Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. 9 Miiiííii' menn og málefni NYTT VIÐMIÐUNARKERFI ER EFNAHAGSLEG NAUÐSYN ■ í>á er frumvarp til laga um efna- hagsaðgerðir komið fram á Alþingi, en allt síðan bráðabirgðalögin voru sett 21. ágúst s.I. hefur ekki linnt óskum stjórnarandstöðunnar um framlagn- ingu frumvarpsins. Sem vænta mátti lagði forsætisráðherra frumvarpið fram í efri deild og verður það væntanlega tekið á dagskrá í næstu viku. Umræður um frumvarp þetta hafa nú staðið yfir í hálfan þriðja mánuð þótt það hafi ekki enn komið til kasta Alþingis, en þingmenn munu brátt eiga þess kost að láta ljós sitt skína varðandi margumrætt frumvarp. Stjórnarandstaðan lýsti yfir and- stöðu þegar er bráðabirgðalögin voru sett, eins og alkunna er. Það kom stjórninni í nokkum vanda, að sam- tímis missti hún meirihluta sinn í neðri deild, er ábúandinn á þeim sögufræga bæ Bergþórshvoli snérist á sveif með þeim flokksbræðmm sínum, sem vilja ríkisstjórnina feiga og eru staðráðnir í að ónýta þær efnahagsráðstafanir sem bráðabirgðalögin fela í sér. Það hefur þótt sýna mikið ábyrgðar- leysi hjá stjómarandstöðunni að snúast jafn harkalega gegn efnahagsráðstöfun- unum, sem raun ber vitni, án þess að benda á nokkrar aðrar leiðir til að sneiða framhjá þeim boðum, sem fyrirsjáanlega em framundan í efna- hagsmálum. En það verður hver að þjóna lund sinni eftir því skapferli sem hverjum einum er gefið og ekkert við því að segja. Umræður hafa staðið yfir milli stjómar og stjórnarandstöðu um lausn nokkurra brýnna viðfangsefna sem varða þjóðarheill. Sá hluti Sjálf- stæðisflokksins, sem er í stjómarand- stöðu hefur hlaupið á brott frá þeim umræðum og hugsar nú meira um kjörfylgi í væntanlegum kosningum en hvemig íslenskri þjóð reiðir af. Formaður Alþýðuflokksins situr enn á fundum með fulltrúum ríkisstjórnar- innar með umboð frá nýafstöðnu flokksþingi upp á vasann um að halda viðræðum áfram. Sett voru nokkur skilyrði fyrir því af hálfu Alþýðu- flokksins að brýnustu málum yrði komið gegnum þingið. Meðal þeirra var að leggja bráðabirgðalögin fram strax. Það var gert. Annað skilyrði var,'að stjórnarskrá yrði endurskoðuð og tillögur þar um lagðar fyrir Alþingi og að kosningar færu fram ekki síðar en í apríl. Vel hefur verið tekið í þetta af ríkisstjórninni. Skjótt skipast veður í lofti En svo bregður við að Kjartan Jóhannsson lýsir því yfir síðdegis á fimmtudag að þingmenn Alþýðu- flokksins muni hið bráðasta leggja fram vantraust á ríkisstjórnina og aðalmarkmiðið væri að koma henni frá með öllum ráðum. Hann sagði, að engar viðræður hefðu átt sér stað, afstaða Alþýðuflokksins væri rangtúlk- uð og flokksþingið eingöngu gefið sér umboð til að segja ráðherrunum að þeir ættu að pakka saman og hætta. Atarna er furðu skrýtið, eftir að hafa átt viðræður við ráðherranefnd um þingmál og lagt fram skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum. Útskýringar á þessu athæfi öllu eru kannski skiljanlegar, þótt erfítt sé að koma auga á rökrænt samhengi. Ólgan í þingliði Alþýðuflokksins er orðin slík, að formaðurinn leggur ofurkapp á að halda liði sínu saman og þótt vantraustið komi þvert á ályktanir flokksþings og yfirlýsingar og gjörðir formanns og varaformanns síðustu daga. Það er vandlifað í heimi hér, ekki síst í Alþýðuflokknum. Arkitekt kosningasigra, sem lýsti því yfir á Alþingi, að hann væri gjörkunnugur öllum sviptingum stjómmálalífsins, af því hann væri alinn upp í aftursæti ráðherrabíls, leikur stórt hlutverk í fjölmiðlum þessa dagana og er drjúgur yfir því að hafa fundið upp nýtískulega og flott. jafnaðarstefnu og hyggist nú koma sér upp eigin stjómmálaflokki og muni jafnvel bjóða fram í næstu kosningum. Nú reið á að sameinast um eitthvað mál og varð