Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDÁGUR 14. NÓVEMBER 1982. ■ Með orðinu „lófalestur“ er fyrst og fremst átt við það að lesa úr lt'num lófans, því það sem á undan hefur verið sagt um fingurna , neglurnar og höndina sem heild gefur auðvitað enga vísbend- ingu um liðna eða óorðna atburði. Hins vegar fáum við það miklar upplýsingar um manngerð fólks sem við hittum úr almennri athugun á höndinni að allir lófalesarar athuga þau mál vandlega, ekki síður en línurnar. En nú byrjum við að athuga það svið handarinnar, sem er hið merkilegasta og undraverðasta af þeim öllum, - línurnar sjálfar. Þar er að finna viðbótarupplýs- ingar um þá þætti skapgerðarinnar sem fingur, neglur o.fl. létu okkur í té, en einnig veita línurnar upplýsingar um liðin tímabil í ævi fólks og gefa innsýn í það ókomna. Þegar við búumst til að lesa í lófa þá hlýtur fyrsta spurningin að vera: „Hvora hendina lít ég á?“ Ekki tekur langan tíma að sjá að línurnar í vinstri og hægri hendi eru ólíkar og oft mjög ólíkar. Vegna þessa mismunar þykist þú þurfa að vita hvort betur megi treysta vinstri höndinni eða þeirri hægri. En svarið er: Lestu báðar. Hvor höndin um sig gefur þér vissar upplýsingar. Hægri og vinstri höndin Þegar þú lest í vinstri lófann, þá muntu finna þar þá eðlisþætti og V.nóV -4/ þumalfingurs. Kemur línan í boga meðfram Venusarfjallinu og getur náð niður undir úlfnliðinn, þótt lengd hennar sé misjöfn. Lesa ber líflínuna ofan frá og niður eftir. Líflínan sýnir heilsufar og almennt ásigkomulag viðkomandi. Þá skýrir hún frá mörgum merkisviðburðum á æfiferl- inum. Rétt er að gá nánar eftir þeim viðburðum í öðrum línum, þar sem líflínan sýnir þá aðeins í sem allra einföldustum dráttum. Sé líflínan löng og óslitin og nái vel niður undir úlfnliðinn, er óhætt að spá viðkomandi því að hann nái elliárum og heilsa hans verði góð, þar sem helstu líffærin eru vel byggð. Nánar má gá eftir minni háttar krankleika, svo og slysum og uppskurðum í heilsulínunni, - þótt best af öllu væri að gá ekki að því! Líflínan er best þegar hún myndar fallegan boga og því lengra sem boginn teygist út í höndina, því meiri orku býr einstaklingurinn yfir. Slíkt fólk nær sér af öllum veikindum og þó sérstaklega ef marslínan er til staðar. Þegar línan klofnar í tvær greinar neðantil, á þann hátt að önnur greinin skýst út á Mánafjallið, (sjá síðasta blað) þá er það vottur um löngun til ferðalaga. Sé greinin skýr mun þessi löngun verða að veruleika. Sé greinin enn dýpri og skýrari en sjálf líflínan er líklegt að viðkomandi flytjist úr landi og eyði meiri parti æfinnar í útlöndum. ■ Hér má líta meginlínur lófans, sem við munum fjalla um í þessum greinum. í dag er það þó aðeins sú mikilvægasta allra línanna, líflínan sem við skoðum. Sitthvað um lófalestur - Fjórða grein: LIFLINAN OG ÆVIARIN Litið á línuna sem sýnir líkurnar á því að við náum háum aldri og sýnir meginþætti heilsufarsins tilhneigingar sem ráðandi hafa verið í fjölskyldu þinni og endurspeglast því -Jijá þér. I hægri höndinni mun svo koma í Ijós hvernig tekist hefur að „spila úr þeim spilum" sGm þú fékkst. Náðir þú í jafn marga slagi og þú hcfðir getað fengið? Voru þér gefnir í vöggugjöf hæfileikar sem þú ekki hefur lagt rækt við eða hefur þér kannske tckist að gera bctur en að óbreyttu hefði mátt ætla? I vinstri höndinni er sem sagt að finna þinn innri mann, - áætlanir þínar, tilfinningar og leyndar óskir. Hægri höndin sýnir atburði sem raunverulega hafa átt sér stað í líft þínu, óskir sem liafa ræst og áætlanir sem hafa gengið úr skorðum. Vanalega er því best að lesa fortíðina í hægri höndinni, þar sem fortíðin er „borðleggjandi" staðreynd. Vinstri höndin mun hins vegar gefa gleggri vísbendingu um framtíðina, ali sá sem höndina á með sér vonir og sérstakar fyrirætlanir, þar sem oftast má vænta að nokkurn tíma megi bíða uns þær rætast. Þetta á samt aðeins við um fólk sem er rétthent. Sé viðkomandi örvhentur, snýst dæmið við að talsverðu leyti. En ekki að öllu leyti, þar sem örvhent fólk er neytt til að beita aðferð rétthentra við margar athafnir í daglegu lífi. Þegar lesið er í lófa örvhcntra er því ekki hægt að greina milli handanna jafn einfaldlega og ef rétthentir eiga í hlut. Þá þarf að skoða báðar hendurnar nákvæmlega, uns hægt er að sjá hvor höndin er ráðandi í hverju tilviki. Aðallínurnar þrjár Líttu á lófann sem landabréf af lífsferli einstaklingsins, - enda er hann það. Þú munt strax reka augun í þrjár langar línur, sem segja má að minni á aðalakbrautir á landabréfinu. Þessar línur eru mismunandi að lengd og gerð eftir því hver lc tnn