Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. 5 i T' ■ Ásta Erlingsdóttir. Á borðinu við hlið hennar er mynd af föður hennar, Erlingi Filippussyni, grasalækni.(Tímamynd G.E) stigi, en kannske verð ég búin að afla mér meiri reynslu og vitneskju eftir svo sem tvö til þrjú ár. Það er ekki aðeins að ég verði að búa til lyfín og finna út hvað hentar hverjum og einum, heldur hef ég þetta jafnframt sem nokkurs konar vísindagrein. Ég hef líka orðið að finna út og læra hvaða jurtir hafa einhver varasöm áhrif undir ýmsum kringum- stæðum og þær jurtir þekki ég og því er ekki hætta á að ég gefi fólki neitt sem ekki er því hollt.“ Þú hefur þá sjálf fundið upp ýmsar uppskriftir ? „Já, þó nokkrar. Eins og ég sagði þá fannst mér vanta á að pabbi skildi eftir sig upplýsingar um árangur fólks af meðferð hjá honum og ég hef reynt að bæta úr því eftir föngum með því að skrá það sjálf svo ef eitthvert minna barna færi í þetta, þá væri hægt að nota mína reynslu. Já ég fikra ;migáfram. Til dæmis kom fyrir nokkru maður til mín sem var að drekka við exemi. Eitt skiptið þegar hann kom til mín að fá meira spurði ég hann hvemig gengi með exemið. „Ja, það er að verða gott,“ sagði hann. „Nú, og til hvers ertu þá að drekka meðalið áfram?“ spyr ég „Þú ert nefnilega að lækna mig af öðrum sjúkdómi líka,“ segir hann. Ég hafði ekki haft hugmynd um þetta og þarna bættist mér vitneskja sem komið gat að haldi,- að minnsta kosti í einhverjum tilfellum. Svona nokkuð skrifa ég auðvitað niður. Slíkt hef ég oftar en einu sinni rekið mig á.“ Getur þú nefnt sjúkdóm seni sérlega vel hefur tekist að lækna? „Já, til dæmis sjúkdóma í ristli, ristilbólgu og ristilkrampa. í flestum tilfellum hefur þar tekist mjög vel. Einnig hefur oft tekist afar vel með magasár og magabólgur. Já, margir leita til mín og stundum kemur fyrir að fólk vill helst ekki leita annað, svo og þess böm og ættingjar. Ég reyni að sinna sem flestum, en auðvitað kemur fyrir, ekki síst á sumrin, þegar ég er að sækja grösin, að enginn svarar í símann. Þá er fólk stundum búið að leita annað þegar við hjónin komum aftur, en maðurinn minn hjálþar mér við tínsluna. Sumir góðir vinir mínir hafa sent mér ýmis grös, en oft er það þá svo lítið að það dugar ekki nema í svo sem eina suðu. Frændi minn fyrir austan sendir mér reglulega mosa, en að austan finnst ■ Hvönnin er líklega ein elsta lækn- ingajurtin. Myndirnar af jurtunum léði Ingólfur Davíðsson okkur. mér hann bestur. Ég tíni marga poka af helstu grösunum, til þess að eiga fram á næsta sumar. Grösin þarf ég svo að geyma á þurrum stað, þannig að lofti vel um þau og best er að hengja þau upp í grisjupoka.“ Eru sum grasanna ekki vandfundin ? „Jú, það eru þau. Til dæmis gerði ég í sumar mikla leit að tveimur jurtum og fann þær alls ekki á þeim stöðum sem ég er vön að finna þær. Eitthvað hefur komið fyrir, svo þær hafa ekki sprottið. Ég var vön að fá þær norður á Langanesi, en þurfti nú að fara austur í Fáskrúðsfjörð. Sömuleiðis hefur komið fyrir að sjávarjurtir sem ég hef tínt hafa alveg brugðist þar sem áður mátti ganga að þeim. 1 sumar brást líka sá staður þar sem ég hef tínt Loksjóð, sem ég alltaf tíni nokkuð af. Hann er gott að sjóða handa börnum og seyðið af honum er líka gott til augnþvotta. Ég lenti líka í vandræðum með að finna Maríuvönd, en hann nota ég í „samsuðu" með níu til ellefu öðrum jurtum. Það er afskap- lega sterkur lögur. Jú, einan má nota Maríuvöndinn við niðurgangi.“ Hvað um fjallagrösin? „Margt fólk heldur að ég noti fjallagrös í allt, en það er algjör misskilningur. Ég hef oft gefið fólki fjallagrös í poka til þess að búa til seyði af sjálft. En seyði af fjallagrösum er ekki gott að geyma, því það verður hlaupkennt. Sama máli gegnir um seyði af sjávarjurtum." Hefur fólk fengið fulla bót af meðhöndlun hjá þér? „Já, það hefur komið fyrir iðulega. En fólk verður að gera sér grein fyrir að oft verður það að kúvenda sínum lifnaðar- háttum á eftir og gjörbreyta um matar- æði. Það er hægt að eyðileggja mikinn og góðan árangur með því að setja ofan í sig eitthvað miður hollt. Fyrir nokkru kom