Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 ÍÍM'Mil f réttir Hugmyndir í stjórnarskrámefnd um úthlutun uppbótarþingsæta: HÆGT AÐ FA UPPBÚTARMANN ÞÓ ENGINN KJÖRDÆMAKOSINN — ef atkvæðamagnið á landsmælikvarða fer upp fyrir 5% ■ Á fundi stjórnarskrárnefnd- ar í gær, var ákveðið að halda annan fund að viku liðinni og á þessari viku er meiningin að lagfæra texta skýrslunnar, upp- setningu og annað Iítillega, en óskir þar að lútandi komu fram á fundinum í gær. Það verður því að líkindum að viku liðinni sem nefndin afhendir stjórnmála flokkunum skýrslu sína, þar sem hún gerir grein fyrir þeim val- kostum sem ræddir hafa verið í stjórnarskrárnefnd í kjördæma- málinu, ásamt útreikningum á þessum mismunandi valkostum. í þessari skýrslu eru allir valkostir varðandi fjölgun þingmanna kynntir, allt frá því að fela í sér enga fjölgun, upp í það að fela í sér 9 þingmanna fjölgun. Þá er gerð grein fyrir forsend- um óbreyttrar kjördæmaskipan, til gjör- breyttrar kjördæmaskipanar. í þriðja lagi eru tillögur um gjörbreyttar reiknireglur varðandi útreikning á úthlutun kjör- dæmakjörinna og landkjörinna þing- sæta, þar sem stungið er upp á að hverfa með öllu frá d‘Hont kerfinu sem verið hefur við lýði hér, til reiknikerfis sem nefnist Lagueskrefið, en það mun vera nær því að endurspegla raunveruleg hlutföll á milli fylgis og úthlutunar, en d'Hontkerfið. Þá heyrir það til nýmæla í skýrslu stjórnarskrárnefndar að talað er um að hver flokkur eða framboðsaðili sem nær kjördæmakjöri í einu kjördæmi kemur til greina við úthlutun uppbótasæta. 1 tengslum við þá hugmynd er iagt til að hver sá sem nær 5% af heildaratkvæða- magni landsins, komi til greina við úthlutun uppbótaþingsæta og er þessi tillaga tilkomin bæði til þess að stemma þess að tryggja að þeir sem ná umtals- þurrkist ekki út, þó að þeir fái engan stigu við smáflokkamyndun, svo og til verðu atkvæðamagni, ss. 10-12%, kjördæmakjörinn þingmann. -AB ■ Margt skeður skrít- ið í „dimmunni“ á dimmision ekki síst ef stúdentsefni útskrifast um þetta leyti. Þetta var annars skrýtinn hóp- ur sem hann Róbert Ijósmyndari rakst á í Austurstrætinu. Voru þetta snjókarlar með gulrótarnef eða var þama kannski komið Bandalag jafnaðar- manna sem leitað hefur vcrið með logandi Ijósi um landið þvert og endi- langt að undanförnu? Hver veit? Vöruskipta- jöfnuðurinn vid útlönd: Neikvæð- ur um 2.8 milljarða — á fyrstu tíu mánuðum þessa árs ■ Fyrir hverjar 100 krónur sem við íslendingar fluttum inn vörur fyrir í októbermánuði fluttum við aðeins út vörur fyrir 58 krónur. Innflutningur í október nam rúmum 1.088 milljónum króna en útflutningurinn aðeins tæpum 634 milljónum kr. og var því vöruskipta- jöfnuðurinn í mánuðinum neikvæður um nær 455 milljónir. I októberlok vantaði orðið 2.809 milljónir króna til þess að útflutningur landsmanna dygði til að greiða fyrir það sem við höfum flutt inn til þess tíma. Innflutningur þessa 10 mánuði nam 9.130 milljónum, en út höfum við flutt vörur fyrir aðeins 6.321 milljón króna. vöruskiptajöfnuðurinn er því neikvæður um 2.809 millj. kr. það sem af er ársins, samkvæmt yfirliti Hagstofunnar. -HEI Jón Oddur og Jón Bjarni f sigurför erlendis ■ Sýningum fer nú að ljúka að sinni hérlendis á hinni vinsælu kvikmynd, Jón Oddur og Jón Bjarni, en mikil eftirspum er erlendis frá eftir að fá hana til sýninga. Af þeim sökum fara öll eintök hennar úr landi á næstunni. Myndin var nýlega valin í hóp ellefu mynda sem sýndar vom á barnamyndahátíð- inni í Frankfurt am Main í V-Þýskalandi. Myndin fékk afar lofsamlega dóma í þýskum blöðum og hefur verið falast eftir henni til sýninga í v-þýska og hollenska sjónvarpinu. Einnig var hún sýnd á Norrænum kvikmynda- dögum í Lubeck 4.