vantraust fyrir valinu. Hvemig sú ákvörðun kemur heim og saman við ályktun flokksþings Alþýðuflokksins um að halda beri áfram viðræðum við ríkisstjómina er svo önnur saga. minni og minni. Stundum eru gerðar tilraunir til að minnka bilið á ný í kjarasamningum, en útkoman er alltaf hin sama. Nær allir fá sömu hækkun að hundraðshluta og bilið eykst. Prósentan leikur láglaunafólkið sannarlega grátt. Því er oft haldið fram að glíman við verðbólgudrauginn komi einkum fram í því að vilja lækka laun. Aðrar úrlausnir sjái menn ekki. Kannski er eitthvað til í þessu, en því verður ekki á dalnum, er kom fram á þetta ár með minnkandi sjávarafla og öðrum hremmingum, var lítið eftir í sjóðum til að mæta minnkandi þjóðartekjum. Því voru sett lög um ráðstafanir í efnahagsmálum. Urelt kerfi Mönnum er Ijós nauðsyn þess að færa viðmiðunarkerfið, sem laun eru Fyrsti snjór vetrarins í höfuðborginni féll ekki fyrr en undir miðjan nóvembermánuð. Umbun há- launamanna En að fleiru þarf að hyggja en bráðabirgðalögunum einum saman. Fjárlög eru óafgreidd sem og lánsfjár- lög og margs konar frumvörp þeim áhangandi. Þá þarf að hyggja að fylgifrumvörpum sem fylgja efnahags- ráðstöfunum. Þegar er búið að leggja fram frumvarp um lengingu orlofs, og innan tíðar er von á tveim öðrum stjórnarfrumvörpum, um láglaunabæt- ur og um nýjan viðmiðunargrundvöll kaupgjaldsvísitölu. Það var samþykkt í ríkisstjórninni þegar bráðabirgðalög- in voru sett að frumvörp um þessi efni skyldu fylgja. Lenging orlofs og láglaunabæturnar eiga að vega upp á móti þeirri launaskerðingu sem ákveðin var 1. des. n.k. Nýi viðmiðunargrundvöllur- inn er liður í hinni löngu og ströngu baráttu við verðbólguna. Launþegum hefur löngum verið talin trú um, að löngu úrelt uppbóta- kerfi á laun tryggði kaupmátt og héldi í við dýrtíðina, en sannleikurinn er sá, að kerfi þetta er aðeins verðbólguvald- andi og eykur sí og æ mismunun meðal launþega. Þeir sem hærri hafa launin fá ávallt meira, það er hærri prósentu, en þeir sem lægri laun hafa. Þegar þetta viðgengst fjórum sinnum á ári í fjölda ára eykst bilið eftir því sem lengra líður. Hálaunamennirnir fá ávallt hærri og hærri hækkanir en láglaunamennirnir að sama skapi á móti mæit, að stighækkandi launa- greiðslur eru verulega verðbólguvald- andi. Ríkisstjórnir hafa oft gripið til þess óyndisúrræðis, að lögbjóða að dregið verði úr vísitöluhækkunum launa. Þessu hefur verið mótmælt misjafnlega kröftuglega, en þetta er ekki gert af illum hug til launþega, heldur af þeirri nauðsyn að hægja á víxlgangi launa og verðlags. Ráðstaf- anir af þessu tagi þurfa ekki að vera launþegum til tjóns. Það er hægt að sýna fram á með gildum rökum, að kaupmáttur hefur einmitt aukist vegna slíkra aðgerða, en þá þarf líka fleira að fylgja með. Niðurtalningin á fyrri hluta síðasta árs skilaði einmitt þeim árangri sem vænst var. En því miður var henni ekki fylgt eftir sem skyldi og því fór allt úr böndunum á nýjan leik. Það hefur verið bent á að gott árferði geti orðið íslendingum erfitt í efnahagslegu tilliti. í fyrra var metár í aflabrögðum og viðskiptakjör hafa sjaldan eða aldrei verið betri. Þá var boginn spenntur svo hátt, í framfara- málum svokölluðum ýmiss konar og einkaneyslu, að þegar harðnaði aftur Tímamynd Ella. greidd samkvæmt, í viðunandi horf. Sjálf viðmiðunin í -því vísitölukerfi sem nú er stuðst við er úr sér gengin og alröng. Neysluvenjur hafa breyst og kerfið gefur ekki rétta mynd af raunverulegum þörfum launþega. Ný neysluviðmiðun liggur fyrir og drög hafa verið gerð að frumvarpi um nýtt viðmiðunarkerfi sem launabæturverða reiknaðar samkvæmt. En það er fleira sem breyta þarf. Taka verður tillit til atriða eins og viðskiptakjara og félags- legra framkvæmda svo að eitthvað