Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. NÆSTA LOTA VIGBÚN- AÐARKAPPHLAUPSINS Helgar-Tíminn birtir kafla úr bók tveggja bandarískra öldungardeildarþingmanna um kjarnorkuvígbúnaðinn ■ Helgar-Tíminn birtir hér kaflabrot úr bókinni Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar sem bandarísku öldungadeildarþingmennirnir Edward Kcnnedy ■ og Mark Hatfíeld hafa samið og mikla athygli hefur vakið vcstanhafs. Bókin kcmur væntanlega út hjá forlagi Máls og menningar í desemberbyrj- un í íslenskri þýðingu Tómasar Einarssonar, Jóns Guðna Kristjánssonar og Þrastar Haraldssonar. Kaflinn er birtur með góðfúslegu leyfi útgefanda og þýðenda. Þrátt fyrir víðtæka bandaríska ógnun þurfa leiðtogar Sovétríkjanna ekki að hafa langdrægar landeldflaugar sínar í viðbragðsstöðu. Þeir vita að stór hluti af vopnabúri þeirra sleppur óskemmdur úr árás og er fær um að greiða banvæn högg til baka. Sömuleiðis vita Bandaríkjamenn að miklar vopnabirgðir yrðu óskemmdar eftir sovéska árás og dygðu til enn öflugri gagnárásar. Þessi gagnkvæma vitneskja hefur haft ómetanlega þýðingu á erfiðleikatímum og hefur stuðlað að stöðugleikatilfinningu sem gæti farið forgörðum í hrunadansi hraðvaxandi vígbúnaðar. Ef bæði risaveldin keppa áfram í þeirri blekkingu að unnt sé að ná yfirburðum í kjarnorkuvígbúnaði munu ný vopnakerfi koma til sögunnar scm stórlega skerða öryggi jarðarbúa. Komi ekki til stöðvunar vígbúnaðar munu tækninýjungar í vígbúnaði eyða núverandi vissu risaveldanna um að stór hluti vopna þeirra verði til reiðu til gagnárásar eftir að lönd þeirra hafa orðið fyrir skyndiárás. Þá gæti svo farið að örfárra mínútna umþóttunartími ráðamanna réði úrslitum um líf eða tortímingu. Bæði Sovétríkin og Bandaríkin hafa gert áætlanir, sem miða að því að auka eyðingarmátt og marksækni eldflauga sinna. Bandaríkjamcnn vinna að því að fullkomna nýja tegund kjarna- odda, MK 12 A, sem koma eiga í stað 300 Minuteman III, langdrægra kjarnorkuflauga, og hafa tvöfaldan sprengikraft þeirra. Sovétmenn líta væntanlega á þessar nýju flaugar sem ógnun við allt eldflaugakerfi sitt á landi og sömu augum líta Bandaríkjamenn á hinar nýju SS-18 flaugar þeirra. Staðreyndin er sú að hlutfallslega helmingi fleiri af eldflaugum Sovétmanna eru staðscttar á landi, en bandarískar, og gætu fræðilega séð eyðilagst í fyrstu árás. Bandaríkjamenn eru enn að þróa MX (Missile Experimental), sterkustu og nákvæmustu eldflaug sem gerð hafa verið drög að. Hún er á framleiðslustigi en gæti orðið tilbúin til dreifingar árið 1986. MX flaugarnar sameina gífurlegan hraða og nákvæmara stýrikerfi en áður hefur þekkst. Hér er um að ræða afar fullkomið vopn með að minnsta kosti 10 sprengjuodda á hverri eldflaug. 200 slíkar eldflaugar mundu gera Bandaríkjamönnum kleift að eyðileggja mestan hluta langdrægra landeldflauga Sovétríkjanna á skotpöllum þeirra. Sovétmenn kunna að gera ráð fyrir þeirri hættu að yfir 75% langdrægra eldflauga þeirra verði berskjaldaðar fyrir skyndiárás áður en áratugurinn er liðinn. Uppbygging kjarnorkuflota Bandaríkjamenn vinna einnig að uppbyggingu kjarnorkuflota síns og áætla að á næstunni verði hinar fullkomnu Trident II kafbátaeldflau.gar tilbúnar til dreifingar Hingað til hafa kafbátaeld- flaugar verið of litlar og ónákvæmar til að þeim væri ætlandi