Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. 9 JÓN í BLÁTÚNI menningarmál Listasafn íslands Jón Þorleifsson Yfirlitssýning 107 olíumálverk, en auk þess teikningar og vatnslitamyndir Opin á safntíma til 21. nóv. Jón í Blátúni Jón Þorleifsson, listmálari (1891- 1961) hefur verið kominn vel yfir miðjan aldur er ég sá hann fyrst, en hús hans, Blátún, stóð þar sem nú eru nyrstu blokkirnar og raðhúsin við Kaplaskjólsveg. Þetta var dularfullt hús og þar var hörbrekka, og við fónum einu sinni í sérstaka rannsókn- arferð til að sjá hörinn hjá henni Rakel, því okkur þótti það lygilegt að þessi kona gæti ræktað léreft, sem þá um stundir var álíka mikill munaður á fslandi og innskotsborðin urðu síðar. Við bárum djúpa virðingu fyrir þessu fólki. Húsbóndinn gjörði málverk, en húsmóðirin ræktaði hið drifhvíta lín. Og garðurinn umhverfís húsið var mjög stór og vel gróinn. Húsið var líka öðruvísi en önnur hús á þessum slóðum. Grátt tvílyft hús, með miklum norðurgluggum, en á þeirri tíð lögðu menn ekki í málverk nema í norðurbirtunni, er hafði ein hina réttu samsetningu fyrir liti. Umhverfis voru fiskreitir, græn tún og bændabýli, en bæjarmörkin lágu þá í félagslegum skilningi, við Hring- brautina. Innanhennar var Reykjavík og Verkó en utan hennar var eitthvað allt annað. En frá þessu er sagt, til að undir- strika, að mjög fáir áratugir eru raunverulega síðan það taldist til hins dularfulla, ef fólk fékkst við myndlist- arstörf og ræktaði annað en matjurtir. Við þekktum þetta fólk ekkert. Það virtist hafa femur lítið samneyti við aðra í hverfinu, og ég mun hafa verið kominn undir fermingu, er ég barði þar fyrst að dyrum, til þess að sýna þessum langsiglda listamanni fáeinar vatnslitamyndir og teikningar, sem gjörðar höfðu verið í birtu, sem kom víst úr öfugri átt. Listamaðurinn leit góðlega á þennan ungasnillingmeð fuglshjartað, og skoðaði myndimar vandlega. Sagði síðan hvað betur mátti fara og lagði á ný ráð. Síðan kvöddumst við með miklum virktum, og ég mátti koma aftur. Ekki varð ég þó nemandi Jóns Þorleifssonar, þótt ef til vill hafi ég aldrei lært meira í myndlist um mína daga, en þennan eina dag. En þetta varð til þess að ég byrjaði að fylgjast með verki hans, af miklum áhuga. Sótti sýningar hans og tók hann tali. Eða ég stóð hljóður hjá, þegar hann var að mála úti við. Honum virtist sama. Og ég minnist þess sérstaklega þegar hann var að mála trén, sunnan við Miðbæjarmarkaðinn við Aðal- stræti, sem þá var auðvitað ekki til. Hann gjörði fáeinar hjálparlínur, og svo grófmálaði hann myndina. Ég varð undrandi á fæmi hans og öryggi. Og þegar því var lokið, sagði hann mér,að málverkinu lyki hann síðar, heima í vinnustofunni, þar sem var rétt birta. Og snillingarnir tveir kvöddust með virktum og gengu sinn í hvora áttina. Annar með rétta birtu, en hinn með ranga. Og lífið hélt áfram, og mikið léreft óx í Blátúni, bæði í garðinum og eins inni í hinni réttu birtu, sem kom úr norðri. Jón Þorleifsson Þó ég ráði það af bókum, að Jón Þorleifsson hafi aðeins vantað fáeina mánuði til að verða sjötugur, þá fannst mér hann deyja ungur. Annars gefa hin stopulu kynni í æsku engin tilefni til að rita kumpán- lega um hann, þó tel ég mig hafa fylgt honum betur en öðrum málurum. Bæði gcgnum língarðinn og málverkið. Og eins blöðin, en Jón ritaði um langt skeið myndlistargagnrýni í Morgun- blaðið undir dulnefninu Orri. Þar virtist mér hann einkum berjast fyrir hinum tæra lit, sem var laus við sora, eða lit norðanbirtunnar. Vera má þó að þetta sé of mikil alhæfing, en eftir á að hyggja eru skrifin um tærleikan eftirminnilegust. Jón Þorleifsson fæddist 14. júlí 1891 og voru foreldrar hans hjónin Þorleifur Jónsson, alþingismaður að Hólum í Hornarfirði og kona hans Sigurborg Siðurðardóttir. Mun Jón snemma hafa fengið áhuga á myndlist. Einkenilega margir málar- ar hafa staldrað við í Hornafirði, þar sem sköpun landsins virðist hafa tekist einna best.svona myndlistarlega séð. Hann sigldi til Kaupmannahafnar árið 1918 og nam þar myndlist og einnig í París, en árið 1929 settist hann að í Reykjavík og var búsettur í húsi sínu