sé nefnt. Inni í núverandi útreikningi eru margs kyns hlutir, sem illa eiga þar heima og skýtur mjög skökku við raunveruleikann. Oft hefur verið á það bent, að óeðlilegt sé að hækka kaup á íslandi þegar uppskerubrestur verði á kaffi í Brasilíu, sem hækkar heimsmarkaðsverð á vörunni. En svona er þetta. Eins er allundarlegt, að ekki megi hækka hitaveitugjald í Reykjavík því þá hækkar kaupið á Grundarfirði og Neskaupstað. En það stafar reyndar af búsetu vísitölufjöl- skyldunnar sælu. Oddur Ólafsson, skrifar Möndl og klúður Það er mikil reiknikúnst stjórnmála- manna að halda vísitölunni í lágmarki. Vörur og þjónusta er hækkað og lækkað á víxl eftir því hvemig kaupin gerast á vísitölueyrinni. Uppbætur hér og niðurgreiðslur þar, bann við hækk- un á þjóðhagslega hagkvæmum þjón- ustuliðum er allt tilkomið vegna úreltr- ar löggjafar. Allt þetta möndl og klúður með vísitölubrauð og vísitölu- fargjöld og ótal margt fleira gerir fyrirtækjum og stofnunum erfitt fyrir og skekkir mjög allt verðskyn og verðmætamat. Allt er þetta heldur hlálegt tilstand og áreiðanlega ekki það notadrjúga hagstjómartæki sem einstaka aðilar eru stundum að halda fram. Þeir sem hafa af því hag að telja láglaunafólki trú um að þeir beri sérstaka umhyggju fyrir kjörum þess og velferð fá stundum kökk í hálsinn þegar ymprað er á að breyta þessu úr sér gegna viðmiðunarkerfi og ganga jafnvel svo langt að kalla útreikniriginn . launahækkun. Launafólk ætti að fara að átta sig á hvernig þetta kerfi leikur pyngju þeirra, sérstaklega þeir sem lægri launin hafa. Kerfinu verður að breyta, taka upp nýjan útreikning, lengja verðbótatímabilin og koma þessum málum í það horf að láglaunafólkið beri ekki sífellt skarðan hlut frá borði en þeir sem betur mega sín efnist að sama skapi. Krukkið í vísitöluna hefur iðulega mælst illa fyrir. Það má líka minnka, og það hlýtur að vera hægt að búa svo um hnútana að vísitölubætur verði í takt við tímann og þær efnahagslegu hrær- ingar sem yfir ganga hverju sinni. Kemur öllum til góða Að því er unnið og þess er að vænta, að ríkisstjórnin leggi fram lagafrum- varp um þetta efni innan tíðar. Það viðmiðunarkerfi sem þá verður tekið upp verður að sjálfsögðu ekki alfullkomið og þarfnast áreiðanlega breytinga við þegar tímar líða og aðstæður breytast. En það er viðleitni í þá átt að koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu yfirleitt, og á að koma bæði launagreiðendum og launþegum til góða. Æskilegt væri að hægt væri að koma því svo fyrir að kerfið bjóði upp á einhvern sveigjanleika, þannig að koma mætti við einhvers konar hagstjórn, þegar svo horfir, án þess að þurfa að beita aðferðum sem brjóta í bága við alla efnahagslega skynsemi eða réttlætiskennd almennt. Þetta er eitt þeirra mála, sem ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að leggja fram á næstunni. Vonandi tekst að koma máli þessu, sem öðrum áríðandi þjóðþrifamálum í gegnum þingið sem fyrst. Að vísu horfir ekki sérlega byrlega eins og stendur, þegar Alþýðuflokkurinn telur vantraust brýnasta málið og flokksbrot Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarandstöðu mun að öllum líkindum leggjast á sömu sveif. En vantrauststillaga er lögð fram í sameinuðu þingi og atkvæði greidd um hana þar, en þar á stjórnin styrkan meirihluta, svo að þetta verður rétt einn hávaðinn, og þjónar ekki öðrum tilgangi en að tefja þingstörfin. En úrlausnarefnin bíða og þau eru brýn. Ef stjómarandstaðan ætlar að standa í vegi fyrir að hægt verði að afgreiða fjárlög ásamt fylgifrumvörp- um, og bráðabirgðalögin og fylgifrum- vörp þeirra ná ekki fram að ganga, stefnir í það ástand sem enginn ábyrgur stjórnmálamaður mun stuðla vísvitandi að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.