Tíminn - 26.10.1982, Síða 10

Tíminn - 26.10.1982, Síða 10
10 NUÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Til leigu JCB traktorsgrafa með framdrifi. Er til leigu alla daga vikunnar sími 14113. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 32., 37. og 41. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á húseigninni Langdalshús, neðri hæð, Svalbarðseyri, þingl. eign dánarbús Geirs Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. okt. 1982 kl. 14. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. PÓST- OG SlMA- MÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/SÍMRITARA til starfa á ÍSAFIRÐI. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmanna- deild, Reykjavík og umdæmisstjóra ísafirði. Startarar og Alternatorar Fyrir: Datsun Toyota Mazda Galant Honda Land Rover Cortína Vauxhall Mini Allegro o.fl. enskar bifreiðar Kveikjuhlutir fyrir japanskar bifreiðar. (Útvegum meö stuttum fyrirvara diselvélar í Bedord c 330 cup) Ford D 4 cyl og BMC 4 cyl. með og án gírkassa. Einnig ýmsa aðra varahluti í enskar vinnuvélar. ÞYRILL SF. Hverfisgötu 84 105 Reykjavik Simi 29080 Bændur í Rangárvallahreppi og nágrenni Veturgamalt mertryppi tapaðist úr girðingu á Stóra Hofi í sumar. Litur: Brúnn eða verðandi steingrár. Mark: Biti aftan hægra og biti fr. vinstra. Vinsamlegast hringið í s. 24753 eða 66326. LANDSSMIDJAN Áuglýsiðí Timanum Byggingarsamvinnu- félagið Skjól heldur aðalfund sinn í Vinnuskála félagsins að Neðstaleiti í Nýja Miðbænum sunnudaginn 7. nóv. n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagið hefur til endurúthlutunar eina þriggja herbergja íbúð. Þeir félagsmenn er hafa áhuga á að eignast hana sendi skriflega umsókn þar um til skrifstofunnar, sími 85562 eða til B.S.F. Skjól Álfheimum 44 Reykjavík, sem gefur allar frekari upplýsingar. Stjórn B.S.F. Skjói. Framleióum Fóðurblandarar: 1000 lítra blandari kr. 63.800 með 4 kw mótor 59.000,- án mótors. 1500 lítra blandari kr. 81.100.- með 7,5 kw mótor 71.600. - án mótors. 2000 lítra blandari kr. 92.400. með 11 kw mótor 82.900.- án mótors. Hakkavélar: Grófhakkavél (afköst 5-6 tonn per klst.) kr. 102.400.- með 11 kw mótor. Grófhakkavél (afköst 5-6 tonn per klst.) kr. 92.625,- án mótors. Fínhakkari kr. 67.600. - með 7,5 kw mótor. Fínhakkari kr. 58.755.- án mótors. Verðið semer ónsölu- skatts er háð breyt- ingum á verðlagi efnis og vinnu. LANDSSMKUAN 'Ci 20680 Sígildar gjafir BIBLIAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <f>iibbraiiböötofu Hallgrímskirkja Reykjavlk ^ simi 17805 opið 3-5e.h. ^ mmnmg Magnea Osk Halldórsdóttir Kjartansgötu 7, Reykjavík F. 11. maí 1897 D. 16. okt. 1982 Þann 16. okt. s.l. lést að heimili sínu í Reykjavík, Magnea Ó. Halldórsdóttir ekkja Dagfinns Sveinbjörnssonar, sem lengi starfaði við tæknideild Ríkis- , útvarpsins. Það eru meir en 50 ár síðan fundum okkar bar fyrst saman austur á Eyrarbakka, en þar bjó um það leyti Anton bróðir hennar, sem var mikill tryggðarvinur foreldra minna og síðar mín og fjölskyldu minnar. Magnea var ekki aðeins fríð sýnum, svo eftir var tekið, heldur mótaðist öll framkoma hennar af glaðlegu hispursleysi, svo öllum leið vel í návist hennar. Magnea Ó. Halldórsdóttir var fædd 11. maí 1897 að Helli í Ölfusi. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson frá Þorlákshöfn og Þuríður Magnúsdóttir bónda Árnasonar í Vatnsdal í Fljótshlíð. Foreldrar Halldórs voru hjónin Jón Árnason frá Stóra-Ármóti í Flóa og Jórunn Sigurðardóttir bónda Magnússonar að Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum. Sigurður á Skúms- stöðum og Jón Árnason í Þorlákshöfn - tengdasonur hans - voru kunnir stórbændur og miklir athafnamenn á síðari helmingi 19. aldar og fram yfir síðustu aldamót. Börnin í Þorlákshöfn voru mörg og er mikill ættbogi frá þeim kominn. Þegar Magnea var 6 ára gömul lést Þuríður móðir hennar - sem var glæsileg og góð kona. Við andlát hennar urðu 4 börn móðurlaus. Eftir það var heimilið, sem þá var í Reykjavík, leyst upp. Börnin dreifðust í fóstur til skyldmenna sinna. Það er mikið áfall fyrir börn á þessum aldri að missa móðurum- hyggjuna. Sum bíða þess aldrei bætur. Hjá öðrum myndast sár, sem seint gróa. Magnea var fljótlega tekin í fóstur af móðursystur sinni - Helgu Magnúsdótt- ur og manni hennar Oddi Oddssyni gullsmið og símstjóra á Eyrarbakka. Þar fór vel um hana í myndarlegum systkinahóp. Taldi Magnea það mikið lán að lenda hjá því góða fólki eftir lát