Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.11.1982, Blaðsíða 24
24________________ erlendir leigupennar SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982. FILMAD VIÐ FRÍRÍKISPORT ■ (Þetta er grein númer tvö um þátttöku undirritaðs í framleiðslu sjón- varpsmyndaseríu sem ætluð er til dön- skukennslu og byrja á að sýna í íslenska sjónvarpinu innan skamms. í fyrri greininni sem birtist fyrir allnokkru sagði frá því hvernig ég, snauður leiklistarhæfileikum og - metnaði, lét þvælast inní að leika hlutverk í þáttun- um.) Ég átti að fara að leika rugludall. Allt var tilbúið sögðu þeir, eins og ungir menn á stríðstímum bíða eftir að verða kallaðir í herinn beið ég eftir kallinu um að mæta fyrir framan upptökuvélarnar; í þeim átökum var svo sem engin ástæða til að óttast um líf sitt, en ég reiknaði með að stofna mannorðinu í hættu. Þetta var þvílíkur asni sem ég átti að leika, eða öllu heldur véra, því aldrei átti ég að æfa neitt rulluna, leikstjórinn hafði mér ekkert að segja, ég sá ekki einu sinni almennilegt handrit. Ég hef áður sagt frá þessum undarlega manni, honum Kjartani, sem var djúpt sokkinn í eigið hugarvíl og lánleysi og týndur í Kaupmannahöfn. Ástæða ógæf- unnar var ráðgáta verksins, hugmyndin í handritinu var sú að gefa þá skýringu á sjálfsmorðsþönkum unga mannsins að hann hafi tapað tíuþúsund krónum ári áður í einhverjum fíránlegum keiluspils- bissness. Af mörgum kauðalegum atriðum verksins átti þetta kannski norðurlanda- metið, samt þurfti harðsnúnasendinefnd ofan af íslandi til að fá því breytl, eftir stormasama fundi með hurðaskellum og látum féllust dönsku framkvæmdaaðil- arnir á að þetta væri ótækt. En þá þurfti nýja hugmynd í staðinn. Það átti að fara að hefja kvikmyndatök- urnar en allt var í steik. Ríkisstjórnir íslands og Danmerkur voru búnar að leggja fram tugi milljóna til þessa verkefnis, undirbúningurinn hafði staðið í meira en ár, í tengslum við myndina var verið að vinna að tuttugu útvarps- þáttum og hver gáfumanna kepptist við samningu kennslubókar, en ennþá vant- aði samt ástæðuna fyrir nærveru einnar af sentralfígúrum verksins. í þessum vandræðum var einhver orðinn svo desperat að hann hringdi í mig, til að athuga hvort ég hefði einhverja hugmynd. Ég veit ekki neitt, var svarið, ég bara vinn hérna. - Já en mér datt nú sísona í hug að þar sem þú átt að leika þennan dreng, þá hefðirðu kannski einhverja ídeu... - Þið vitið sem sagt ekkert hvað þið eigið að gera við þessa persónu? spurði ég- - Nei. - Sleppiði henni þá! Ekki var farið að mínum ráðum, heldur var dregin fram ný ástæða fyrir hegðan þessa vesæla manns, ákveðið var að láta koma fram í lok þáttaseríunnar að hann væri kominn á kaf í eiturlyfja- sölu. Nú gæti einhverjum virst ansi langur vegur þama á milli, að vera taugabilaður og mannfælinn af einskærri minnimáttar- kennd, og hinsvegar þess að vera var um sig að hætti þeirra sem stunda ólöglega iðju, vera í þeim gróðavænlega en harða bransa að versla með dóp. Þetta myndi krefjast breyttrar fram- komu mannsins á öllum sviðum. En enginn tími reyndist til að hugsa um það. Seinna frétti ég að það hafi verið upphaflega hugmyndin áður en byrjað var að vinna að handritinu, að drengur- inn skyldi vera harðsvíraður narkógang- ster, en henni hafi þá verið hafnað á þeim forsendum að þarmeð væri verið að gefa þeirri goðsögn undir fótinn að annar hver ungur maður sem til Kaup- mannahafnar kæmi lenti beint í eitur- lyfjasukkinu. En hún var sem sagt dregin fram aftur á síðustu stundu, eftir að búið var að skrifa handritið með allt öðrum formerkjum. Svo kom kallið. Það var kannski vel við eigandi að það fyrsta sem sæist til Kjartans væri í hippafríríkinu K.ristjaníu. Að kvöldi dags um miðjan júlí 