Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1982 4 fréttir lceland •4 Ck ÖO Físheries I í/ O&LYearhook Fisheries Yearbook ■ Út er komið nýtt hefti árbókar sjávarútvegsins á íslandi. {bókinni, sem er á ensku, eru gerð skil á öllu því helsta er varðar afla, fiskvinnslu og útflutning ársins 1981. Auk þess er þar að finna samantekinn fróðleik um margvísleg efni tengd þessum höfuðatvinnuvegum landsmanna. Þetta er í annað sinn sem Fisheríes Yearbook kemur út og hafa viðtökur bókarinnar farið fram úr öllum vonum útgefenda. Hið nýja hefti er nokkru stærra og fjölbreyttara en hefti síðasta árs. Fisheries Yearbook kemur út árlega, og er vonast til að safn hennar geti með tímanum orðið handhægt yfirlit yfir þróun og afkomu atvinnugrcinar- innar í heild Iceland Fisheries Yearbook 1982 er gefin út af Iceland Review, scm einnig annast dreifingu hennar. Ritstjóri er Haraldur J. Hamar. Bókin er í tímaritsformi, 72 biaðsíður að stærð, og prýdd fjölda mynda { henni eru greinar eftir fjölmarga hérlenda framámenn á sviði sjávarútvegs. Inngang ritar Stein- grímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra. Einnigeru í ritinu töflur fyrirafla, vinnslu og útflutning, listar yfir opin- berar stofnanir, íslenska framleiðendur iðnvarnings sem tengist sjávarútvegi, útflytjendur sjávarafurða, sölu- skrifstofur erlendis og sendiráð íslands. Iccland Fisheries yearbook 1982 er prentuð í allstóru upplagi sem dreifist að verulegu leyti erlendis. Pantanir hafa borist frá fjölmcrgun' aðilum, eiukum Vestur Evrópu' og á austurströnd Norður Ameríku, en einnig í fjarlægari löndum, svo sem Japan og Suður Afríku. Margir íslendingar, fyrirtæki og stofnanir sem starfa að málum sjávarút- vegs, senda viðskiptamönnum sínum erlendis bókina. Vafalaust mún bókin því stuðla að auknum tengslum við útlönd, auka þekkingu fólks á fiskiðnaði og útflutningi landsins og verða þannig að liöi á sviði markaðsmála. Bókin kostar kr. 150.- að viðbættum söluskatti. réttar- Áhugamenn um réttarsögu hafa stofnað með sér félag, er nefnist „Félag áhugamanna um réttarsögu.“ Hlutverk þess er að efla íslenska og almenna réttarsögu sem fræðigrein. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með bókaútgáfu og með því að knýja á um fjárveitingar til ran’nsókna og útgáfustarfsemi. Fé- lagið vill efla kennslu í þessari fræðigrein við háskólann og ýta undir erindaflutn- ing og fræðslufundi um efnið fyrir fræðimenn og aðra áhugamenn. Stjórn Félags áhugamarma um réttarsögu skipa: Dr. Páll Sigurðsson dósent, formaður og aðrir í stjórn eru Davíð Þór Björgvinsson sagnfræðingur, Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur dr. Ingi Sigurðsson lektor og Steingrím- ur Gauti Kristjánsson borgardómari. I varastjórn eru séra Bjarni Sigurðsson lektor og dr. Björn Sigfússon fyrrver- andi háskólabókavörður. „VfSITÖLUFOSTMД ER AD NA FULLUM ÞROSKA Fulltrúar launþega hvorki hafnað né samþykkt nýjan vísitölugrundvöll ■ Vísitölunefnd svoköUuð hélt fundi með öllum aðilum vinnumarkaðarins s.l. mánudag. Þegar þessi mynd var tekin stóð yfir fundur með fuUtrúum BHM og bankamanna. ■ „Það er ekki rétt, við höfum ekki hafnað einu né neinu. Við viljum bara ekki fjalla um vísitölumálið eitt og sér. Það eru ýmiss önnur mál sem við teljum að tengist þessu öllu og við þurfum því fyrst að fá að vita hvernig farið verður með. Þessvegna höfum við hvorki hafnað né samþykkt neitt“, sagði Jón Helgason, form. Einingar á Akureyri er borin var undir hann fullyrðing eins morgunblaðsins í gær, „AS{ hefur hafnað nýja vísitölugrunninum“. „Ég held að mönnum sé ljóst að það kemur að því að breyta þarf vísitölu- grundvellinum og það er kannski mál út af fyrir sig. Hins vegar veit nú enginn hvort bráðabirgðalögin komast í gegn eða ekki. Og ef ekki hvað verður þá um ýmsa aðra liði sem þeim eru tengd, sem skipta launafólk miklu máli, eins og t.d. lengingu orlofs - sem ríkið hefur þegar samið um við BSRB - láglaunabætur og annað slíkt sem við þurfum að fá að vita. Jafnframt því viljum við um leið fá að hafa einhver áhrif á hvað gert verður við lægst launaða fólkið, að því verði tryggð einhv.er lágmarkslaun. En þessu fáum við bara engin svör við“, sagði J ón. Jón minnti á, að á fundi með Vísitölunefndinni í ágúst s.l. hafi þeir ASÍ-menn farið fram á að fá frekari útfærslu á ýmsum hugmyndum nefndar- innar, í stað þess að gleypa hráar þær tölur sem hún lagði fram. „En slíka útfærslu höfum við enga fengið". „Ég á von á að þetta „vísitölufóstur" fari að ná fullum þroska og að það verði í samræmi við þær hugmyndir sem við höfum lagt fyrir aðila“, svaraði Þórður Friðjónsson, formaður vísitölunefndar- innar