stórt hlutverk í gaguárás. £n nýju Trident flaugarnar munu valda slíku hlutverki, þær eru nákvæmar og nægilega öflugar til að eyða hernaðarlegum skotmörkum. Ef Bandaríkjamenn standa við gerðar áætlanir um að dreifa þessu vopni árið 1989 munu þeir ráða yfir flota karnorkukafbáta sem yrði fær um að eyða verulegum hluta landeldflauga Sovétríkjanna. Þessi nýja hótun um árás af sjó vekur flóknar og uggvænlegar spurningar um stöðugleika á hættutímum. Kafbátaeldflaugar eiga mun skemmri leið að skotmarki sínu en landeldflaugar ■ Frá göngu friðarhreyfíngarinnar í New York s.l. sumar. Þar var m.a. haldið á lofti kröfunni um stöðvun á allrí frekarí framleiðslu kjamorkuvopna eins og meðfylgjandi mynd sýnir. og styttri breiddarbauga að fljúga yfir en langdrægar landeldflaugar. Sovéskir leiðtogar kunna að verða þvingaðir til að ákveða á innan við 10 mínútum hvort gera skuli kjarnorkuárás, af ótta við að missa í einni svipan mestan hluta sprengjuflugvéla sinna, langdrægra eldflauga og kafbáta í kafbátalægjum. Á sjöunda áratugnum og þeim áttunda ákváðu Sovétmenn að smíða eldflaugar sem gátu borið mjög stóra kjarnaodda með 25 megatonna sprengimætti. Þannig átti að vega á móti minni nákvæmni. Þeir hafa nú nálgast lausn á þessum vanda. Síðasta áratuginn hafa þeir náð miklum árangri í þeirri viðleitni að auka marksækni eldflauga sinna. SS19, hin nýjasta og fullkomnasta af eldflaugum þeirra, er næstum jafnoki banda- rískra eldflauga hvað marksækni varðar. Sovét- menn vinna að því að fullkomna SS 19 og jafnframt eru þeir með í undirbúningi nýtt kerfi langdrægra landeldflauga sem eykur möguleika þeirra á því að granda bandarískum landefl- flaugum á skotpöllum þeirra. Til margra ára hafa Sovétmenn þurft að horfast í augu við landfræðilegar og tæknilegar hindranir við uppbyggingu kjarnorkuflota síns, en þeir hafa náð umtalsverðum árangri. Kafbátaeldflaugar sem þeir vinna nú að kunna að búa yfir mun meiri eyðingarmætti gagnvart borgum í Bandaríkjunum en fyrri tegindir. Að vísu eiga Sovétmenn enn langt í land með að geta keppt við Trident-kafbát- ana eða Trident-flaugarnar. En verði ekki í náinni framtíð samið um stöðvun vígbúnaðar kann kafbátabúnaður Sovétmanna brátt að verða hæfur til að gera fyrstu árás á langdrægar eldflaugar Bandaríkjamanna. Ef til kjarnorkuátaka kemur skiptir e.t.v. ekki höfuðmáli, hvað áhættu varðar, þótt fyrsta árás yrði ekki afgerandi. Það sem skiptir sköpum er hvaða ályktanir hvor aðili dregur og telur að hinn dragi. Bæði risaveldin þróa nú æ fullkomnari og nákvæmari flugskeyti. Þetta hefur í för með sér gagnkvæman ótta og öryggisleysi. Ef báðir aðilar óttast að þeir kunni að hafa um það eitt að velja að gera kjarnorkuárás til að eiga ekki á hættu að missa vopnabúr sín í skyndiárás þá gætum við staðið frammi fyrir vítahring gagnkvæms ótta og öryggisleysis þjóðaleiðtoga, þar sem sjálf tilvist hins iðnvædda heims hengi á bláþræði. Hin nýju vopn, sem brátt verða fullgerð, gætu haft þau áhrif að þjóðaleiðtogunum sýndist áhættan af að verða ekki fyrri til árásar svo stór að þeir freistist til að skjóta fyrst og hugsa síðan. Þá getur harmleikur- inn frá 1914 endurtekið sig. Þá óskaði enginn eftir styrjöld, en mistúlkanir, ósveigjanlegar áætlanir og ótti við að bíða réðu atburðum. Kannske voru byssurnar 1914 fyrirboði