1981 var mér sagt að mæta þangað að hliðinu í kvikmynda- töku daginn eftir. Eldsnemma um morguninn börðu að dyrum hjá mér tvær miðaldra konur, sem sögðust hafa umsjón með förðun og leikbúningum. Nú átti að fara að dubba mig upp í rulluna. Ég átti að leika ræfil og útigangsmann sem svaf í portum og skifti sjaldan um föt, eða aldrei. Skítugur eftir því. Fyrst var makað klístri og gumsi í hausinn til að gera mig úfinn og tættan. Það heppnaðist vel. Svo var mér sagt í hvaða lörfum ég átti að ganga, gömlum sandölum, snjáðum gallabuxum, hvítum nærbolsræfli og upplitaðri vaffhálsmáls- peysu, hún var úr grófri ull og eins og sandpappír viðkomu. Hvíti bolurinn var skjannabjartur og glænýr útúr búð, til að gera hann ellilegri var makað í hann einhverju sem líktist skósvertu; eftir það leit hann út eins og glænýr nærbolur sem hefur kámast af skósvertu, ég var eins og skóburstari sem hefur bara verið einn dag í faginu. Þangað til ég var kominn í peysuna, þá var ég eins og breskur pervert úr sjónvarpsleikriti fra BBC. Svo var ég látinn bera sót í andlitið á mér og málaðir bl’áir baugar undir augun og svo sögðu þær bæbæ. Þetta var klukkan hálfníu um morguninn. Fimm tímum seinna átti ég að vera mættur niðrað Stínu. Að heiman og þangað er uþb. 20 mínútna gangur, meðan ég skundaði þá leið fékk ég tortryggnar augngotur frá öðrum vegfarendum, ekki skánaði held- ur útlit mitt við það að á leiðinni gerði úrhellisdembu yfir sótið og förðunina. Það var nýstytt upp þegar ég kom á staðinn, þar var verið að kippa yfir- breiðslum ofan af myndavélum og tækjum og hollívúddliðið var að draga saman regnhlífarog koma undan skýlum og þakskeggjum. Ég gaf mig fram við liðið, einhver rétti mér máttlausa hönd og sagði mér að bíða. Ég tyllti mér á drumb við lúinn húsgafl sem einhvern- tíma hafði verið málaður bjartsýnis- legum myndum af blómum og sólarupp- rás. íslensk stúlka, aðalpersóna verksins, átti samkvæmt handritinu að koma þarna inn í Kristjaníuspillinguna í leit að þessum Kjartani vesaling, sem ég átti að leika. Stelpan Hildur var eins og elsku fermingarstelpan hennar mömmu sinnar; sviphrein björt og kjút, stundum undirleit. Beibífeis. Sterk siðferðis og réttlætiskennd skein úr svipnum. Állur karakterinn minnti á persónu úr barna- bók eftir Þóri S. Guðbergsson. Hún átti að koma í fylgd afalegs eftirlaunadana sem hún hafði fengið herbergi hjá, hann gekk henni í föðurstað samkvæmt hand- ritinu; þar að auki átti hann að verða pínulítið afbrýðisamur síðar meir þegar hún fer að dandalast með dönskum strákum (úrvalsmönnum til munns og handa að sjálfsögðu). Fyrst áttu þau að leiðast inn um hliðið. Tækjamennimir slilltu græjumar og á meðan stóðu Beibífeis og sá gamli á gangstéttinni hinum megin við götuna og biðu eftir að vera gefið merki um að þau mættu labba af stað. Þegar réttu birtuskilyrðin gáfust var þeim veifað. Þau sáust nálgast og voru í hróksam- ræðum, hún horfði stóreyg og undrandi eins og nýfæddur hvolpur á heiminn en sá gamli jammaði veraldarvanur og benti með stafnum í kringum sig. Þegar þau vom að nálgast vélina dimmdi skyndilega í lofti og upptakan var stöðvuð. Nokkrum sekúndum síðar dundi regnskúr úr himni, aftur var breitt yfir vélamar, prímadonnan var drifin inní bíl svo sólskinssvipurinn ringdi ekki niður, aðrir drógu sig í hlé en ég sat eftir á dmmbnum og reyndi að losna við tvo menn í skinnfeldum sem tíndu af sér lýsnar og endurtóku í sífellu orðin „fed afghan!" Eftir langa mæðu var hóað í bílinn, ég mætti heldur ekki rigna niður. Ég settist aftur í sendiferðabíl sem var fullur af tækjum og drasli og másandi fólki. Feitlaginn miðaldra dani sem sagðist aðstoða við smíði sviðsmynda gaf sig á tal við mig og dró ölflösku uppúr kassa sem hann sat á. Svo