þar, Blátúni, til æviloka, 14. júlí 1961. Jón var fyrirferðarmikill í list sinni, bæði sem málari, félagsmálamaður og sem gagnýnandi. Þótt sú kenning sc um margt rétt, að listamenn eigi yfirhöfuð Musica Antiqua Eldur í norðri Afmælisrít helgað Sigurði Þórarinssyni sjctugum 8. janúar 1982. Sögufélagið. ■ Það eru raunar 8 félög sem tilhlutun hafa haft um þessa útgáfu og þau heita: Hið íslenzka fornleifafélag, Hið íslenzka náttúrufræðifélag, Jarð- fræðifélag íslands, Jöklarannsóknafé- lag íslands, Landfræðifélagið, Norr- æna félagið, Sögufélagið og Vísinda-- féiag íslendinga. Þetta er að vonum all mikið rit, fullar 460 bls. í stóru broti og myndarlegu bandi. Höfundarnir sýnist mér að séu 46, flestir úr röðum sérfræðinga í vísindum. Það er að vonum, að meginhluti bókarinnar fjallar um jarðfræði og skyld efni. Ekki er á leikmanna færi að dæma um þær ritgerðir nema að þær eru misjafnlega léttar og skemmtilegar aflestrar ólærðu fólki. Hitt má öllum vera ljóst af lestrin- um, að myrkar eru margar þær gátur sem glímt er við í þeim vísindum. Svo er að vonum, þegar rætt er um það sem gerist undir Vatnajökli eða það annað sem engum vitnum verður við- komið og átti sér stað fyrir milljónum ára. Margar gátur eru óleystar í sambandi við sköpun jarðríkis í núverandi mynd. Nokkrar blaðsíður eru teknar undir myndir frá ýmsum tímum og ýmsum stöðum, þar sem Sigurður Þórarins- son hefur komið við sögu. í opnunni við fremra bókarspjald er íslandskort sem á eru merktir staðir og svæði sem hann hefur rannsakað og ritað um á íslandi og þar sem hann hefur unnið að öskurannsóknum. En í opnu við áftara bókarspjald eru kort af öllum álfum heims og er þar merkt hvar Sigurður hefur flutt fyrirlestra á jarðfræði- og landfræðiþingum í háskólum eða vís- indafélögum, eða tekið þátt í ráðstefn- um. Þessi kort veita þanmg ofurlitla hugmynd um hve víðtækt ævistarf Sigurðar Þórarinssonar er orðið. Sennilega má segja, að Sigurður Þórarinsson hafi nokkra sérstöðu með- al íslenzkra vísindamanna og mun naumast nokkur þeirra sem nú eru uppi, taldir honum frægari og fremri. Kristján Eldjárn talar réttilega og vel um fornleifafræðinga, sem er að veru- legu leyti fræðin um manninn í náttúrunni og náttúrufræðina sem hefur Þegar ég var í Bretlandi fyrir 20 árum mátti sjá í tónleikasölum einstaka síðhærða unga menn með dreymið augnaráð og lútu í poka - það voru spámenn nýrrar tízku, sem síðar átti eftir að vaxa og breiðast út: forntónlistarstefnunnar. Hér á landi á þessi stefna sívaxandi gengi að fagna, þvt bæði hafa komið hingað nokkrir erlendir hópar og spilað og sungið fyrir fólkið við talsverðar undirtektir, og íslenzkir listamenn hafa sérhæft sig í slíkri tónlist. Þar er fremst í flokki Musica Antiqua, sem hélt tónleika á Sal Mennta- skólans í Reykjavík laugardaginn 23. október (og sömuleiðis viku áður). Meðal máttarstólpa þess hóps eru Helga Ingólfsdóttir sembalisti, Camilla Söderberg blokkflautu- leikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, sem leikur á violu da gamba, og Snorri Örn Snorrason, gítar- og lútuleikari. Auk Musicu Antiquu hefur frétzt af krummhornakvintett, sem kvað æfa sig í bílskúr hér í bænum, og vonandi kemur fram í dagsljósið áður en langt um líður. Því forn-tónlist á miklu og vaxandi fylgi að fagna hér, eins og prýðisgóð aðsókn að laugardagstónleikum Musica Antiqua sýndi. . Á þeim tónleikum léku ofan greindar þrjár stúlkur, og að auki kanadískur fiautuleikari, Alison Melville, sem er hér á landi um þessar mundir á vegum Tónlistar- ■ Jón Þorleifsson, við vinnu sína. ekki að mynda félög, eða iðnaðarfélög um list sína. Að svoleiðis félög séu ekki góð fyrir kúnstina, heldur miklu fremur vítisvél til að þröngva vondum hlutum og góðum upp á yfirvöld, - og svo til að kæla nýgræðing. Má það rétt vera, en þóer málmanna, að þegar Jón og félagar hans reistu Listamannaskál- ann, þá gerðu þeir vissulega góða hluti, þótt deila megi um klausturlífið þar og annað, er varðaði aðgang að þeim sal á stundum. Listamannaskál- inn varð nefnilega ómetanlegur til að opna hug þjóðarinnar fyrir nýlist síns tíma. Nú eru