Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 8
8 FÓSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsli Sigur&sson. Auglýslngastjórl: Steingrlmur Gfslason. Skrlfstotustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Eirlkur St. Elrlksson, Fri&rlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgasoajlþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Gu&bjðrnsson. Ljósmyndlr: Gu&jón Einarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elfn . Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Rosl Krlstjánsson, Krtstln Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sf&umúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýsingaslml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Ver& I lausasðlu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Iðnadarstef na Fram- sóknarflokksins ■ Átjánda flokksþing Framsóknarflokksins markaði markvissa stefnu í atvinnumálum. í iðnaðarmálum var mótuð eftirgreind stefna: „Frumskilyrði öflugs iðnaðar er, að atvinnulífinu séu búin hagstæð vaxtarskilyrði og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þannig getur atvinnu- reksturinn bezt virkjað auðlindir og sívaxandi þekk- ingu þjóðarinnar til aukinnar framleiðslu. Islenzk iðnþróun verður að eiga upptök sín hjá fólkinu og fyrirtækjum þess með virkum stuðningi hins opinbera, þar sem það á við, en varast ber ofstýringu af hálfu ríkisins. Flokksþingið fagnar þingsályktun Alþingis um iðnaðarstefnu, sem samþykkt var sl. vor, en minnir á ofangreind meginatriði sem forsendur markvissrar iðnþróunar þjóðarinnar. í því sambandi vekur flokksþingið sérstaklega athygli á eftirfarandi: 1. Að starfsskilyrði iðnaðarins verði afdráttarlaust jöfnuð við aðra höfuðatvinnuvegi í launakjörum og skattamálum. Iðnaðinum verði ekki búin lakari starfsskilyrði en gerist í nágrannalöndum okkar. 2. Við gengisskráningu verði tekið meira mið af samkeppnisstöðu iðnaðarins en verið hefur. 3. Að verðjöfnunarsjóðum í hagkerfinu verði beitt af meiri ákveðni en verið hefur til að komizt verði hjá snöggum breytingum í innbyrðis afkomu atvinnu- greina. Að lánasjóðir iðnaðarins verði efldir. 4. Fjármagn til rannsóknar- og þróunarstarfsemi í fyrirtækjum verði stóraukið og fundnar verði leiðir til að örva fyrirtæki til aukinnar starfsemi á því sviði. Ennfremur verði lögð áherzla á að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að koma fram nýjungum í iðnaði. Veittar verði skattaívilnanir vegna tilraunastarfsemi á þeim vettvangi. 5. Aukin verði hlutdeild atvinnulífsins í stjórn þjónustustofnana iðnaðarins. 6. Bæta þarf samkeppnisaðstöðu íslenzkrar iðnað- arframleiðslu og gefin verði frjáls álagning á íslenzkum iðnaðarvörum í smásölu. Stuðlað verði að frjálsri verðmyndun í iðnaði og tryggt, að ekki komi til tvísköttunar. 7. Verk- og tæknimenntun verði stóraukin. Sam- starf og tengsl skóla- og atvinnulífs verði eflt verulega. 8. Strangar kröfur verði gerðar til iðnreksturs um starfsumhverfi, umhverfs- og vinuvernd. 9. Fyrirtæki verði hvött til að gæta aukinnar hagræðingar í rekstri og fundar hvetjandi aðgerðir til að svo geti orðið. 10. Veitt verði aðstoð til útflutnings og samkeppnis- lána, sem sé sambærileg við það, sem gerist í nágrannalöndum okkar. 