kjarnorkuárása hins síðasta heimsstríðs. Uggvænlegar framtíðarhorfur Verði stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar ekki að veruleika eru framtíðarhorfurnar uggvænlegar. Tæknileg framþróun ber með sér hættuna á að hlutur mannlegra ákvarðana á hættutímum verði æ minni. Tölvur gegna nú þegar miklu hlutverki í ákvarðanatöku beggja aðila. Við vitum að flugtími langdrægrar landeldflaugar milli megin- larida er nú um 30 mínútur, sem þýðir að engin leið er að kanna nákvæmlega stærð og ákvörðun- arstað slíkrar flaugar nema með hjálp, gervi- hnatta, radars og tölvubúnaðar. Þeir eru margir sem setja traust sitt á mannlega skynsemi og telja að enginn leiðtogi geti tekið þá ákvörðun að gera martröð atómstríðs að veruleika. En þar kann að koma að ekki verði lengur um mannlegt val að ræða. Einn góðan veðurdag munu tölvur, e.t.v. taka ákvarðanir um það hvort og hvernig svara skuli árás. Sá dagur kann að vera í nánd. Að auki hafa ný vopn sem þegar eru tilbúin til notkunar stytt umþóttunartímann verulega. So- vésku SS 20 eldflaugamar geta náð til Lundúna á innan við 15 mínútum. Pershing II eldflaugamar, sem NATO ríkin áætla að hefja framleiðslu á, geta náð til Moskvu á svipuðum tíma. Bæði risaveldin hafa yfir að ráða kjarnorkueldflaugum staðsettum í kafbátum sem skjóta má eftir sérstökum kúlubrautum sem gerir erfiðara um vik að uppgötva þær. Liggi kabátamir með ströndum geta þeir valdið því að umhugsunartími styttist í 15 mínútur. Umþóttunartími kann einnig að styttast af völdum nýrra vopnakerfa sem nú er verið að fullkomna: gífurlega hraðfleygra stýri- flauga og geimeldflauga sem skotið yrði út í ytri lög gufuhvolfsins og þaðan beina þær förinni að skotmarki sínu. Slíkar flaugar dyljast auðveldlega á leið sinni. Komi ekki til stöðvunar vopnakapphlaupsins áður en næsta lota þess hefst kann svo að fara að alda vopnaglamurs og stíðsótta marki upphafið að mesta spennutímabili atómaldar, og síðan lokaþætti mannlegrar tilveru á jörðinni. Sumir, sem eru sammála okkur um þessar framtíðarhorf- ur telja að samt sé ekki rétti tíminn kominn til stoðvunar tilrauna og takmarkana á tækninýjung- um, slíkt geti aðeins orðið að raunveruleika eftir að ákveðin ný vopnakerfi hafi veirð fullgerð, vopnakerfi, sem séu nauðsynleg fyrir vamir okkar. En það mun ávaHt verða hægt að bæta við nýjum vopnum og nýjar hugmyndir halda áfram að skjóta upp kollinum. En einhvers staðar á þeirri leið kunnum við að missa af síðasta tækifærinu til að stöðva og síðan eyða kj arnorkuvígbúnaðinum. Með núverandi spennu og óstöðugleika í heiminum í huga er augljósara nú en nokkru sinni að takmörkun vígbúnaðar er ekki hægt að byggja á einu saman gagnkvæmu trausti. Samkomulagi milli aðila verður að vera hægt að fylgja eftir með tæknilegu eftirliti, rafeinda- og gervihnattaathug- unum. Síðustu tvo áratugi hafa framfarir á sviði gervihnatta- og radartækni gert viðræður um takmarkanir vígbúnaðar mögulegar. En notkun tækja til eftirlits er og verður háð vopnakerfunum sjálfum. Flugskeyti, kafbátarogsprengjuflugvélar eru tiltölulega stór og verða ekki auðveldlega falin fyrir vökulum augum gervihnattanna. En tegundir vopna og dreifingarkerfi þeirra breytast eftir því sem við nálgumst 21. öldina og möguleikar til öruggs eftirlits kunna að sama skapi að fara