á, en eftir myndinni sem hér er birt með er vandalaust að greina hvaða lína er hver eftir legu hennar. Hér er verið að ræða um líflínuna, hjartalínuna og höfuðlínuna. Mjög, mjög sjaldan finnst það dæmi að í stað þess að láréttu línurnar tvær, hjarta og höfuðlína, gangi nokkuð samsíða þvert yfir lófann, sé línan aðeinsein. Segja má ■ Þarna eru aldursskeið æflnnar, eins og þau birtast í hinum ýmsu hnum lólans. Sé til dæmis líflínan shtin á þeim stað sem við höfum merkt með krossi á myndinni mætti viðkomandi eiga von á veikindum um fertugsaldur. Þeir sem fylgjast með þessum greinum um lófalestur ættu að geyma þessar myndir, því ekki er víst að við birtum þær aftur, en þær eru mikilvægar vegna næstu greinar. að í nær öllum höndum blasi þessar þrjár línur strax við. Örlagalínan, sem stefnir upp höndina að löngutöng, er oft það glögg að hana mætti telja með aðalakbrautum lófans, en stundum vantar hana. Hinar þrjáreru hins vegar nær alltaf til staðar. Því byrjum við á að skoða þessar þrjár línur, en snúum okkur síðar að Örlaga- línunni og fleiri línum, sem ekki eru alveg jafn mikilvægar. Þegar lesið er í lófa er sjálfsagt að veita þessum þrem línum inesta og nákvæmasta athygli, og ekki ber að spá neinu sem ráða mætti af öðrum línum lófans, ef þessar þrjár mæla gegn því. Áhrif þessara lína á manngerðina og allt líf einstaklingsins eru svo mikil að þær hafa jafnan úrslitavald. Séu þessar þrjár línur allar skýrar og vel formaðar er Ijóst að eigandi handar- innar er vel á sig kominn og fær í flestan ■ Dæmi um það þcgar líflínan „byrjar tvívegis“, ef svo má segja. Þetta táknar algjöra breytingu á umhverfí, eða þá að lífsviðhorfín taka fullkomnum umskipt- um. sjó og honum ætti að vegna a.m.k. bærilega í lífinu. Séu línurnar hins vegar hlykkjóttar, slitnar eða tengdar hér og þar með eyjurn (O-laga hlekkjum) þá er slíkt veikleikaeinkenni á því sviði sem línan ræður yfir. Mjóar, djúpar línur með góðum rauðum lit eru merki um meiri kraft og orku en breiðar línur og fölar. Oft greinast línurnar í tvær greinar í endar.n og er það yfirleitt gott teikn, nema á líflínunni, en þar táknar klofning línunn- ar í endann heilsubilun á efri árum. Þessi almennu atriði eiga við allar línur lófans og ekki aðeins líflínu, hjartalínu og höfuðlínu. Snúum við okkur nú að þessum þrem línum: Líflínan Líflínan, eða aðallínan, eins og hún stundum er nefnd, byrjar nokkuð neðan við vísifingurinn, - á milli hans og Gáið vel að litlum línum sem byrja á líflínunni og stefna upp á við. Oftast er þær flestar að finna á efri hluta líflínunn- ar, nærri höfuðlínunni, - en annars má finna þær hvar sem er á líflínunni. Þetta eru línur sem tákna metnað mannsins og sýnir hver lína verulegt átak sem hann hefur gert, til þess að bæta stöðu sína. Sterkustu línur þessarar tegundar er venjulega að finna á því tímabili er segja má að menn séu að hefja lífsbarátt- una, til dæmis þegar mikilvægu prófi úr skóla er lokið. Við birtum hér kort sem sýnir áætlaðan aldur á línum til glöggv- unar. Byrjendur í lófalestri segja stundum: „Líflína þín er slitin og það þýðir dauða!" Auk þess sem það er hættulegt og miskunnarlaust.að segja slíkt, þá ætti aldrei að spá einum slíku, hversu tvímælalaus sem teiknin sýnast. Líflínan sýnir aðeins dauða, ef línan er fullkomlega slitin í báðum lófum, og ef hvergi er að sjá nein mérki um að línan sé að jafna sig. Einnig þurfa allar aðrar línur, -höfuð, hjarta og örlagalínan að stöðvast við sama aldursskeið og líflínan slitnar, ef taka á af öll tvímæli. Mikið algengara er að sjá líflínuna brotna í aðeins annarri hendinni, en það er merki um all alvarlegan sjúkdóm. Stundum kemur fyrir að ný lína byrjar áður en sú gamla slitnar og liggur meðfram henni nokkurn spöl, líkt og tvöföld líflína. Á mynd hér með er dæmi um þetta. Sé nýja línan ekki mikið veikari en sú gamla, þá er þetta gott tákn. Það sýnir algjöra breytingu á umhverfi (burtflutningur, stundum vegna hjónabands) eða algjöra breyt- ingu í andlegum viðhorfum. Það var einmitt breyting af slíku tagi sem henti konuna sem á höndina á myndinni, en hún gjörbreytti um viðhorf til verð- mæta og gilda lífsins. Það tímabil í hendi hennar, þar sem línurnar liggja samsíða, er tíminn er þessi breyting var að eiga sér stað. Þetta-kom aðeins fram í hægri höndinni. Slitin líflína af þessu tagi hefur því ekkert með lífslengdina að gera. Eyjur í líflínunni eru tákn um heilsutruflanir á því tímabili eða erfiðar kringumstæður í umhverfi. í næsta blaði munnum við skoða hjartalínuna og höfuðlínuna. Þýtt-AM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.