að afloknum fundi hennar með öllum aðilum vinnumarkaðarins í fyrra- dag. Þórður kvað undirtektir manna afskaplega misjafnar, sem vænta mætti, þar sem erfitt sé að gera svo öllum líki. í svona máli sé erfitt að ímynda sér önnur viðbrögð en að menn uni útkomunni sæmilega. Gagnrýni hafi komið fram á einstök atriði og önnur hafi fengið undirtektir eins og gengur og gerist. Spurður um undirtektir manna við því að taka upp svonefnda „Lífskjara- vísitölu“, þ.e. að taka fleiri þætti sem tengjast lífskjörum almennings inn í vísitöluútreikninginn. „í grundvallar- atriðum held að flestir hafi tekið frekar jákvætt undir það“. Þórður kvað hins vegar vandasamt að útfæra þær hug- myndir, þar sem erfitt sé að finna einhvern fullkominn mælikvarða fyrir slík „lífskjör“. { því efni verði að styðjast við einhverjar ákveðnar fast- mótaðar reiknisreglur, sem séu nálgun þess að finna þann mælikvarða sem þarna skipti máli. „Þessar tillögur eru jákvæðar svo langt sem þær ná og að því leyti erum við þeim hlynntir. En þær ganga ekki nógu langt, draga ekki nógu mikið úr víxlverkuninni. Það er því nauðsynlegt að bæta við þær“, sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, spurð- ur álits á tillögum vísitölunefndarinnar. -HEI ■ Undirstöður hinnar nýju sjúkrastöðvar SÁÁ í Grafarvogi. Rúmlega 7000 feng ið meðferð hjá SÁÁ ■ Framkvæmdum við hina nýju sjúkrastöð SÁÁ hefur miðað vel í haust. Er fyrirhugað að sjúkrastöðin rísi við Grafarvog og undanfarna daga hefur verið unnið við að steypa undirstöður. Verður unnið áfram við sjúkrastöðina í vetur, eftir því sem að veður og fjármagn leyfa. SÁÁ rekur nú þrjú meðferðarheimili, þ.e.a.s. sjúkra - og afvötnunarstöð að Silungapolli og tvö eftirmeðferðar- heimili að Sogni í Ölfusi og Staðarfelli í Dölum. Auk þessa er rekin mjög víðtæk ráðgjafarþjónusta að Síðumúla 3-5, en hún er að hluta til rekin í samvinnu við áfengisvarnardeild Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkurborgar, sem er til húsa á sama stað. Frá því að SÁÁ var stofnað hafa rúmlega sjö þúsund sjúklingar komið í meðferð í stöðvum samtakanna, þar af 4903 á Silungapolli, 1625 á Sogni og 445 á Staðarfelli. Auk þessa hafa hátt á þriðia þúsund manns leitað til ráðgjafa SÁÁ á þessu tímabili. - ESE Norraeni fjárfestingabankinn: Landsvirkjun tekur 70 milljón króna lán — til endurnýjunar á eldri lánum, en á óhagstæðari kjörum ■ Gengið hefur verið frá lánssamningi fjárfestingarbankans í Helsinki, um lán milljarðar japanskra yena, eða að á milli Landsvirkjunar og Norræna til Landsvirkjunar að upphæð 1.2 jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna. September mesti slysamánuður ársins til þessa: Um 24 umferðarslys hvern einasta dag ■ Milli 23 og 24 umferðarslys áttu sér stað hvern einasta dag í septembermán- uði s.l. að meðaltali, sem er mesti umferðaslysamánuður ársins 1982 til þessa, samtals 707 slys og 104 fleiri en í sept. 1981. í þessum slysum slösuðust alls 76 manns, 44 í sept. í fyrra, hvar af 60 voru börn og ungt fólk undir 25 ára aldri. Auk þess týndu tveir lífi sínu. báðir undir tvítugsaldri, samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs. Í fyrrnefndum slysum hlutu nú 29 meiri háttar meiðsl (19 í fyrra) og 47 minni háttar meiðsli (25 í fyrra). Af þeim er slösuðust voru 24 ökumenn bifreiða (12 í fyrra) og 30 farþegar (14 í fyrra). Hjólreiðaslys eru aftur á móti jafn mörg og í september 1981. Ökumenn sem aðild áttu að þessum slysum voru nú samtals 85 en 50 í sama mánuði síðasta ár. Af þessum 707 umferðarslysum voru 652 þar sem einungis var um eignatjón að ræða, sem er um 15% aukning frá sama mánuði í fyrra. - HEI Verður lánið notað til endurnýjunar á eldri lánum vegna Hrauneyjafossvirkj- unar og er það fengið með mun óhagstæðari kjörum en fyrri lánin. Það var Halldór Jónatansson, að- stoðar framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar sem undirritaði lánssamninginn fyrir hönd fyrirtækisins, en bæði Reykja- víkurborg og Viðskiptaráðuneytið höfðu heimilað lántökuna. Helstu láns- skilmálar eru þeir að lánið er til tíu ára og skal endurgreiðsla lánsins fara fram með jöfnum hálfs árs afborgunum. Vextir verða fastir allan lánstímann, eða 9.2%, en þess má geta að lán þau sem Norræni fjárfestingarbankinn hefur fengið á japanska fjármagnsmarkaðnum hafa verið á 8.4% vöxtum. Vextirnir greiðast hálfsárslega eftir á, en aðrir skilmálar eru m.a. að lánið er tryggt með einfaldri ábyrgð eigenda Landsvirkj- unar. Með þessu nýja láni, hefur Lands- virkjun alls fengið rúmar 400 milljónir að láni frá Norræna fjárfestingarbank- anum. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.