Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.10.1982, Blaðsíða 20
r Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land.allt Ábyrgö á.öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel KÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 FIMMTUDAGUR 28. OKT.1982 ■ Lilja Þórisdóttir leikari í hlutverki sínu í Trúnaðarmáli en hún leikur annað aðalhlutverkið í mvndinni. Tökum á Trúnadarmáli lokið: EINSDÆMI í HEIMINUM segir Björn Björnsson, leikmyndargerðarmaður um velvilja þann sem ríkir hér á landi í garð íslenskrar kvikmyndagerðarlistar ■ í mjög grófum dráttum er söguþráð- ur Trúnaðarmáls sá að ungt par fær inni í gömlu húsi í Reykjavík. Hún er kennari í Heyrnleysingjaskólanum og hann er tónlistarmaður. Þau eru venjulegt ungt, ástfangið fólk, en smám saman verða þau þess vör að eitthvað í húsinu gamla sem hýsir þau, er að verða þeim yfirsterkara, og saga hússins er sögð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Oll vinna, hvort sem það hafa verið upptökur eða annað. Allar tímaáætlanir hafa staðist, þannig að við erum mjög ánægðir með það efni sem við höfum í höndunum," sagði Björn Björnsson, leikmyndagerðarmaður í viðtali við Timann í gær, en hann gerði einmitt leikmyndina í k vikmyndinni „Trúnaðar- mál“ sem tökum hefur nú verið lokið á. Það er Saga Film sem er framleiðandi kvikmyndarinnar, Egill Eðvarðsson er leikstjóri, Snorri Þórisson kvikmynda- tökumaður og Jón Þór Hannesson er framkvæmdastjóri kvikmyndarinnar. Leikhlutverkin í kvikmyndinni, sem hefur hlotið vinnuheitið Trúnaðarmál, eru á milli 15 og 20, en aðalhlutverkin tvö eru í höndum Lilju Þórisdóttur og Jóhanns Sigurðssonar, tveggja athyglis- verðra leikara af yngri kynslóðinni. Önnur hlutverk eru flest í höndum þekktra íslenskra leikara. „Við erum að klippa þessa dagana,“ sagði Björn, „ það er mjög spennandi og gengur mjög vel og lítur vel út, þannig að við erum í raun bæði ánægðir og bjartsýnir, þó að við séum mitt í kreppu og barlómi. „Tekin á rúmlega 30 stöðum“ - Hvar er myndin tekin upp? „Myndin var kvikmynduð á rúmlega 30 stöðum, í Reykjavík, Keflavík, Húsavík og í Vínarborg, en stærsti hluti hennar var tekinn í upptökusal við Suðurlandsbraut, þar sem aðstæður til vandaðra vinnubragða voru mjög góðar. Við tókum síðasta hlutann upp í Vínarborg nú í október. Þar kvikmynd- uðum við þau atriði myndarinnar sem segja frá dvöl annarrar aðalpersónunn- ar, Péturs, við nám í þessari höfuðborg tónlistarinnar, en hann er tónlistarmað- ur. Þetta mun vera 1 fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tekin að einhverj- um hluta erlendis. Annað sem er nýjung í íslenskri kvikmyndagerð er að við notuðum vídeótækni við upptökurnar og gátum þannig fylgst með upptökum á myndinni um leið og þær fóru fram.“ „Kostnaður 3.5 milljónir“ Björn var spurður um kostnaðarhlið Trúnaðarmáls: „Já, það er eiginlega eina áætlunin sem ekki stóðst alveg. Við áætluðum í þetta 3 milljónir, en myndin kostaði 3.5 milljónir. Þessi útgjaldaaukning kemur okkur ekki á óvart, því þetta er vegna hluta sem við ákváðum að gera á leiðinni. Styrkurinn sem við fengum úr Kvik- myndasjóði var 250 þúsund krónur, þannig að það er miklu fremur viðurkenningarvottur en styrkur, það sem gerði þetta mögulegt var í fyrsta lagi það að við höfðum góð samskipti við banka einn og þá var nánast allt sem hugsast getur lánað, eins og vinna, þjónusta og vörur. Þetta gengur í raun á því að menn trúa á þetta og það er engu iíkt hvað fólk gerir, bláókunnugt fólk, til þess að þetta verði mögulegt. Svo ég nefni örfá dæmi, þá var það ekkert mál að fá fólk til þess að flytja út úr húsum sínum og fyrirtækjum, og fá húsnæðið lánað. Allt