11. Innfluttar iðnaðarvörur séu háðar gæðamati. Athuguð verði beiting undirboðstolla í samræmi við viðskiptaskuldbindingar íslendinga. 12. Rýmka þarf skilgreiningu stjórnvalda á hugtak- inu samkeppnisiðnaður. 13. Stofnað verði fyrirtæki á vegum ríkisins, er hafi með höndum stjórn á iðnaðarfyrirtækjum í ríkiseign og sem geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir um uppbygg- ingu fjármagnsfrekari nýiðnaðar. 14. Gert verði verulegt átak í að efla markaðsleit og sölu á íslenzkum iðnvarningi erlendis og almenning- ur hvattur til kaupa á innlendum iðnaðarvörum. Opinberar stofnanir fylgi íslenzkri innkaupastefnu.“ Þ.Þ. á vettvangi dagsins Utanríkisrád- herra svarar herstödva- andstæðingum ■ Frá Samtökum herstöðvaandstæð- inga hefur mér nýlega borist fyrirspurna- listi um framkvæmdir á vegum varnar- liðsins og mál þeim tengd. Þann lista hafa samtökin látið birta í fjölmiðlum og er því ástæðulaust að taka hann upp hér. Jafnframt var sú ósk sett fram að ég birti svör mín opinberlega. Þau málefni, sem vikið er að í spurningalistanum hafa flest verið til umræðu í fjölmiðlum um lengri eða skemmri tíma og að mínum dómi fullnægjandi grein fyrir þeim gerð. En þótt spurningar þær, sem samtökin bera upp á lista sínum séu flestar óneitanlega hvort tveggja í senn villandi og að ýmsu leyti reistar á röngum forsendum, tel ég rétt að fara um þær nokkrum orðum. Endurnýjun og viðhald á sér stað í flestum greinum án þess að slíkt þyki verulegum tíðindum sæta. Reyndar hafa tækniframfarir orðið hvað örastar á sviði flugmála og er því ekki óeðlilegt að aðstaða til eftirlits, viðhalds og hagnýt- ingar tækninýjunga sé bætt á Keflavík- urflugvelli. Bygging þriggja nýrra flug- skýla úr hertri steinsteypu er þáttur í slíkum endurbótum auk þess sem slíkt tryggir betur öryggi þeirra flugvéla, sem taka eiga þátt í vörnum landsins. Hvers konar fjarskipti fara nú meira og meira um gervihnetti og jarðstöðvar í stað jarðstrengja og sæstrengja. fslend- ingar hafa notfært sér þessar tækninýj- ungar eins og aðrir og nægir að minna á, að nú fer verulegur hluti símtala og telexþjónustu til og frá íslandi um gervihnetti og jarðstöðina Skyggni. Sama hátt má hafa á um sjónvarpssend- ingar milli landa og jafnvel er nú einstaklingum unnt að ná hér sjónvarps- sendingum frá gervihnöttum. Ég fæ ekki „Endurnýjun og viðhald á sér stað í flestum greinum án þess að slíkt þyki veru- legum tíðindum sæta. Reyndar hafa tæknifram- farir orðið hvað örastar á sviði flugmála og er því ekki óeðlilegt að aðstaða til eftirlits, viðhalds og hagnýtingar tækninýjunga sé bætt á Keflavíkurflug- velli“. séð nokkra skynsamlega ástæðu til að koma í veg fýrir að vamarliðið geti notfæra sér slíkar tækniframfarir, enda er til þess ætlast að það gegni hlutverki sínu sem best á hverjum tíma. Væntanlega er það flestum kunnugt, að Alþingi ályktaði 21. maí 1981 að fela utanríkisráðherra að vinna að því að framkvæmdum til lausnar á vandamál- um, er skapast hafa fyrir byggðarlögin Keflavík og Njarðvík vegna eldsneytis- geyma vamarliðsins, skyldi hraðað svo sem kostur væri. Það sem síðan hefur verið unnið er í fullu samræmi við þessa viljayfirlýsingu Alþingis og á það bæði við um undirbúning löndunaraðstöðu og nýrra geyma í stað þeirra, er