-7. nóvember sl. Svipaðar viðtökur fékk myndin á Norrænu bama- og unglingamyndahátíðinni í Hanasa- ari í Finnlandi fyrr á árinu. Finnska sjónvarpið keypti þegar í stað sýningarrétt á myndinni. Um þessar mundir er verið að sýna Jón Odd og Jón Bjama á kvikmyndahátíð í Vancouver í Kanada og einnig hefur verið falast eftir henni á sölusýningu CBS sjón- varpsstöðvarinnar, er haldin verður í New York nú í lok mánaðarins. Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 73055. ,Ut úr vitanrm Eyjólfur Konráð Jónsson DREIFIHG: (É Almenna Bókafélagið Morgunblaðið 14. 8. 1982. Friðrik Friðrikson. „Að „patent“-lausninni til lækkunar verðbólgu slepptri, þá gætir hvarvetna góðrar frjáls- hyggju. Gert er ráð fyrir léttari skattbyrði, stærri hluta þjóðarframleiðslu ráðstafað af ein- staklingum sjálfum, aukinni sjálfsbjargarhvöt. Eykon er frjálslyndur maður. En þó togast á frjálslyndi og eitthvað, sem jafnvel má telja stjórnlyndi á stöku stað.“ Morgunblaðið 14.8. 1982 Guðmundur Heiðar Frímannsson „f allri bokinni má glöggt finna óþol gthafna- mannsins, löngun hans til að koma einhverju i verk. Þótt menn vilji ugglaust gera einhvern ágreining við Eyjólf Konráð um úrræðin gegn verðbólgunni, þá held ég að flestir frjálslyndir menn í landinu voni, að hann og aðrir af liku tæi fái tækifæri á næstunni til að svala óþoli sfnu, stjórna landinu. Þá er að minnsta kosti ástæða til að standast þá freistingu að trúa bölsýninni. Heimdallur á þakkir skildar fyrir það góða framtak að gefa þessa bok út.“ Arni Sigússon.form. Heimdallar „Af lestri þessa rits vona ég að Ijóst sé, að hugmyndir Eyjólfs eru hugmyndir mcginþorra sjálfstæðismanna enda er þingflokkur sjálf- stæðismanna virkur þátttakandi f tillögugerð hans. Gjörbreytt stefna hefur veriö mótuð f efnahags- og atvinnumálum og henni ber að fylgja fram til sigurs. Hér er að finna þá upp- sþrettu hugmynda og orku, sem breytt getur ófremdarástandi því sem f þjóðfélagi okkar ri"kir.“ Jónas H. Haralz. 30. nóv. 1979 „Því er ekki að leyna, að þessi þáttur sóknar- innar gegn verðbólgu er sérstaklega vandmeð- farinn. Iþví sambandi hefur Eyjólfur Kornáð Jónsson f grein í Mbl. í október sl. sett fram athyglisverðar hugmyndir, sem þó hafa verið Iftið ræddar opinberlega." Helgarpósturinn, l.jálf 1982 Helgi Skúli Kjartansson „Hver eða hverjir sem aö þessu unnu, þá þykir mér það merkileg hugmynd og ágxt að taka upp umræður, einnig andmæli gegn aðalhöf- undi bókarinnar, og hygg ég það lýsi sjálfs- trausti útgefenda fyrir hönd stjórnmálastefnu sinnar að vera svo ófeimnir við vissan ágrein- ing meðal fylgjenda hennar.“ Frelsið. 3. hefti 1980 I umræðum á málþingi Félags frjálshyggju- manna 5. apríl 1980, sem birtust í I. hefti þessa árs, lýsti Friedrich A. Hayek í fáum orðum nýjum tillögum sfnum til lausnar verð- bólguvandanum, en þær hafa vakið mikla at- hygli erlendis. Þessar tillögur eru mjög svipað- ar hugmyndunum, sem Eyjólfur Konráö Jóns- son alþingimaður kom oröum að f nokkrum blaðagreinum 1978 og 1979 — áður en Hayek tók til máls.“ Olafur fsleifsson, Visi, 27. ágúst 1981 „Skattalækkun sú, sem patentlausn Eykon snýst um, kynni vissulega að stuðla að tfma- bundinni lækkun verðlags, en það er álitamál, hvort hún drægi úr hraða verðbólgunnar og hvcrsu varanlcg áhrif þessarar aðgerðar yrðu.“ Norðanfari. okt. 1982 Friðrik Sophusson. „Flestum finnast hugmyndir Eyjólfs Konráðs ákaflega merkilegar og það sem hann segir er nokkuð sem menn hafa verib að fjalla um f öðrum löndum að undanförnu. A meðal stjórn- málamanna og efnahagsstérfræðinga f hinum vestræna heimi hafa farið fram miklar umræð- ur um þessi mál á stðustu árum, allt frá þeim tfma er menn áttuðu sig á, að þau hagfræði- legu lögmál sem starfað hafði verið eftir allt frá striðslokum dugðu alls ekki lengur. Það varð að leita nýrra leiða.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.