móður sinnar. Á Eyrarbakka hlaut hún barnafræð- slu, eius og best var á þeim tíma. Veturinn 1916-T7 var hún við nám í mjólkurskólanum að Hvítárvöllum í Borgarfirði, sem var raunar vísir að kvennaskóla með bóklegu og verklegu námsefni. Kennarar voru þau hjónin, Grönfeldt mjólkurfræðingur og Þóra Þorleifsdóttir kona hans. Nemendur þennan vetur voru 10 og taldi Magnea sig hafa haft mikil not af kennslunni þar. Næstu sumur er hún rjómabústýra á ýmsum stöðum t.d. að Beigalda í Borgarfirði, Dalvík, en lengst f Þykkvabænum 1921-1924. Að vetrinum var hún við ýms störf í Reykjavík. í Þykkvabænum kynntist hún eigin- manni sínum - Dagfinni Sveinbjörnssyni frá Díukoti. Þau voru gefin saman í hjónaband 6. mars 1925 og áttu ætíð heimili sitt í Reykjavík. Dagfinnur var þjóðkunnur hæfileikamaður. Hann var rafvirki og loftskeytamaður að menntun. Varð yfirmaður tæknideildar útvarpsins við stofnun þess 1930. Samdi all mörg leikrit og óperettuna í álögum í félagi við Sigurð Þórðarson tónskáld. Dag- finnur andaðist 1974. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Elsta barnið - Jórunni - misstu þau í frumbernsku, hin eru Sveinbjörn ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu og Anna, sem verið hefur sjúklingur frá barnæsku. Sveinbjörn er kvæntur Pálínu - dóttur Staða bæjarstjóra í Grindavík er laus íil umsóknar frá 1. apríl 1983 að telja. Umsóknir um stöðuna óskast sendar forseta bæjarstjórnar, Ólínu Ragnarsdóttur Ásabraut 7, sími 92-8207, fyrir 1. des. n.k. og gefur hún jafnframt frekari uppiýsingar. Bæjarstjóri hinna þjóðkunnu merkishjóna - Vigdísar Steingrímsdóttur og Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráðherra. Eru börn þeirra fjögur. Magnea hafði miklar mætur á tengdadóttur sinni, enda reyndist hún henni sérlega vel. Ég gat þess í upphafi að ég hefði fyrst séð Magneu á unglingsárum mínum austur á Eyrarbakka. Mörgum árum síðar átti ég eftir að kynnast henni betur, þar sem hún bjó í áratugi í næsta' nágrenni við tengdaforeldra mína í Reykjavík og milli þeirra og Magneu ríkti gagnkvæm vinátta. Magnea naut hvarvetna mikillar mannhylli. Hún eignaðist á langri ævi marga góða vini, sem hún hélt tryggð við ævina út. Jafnvel „stúlkurnar" úr Hvítárvallaskólanum veturinn 1916-T7 héldu enn vináttusambandi við hana og jafnvel börn þeirra. Einstaklingum sem leigðu herbergi í íbúð hennar var hún sem umhyggjusöm móðir, enda dvaldist mörgum í húsi hennar. Þannig var hún með afbrigðum vinföst og trygglynd og sýndi oft í verki, að þessar fomu dyggðir vildi hún rækta með öðram. Matth. Joch. lýsti eitt sinn merkri konu á þessa ieið: „Áslrík og elskuð atgerfiskona, fögur sýnum fróð og minnug, sterk í stríði fyrir sterka trú“ Mér finnst umsögn þessi vel geta átt við, þegar Magneu Halldórsdóttur er minnst. Atgerfi hennar og dugnaður var mikili. Fríð sýnum og vel að sér um menn og málefni. Glaðværð og hlýja fylgdi henni jafnan. Hún vildi einatt láta gott af sér leiða og sýndi oft að hún var rausnarkona - mikillar ættar. Gestrisni var henni í blóð borin, enda mikilhæf húsmóðir, sem átti fallegt heimili og veitti vinum sínum af þeirri rausn og hjartahlýju, sem ekki gleymist. Magnea var mikil móðir barna sinna og lét sér annt um hag þeirra og veiferð. Alveg sérstaklega mun öllum minnis- stætt, hversu vel hún annaðist Önnu dóttur sína. Snar þáttur í lífi Magneu var umhyggjan fyrir henni. í áratugi dvaldi hún á sumrin hjá vinafólki sínu að Mel í Þykkvabæ, svo Anna gæti notið ánægjulegri daga og betra umhverfis, en kostur var á í Reykjavík. Er þetta mikil saga um frábært móðurhlutverk, og ást og umhyggju fyrir þeim, sem minna mega sín. 1 Þykkvabænum á hún marga vini og var þar jafna aufúsugestur. Barnabörnin og börn þeirra voru henni miklir sólargeisiar, sem hún fylgdist vel með og unni heitt. Það var henni því mikil gleði - rétt fyrir andlátið - að ákveðið var, að - Hermann - elsta sonarbarnið hennar, kæmi heim til starfa á næstunni eftir langt og farsælt nám í Bandaríkjunum. Að leiðarlokum þökkum við hjónin - Magneu Halldórsdóttur - fyrir vináttu , og tryggð í áratugi við okkur og fjölskyldu okkar, og sendum vandam- önnum hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Við erum þess fullviss, að: „Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og Ijós þeirra skín í hjartans hryggð svo liátt yfir myrkrið kalda. “ Minningin lifir um mæta konu. Dan. Agústínusson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.