verða að hverfa. Að frumkvæði íslenskra stjórnvalda var áiið 1974 gert um það samkomulag milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkj- anna að starfsemi tengd almennu far- þegaflugi yrði á raunhæfan hátt aðskilin frá þeirri starfsemi, sem varnarliðið hefur með höndum á Keflavíkurflugvelli samkvæmt vamarsamningnum frá 1951. I samræmi við þetta hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld unnið að flugstöðv- armálinu svokallaða og er því fjarri lagi að segja að áhugi á að hrinda í framkvæmd ákvæðum samkomulagsins frá 1974 sé eitthvert bandarískt séráhug- amál. Hlutverk flugsveitar bandaríska flug- hersins á Keflavíkurflugvelli er mjög mikilvæg vömum landsins og í varnar- samstarfi vestrænna ríkja. Það er því hagsmunamál okkar sjálfra og banda - manna okkar að eðlileg endumýjun eigi sér stað á flugvélakostinum svo að hann sé ætíð hæfur til að gegna hlutverki sínu. Það sem nú er á dagskrá eru skipti á eldri flugvélum fyrir nýrri, sem m.a. hafa þann kost að vera hljóðlátari f flugtaki og hafa meira flugþol. Loks var í fyrirspumalista Samtaka herstöðvaandstæðinga varpað fram spurningu um störf nokkurra íslenskra ríkisstofnana að ýmsum þeirra þátta, sem hér að framan er vikið að. Henni skal svarað með því að undirstrika, að það er í fyllsta samræmi við stefnu núverandi og fyrrverandi utanríkisráð- herra allt frá gerð varnarsamningsins að fela íslenskum aðilum sem mest af þeim framkvæmdum og annarri starfsemi á Keflavíkurflugvelli sem þeir geta tekið að sér og ekki telst hemaðarlegs eðlis. Ætti ekki að þurfa að rökræða þann þátt sérstaklega nema einhverjir telji í alvöm æskilegra að fela þessi störf erlendum aðilum. Ólafur Jóhannesson. Hvad felst í vinnu- verndarlögunum? eftir Jóhann Guðbjartsson, iðnverkamann ■ 1 tengslum við kjarasamningana 1977 tókst um það samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins að samin yrðu ný lög um aðbúnað, öryggi: og hollustuhætti á vinnustöðum. Þessi lög tóku gildi um áramótin 1980 og 81. Lögin byggja á því sem grundvallaratriði að skapa skilyrði til þess að bæta aðbúnað, öryggi og heilbrigðismál innan vinnustaðanna með samstarfi atvinnu - rekenda og starfsmanna að þessu sameig inlega hagsmunamáli undir umsjon og stjórn Vinnueftirlits ríkisins, sem stofn- að var til að annast framkvæmd laganna, en með stofnun þess er leitast við að færa undir eina stofnun allt eftirlit með öryggis og hollustuháttum á vinnustöð- um, en áður var slíkt eftirlit í höndum ýmissa stofnana og ráðuneyta. í lögunum segir að á smærri vinnustöðum, þar sem vinna 1-9 starfsmenn, skal atvinnurek- andi eða verkstjóri hans stuðla að góðum aðbúnaði, öryggi og hollustuhátt- um í nánu samstarfi við starfsmenn. Seu 10 eða fleiri á vinnustaðnum tilnefnir atvinnurekandi öryggisvörð af sinni hálfu en starfsmenn kjósa úr sínum hópi öryggistrúnaðarmann. Þessir aðilar eiga að fylgjast með því að lögin séu haldin. Þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri skal stofna öryggisnefnd tveggja fulltrúa starfsmanna ogtveggjafulltrúa atvinn- urekenda. Skal nefndin skipuleggja að- gerðir varðandi aðbúnað, öryggis og hollustuhætti innan fyrirtækisins og ann- ast fræðslu starfsmanna um þau efni og sjá til þess að ráðstafanir varðandi