var í raun sjálfsagt, og ég leyfi mér að fullyrða að slíkur velvilji sem tíðkast hér á landi í garð kvikmyndagerðar, er einsdæmi í heiminum." - Saga Film stefnir að því að frumsýna myndina í lok febrúarmánaðar og verður hún þá frumsýnd á tveimur stöðum í Reykjavík og jafnvel einum stað úti á landi. Sagði Bjöm að Húsavík hefði komið til talsins sem hugsanlegur sýningarstaður, því myndin væri jú að hluta tekin þar. - AB Fréttir Flugvélin sem saknað er: Engin leit í gær vegna óveðursins ■ Ofsaveður vestur af Vestfjörðum í gær úti- lokaði alla leit að flugvél- inni TF MAO, sem saknað hefur verið frá því snemma morguns í fyrradag. Að söng Valdimars Ólafssonar, yfirflugum- ferðarstjóra, þá var upp- gefinn 60 hnúta vindur af skipi í gær og skyggni var aðeins 500 til 1000 metrar og slydda. Fylgdist Valdi- mar með veðri á tveggja tíma fresti allan gærdag- inn, en útilokað var að hefja leit. Ef veður leyfir, þá mun verða leitað í dag, og hefur Valdimar óskað eftir því við Varnarliðið að Her- kúlesvél þess verði lögð í leitina. - AB Guðmundur les úr bók sinni í kvöld ■ í kvöld les Guðmund- ur Sæmundsson úr bók sinni „Ó, það er dýrlegt að drottna", í Nýja köku- húsinu. Bók þessi hefur valdið talsverðu fjaðrafoki nú þegar, m.a. vegna þess að forlagið sem ætlaði að gefa bókina út hætti við á síðustu stundu. Höfundur varð því að kaupa upplag- ið og gefa bókina út á eigin kostnað. Guðmundur hefur lesturinn kl. 20.30 og les síðan aftur kl. 22. Gengið er inn í Nýja kökuhúsið frá Austurvelli, auk þess er Bókaverslun ísafoldar op- in að Austurstræti. Þetta er önnur bóka- kynning vetrarins en þess- ar kynningar verða hvert fimmtudagskvöld í Nýja kökuhúsinu í vetur. Munu ýmsir höfundar lesa þar upp úr verkum sínum. dropar Hvar er bíl- prófið tekið? ■ Það er ekki tekið út með sældinni að taka bílpróf, þegar mcnn eru taldir til þess hæfir af ökukennara, því þá kemur til kasta Bifreiðaeftirlits ríkis- ins, þ.e.a.s. prófdeildar. í húsakynnum deildarinnar eru allar hurðir helst harðlæstar, þegar nemar koma á tilskild- um tíma til próftöku. Ef þeir eru hógværir og setjast niður og bíða þess að prófdómarinn láti sjá sig kemur fyrir að þeir eru húðskammaðir fyrir að láta ekki vita af sér. 1 öðrum tilvikum, þegar nemendurnir eru frakkari, eru þeir altur á móti skammaðir fyrir að trufla starfsemina sem fram fer með því að banka upp á, þannig að það er ýmist of eða van. Ekki bætir úr skák þcgar út í umferðina er komið, því enn kemur það fyrir að ekið er erinda prófdómara, þótt eitt- hvað hafi það ininnkað síðustu árin. Þorsteinn að vanvirða Gunnar? ■ Það vakti athygli í gær- morgun þegar aðilar vinnu- markaðarins komu saman til samráðsfundar með dr. Gunn- ari Thoroddsen, forsætisráð- herra, í Ráðherrabústaðn- um, að þar var enginn mættur fyrir hönd Vinnuveitendasam- bands íslands, nema einn starfsmaður af skrifstofu. Allt frá því að þcssum fundum var komið á hefur það verið venja að framkvæmdastjórar og for- menn hinna ýmsu samtaka komi og hlýði á boðskap ráðherra og láti siðan til sín heyra á cftir, ef tilefni gefa til, enda voru mættir þar í gær helstu topparnir á vinnumark- aðnum. Hvað fyrir Þorsteini Páls- syni, framkvæmdastjóra VSI, og hans mönnum hefur vakað er ómögulegt að segja, en kunnugir töldu að með þessu væru VSÍ-menn að reyna að vanvirða forsætisráðherra, en að vísu á mjög snyrtilcgan hátt. Krummi ... sá þessa spurningu í jafnréttis- könnuninni í Reykjavík: „Finnst þér þú sækja stéttar- félagsfundi?" Hefði ekki verið nær að spyrja hreint út hvort þátttakcndur sæktu slíka fundi, burt séð frá því hvað þeim fyndist um það. nn i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.