minnkandi. Kaflbátastýriflaug gerir eftirlit illframkvæmanlegt Bandaríska kafbátastýriflaugin, ómönnuð þota sem skotið er af skipum eða kafbátum, mun gera eftirlit illframkvæmanlegt vegna smæðar sinnar. Þessi flaug sem getur borið bæði hefðbundnar sprengjur og kjarnorkusprengjur flýgur í afar lítilli hæð og fylgir yfirborði jarðar mjög nákvæm- lega. Á þessum áratug áætlar sjóherinn að fullgera 4000 slíkar flaugar. Margar þeirra verða þannig úr garði gerðar að þeim verður hægt að koma fyrir á olíuskipum og kaupskipum. Þessi möguleiki mun grafa undan trausti Sovétmanna á hvers konar eftirlitskerfum, og á meðan munu þeir kappkosta að fullkomna eigin stýriflaugar. Síðan kemur það í okkar hlut að deila með þeim áhyggjum þeirra. í dag ríkir hernaðarlegt jafnræði milli risaveld- anna tveggja, fremur en nokkru sinni fyrr. Við erum nú þar stödd á kjarnorkuöldinni að hvorugur aðili getur gersigrað hinn með því að verða fyrri til árásar, og gagnkvæmt eftirlit er ennþá mögulegt. Áframhaldandi kapphlaup mun kollvarpa þessu jafnvægi og eyðileggja það færi sem nú gefst til þess að takmarka vigbúnað. Við getum enn afstýrt því að við göngum inn í tímabil spennu og stöðugt ótta vegna yfirvofandi hættu á að annað risaveldið freistist til að hefja árás. Það krefst sögulegrar ákvörðunar um stöðvun vígbún- aðar, tilrauna með kjarnorkuvopn og dreifingar nýrra vopna. Bandaríkin ættu að stíga ákveðið skref Bandaríkin ættu að stíga ákveðið skref í þá átt að semja við Sovétríkin um gagnkvæma stöðvun vígbúnaðar undir eftirliti. Slíkt samkomulag myndi skapa ómetanlegt tækifæri til að tryggja stöðugleika, eyða gagnkvæmum hótunum og brjóta niður hindranir á leið til afvopunar. Stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn getur hindr- að tæknilega framþróun hvað varðar hönnun og stærð kjamaodda, framþróun sem miðar að því að auka nákvæmni þeirra. Stöðvun tilrauna með nýja tegundir eldflauga mundi eyða óttanum við að hinn aðilinn næði hæfni til að hefja afgerandi árás. Stöðvun framleiðslu og dreifingar gereyðing- arvopna kæmi í veg fyrir að fjöldi nýrra flugskeyta, kjamaodda og sprengjuflugvéla bætt- ist í vopnabúr risaveldanna. Stöðvun vígbúnaðar nú þýðir að við þurfum ekki að lifa nýja lotu í vígbúnaðarkapphlaupinu. Sú lota yrði ólík hinum fyrri sem við þekkjum. Það yrði kapphlaup án marklínu þar sem báðir aðilar sæktust eftir yfirburðum í kjarnorkuvígbún- aði, en hvert skref yrði þegar vegið upp af keppinautnum. Kostnaðurinn færi langt fram úr því sem við höfum áður þekkt. Árið 1985 munu framlög Bandaríkjanna til hermála nema hærri upphæð en nemur samanlögðum fjárlögum ríkis- ins frá sjálfstæðisyfirlýsingunni 1789 til miðrar seinni heimsstyrjaldarinnar. En mestan ugg vekur sjálft eðli kapphlaupsins. Eftir því sem tækninni fleygði fram fjarlægðust keppendumir hvor annan, vígbúnaður þeirra og fyrirætlanir tækju á sig æ óljósari mynd. Báðir lifðu við sívaxandi ógn. Þetta yrði kapphlaup á mörkum ragnaraka þar sem færri og færri reglum yrði við komið, þar eð virkt eftirlit heyrði sögunni til. Árásir yrðu undirbúnar með leynd og framkvæmdar án aðvarana. Næsta lota í vígbúnaðarkapphlaupinu gæti með mun stærri líkum en nokkur sem á undan er gengin orðið hin síðasta í mannlegri sögu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.