Tíminn - 26.10.1982, Page 1

Tíminn - 26.10.1982, Page 1
Vinnuvaka kvenna um helgina - bls. 6 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 26. okt. 1982 243. tbl. - 66. árgangur. Erlent yfirllt: Vidskiptahallinn á þessu ári mun nema um 10% af þjóðarframleidslu: ðlllT FYRIR 13% SAM- DRÁTT (OTFLUTNINGI — á meðan innflutningur eykst um 8-10%, segir Dr. Gunnar ðh< Thoroddsen, forsætisráðherra ■ Horfur eru á að útflutningur tslendinga muni minnka um 13% á þessu ári, en í efnahagsspám sem gerðarvoru í fyrrahaustvar talið að ná mætti hallalausum utanrikisvið- skiptum á þessu ári, þrátt fyrir að spáð væri nokkurri rýrnun viðskiptakjara. Þetta kom fram i stefnuræðu Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, er hann flutti í gærkvöldi. Um leið og tekjur þjóðarinnar minnkuðu, jókst innflutningur hröð- um skrefum framan af þessu ári og varð 8-10% meiri að magni til á fyrri helmingi ársins en verið hafði árið á undan. Forsætisráðherra sagði, að það sé nú eitt allra brýnasta verkefnið í íslenskum efnahagsmálum að draga svo skjótt sem auðið er úr hinum mikla halla á utanríkisviðskiptum þjóðar- búsins og eyða honum alveg á næstu tveimur árum. Sá viðskiptahalli sem við er að glíma mun nema um 10% af þjóðarfram- leiðslu þessa árs. Með þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, er mjög dregið úr viðskiptahallanum, og er því stefnt með áframhaldandi gát á þessu mikilvæga atriði að helminga hallann þegar á næsta ári og eyða honum alveg 1984. QÓ aráSpárii — bls. 7 Lélegar kartöflur — bls. 14 Menning- armál — bls. 11 Citizen Kane enn efstur - bls. 23 ■ Fyrsti blaðamannafundur sem fangar standa að á íslandi var haldinn á Litla Hrauni í gær. Var fundurinn haldinn í tilefni af útkomu plötunnar Rimlarokk en það er fangahljómsveitin Fjötrar á Litla Hrauni sem gefur plötuna út. Meðfylgjandi mynd var tekin á blaðamannafundinum í gær og fremst á myndinni eru þrír meðlimir hljómsveitarinnar, Halldór Fannar Ellertsson, Sævar Marinó Ciecielski og Rúnar Þór Pétursson. Sjá nánar bls. 4 - ESE/Tímamynd Róbert STÖRSLYS SVIDSETT A KEFLAVlKURFLUGVELU — yfir eitt þúsund manns taka þátt í ímynduðu flugslysi Ein stærsta björgunaræfíng sem fram hefur farið hér á landi var haldin á Keflavíkurflugvelli eldsnemma í morgun. Sett var á svið flugsiys þar sem 100 manns komu við sögu. „Þetta verður með stærri björgunar- æfingum sem almennt eru haldnar á flugvöllum í heiminum,“ sagði Guð- jón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins í samtali við Tímann í gær. „Það verður gert ráð fyrir 100 fórnarlömbum, þar af þurfa 50 sjúkrahúsvistar við vegna mikilla meiðsla en aðrir deilast nokkurn veginn jafnt milli óslasaðra og lát- inna,“ sagði Guðjón. Guðjón sagði ennfremur, að starfs- fólk sjúkrahúsanna í Reykavík fengi ekki að vita um æfinguna fyrr en fjörtíu mínútum áður en það þyrfti að taka á móti „fórnarlömbunum“ 50, þannig að það hefði í raun ekki meiri tíma til undirbúnings en ef um raunverulegt slys væri að ræða. Heildarstjórn á björgunaræfingunni var í höndum sameiginlegrar almanna- varnamefndar Keflavíkurflugvallar, með slökkviliðsstjóranná Keflavíkur- flugvelli sem vettvangsstjóra. Aj- mannavarnarnefnd Suðurnesja stýrði aðstoð liðs og búnaðar af Suður- nesjum. Starfsemin var að öðru leyti samræmd af Almannavörnum ríkisins. voru 16 deildir frá á Keflavíkurflugvelli, Þátttakendur varnarliðinu flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, flugvallarstjóri og starfslið hans, lögreglan og starfslið Flugleiða og ^Fríhafnar. Auk þess tóku þátt í æfingunni sveitir SVFÍ, hjálparsveitir skáta, fiugbjörgunarsveitir og Rauða kross sveitir, eða alls um eitt þúsund manns. - Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.