Tíminn - 17.11.1982, Page 1

Tíminn - 17.11.1982, Page 1
Frá 18. flokksþingi Framsóknarflokksins — bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Síðumúla15 -Pósthólf 370Reykjavík- fspegii tímans: Nasstassja Kinski — bls. 2 Hallæris- leg heim- koma — bls. 19 Vetrar- tískan — bls. 12 S-ji ,< é~ Getrauna- leikurinn — bls. 13 TUGMILUÓNATJÓN í ÓVEÐRINU í GÆRDAG — Metersdjúpt vatn á bílastæðum, og menn fóru ferda sinna á árabátum í Hrísey ■ Tugmilljónatjón varð í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið sl. sólarhring. Á Sauðárkróki og í Hrísey varð gífurlegt tjón vegna flóða og á Siglufirði urðu verulegar skemmdir af sömu sökum. Mjög vont veður var um mest allt landið í gær, en verst var það þó norðanlands. Þar skall sánnkallað ofsaveður á snemma morguns og við sjávarströndina gekk sjór á mörgum stöðum á land. Á Sauðárkróki urðu hafnarmann- virki illa úti. Miklar skemmdir urðu á húsakynnum Fiskiðjunnar þar sem sjór komst í frystigeymslur og undir gólf. Hjallar fóru í rúst þegar sjór gekk yfir þá og þrjár trillur sukku í höfninni, auk þess sem dekkbátur eyðilagðist. Talsvert tjón varð af völdum óverð- ursins á Siglufirði. Mannvirki hreins- uðust af öldubrjótnum, skemmdir urðu á fiskvinnslustöðvum og sjór flæddi um flestar götur á Eyrinni. í Hrísey varð milljónatjón vegna ■ Sótsvartur snjóbylur var um mest allt land í gxr og færð því mjög slæm. Tímamymd Ella flóða, en þar skemmdust bæði hús og vélar, auk sjávarafurða. 25 sentimetra djúpur sjór var á götum þorpsins og á einstaka bílastæðum var allt að meters- djúpur sjór. — Við urðum að fara á árabátum milli húsa við björgunarstarfið sagði Sigurður Arngrímsson, sóknarprestur í Hrísey í samtali við Tímann. Mestar skemmdir urðu hjá bygging- arfyrirtækinu Björk hf.,saltfiskverkun- arstöð og dijá Kaupfélaginu. Sjór korn.st í saltfiskbirgðir og skreiðar- birgðir og er Ijóst að þar hafa orðið gífurlegar skemmdir. — Það er okkar eina von að Viðlagasjóður bæti okkur þetta tjón, sagði Björgvin Pálsson hjá Björk hf. í samtali við Tímann. Björgvin sagði að þetta hefðu verið hreinar náttúru- hamfarir og fæstir hefðu þá sértrygg- ingu sem þyrfti í tilfellum sem þessum. Mikil ófærð var víða um land vegna óveðursins og var ástandið verst norðanlands þar sem flest allir vegir voru ófærir. Lægðin sem veldur óveðrinu sem nú er víða á landinu mun í dag fjarlægjast landið og vindur mun víðast hvar ganga niður samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Sjá nánar bls. 3. —ESE/SJÓ . Ríki og Reykjavíkurborg krafin bóta í prófmáli 45 húseigenda í Árbæjarhverfi: KREFJAST 7 MILUÓNA VEGNA FLÖTU ÞAKANNA ■ „Ég byggi aðalkröfu mína á því, að byggingaryflrvöld Reykjavíkur og teiknistofa Húsnæðisstofnunar ríkisins séu samsek að því leyti hvernig frá þökum á húsum þessum er gengið,“ sagði dr. Gunnlaugur Þóðarson, hæst- aréttarlögmaður í viðtali við Tímann í gærkveldi, í tilefni að því að hann í gær og í fyrradag birti fyrir hönd eins íbúans við Hraunbæ, borgarstjóra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og formanni Húsnxðisstofnunar ríkis- ins stefnu í prófmáli þar sem krafist er bóta vegna viðgerðarkostnaðar og miska sem íbúar í allt að 45 húsum við Hraunbæ hafa orðið fyrir, vegna flatra þaka. Upphæð sú sem húseigendurnir krefja um er samtals tæpar 7 milljónr króna. „Samkvæmt siðareglum lögmanna þá eiga þeir ekki að fjalla um mál þau sem þeir sækja eða verja á þessu stigi,“ sagði dr. Gunnlaugur, „en í þessu tilviki tel ég þó rétt að greina að einhverju leyti frá málavöxtum." í máli dr. Gunnlaugs kom fram að fólk sem býr í svokölluðum garðhúsum við Hraunbæ, kom að máli við hann og fór þess á leit að hann höfðaði mál fyrir hönd þeirra 45 húseigenda sem hér um ræðir, en húsbyggjendum hafði verið gert, þegar þeir byggðu hús sín 1965 að hafa flöt þök. Sagði hann að flest húsin hefðu verið teiknuð á teikinstofu Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Hér væri því um sameiginleg mistök borgarinnar og Húsnæðisstofn- unar að ræða - borgin hefði sett kvöðina á, og Húsnæðisstofnun hefði teiknað húsin með flötu þökunum. Síðar hefði borgin svo aflétt þessari kvöð, og leyft að væri risþök á húsin. Sagði dr. Gunnlaugur að dómskvaddir matsmenn hefðu verið fengnir til þess að meta kostnað við að setja risþak á húsin 45, sem hefðu lekið nánast frá upphafi, og hefðu þeir metið að kostnaðurinn væri 115 þúsund krónur. Sagðis dr. Gunnlaugur auk þess gera kröfu um að hverjum húseigenda yrðu greiddar 40 þúsund í miskabætur, þannig að samtals ætti hver húseigandi að fá 155 þúsund krónur. Eins og fram kemur hér að lraman var stefnan birt í gær og fyrradag en málið verður þingfest þann 23. þessa mánaðar.-AB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.