í Expressen hefur Berg þetta að segja: -Þessi grein kom okkur mjög á óvart og við höfum gert mikið í því að reyna að hitta greinarhöfundinn Gieselu Frid- én. En allt án árangurs. Við þykjumst þó vita að Fridén þessi sé mikil jafnréttismanneskja og það held ég að sé skýringin á því hve hún tók þessar auglýsingar með stúlkurnar í lopapeys- unni og annað um íslenskt kvenfólk í auglýsingbæklingnum óstinnt upp. Við höfum mikið rætt um þessar auglýsingar áður en við létum birta jrær, en hugmyndin með þeim má segja að sé í stuttu máli sú að sýna eitthvað óvenjulegt og eitthvað sem fangar augað og dregur athyglina að auglýsingunni. Við fengum íslenska konu sem rekur verslun með prjónavörur í Stokkhólmi til að prjóna þessa gríðarstóru lopa- peysu fyrir okkur og síðan lögðum við út af íslenskum nöfnum í auglýsingunni. Svana Baldursdóttir, Snorra Brynjólfs- dóttir og Freyja Höskuldsdóttir eru allt tilbúin nöfn, en hljómmikil og nöfn sem þessi vekja vissulega athygli í Svíþjóð. Við vildum gera létta og skemmtilega auglýsingu og það held ég að hafi tekist. Við höfum þó ákveðið að kippa „nafnaauglýsingunni" út úr auglýsinga- pakkanum hjá okkur cftir þessa gagn- rýni sem við höfum orðið fyrir. Það er ljóst að ef fólk vill misskilja eitthvað þá er það hægt og aldrei hægt að vernda sig fyrir því. Ekkert oflof Sem fyrr segir þá hefur Knut Berg komið víða við og hann hefur oft áður komið til íslands. Að sjálfsögðu hefur hann kynnt sér íslenskt næturlíf og komið í Broadway, Þórscafé og Óðal, en þeir staðir eru einmitt auglýstir í auglýsingabæklingnum. Við spurðum Berg hvort að þessir staðir standi undir því nafni sem fer af þeim í auglýsingun- um. - Já tvímælalaust. Ég tel að Reykjavík geti boðið fólki upp á það besta sem tíðkast og það er alls ekki of mikið sagt í auglýsingunum. Allir þessir staðir eru mjög góðir og til eru fleiri, auk fjölmargra góðra veitingahúsa. Ég fór t.d. á Lækjarbrekku í gærkvöld, en það fær frekar slæma útreið hjá Gieselu Fridén, en ég fæ ekki betur séð en að þetta sé frábært veitingahús. En ef fólk hefur ákveðið að vera upp á. móti öllu þáeraldrei hægt að gera því vel til hæfis. í máli Knut Berg kemur fram að hann telur að Reykjavík og reyndar allt ísland búi fyrir stórkostlegum möguleikum sem hingað til hafa verið lítið kynntir erlendis. Segir Berg að í kjölfar auglýsingaherferðarinnar hafi áhugi sænskra ferðaskrifstofa á íslandi aukist mjög og nú hringdu forstöðumenn ■ Knut Berg með auglýsingabækling Flugleiða og Tímann, en í blaðinu í gær birtist harðorð grein eftir Gylfa Kristins- son fréttaritara Tímans í Svíþjóð, um auglýsingaherferð Fluglciða Tímamynd Róbert ferðaskrifstofanna í Flugleiðir og bæðu um að fá nánari upplýsingar. Frábærlega ánægðir -26 yfirmenn stærstu ferðaskrifstofu Svíþjóðar, Ving-reiser voru t.a.m. hér á íslandi nýlega og þeir voru í einu orði sagt frábærlega ánægðir með ferðina. Þeir héldu hér ráðstefnu og skoðuðu landið og ræddu mikið um möguleikana á ferðum hingað til lands, segir Berg, en viðræður við Ving-reiser verða teknar upp af hálfu Flugleiða bráðlega og þá kannað hvort ferðaskrifstofan hafi áhuga á að bjóða upp á lslandsferðir. Þó að auglýsingaherferð Flugleiða hafi gengið vel í Svíþjóð, er Berg nokkuð hræddur við það hvernig áhrif 16% gengisfellingar sænsku krónunnar koma til með að verða á ferðir Svía. - Það er ljóst að allar ferðir, ekki bara til íslands koma til með að hækka og ég get t.d. nefnt að helgarferðir okkar hækka örugglega um 250 krónur, úr tæplega tvö þúsund krónur í ca. 2250 krónur sænskar. Ég held þó að Svíar hætti ekki að ferðast og það er mín skoðun að það sé síst dýrara að fara í skemmtiferð tíl Reykjavíkur en t.a.m. til Osló eða Stokkhólms. Við höfum gert könnun á þessu og ísland kemur þar ekki illa út. segir Knut Berg, stöðvar- stjóri Flugleiða í Stokkhólmi. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.