stytti upp og önnur tilraun var gerð til að filma inngönguatriðið. Þegar allt var orðið klárt var skötuhjúunum skipað að bíða handan götunnar. Vandræðin voru þau að enginn var á ferli á svæðinu, en hugmyndin var hinsvegar sú að láta leikarana ganga gegnum hóp dæmigerðra Kristjaníubúa. Eftir langa mæðu nálguð- ust nokkrar fyllibyttur og hippahjón með skræpóttan barnavagn, merki var gefíð og Beibífeis og sá gamli gengu af stað. En þegar þau vom komin hálfa leið yfir götuna renndi rúta í hlað og út kom hópur þýskra túrista á sightseeing túr um bæinn, í stað kristjaníuhippanna sem mynda áttu bakgmnninn var nú allt orðið fullt af miðaldra hjónum sem hleyptu af myndavélum í allar áttir. Eftir kortersbið fór næsta tilraun li'ka út um þúfur. í hliðinu vom þau tvö næstum hlaupin um koll af sæg trimm- andi skólabama á heiðbláum og sólgul- um adídasbúningum. Svo dimmdi í lofti og af ótta við nýja skúr var gerð pása. Við aðstoðarmaðurinn sátum ennþá inní bíl og fylgdust með, hann var hinn ánægðasti, sagðist vera á tímakaupi og bauð mer annan öl. Næst þagnar inngöngumarsinn var reyndur hafði allt fyllst af tötralegum slagandi Kristjaníubúum. Líklega hefði allt farið vel ef hipparnir hefðu ekki þyrpst að kvikmyndatökuvélinni ogfarið að gera andlitsglennur framaní linsuna. Eftir nokkrar tilraunir og eina regnskúr í viðbót náðist atriðið á filmu. Þá voru allir orðnir hálfargir og fúlir, nema smíðahandlangarinn sem ég sat með inní bílnum, hann var að verða búinn með ölkassann og farinn að segja mér með hamingusvip á andlitinu frá hakka- buffinu sem mamma hans í Bagsværd eldaði í gamla daga. Við og við þurfti fólkið að koma að bílnum í einhverjum erindagjörðum , ég tók strax eftir því að ef þau komu tvö saman var verið að hvísla og hrista hausana, ef einhver kom einn síns liðs var hann tautandi og fussandi. Næst voru Beibífeis og sá gamli mynduð á hringferð um svæðið, svo gefast þau upp á leitinni og halda á brott. Fyrren undir lok seríunnar á Kjartan hinn dularfulli ekkert að sjást nema tilsýndar og eldsnöggt á dramatískum augnablikum. Hann dúkkar upp og hverfur (aðallega svo áhorfendur stein- gleymi honum ekki.) Hildur eyðir sól- skinsdegi í lystigarði með vinkonu sinni og á meðan sniglast hann einsog skógar- púki milli runnanna. í myrkri sést hann gægjast fyrir húshorn. Garún Garún. - Eins er það í þessum Kristjaníuleið- angri. Þegar þau loksins eru búin að gefast upp á leitinni og ganga út um hliðið birtist sakbitið þungbúið andlit ógæfumannsins skyndilega á myndfletin- um og hann horfir tjáningarlausu augna- ráði á eftir fyrrverandi kærustunni þar sem hún yfirgefur fríríkið í fylgd gamla ekkjumannsins. Frumraun mín á leiklistarsviðinu. Ég var sóttur inn í bílinn til hakkabuff- mannsins. Mér var stillt upp rétt fyrir utan skotlínu myndavélarinnar. Þegar skötuhjúin stigu út um hliðið átti ég að stíga eitt skref til hliðar, inn í myndflöt- inn og góna á eftir þeim. Nú. Eg gerði þetta. Eitt skref til hægri og horfði á eftir fólkinu. Hann var í gamalmennafrakka og með hallærisleg- an hatt. Afabuxumar vora síðar og ég sá ekki almennilega hvort hann var í skóhlífum. Líklega ekki. Hún var í bláum skóm úr einhverskonar tauefni, þeir voru reyrðir með böndum uppá ökklana. Hún var minni en kallinn, grönn. og sumarklædd og gekk með mjaðma- hnykkjum. Made her blue jeans talk, eins og Dr. Hook segir. Tók á sig króka til að lenda ekki oní drullupollum... -Takk fyrir, þetta er búið, ságði kvikmyndatökumaðurinn og slökkti á vélinni. Ég flýtti mér heim til að komast úr þessari peysu sem var viðkomu eins ■og býflugnager í úfnum ham. mig og mér skipað að koma líka inn í Einar Kárason skrifar frá Kaupmannahöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.