Fréttablaðið - 20.01.2009, Page 38

Fréttablaðið - 20.01.2009, Page 38
26 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. ullarband, 6. mannþyrping, 8. tæki, 9. andlit, 11. 950, 12. snjáldur, 14. aldin, 16. átt, 17. flott, 18. trygging, 20. mun, 21. heiðursmerki. LÓÐRÉTT 1. fjötra, 3. pot, 4. stjórnmál, 5. angan, 7. hver og einn, 10. sjón, 13. gogg, 15. sæla, 16. síðan, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lopi, 6. ös, 8. tól, 9. fés, 11. lm, 12. trýni, 14. hnetu, 16. sv, 17. fín, 18. veð, 20. ku, 21. orða. LÓÐRÉTT: 1. höft, 3. ot, 4. pólitík, 5. ilm, 7. sérhver, 10. sýn, 13. nef, 15. unun, 16. svo, 19. ðð. „Ég hugsa allt öðruvísi. Þetta afeitrar þig algjörlega, hugur- inn opnast og á nýju ári er maður alveg opinn fyrir öllu og mjög jákvæður,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson sem flestir þekkja sem Geira á Goldfinger. Geiri er nýkominn úr fjórtán daga ferð til Póllands, hress og kátur og tíu kílóum léttari eftir detoxmeðferð sem Jónína Bene- diktsdóttir skipuleggur hjá pólsk- um sérfræðingum. Óhætt er að segja að þessi tuttugu manna hópur sem Geiri var í hafi verið litríkur. Þarna voru meðal ann- arra Árni Johnsen þingmaður, Gunnar Þorsteinsson, kennd- ur við Krossinn, Friðrik Ómar Eurovision-stjarna, Hera Björk söngkona og Birgir Enni, ferða- málafrömuður frá Færeyjum, svo fáeinir séu nefndir. Geiri segir stemninguna hafa verið eftir því. „Það eru forréttindi að vera með þessu fólki. Ég get sagt þér það að það er bara eitt eintak af Árna Johnsen í heiminum. Hann var með gítarinn og náði upp þvílíkri stemningu að þarna voru bara allir farnir að syngja og dansa bláedrú uppi á borðum. Ótrúlegur stuðbolti.“ Einn eftirminnilegasti þáttur ferðarinnar var messa sem Gunn- ar í Krossinum hélt. Árni bauð upp á gítarleik, Friðrik Ómar spilaði á píanó og Hera Björk söng. Björn Ingi í Kríunesi var meðhjálpari en sjálfur var Geiri í hlutverki altarisdrengs við messuhaldið. „Já, eða kórdrengs. Ég las upp úr Biblíunni. Fór með ritningar- grein. Og fórst það vel úr hendi. Enda má sjá á mynd að Gunnar horfir stoltur á mig,“ segir Geiri hlæjandi. „Og Friðriki Ómari fannst þetta svo stórkostlegt að hann stökk til og tók myndir. Svo fóru flestir úr hópnum til Gunn- ars og fengu blessun. Þar á meðal ég og ég fann straumana renna um mig. Beint frá Guði.“ Gunnar segir í DV í gær að hóp- urinn hafi skilið eftir sig heila persónu í klóakinu í Póllandi og Geir telur það stemma hjá guðs- manninum en þá stóra manneskju því að meðaltali léttist hópurinn um sjö kíló, eða samtals 140 kíló. Friðrik Ómar var spurður hvort Gunnar hafi reynt að afhomma sig en Friðrik telur hann hafa gleymt því, svo upptekinn hafi hann verið af meðferðinni. „Hins vegar held ég að Friðrik sé genginn í Kross- inn. Allavega kominn með annan fótinn þar inn. En, það ættu allir að fara í svona ferð – yndisleg og ekki var félagsskapurinn til að skemma fyrir,“ segir Geiri. jakob@frettabladid.is GEIRI Á GOLDFINGER: ÉG FANN STRAUMA FRÁ GUÐI LEIKA UM MIG Súlukóngur altarisdrengur hjá Gunnari í Krossinum ALTARISDRENGURINN KVEIKIR Á KERTUM Geiri kveikti á kertum sem kórdrengur og las ritningargrein. Gunnar í Krossinum fylgist stoltur með og Friðrik Ómar festir þennan sögulega viðburð á mynd. „Þetta er stór hátíð og ég hlakka mikið til,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Ólafur Jóhann- esson en kvikmynd hans, Stóra planið, verður meðal mynda á kvikmynda hátíðinni í Rotterdam. Sem þykir mikill heiður. Myndin verður sýnd í svokölluðum spect- rum-hluta en Ólafi til halds og trausts verða meðal annars leik- arar úr myndinni og framleiðend- urnir Stefan Schaefer og Michael Imperioli en sá síðarnefndi lék ein- mitt glæpaforingjann Alexander í Stóra planinu. Imperioli þessi er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþátt- unum um Sopranos-fjölskylduna sem sýndir voru á RÚV. Ólafi og honum hefur orðið vel til vina og íslenski leikstjórinn klippti meðal annars stikluna fyrir kvikmynd Imperioli, The Hungry Ghost, sem einnig verður sýnd á Rotterdam- hátíðinni. „Hann fékk ekki mikið greitt fyrir framlag sitt til Stóra plansins og mér fannst alveg sjálf- sagt að launa honum greiðann með þessum hætti.