þessi mál komi að tilætluðum notum. Áríðandi er að hver og einn starfsmaður sé sífellt á verði gagnvart öryggis- og aðbúnaðar- málum innan fyrirtækisins og ræði það sem ábóta vant er við öryggistrúnaðarmann eða öryggisvörð. Til þess að öryggisgæslu- istörf komi að tilætluðum notum þarf Vinnueftirlitið að vera vel í stakk búið til að geta veitt þá ráðgjöf og aðra þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni. Þýðingarmikið er að koma vinnuum- hverfi starfsfólks í eins gott lag og unnt er til að draga þarmeð úr líkum á að það verði fyrir heilsutjóni vegna slysa og atvinnusjúkdóma, því auk þess að valda einstaklingum þjáningum og fjárhags- legu tjóni, valda sjúkdómar og slys þjóðfélaginu í heild miklum útgjöldum. Verkalýðssamtökin hafa ákveðið að helga þetta ár vinnuverndarmálum til þess að vekja fólk til umhugsunar um starfsumhverfi sitt og starfsaðstöðu, með það fyrir augum að bæta aðbúnað, öryggis og hollustuhætti á vinnustöðum. Hin mikla tækni ásamt þeim mikla fjölda efna sem notuð eru á hinum ýmsu vinnustöðum, hafa haft í för með sér margvíslega sjúkdóma og slysahættu. Sú þróun sem átt hefur sér stað á liðnum árum, hefur verið svo ör að erfitt hefur verið að fylgjast með og gera sér fulla grein fyrir þeirri sjúkdóma og slysahættu sem fylgt hefur í kjölfarið, aukin sérhæfing og verkaskipting hefur leitt til einhæfari starfa^sem hefur í för með sér síendur- tekningu einhæfra hreyfinga, sem geta valdið óeðlilegu sliti þeirra líkamshluta sem fyrir álagi verða. Á mörgum vinnustöðum er veruleg mengun af völdum hávaða, en hann getur valdið heyrnartjóni ef hljóðstyrkur fer yfir 85 desibel. En það er ekki einvörðungu að hávaði geti valdið heyrnarskaða því hann hefur einnig ahrif á taugakerfið, hann veldur streitu.svefnleysi og þreytu og skerðir hæfileika manna til einbeitni auk þess sem hann skerðir hæfileika líkamans til þess að verjast áhrifum hættulegra efna. í fyrr nefndum kjarasamningum 1977 sem gjarnan hafa verið kenndir við sólstöður, tókst einnig um það sam- komulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins að gerð yrði könnun á ástandi aðbúnaðar, öryggis og hollustumálum vinnustaða. Þessi könnun sem var sú fyrsta sinnar tegundar sem framkvæmd hefur verið hér á landi fór síðan fram á 158 vinnustöðum, víðsvegar um landið. Leiddu niðurstöður þessarar könnun- ar í Ijós að í mörgu er ábótavant, svo ekki séu notuð sterkari orð. Þar ber hæst hvað þvotta og baðaðstöðu er víða ábótavant, eða á yfir 75% skoðanastaða. Einnig kemur þar fram að búnings og fataherbergjum er ábótavant á um 60% skoðanastaða. Hávaði og titringur reyndist vera of mikill á 55% skoðanastaða svo drepið sé á nokkrar niðurstöður úr þessari könnun. Alls voru athugaðir 32 aðbúnaðar, öryggis og heilbrigðis- þættir á þeim stöðum sem skoðaðir voru. Það hefur verið vanrækt, að stuðla að vömum gegn slysum og atvinnusjúk- dómum hér á landi á liðnum árum og því þarf að gera mikið átak til þess að þoka þessum málum til betri vegar með það að leiðarljósi að fækka slysum og sjúkdómstilfellum sem orsakast af ófull- nægjandi vinnuaðstöðu. Ef því mark- miði er náð mun draga úr þörf fyrir sjúkrahús og hæli. Jóhann Guðbjartsson iðnverkamaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.