maður sem ég þekki vel heim til sín, og var ákaflega kvalinn í maganum. Hann hafði leitað læknis og það hafði gengið blóð udd úr honum. Ég gerði ráð fyrir að þetta væri magasár og sauð handa honum lyf sem á við því. Hann fékk hjá mér eina þriggja pela flösku og hafði lokið úr henni næsta kvöld. Þá leið honum orðið ágætlega. Hann hélt áfram að fá þetta hjá mér og viti menn, - hann hefur ekki kennt sér meins síðan. Fólk með slæman maga, já, og raunar allir, ættu hins vegar að gera sér grein fyrir að það er margt sem þarf að forðast. þar á meðal óhófleg notkun á kryddi og mikið brasaður matur. Ég tel til dæmis að „þriðja kryddið" sé mjög óhollt. Margt annað krydd er hins vegar skaðlaust, svo sem dillfræ. En fólk getur líka lagað sér krydd af íslenskum jurtum,eins og blóðbergi og bláberja- lyngi sem er mjög hollt.“ Hvaða íslenskar lækninga- jurtir telur þú að séu elstar? „Það er ekki gott að segja, en það gætu verið hvönn og vallhumall. Ég held að fólkið hafi notað þetta talsvert í gamla daga. Ekki veit ég þó hvenær vallhumallinn var svo algengur hér sem hann er orðinn, en það er mjög mikið af honum heima við hús.“ Notar þú eingöngu íslensk- ar jurtir? „Já, eingöngu. En ég veit þó að áhuginn á þessu er mikill og sívaxandi erlendis. Það var hér eitt sumarið að hingað kom útlendingur, sem hafði frétt af því að hér væri dóttir þekkts grasalæknis í bænum og hann notaði stutta viðdvöl hér til þess að leita mig uppi. Ég gat lítið talað við hánn, en sonur minn aðstoðaði mig og við ræddum saman fram á nótt. Hann. var á leið á þing í Ameríku þar sem grasalæknar og fólk sem vildi breyta út frá þessum vanalegu pillum kom saman. Þetta fólk vildi afla sér sem mestrar þekkingar á grösum og þetta var orðin mjög sterk hreyfing. Hann hvatti okkur til að koma á þing þessarar hreyfingar í Englandi síðar, en okkur þótti við ekki hafa ráð á því að fara. Það hefði. þó verið mjög gaman því þarna kom fólk saman og sagði frá mörgum jurtum sem notaðar höfðu verið með góðum árangri við ýmsum sjúkdómum." Eru ekki til ýmsar bækur um grasalækningar? Jú, og ég á nokkrar eftir föður minn og sumar mjög gamlar. Einnig eina sem amma mín átti. Það er íslensk bók. Erlendis bætast bækur við og gaman verður að lifa þann dag þegar þetta verður orðið þannig að viðurkennt verður að hægt sé að gera alla mögulega hluti með jurtum. Því miður hef ég oft á tilfinningunni að ég sé að gera eitthvað sem mörgum er illa við og telja jafnvel að maður eigi ekkert með. Mig hefur hins vegar oft langað til að vita hvort ekki væri hægt að fá að auglýsa þetta og selja, því mér finnst slík synd hve fáir geta notað sér þetta.“ Fer ekki langur tími í að laga lyfin? „Eftir að ég er búin að kynna mér hvað amar að manneskjunni, sem getur stundum tekið upp í fimm vikur, þá getur framleiðsla lyfsins tekið tvo daga. Ef til vill er blóðrásin slæm og ég þarf þá að laga við því eða gallið eða lifrin er slæm og ég þarf að laga við því og loks spenna í maga, sem enn þarf að sjóða við. Þá eru komnar margar jurtir fyrir utan „samsuðuna" sem ég kalla og þær þarf aðsjóða hverja í sínu lagi. Þetta er því oft tímafrekt. Svo þarf ég stundum aðsjóða brunasmyrsl og ýmsan áburð annan." Hvaö gefur þú viö tregri blóðrás? „Ég nota talsvert mikið rætur, en einnig hvannarfræ, sem ekki má nota mikið af, sérstaklega ef fólkið er á lyfjum. Ég þarf altaf að vita um ef fólk er á lyfjum. Hvannarfræ liðkar um þykkt blóð t.d. ef blóðfita er mikil. Af rótum nota ég álftakólfsrót við slæmri blóðrás. Hún er mjög góð, en má þó ekki notast ef viðkomandi er með of örar hægðir. Já, ég sýð lög af rótinni, en fræin er ágætt að leggja í spíra. Af honum þarf ég þó að nota ákveðinn styrkleika og í honum þurfa fræin að liggja nokkurn tíma.“ Þú ert því viss um að grasalækningarnar eigi framtíðina fyrir sér? „Já, ég er ekki í vafa um það. Þær eiga framtíð fyrir sér og ég vona að mönnunum takist að halda jörðinni sem mest óspilltri og hreinni, til þess að sá máttur sem jurtirnar búa yfir spillist ekki fyrir hugsunarleysi eitt saman.“ -AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.