liðnir tæpir tveir áratugir frá láti Jóns Þorleifssonar. Segja má með nokkrum rétti að of lengi hafi dregist að halda þá yfirlits- sýningu á verkum hans, sem nú stendur í Listasafni íslands. Til þess að ungt fólk haldi samhengi í íslenskri myndlist, verður það nefnilega að þekkja lífsverk Jóns Þorleifssonar og nægir fyllilega til að halda uppi æru hans sem listmálara. Hann var í fremstu röð. Við tökum eftir ýmsu. Til dæmis hinum persónulega lit. Mér hefur verið sagt, að hann hefði rifið sína liti sjálfur, og kann það að vera ein af skýringunum; sumsé að hann notaði ekki (alltaf) búðarliti, ef svo má orða það. Myndbyggingin er einföld og skrautgimi er víðs fjarri. Hver mynd er ilur, fremur en íkveikja og persónu- legar eru þær og auðþekktar frá myndum eftir aðra menn, eldri og jafnaldra. Þessi sýning verður að öðru leyti að tala fyrir sig sjálf. Alla er myndlist unna er þó rétt að hvetja til að koma í Listasafnir, því bið getur orðið á næstu yfirlistssýningu. skólans í Reykjavík. Kanadíska ríkisstjórnin veitti henni styrk til þessarar ferðar. Þeir sem ætla að setja sig inn í barokk-tónlistina verða að læra alveg ný nöfn - nú dugar ekki Beethoven, Brahms og Mózart lengur. Bach var að vísu samtíma- maður margra þessara tónskálda, en hann er á allt öðru og líklega akademískara plani; Friðriki mikla þótti mikið til koma hve lærdóms- listarlegur Bach gamli var við píanóið þá hann spilaði Musika- lisches Opfer af fingrum fram í höll hans árið 1747. Þarna voru semsagt menn eins og Francesco Turini, sem fæddist 1589 í Prag en af ítölsku kyni, Arcangelo Corelli (f. 1653) sem samdi 48 tríósónötur og er talinn upphafsmaður Concerto Grosso, Pierre Philidor (f. 1681), af virtri tónlistarfjölskyldu í París, Marin Marais (f. 1656), franskur gömbu- snillingur og tónskáld, Jacques Hott- eterre (f. 1680), faðir franskrar flautuhefðar barokktímans, Philbert de Lavigne (f. um 1700), sem átti þarna prógrammtónlist um blómin, og Johann Quantz (f. 1697), þýzkur flautuleikari og tónskáld, sem samdi meira' en 300 konserta og 200 kammerverk fyrir flautu. Stúlkurnar fjórar léku þarna verk af ýmsu tagi: fyrir tvær flautur og grunnbassa (sembal og víólu da gamba), tvær flautur einar, og í sínum verkahring að skýrgreina náttúruna sem umhverfi manna. Síðan segir hann: „Þegar bezt tekst til koma þessar fræðigreinar saman í lukkulegri einingu í einstökum vísindamönnum. Hér á landi er Sigurður Þórarinsson bezta dæmið um slíkan mann.“ Eitt eru verðleikar Sigurðar Þórar- Halldór Krístjáns- son skrifar um bæknr. Jónas Guðmundsson skrifar um myndlíst einsamla þverflautu - Alison Mel- ville lék Læs Echos eftir Hotteterre á forna þverflautu. Sú flauta hefur lítinn en þýðan tón, og Camilla Söderberg drekkti henni næstum með tenór-blokkflautu sinni í Les Fleurs eftir de Lavigne, sem kom næst á eftir. Áður höfðu þær spilað Þriðju svítu Philidórs fyrir tvær' blokkflautur. Sjálfum þótti mér meira koma til grunnbassa-verkanna, eftir Turini, Corelli, Marais og Quantz. En hvað um það. Þetta er afskaplega geðug og falleg tónlist, en dálítið einhæf og átakalítil til léngdar, líkt og að reika um hagann og huga að smáblómum. Ekki var að spyrja, að vel var og fagurlega flutt, enda vitna ég enn einu sinni í þau orð Maós vinar vors þess efnis, að það eigi áð leyfa öllum blómum að vaxa - og ekki er barokk-blómið þeirra ófegurst, nemq síður sé. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist inssonar og annað er gildi þessarar bókar. Óhætt er að segja, að hún geymir mikinn og margbreyttan fróð- leik um íslenzka náttúru og íslenzka sögu. Og fjölbreytni verkefnanna er það mikil, að komið er með einhverj- um hætti við áhugasvið tlestra þó að jarðfræðin sjálf sé þar engan veg í öndvegi. Ég er í hópi þeirra sem virðist gæta beri hófs í útgáfu samtínings bóka í tengslum við afmæli manna. Samt verður að viðurkenna, að tilefni eru misjöfn og sáttur er ég við þessa útgáfu. Hún mun treysta tengsl milli vísindamanna og alþýðu og glæða fjölþættan skilning. H.Kr. ■ Sigurður Þórarinsson, jarðfræð • ingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.