“ Leikstjórinn er ekki búinn að taka ákvörðun um hvað hann tekur sér næst fyrir hendur. Sögu- sagnir hafa verið á kreiki um að hann ætli að klippa Stóra plan- ið í sjónvarpsþáttaröð en Ólafur vísar því á bug, ekkert slíkt hafi komið til tals. „Ég er bara að dúlla mér hérna heima, er með handrit í vinnslu og annað slíkt. En ekkert hefur verið ákveðið.“ - fgg Stóra planið til Rotterdam Á STÓRRI KVIKMYNDAHÁTÍÐ Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam en hún er svokölluð A-hátíð. „Þetta er bara eitt af áramótaheit- unum mínum, að láta gott af mér leiða á árinu 2009,“ segir hand- knattleikskappinn Logi Geirs- son en hann hyggst bjóða öllum langveikum börnum í bíó á næst- unni. Logi var ekki kominn með nákvæma tímasetningu, vonaðist til að þetta yrði einhvern tímann í febrúar. Ásamt því að bjóða krökk- unum í kvikmyndahús hyggst Logi setja treyjuna sem hann notaði í úrslitaleiknum á Ólympíuleik- unum í Peking á uppboð og mun allur ágóðinn renna til Umhyggju, félags langveikra barna. „Mig langar bara til að gefa af mér og Umhyggja eru samtök sem ég vil tengja mig við,“ útskýrir Logi. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar Logi bauð hinum tólf ára gamla Birgi Valdimarssyni og fjölskyldu hans út til Lemgo og bauð þeim á leik með sér. Birgir hafði þá greinst með hvítblæði og Logi vildi með þessu leggja sitt af mörkum. „Mig hefur alltaf lang- að til að hjálpa þeim sem þurfa kannski að liggja inni á sjúkra- húsi í langan tíma og heimsókn Birgis hvatti mig enn frekar til þess,“ útskýrir Logi sem heldur utan til Þýskalands í dag eftir landsleikjatörn í bæði Svíþjóð og Danmörku með stuttri við- komu á Íslandi. - fgg Logi býður langveikum börnum í bíó SELUR TREYJUNA Landsliðsbúningur- inn sem Logi notaði í úrslitaleiknum í Peking verður seldur á uppboði til styrktar langveikum börnum. „Ef ég hlusta á útvarpið hlusta ég aðallega á Rás 1. Síðan er ég líka með slökunartónlist fyrir viðskiptavinina.“ Inga Louise Stefánsdóttir snyrtifræðingur. Auddi Blö og Sveppi undirbúa nú nýjan sjón- varpsþátt sinn af kappi en hann verður vikulega á Stöð 2. Þeir félagar ætla að láta sig þjóðfélagsmál talsvert varða umfram það sem þeir eru þekktir fyrir. Grínar- arnir ætla ásamt tökumanni að taka púlsinn og blanda sér í hópinn sem mótmælir við Alþingishúsið við þingsetningu sem hefst upp úr hádegi í dag – það er ef þingmenn komast inn í húsið. Þegar þau fréttu það, útvarpsparið Heimir Karlsson og Kol- brún Björnsdóttir í morgunþætti Bylgj- unnar, að gamalmenni á Bretlandseyjum væru unnvörp- um að geipsa golunni úr kulda einum saman brugðust þau skjótt við og efndu til lopapeysusöfnunar meðal landsmanna. Ekki er að sjá að Íslendingar erfi hryðjuverkalög sem Gordon Brown setti á Ísland heldur sýna hlýhug sinn í verki – heldur betur – því í Skaftahlíð- ina hefur streymt fólk með heilu pokana af lopapeysum. Mikið lopa- peysufjall hefur myndast hjá þeim Heimi og Kollu – fjall sem bíður þess að sent verði til Englands. Arnar Halldórsson var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvum eftir að hann vann hetjudáð í brunan- um á Klapparstíg. Það kom ekki fram í viðtölunum að þetta er sami Arnar og var í hljómsveitinni The Boys með Rúnari bróður sínum á síðustu öld. Arnar er nú 26 ára og þegar hann er ekki vaðandi inn í brennandi hús starfar hann sem grafískur hönnuður hjá Saga Film. Fréttablaðið greindi frá því að einn íbúa hússins er Sophia Hansen sem mun hafa misst allt sitt í brunanum. - jbg, drg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Auður Jónsdóttir. 2. 33 ára. 3. Með lest.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.